Þjóðviljinn - 28.04.1979, Qupperneq 11

Þjóðviljinn - 28.04.1979, Qupperneq 11
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 28. aprll 1979 Laugardagur 28. april 1979 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11 Þeir eru aö gaumgæfa stööuna þessir. Taflmennina smföuöu nemendur i einum Reykjavikurskólanna. IJstahátiö barnanna hefst í dag V ettvangur sköpunargleði Listahátið barnanna hefst kl. 14.00 i dag með opnunarhátið að Kjar- valsstöðum. Ávörp flytja Sindri Skúlason, nemandi i Hvassaleitis- skóla, Edda óskarsdótt- ir, formaður Félags is- lenskra myndlistar- kennara, og Kristján Gunnarsson fræðslu- stjóri. Lúörasveit Arbæjar og Breiö- holts leikur undir stjórn Ólafs L. Kristjánssonar og Skólakór Ar- bæjarskóla syngur. Fullorðna fólkið sem hjálpar til viö sýninguna hefur haft aö leið- arljósi aö börnin fái aö láta gamminn geisa eins óþvingað og kostur er. Eins hefur veriö reynt aö komast hjá dilkadrætti eftir mætti, t.d. eru þaulistaverk, sem þarna verða til sýnis, ekki auö- kenndá nokkurnhátt, þess aöeins getiö hve gamlir höfundarnir eru. Lifandi starf og hvers kyns uppákomur af hálfu barna mun -veröa haft i frammi og gestum hátiöarinnar gefast kostur á aö fylgjast með börnum og ungling- um i Ieik og starfi. Kraftar losni úr læðingi Þarna er meö öörum oröum ætlunin að ýmsir þeir kraftar, sem svo oft eru reyröir i viðtekn- ar venjur hinna fullorönu, fái aö losna úr læöingi viö sem frjáls- astar aðstæöur. Hörður Bergmann, sem ásamt Elinu Pálmadóttur hefur starfað að hátiðinni f.h. fræðsluráös, benti blaðamönnum á það á fundi á dögunum, aö þegar börn kæmu fram t.d. i fjölmiölum væru orö- in nánast lögö þeim i munn og þeim ætlaö aö hegöa sér sem lík - astmálfundamönnum. Enda væri oft þvi' likast aö það væru raddir hinna fullorönu sem töluöu gegn- um bömin i viðtölum ogþáttum I fjölmiðlum. Hátiöinni er þvi m.a. ætlaö aö láta raddir barna heyrast og gefa kost á óbrenglaðri mynd af þvi sem börn hafa fram að færa. Góðar undirtektir Félag Islenskra myndlistar- kennara á frumkvæöiö aö hátiö- inni og i' samráði viö fræösluráö Reykjavikur var leitaö hófanna viö ýmsa um framkvæmdir. En borgarsjóöur veitti styrk til þeirra. Þeir sem leitaö var til tóku afar vel i máliö og liggur mikiö starf aö baki sýningunni á Kjarvalsstööum. Auk áöur- nefiidra aöilahafa eftirtalin félög tekiö þátt i undirbúningi hátiðar- innar: skólasafnveröir, Fóstrufé- lag Islands, Félag heimilisfræöi- kennara, handavinnukennara, smiöakennara, tónmenntakenn- ara og vefnaöarkennara. Vegna Listamenn úr rööum barna munu meftal annars vefa á vefstóla á göng- um Kjarvalsstafta. þátttöku þessara félaga i undir- nokkrum skólum utan Reykjavik- búningi veröur framlag frá ur til sýningarinnar. Allir með Sem fyrrsegir er lögð áhersla á aö hátlöin verði viötæk og lifandi, minnisverður vottur um fjölþætta sköpunargleði barna og unglinga. Börnum er heimilt aö koma með myndir til að hengja upp á staö, þar sem daglega veröur skipt um verk. útivið veröa taflmenn og stórt taflborð, þar sem hægt er að horfa á skák og gripa i tafl. Og flugdrekadagur veröur siöasta sýningardag, ef veður leyfir. Þarna mega allir tefla. Allir mega koma með myndir sem hengdar verða upp. Kennarar munu ekki skipuleggja sérstakar ferðir úr skólum heldur munu börn ákveðasjálf hverja þautaka meösér ásýninguna og vitaskuld er óskandi aö bæði kennarar og foreldrar veröi fyrir valinu. Full- orönir fá aö sjálfsögöu að koma á hátiðina þó þeir séu ekki I fylgd barna. Hátiöin stendur til og með 6. maf: Húneropin daglega milli kl. 14.00 og 22.00. Dagskráratriöi hefjast kl. 16.00 um helgar en 17.30 alla virka daga. Vinna við smiðar, vefnaö, handavinnu og verkefni i heimil- isfræði fer fram daglega. Aögangur aö hátiöinni er ókeypis. Gefiö hefur veriö út plakat og sýningarskrá, sem verða til sölu á Kjarvalsstööum. Dagskráratriöi hefjast eftir venjulegan vinnutima á daginn, tíl aö gefa foreldrum tækifæri til aötaka þátt i hátiöinni meftbörn- um sinum. ÞB ■' X’ . < Listaverkin á sýningunni eru ekki merkt, afteins getiö um aldur listamannanna. Og allir mega koma meft myndir til sýningar. ImH < <• < ! k«i»' Hyífnii' Hér er verift aft undirbúna næringarfræftilega sýnikennslu sem börn munu annast á hátiftinni. < Ljósm. eik) Anna Kristjánsdóttir: Skólahúsnæði og nemendaQöldi í Revkjavík Umræöur um skólaskipan i Reykjavik hafa undanfarift verift allmikiar og nægir aft nefna hug- myndir um aft gera húsnæfti Austurbæjarskóians aft ráfthúsi og aft dreifa nemendum Æfinga- skóla KHl á umliggjandi skóla, en taka húsnæftift til annarra nota. Nú hefur Fræftsluráft Reykjavik- ur tekiö ákvörftun i skólamálum næsta vetrar, og kemur þar fram aft breytingar i málum grunn- skóla veröa litlar. Ekki er þó út I hött aö skoöa málin eilítiö nánar en fræöslu- yfirvöld hafa gefiö almenningi kost á aö gera. Reyna má aö átta sig á þvi hvort einhver sanngirni sé i þvi aö fjölga nemendum I skólunum á Austurbæjarsvæöinu til þess aö unnt sé aö fjármagna byggingar i Breiðholti. Um leiö veröur maöur þá aö athuga hvernig ástatt er I þeim bæjar- hverfum sem alls ekki hafa verið rasdd i þessum umgangi, þ.e. Vesturbæ, Suöurbæ, Noröurbæ og Arbæ (sjá kort af skiptingu Reykjavikur). Engar breytingar A þessum svæöum gerir Fræösluráö Reykjavikur ekki ráö fyrir neinum breytingum I skóla- haldi 1. — 6. bekkjar né forskól- um. Ekki er talaö um aukningu skólahúsnæöis, tilfærslu milli skóla né annaö þvilikt. Sérstak- lega vil ég vekja athygli á þvi m.t.t. framhaldsins aö Fræöslu- ráö Reykjavikur gerir ráö fyrir aö starfrækja forskóla og 1.—6. bekk I Vesturbæjarskóla viö öldugötu, eins og gert hefur veriö undanfarin ár. I umræöum um skóla á Austur- bæjarsvæöi fyrir skömmu var sú ástæöa helst gefin fyrir þvi aö fækka skólum og fjölga nemend- um i þeim sem eftir væru, aö hús- rými á nemanda væri þar oröiö ó- eölilega mikiö miöaö viö önnur hverfi. Einnig var látiö aö þvi liggja aö Ibúum myndi enn fækka verulega á þessu svæöi á komandi árum og þvi skynsamlegt aö halda ekki öllum þessum skólum gangandi. Oftar en einu sinni hefi ég heyrt áhrifamenn i þessum málum segja aö taka megi miö af Gamla Vesturbænum þar sem fólki hafi fækkaö svo, aö litiö sé eftir nema gamalmenni. Fljótt á litið viröist hér talaö af raunhæfri skynsemi og hafa þvi fáir haft fyrir þvi aö athuga hvernig málum er raunverulega háttaö; alla vega hefi ég ekki séö slikt á prenti. Mig langar þess vegna til aö beina athyglinni aö á- standi skólahúsnæðis I Reykja- vik, ef veröa mætti til þess aö opna augu einhverra ráöamanna. Voriö 1978 var lögö fyrir Alþingi skýrsla menntamalaráö- herra um framkvæmd grunn- skólalaga o.fl. 1 skýrslu þessari er m.a. aö finna eftirfarandi upp- lýsingar um kennslurými á nem- anda i hinum ýmsu fræðsluum- dæmum og um fjölda nemenda á stofu (meöaltal) i þeim sömu um- dæmum. Hér má sem sagt lesa aö fjöldi fermetra á nemanda i Reykjavik er undir meöaltali landsins og vantar fleiri þúsund fermetra á aö ná þvi. Þetta er staðreynd, þrátt fyrir þaö aö nemendum í forskóla og 1. — 6. bekk hafi fækk- aö um liölega 1600 eöa 16% síö- ustu 3 árin. Hvergi þrengra um börnin Þaö sést llka af töflunni aö hvergi eru eins mörg börn um skólastofu og i Reykjavik og kemst reyndar ekkert fræöslu- umdæmi þar nálægt okkur nema Reykjanes. Nú hvaö er þetta manneskja, hefuröu aldrei heyrt um Breiö- holtiö? kann einhver aö segja, þaö er svo ofboöslega þröngt i skólunum þar. — En ætli þaö sé eina skýringin? Sé athugaö kennslurými á nem- anda i einstökum skólum Reykjavikursvæöisins, litur myndin út eins og hér sést. Dreg- in hefur veriö lina til þess aö sýna meöaltal landsins, og til þess aö auöveldara sé aö átta sig eru skólar ekki taldir I stafrófsröft, heldur eftir svæöum: Reykjavik fermetrar á nemanda fjöldi nem. á stofu 30.5 Reykjanes 30.1 Vesturland 25.6 Vestfirftir 19.4 Noröurland ve 23.7 Norfturland ey 27.5 Austurland 24.5 Suöurland 22.2 Meöaltal lands: 4.92 27.4 Vesturbær: Austurbær: Noröurbær: Suöurbær: Arbær: Breiöholt: Vesturbæjarskóli Melaskóli Austurbæjarskóli Æfingaskóli KHI Hlíöaskóli Laugarnesskóli Langholtsskóli Vogaskóli Alftamýrarskóli Breiöageröisskóli Hvassaleitisskóli Fossvogsskóli Arbæjarskóli Breiðholtsskóli Fellaskóli Hólabrekkuskóli ölduselsskóli Hér sést aö sjálfsögöu aö þaö er verulegur munur á húsrými hvers nemanda i sumum eldri bæjarhlutum, svo sem Austurbæ og Norfturbæ, annars vegar og I Breiöholti hins vegar. Þetta er ekki svo óeðlilegt meö hliðsjón af gifurlega miklum húsbyggingum i Breiftholti. Hins vegar hlýtur þaft aft vekja furftu hve þröngt er I skólum Vesturbæjar og sér i lagi aft húsrými á nemanda i Gamla Vesturbænum skuli vera langt fyrir neftan öll mörk. Hver nem- andi hefur þar ekki nema lift- lega helming þess rýmis sem minnst þekkist I Breiftholtinu. I Vesturbæjarskólanum sitja nær 3 nemendur I sæti sem á lands- grundvelli er ætlaft einum o.fl. athugasemdir mætti hafa um þessa mynd. En sagan er þó ekki sögft nema. aft litlu leyti. Voriö 1978 stóöu I- búasamtök Vesturbæjar og Dag- vistarsamtökin aö umfangsmik- illi könnun á dagvistun barna i Gamla Vesturbænum. Niöurstöö- ur þessarar könnunar voru kynntar aö nokkru þá strax, en liggja nú fyrir I skýrslu. Börnin, sem spurst var fyrir um, voru 0 — 10 ára. Meftal þess sem kom á ó- vart I könnuninni var, aö I hópi 6 — 10 ára barna (fæddra 1967 — 1971) á svæöinu voru þaft aöeins 50% sem stunduöu nám I Vestur- bæjarskóla. 25% voru I Melaskóla og áttu 3 af hverjum 4 þeirra heima á svæftinu milli Hring- brautar og Túngötu. 15% voru i einkaskólanum Landakoti, og 10% voru I öörum skólum. Niftur- stööur þessarar könnunar hljóta aö beina athyglinni aö þvi hvort eins sé ástatt I eldri árgöngum, hvort sama þróun gildi um 6 ára börn veturinn 1978 — 1979, hvort til séu fleiri svæöi I borginni sem eins er ástatt um, e.t.v. einhver svæftanna þar sem „rúmt er um börnin” o.s.frv. Meft þvi aft athuga Arbók Reykjavikur og upplýsingar menntamálaráftu- aeytisins um fjölda nemenda og kennara I grunnskólum, má finna svör viö ýmsum spurningum. Viö samanburö sést t.d. aö hlut- falliö milli nemenda i 1. — 6. bekk og barna á þeim aldri sem búsett eru á svæöinu er nær alls staöar vel yfir 90%, nema i Vestur- bæjarskólanum, þar sem 50% barnanna á svæftinu sækja skól- ann. Sem betur fer, liggur manni viö aö segja, þvi aö annars stæöu börnin hvert á tánum á öftru. Sé litið á Vesturbæinn I heild (þ.e. Vesturbæjarskóla og Mela- skóla), kemur i ljós aö 91% barna á þvi svæfti sækir skóla svæftisins, en þaö er iægsta hlutfali svæöis i Reykjavik. Samt er kennslurými á nemanda i Vesturbænum tals- vert minna en á öftrum svæöum, aö Breiöholti undanskildu. Og enn má bæta viö. Könnunin, sem áöur hefur veriö minnst á, sýndi aft árgangarnir 1972 — 1976 voru þriftjungi fjölmennari en ár- gangarnir 1967 — 1971 i Gamla Vesturbænum. Aft sjálfsögftu má gera ráft fyrir aö foreldrar yngstu barnanna flytji helst I burtu meö börn sin, vegna þess aft liklegast sé aö þar sé um leigjendur aö ræöa. Staöfestingu á þessari á- giskun hefi ég hins vegar hvergi séft, og alla vega er þaft staftreynd aft undanfarin 3 ár hefur nem- endum fækkaft stórkostlega I öll- um skólum utan Breiftholts nema Langholtsskóla og Vesturbæjar- skóla. Mér vitanlega hafa engar ráðstafanir veriö geröar til aö búa aö nemendum og kennurum Vesturbæjarskóla i samræmi viö þaö. Einnig má bæta þvi viö, aö þau börn sem verfta skólaskyld næstu árin i Gamla Vesturbænum búa að talsveröum meiri hluta noröan viö Túngötu og er þvi ekki hægt aö reikna meö þvi aö Melaskóli geti á komandi árum leyst vanda svæöisins aö sama skapi og hann gerir nú. Vissulega er heilbrigð- um börnum vorkunnarlaust aö ganga nokkurn spöl I skóla, þaö höfum viö mörg gert. En þess ber aö gæta aö umferft var þá allt önnur og mannlegri. Fræösluyfir- völd geta ekki horft fram hjá um- ferftarslysum viö afmörkun skólasvæða. Séú allir þættir dregnir saman, þ.e.: 1. aö börn Vesturbæjarskóla hafa lang-minnsta kennslurými sem þekkist I Reykjavik og þótt viö- ar væri leitaft 2. aö ef öll börn svæðisins sæktu skólann, tvöfaldaftist nemenda- fjöldi 3. aft þeir árgangar sem skóla- skyldir verfta næstu árin eru verulega fjölmennari en þeir Anna Kristjánsdóttir sem nú eru i skólunum (og þaö er sjaldgæft i Reykjavik) þá gefur augaleiö aö kennslurýni á nemanda stefnir að að verða innan við 1. ferm. A sama tima er gert ráð fyrir þvi i skýrslu menntamálaráðherra til Alþingis að meöalkennslurými á nemanda á Islandi nái 7—8 ferm. (iþrótta- húsnæöi ekki talið meö) fyrir 1983. Hvad á ad gera? Og hvaö ætla fræösluyfirvöld eöa yfirmenn þeirra borgaryfir- völd aö gera? Ætia þeir enn aft halda áfram aö tala um bæjar- hverfin sem eru aft tæmast og fela fyrir fólki hvernig ástatt er á gamalgrónu Ibúöarsvæfti? Ætia þeir aö leggja niöur skóla á Austurbæjarsvæftinu og bjófta sömu hættunni heim fyrir þann borgarhluta? (Veröi húsnæöi Æfingaskólans tekiö I annaö og nemendum dreift á aöra skóla svæöisins, lækkar ferm.-fjöldi á nemanda á þvi svæöi úr tæpum 7 i rúma 5, og veröi sá leikur leikinn meö Austurbæjarskólann lækkar ferm.-fjöldinn i tæpa 4.) Ætla borgaryfirvöld aö halda áfram að láta Reykjavlk eiga metiö i fjölda nemenda á skólastofu? Já, þaö mætti spyrja margra spurninga. Eöa ætla félagshyggjumenn- irnir, sem nú ráöa, e.t.v. aö fara aö snúa sér aö samneyslumálum og ráöa bót á þvi sem ég hefi lýst hér? Ætla þeir kannski aö gera það eftirsóknarvert aö búa með börn inni i grónum hverfum Reykjavikur vegna þess aö vel sé búiö aö skólum hvaö snertir hús- rými og aöstööu alla? Þaö tækist þá hugsanlega aft lokka fleiri arft- bæra skattgreiöendur á besta aldri (og meö börn á besta aldri) til að snúa aftur til Reykjavikur áöur en eftirlaunaaldri er náö. Gamanlaust held ég aö þaö skref yröi stjórnvöldum til sóma. Mali minu lýk ég á myndrænan hátt. Börnin eru öll ósköp lik. Þau þurfa verkefni og þau þurfa hús- rými til þess aö fást viö verkefn- in. 1 dag rúmast sum börn i Reykjavik nægilega vel i skólun- um, engin of vel miðað viö áætl- anir, en allt of mörg reka höfuftift upp úr þakinu. Reykjavik i april 1979 Anna Kristjánsdóttir Vesturbcj- arskóli Melaskóli Austurbej- arskóli Æfingaskóli Hllöaskóli Laugarnes- skóli Langholts- skóli Vogaskóli Alftamýrar- skóli Breiöagerö- Hvassaleit- isskóli isskóli Fossvogs- skóli Arbæjar- skóli Fellaskóli Hólabrekku- Oldutúns- •k*li skóli

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.