Þjóðviljinn - 28.04.1979, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 28.04.1979, Blaðsíða 7
Laugardagur 28. aprll 1979 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 Ef þessi áform takast þarf núverandi landbúnaöar- ráðherra ekki að bíða ellinnar til að sjá ref og mink leika sér í bæjarrústum bleikra eyðidala á Vestfjörðum, þar sem enn renna hjarðir á ból. Halldor Þorðarson Lauga landi Þegar sá eineygði skammtar þér og sjálfum sér... Þátturinn Spjallaö viö bændur fékk hjá útvarpinu sem svaraöi 43 sekúndum á dag. Þar var ætl- unin aö svara spurningum frá bændum um einstök atriöi þeirra mála. Þetta voru þarfir þættir. Heföu þó veriö betri ef sumir svaramennirnir heföu ekki haft fyrir fasta reglu aö setja sjálfa sig I varn- arstööu gegn spyrjendum. Útvarpsráö gat ómögulega eytt til bænda þessum 5 minútum á viku. Forráöamönnum okkar tókst þó aö fá i staöinn 15 min. á viku handa sjálfum sér. Ein- hvernveginn reyndist þeim þaö auöveldara. Þannig losnaöi þátturinn viö allar spurningar frá bændum. 1 vetur voru m.a. þættir um beitartilraunir. Þeir voru á sinn hátt fróölegir i um- sjá læröra manna. Mér skildist aö skýrsla um þetta efni yröi ekki birt i náinni framtiö. Þaö veröur þvi aö kvitta fyrir fræösluna eftir minni — meö til- heyrandi fyrirvara. Erlendir aöilar hafa lagt myndarlega upphæö i þetta þarfa verk (sennilega af fram- lagi til þróunarlandanna), auk framlags frá islenska rik- inu. Mikilsverö aöstoö hef- ur veriö fengin frá erlend- um sérfræöingum — til aö kenna Islenskum bændum aö beita sauöfé til gagns yfir sum- armánuöina. Þá hafa 500 ha. veriö girtir meö 100 km. langri giröingu. 400 kg. af útlendum áburði bera þeir á hektara. Uppskeruauki á fjöllum er 9 hestburðir á ha. en á láglendi 21 hb. — en þar var sá galli á, aö fóöurgildiö hraöminnkaöi strax i júli. A fjöllum uppi þurfti þvi 100 pund af útlendum áburði til að fá 100 kg. uppskeruauka. Ef til vill hafa lömbin ekki náö hverju strái við rót — af uppskeruaukanum. Þaö gerir frádrátt á nýtingunni — ekki siöur en þar sem uppskeruauk- inn var 21 hb., en lömbin þrifust ekki á stráunum eftir aö kom fram i júli. Sennilega væri nýtingin sæmileg, ef kirid- in næöi 50% af uppskeruauk- anum eöa tonniö af útlend- um áburöi gæfi eitt tonn af nýtanlegum uppskeruauka. Seintekin gróöi þaö — i sam- bandi viö þennan austur útlends áburöar á úthaga, er rétt að benda á álit náttúrufræöinga. Þeir eru ekki allir sammála um jákvætt gildi þess verknaöar. I lokin kom svo fram aö mikil nauösyn væri aö halda áfram aö moka peningum i þetta allt saman, þvi máliö varð alltaf flóknara og flóknara og flækt- ist þvi meira sem fleiri svör fengust. Spurningarnar marg- földuöust viö hvert svar sem fékkst. Taldi stjórn- andi þáttanna það eöli- lega afieiöingum svona til- rauna. Ekki var þó komið aö þeirri spurningu hvaöa hagnýtt gildi þetta hefði fyrir landbúnaö á Islandi. Þarna er þvi vaxandi framtlöarverkefrii fyrir menn og fjármagn. A sama tima og sauöfjárveikigiröingar voru lagöar niöur vegna fjárskorts — voru lagðar 100 km. af nýjum girðingum, sem hafa ekki annaö gildi en aö auka kjötframleiöslu sem þegar er 30% of mikil. Viö viröumst auðveldlega — án beitartilrauna — geta haft fleira fé en viö höfum þörf fyrir — á þessum stráum sem guö almáttugur lætur sjálfur vaxa til fjalla á Islandi. En þaö er eins og forystumenn landbún- aöarins — þessir i efristiganum — ætli markvisst aö hindra nýt- ingu þannig auölinda. Til búskapar þarf bæöi tún til heyöflunar og góþa sumarbeit. Viöa fer þetta tvennt ekki sam- an. Fyrir rúmlega hálfri öld byrjaöi islenska rikiö aö vinna aö lækkun vöruverðs meö þvi aö greiöa hluta af ræktunarkostn- aöinum. Fyrirmyndin var sótt til Noregs. Þar greiöir rikiö ákveöinn hluta kostnaðarins viö ræktunina. Hér var þessu snúiö alveg viö og framlagiö haft I öf- ugu hlutfalli viö ræktunarkostn- aöinn. Skurögröfum, sem rikiö greiddi kostnaö af aö mestu, var einnig alfariö stefnt á þau landssvæöi þar sem rikiö greiddi hæst hlutfall af ræktun- inni. A útkjálkum sáust þær ekki fyrr en mörgum árum seinna og þá i mýflugumynd. Ritiö Skurögröfur Vélasjóös 1942-1966 upplýsir aö á þvi tima- bili kom skurðgrafa einu sinni I Nauteyrarhrepp, þ.e. 1958. Und- anfarið hefur það gerst hér til viöbótar, aö forráöamenn hafa sagt okkur i nokkur ár aö skurö- grafan kæmi „eftir helgina” — en þegar grafan hefur veriö komin á bilpallinn hefur bil- fjandinn alltaf snúiö öfugt á vegi, þannig aö hann hefur fjar- lægst þegar hann fór af staö — þessi leikur hefur svo veriö endurtekinn næsta ár. For- svarsmenn Búnaöarfél. Islands og Búnaöarsambands Vest- fjaröa hafa samþykkt þetta og taliö eölilega ráöstöfun. Þessi mismunun hins opin- bera veldur þvi, aö viöa eru tún minni en annars væri og fjár- festingar I byggingum og vélum siðar á ferö en annars væri — og um leiö miklu þyngri byröi en þar sem veröbólgan hefur greitt þær niöur fyrir mörgum árum. Nú er svo rætt um að fella niöur framlag til túnræktar — þar , sem tún eru minnst — og leggja skatt á kjarnfóöur til aö greiöa niöur áburöinn á stóru túnin og grænfóðurakrana. Þar sem rik- iö greiddi stærstan hlutinn af ræktunarkostnaðinum er öflun vetrarfóöurs orðin auöveld fyrir löngu — þá vantaöi þessi sömu svæöi betri sumarbeit fyrir vax- andi búfjárhjaröir. Búnaöarfélag Islands fann þá út aö leysa þaö mál meö stórum grænfóöursökrum — um þá er ekki að ræöa þar sem túnrækt er skammt á veg komin og rikiö greiöir minnstari hluta af rækt- unarkostnaöinum. Ritstjóri Handbókar bænda 1979 metur þessa grein búskapar meira en allar aörar samaniagt. Hann hefur aflaö 9 greina um grænfóöur I þennan árgang- inn. Til aö gera grænfóö- urakrana samkeppnisfæra viö óáboriö beitarland greiö- ir rikiö árlega allan áburö á þá. Þeir veröa þvi ódýrari i rekstri — þvi aö jarövinnsla á flagi sem sáö er I ár hvert er smár liöur. En einhvern afrétt- arblett þurfti þó fyrir féö sem alltaf fjölgaöi. Þá tók rikiö aö sér aö greiöa niöur þann þáttinn meö þvi aö borga helming áburöar á f jöll og firnindi — auk flutnings og dreifingar. Aö siö- ustu rekur þaö graskögglaverk- smiðjur i mestu grasræktarhér- uöum landsins. Framleiöslu þessara rikisfyrirtækja er svo bændum, sem fjærst búa, ætlaö aö kaupa á okurveröi — neyöa þá til þess meö skattlagningu á kjarnfóöur. Rikiö hefur þannig aö ráöum forystumanna bænda búiö i haginn fyrir búskap i sumum héruöum, en i raun tor- veldaö hann i öörum. Nú er þaö eindreginn vilji allra æöstu ráöamanna land- búnaðarins aö reka endahnútinn á þetta verk sitt — meö þvi aö leggja svo háan skatt á kjarn- fóður aö ókleift verði aö kaupa þaö — þar sem þaö er dýrast. Þaö liggur ljóst fyrir hvar þaö er — um þaö hefur enginn efast. A boröinu hjá mér liggja upp- lýsingar um aö B.-fóöurblandan kosti 77 þúsund kr. pr. tonn i einni sveit. A boröinu er lika nóta yfir B.-blöndu. 1 febrúar kostaöi tonniö af henni við bryggju I ísafjarðardjúpi kr. 107.200 — þaö má sem sagt bæta 40% á fyrri B.-blöndu-nótuna — svo hún veröi jöfn tölunni sem er á þessari nótu hér. Svo kölluð Beitarblanda frá SIS kostar þá á sama stað eitt hundrað tuttugu og tvö þúsund sex hundruö og sextiu krónur tonnið — eöa nær 60% hækkun frá fyrstu nótunni. Þaö er ofan á þetta verö sem forystumenn bændasamtak- anna heimta kjarnfóðurskatt- inn. Ef það tekst, þarf núver- andi landbúnaðarráðherra ekki aö biöa ellinnar til aö sjá ref og mink leika sér i bæjarrústum bleikra eyöidala á Vestfjöröum — þar sem enn renna hjaröir á ból. Hann getur þá á laugar- dagsmorgni sest á stein eins og Jahve forðum og litiö yfir verk- iö. A þannig morgni birtist þeim margt sem heyra steininn tala. A föstunni 1979 H.Þ. Samkoma til heiðurs Hafnarháskóla: Hefur kennt íslenskum stúdentum í 500 ár Svend Ellerhöj sagnfræöingur, Erik Skinhöj rektor Hafnarháskóla og Guðlaugur Þorvaldsson háskólarektor á blaöamannafundi i gær (ljósm GE) Á morgun er þess minnst með hátiðasam- komu að 500 ár eru liðin frá þvi að Kaupmanna- hafnarháskóli var stofn- aður. Meðal fyrstu stúd- enta háskólans árið 1479 voru Islenskir menn — og var skólinn okkar há- skóli lengst af og er enn, nú á þeim timum kreppu og niðurskurðar sem i dag bera fram með nýj- um hætti sambúðar- vanda frjáls háskóla og rikisvalds. Þetta kom fram á blaðamanna- fundi i gær. Þar skýröi Guölaugur Þorvaldsson háskólarektor frá þvi, að Háskóla íslands hefði ver- ið boðið að senda sendinefnd til Hafnar á afmælishátiðina um mánaðamótin mai-júni. En há- skólamönnum hefði þótt tilhlýði- legt að gera meira en rétt vera viöstaddir hátiöina I Höfn, heldur vildu þeir hressa upp á hin fornu tengsli, sýna i verki að Islending- ar kynnu að meta sambandið viö sina gömlu Alma Mater. Dagskráin Hátiðin verður kl. 14.30 á morg- un, sunnudag, i Hátiðasal háskól- ans. Erik Skinhoj, dr. med. ný- kjörinn rektor Hafnarháskóla, verður heiðursgestur samkom- unnar. Guðlaugur Þorvaldsson rektor flytur ávarp og dr. Jakob Benediktsson flytur ávarp og dr. Jakob Benediktsson flytur fyrir- lestur sem hann nefnir „Köben- havns universitet og islandsk kul- tur”. Magnús Jónsson óperu- söngvari syngur nokkur lög. Oll- um er heimill aðgangur. Fyrst kom guðfræðin Svend Ellerhoj sagnfræðingur er og hingað kominn vegna hátið- ar þessarar. Hann var spurður að þvi, hvort nokkur vissi hve marg- ir islenskir stúdentar hefðu numið við Hafnarháskóla fyrr og siðar, og kvað hann nei við þvi — þó kann að vera að tslendingar muni innan tiðar reikna þá tölu út sjálf- ir. Hann sagði, að i sambandi við útgáfu háskólasögu væri verið að gera úttekt á árgöngum stúdenta á hinum ýmsu timum, og þar með yrði skoðað hvaðan stúdentarnir væru komnir. Hann sagði, að þeg- ar háskólinn var vigður 1. júni 1479 þá hafi Islendingar verið i hópi stúdenta, einnig Norðmenn, Þjóðverjar og Hollendingár, fyrir utan Dani. En ekki vissu menn nöfn fyrstu islensku stúdentanna. Háskólinn, sem Kristján fyrsti fékk leyfi páfa til að stofna, tók við af Dómkirkjuskóla, sem kenndi undirstööuatriöi i latinu og þar með prestskap. Háskólinn mætti vaxandi þörfum rikisins fyrir menn sem réðu við flókna stjórnsýslu. 1 þann tið var guð- fræðideildin efst i tignarstigan- um, þá kom lagadeildin og siðan læknadeild, sem mun samt ekki hafa starfað að gagni fyrr en komið var fram á sextándu öld. Fjórða deildin var kennd viö frjálsar listir — málvisindi, stærðfræði, tónlist og ýmislegt fleira var þar á dagskrá — og var hún deilda ógöfugust. Frjáls háskóli og stjórnmál Frá upphafi vega, sagði Svend Ellerhoj, var um að ræða vissa togstreitu milli rikisins, sem vildi ráða þvi, að háskólinn byggi til drottinholla embættismenn og skólans, sem vildi sem minnst af- skipti rikisvaldsins af náminu. Erik Skinhoj rektor vék að þvi, hvernig þau mál horfa við i dag. Hann sagði, að tiltölulega fá- tækt land að náttúrugæðum eins og Danmörk þyrfti að treysta mjög á öfluga menntun, og mætti þar ekki á slaka. Og nú á timum verðbólgu og niðurskurðar til samfélagsþarfa, væri þaö mestur höfuðverkur háskólamanna að sýna stjórnmálamönnum fram á það, að ekki mætti láta efnahags- vandræðin bitna á menntun þjóö- arinnar. A niðurskurðartimum eru bæöi frjálsar rannsóknir og kennsla i hættu. Þetta tengist svo við bága fjárhagslega afkomu stúdenta, sem verða margir að vinna með námi og hafa að undanförnu i all- miklum mæli hrökklast frá námi af fjárhagsástæðum. Rikisvaldið hefur komið á ýmsum takmörk- unum á innritun stúdenta I læknisfræði og fleiri greinar, en stúdentum hefur þó fækkað meir af efnahagslegum ástæðum. Rektor Hafnarháskóla taldi þessa þróun og sérstaklega varhuga- verða vegna þess, að hún þýöir, að enn minni likur eru á þvi en áður að börn úr láglaunastéttum geti stundað háskólaná’m. —áb. Frá Fósturskóla / Islands Umsóknarfrestur um skólavist fyrir skólaárið 1979-80 er til 1. júni n.k. Nánari upplýsingar á skrifstofu skólans, Skipholti 37, simi 83866. Skólastjóri

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.