Þjóðviljinn - 28.04.1979, Page 13
Laugardagur 28. april 1979 ÞJOÐVILJINN — StÐA 13
Um helgina
Mánudagsmyndin
næsta:
Scorsese
lýsir „Litlu
Ítalíu”
Næsta mánudagsmynd
Háskólabiós verður bandariska
kvikmyndin MEAN STREET
sem Martin Scorsese gerði 1973.
Myndin gerist I „litlu ttaliu” sem
er hverfi 1 New York og fjallar um
líf nokkurra ólánspilta sem búa
þar. Martín Scorsese, sem bjó
ekki langt frá þessum stað, tekur
þarna fyrir sérstætt samfélag þar
sem ættar- og vináttubönd
byggjast á gamalii hefð itölsku
mafiunnar. Reynir Scorsese að
draga upp mynd af litriku
mannlifi hverfisins.
Þetta er þriöja mynd Scorsese
og sú sem vakti athygli kvik-
myndaunnenda á hæfileikum
hans.Hún var valin til sýningar
bæöi á kvikmyndahátiöina 1 New
York og Cannes. Martin Scorsese
er einn af hinum nýju fulltrúum
kvikmyndaborgarinnar Holly-
wood og hefur veriö settur i flokk
meö John Cassavetes, Francis
FordCappola, Paul Mazursky og
Steven Spielberg. Hann hefur á
undanförnum árum gert fjölda
þekktra mynda og er THE TAXI-
DRIVER liklega þekktust hér á
landi. Af öörum myndum hans
má nefna ALICE BÝR HÉR
EKKI LENGUR sem nýlega var
sýnd I Austurbæjarbió, NEW
YORK, NEW YORK og THE
LAST WALTZ, sem fjallar um
lokatónleika hljómsveitarinnar
The Band.
Þótt Martin Scorsese sé aöeins
36 ára aö aldri, hefur hann skipaö
sér i röö fremstu leikstjóra
Bandarlkjanna, og hlaut m.a.'
þann heiöur aö vera kosinn einn
af leikstjórum ársins 1979 af The
International Film Guide. Sjálfur
segist hann hafa eytt öllum
fritima sinum i æsku i kvik-
myndahúsum, en siöar nam hann
kvikmyndagerö viö University of
New York. Myndir Scorsese eru
yfirleitt mjög þjoöfélaglegar og
tengjast oft trúmálum, enda er
hann kaþólskur og ætlaði i fyrstu
að læra til prests. Fyrir þá sem
hafa áhuga á aö kynnast þvi hvaö
yngri kynslóö kvikmyndagerðar-
manna i Bandarikjunum er aö
gera, þá er MEAN STREET til-
valiö tækifæri.
Gauks-
klukkan
í síðasta
sinn
Leikbrúöuland hefur aö undan-
förnu sýnt rússneska brúöuleik-
inn „Gauksklukkuna” eftir
Prokofjevu. Leikstjóri er Briet
Héðinsdóttir, tónlist eftir Atla
Heimi Sveinsson og leiktjöld eftir
Snorra Svein Friöriksson. Siðasta
sýning veröur í dag, laugardag,
kl. 3 e.h. að Frikirkjuvegi 11.
Miöasalan er opin frá kl. 1 til 3.
Olof Ruín gestur
Norræna hússins:
Stjórnmál
— og menntamál í
Svíaríki
Olof Ruin prófessor frá
Stokkhólmi er um þessar mundir
gestur Norræna hússins. Hann er
prófessor I stjórnmálafræði viö
háskólann i Stokkhóimi og auk
þess yfirmaöur áætlanagerðar
háskólans. Hann heldur tvo fyrir-
lestra i Norræna húsinu, þar sem
hann ræðir máiefni sem nú eru
ofarlega á baugi.
Mánudaginn 30. april kl. 20.30
talar hann um: „Sverige, frán
r e g e r i n g ss t a b i 1 i t e t till
instabilitet”, og ætlar þar aö
kryfja hin stjórnmálalegu valda-
skipti i Sviþjóö, hvernig það gat
orðiö, að jafnaðarmannastjórn,
sem setiö haföi aö völdum i 40 ár,
missti völdin i hendur borgara-
legri stjórn, og viö hvaöa vanda-
mál sú stjórn hefur átt að glima.
Lýsir hann ástandinu eins og þaö
er nú, hálfu ári fyrir þingkosn-
ingar i' Sviþjóð. Sem kunnugt er
hefur samstarfið milli hinna
þriggja borgaralegu stjórnar-
flokka gengiö nokkuö erfiölega,
m.a. vegna ósamkomulags um
kjarnorkumál. Umræöur um þau
mál hafa aukist aö miklum mun i
Sviþjóö og Danmörku eftir slysiö i
kjarnorkuveri i Bandarikjunum
Framhald á 18. siöu
Ráðstefna um
verkalýðsmá!
haldin í Egilsbúð Neskaupsstað
dagana 5. til 6. maí 1979
Verkalýösmálaráö Alþýðubandalagsins og
kjördæmisráö flokksins hafa ákveöið aö efna
til ráöstefnu um verkalýösmál i Egilsbúö I
Neskaupstaö dagana 5. til 6. mai nk. A
ráöstefnunni veröur fjallaö um kjara-
samninga og kröfugerð, llfeyrismál, félags-
lega umbótalöggjöf og Alþýöubandalagiö og
verkalýöshreyfinguna.
Dagskrá:
Laugardagur 5. maí kl. 10
Kjaras.amningar og kröfugerð
Framsögumenn: Sigfinnur Karlsson, Guö-
mundur J. Guðmumlsson,
Umræður
Lífeyrismál
Framsögumenn: Árni Þormóösson, Hrafn
Magnússon.
Umræöur
Félagsleg umbótalöggjöf
Framsögumaöur: Arnmundur Backman.
Umræður
Sunnudagur 6. maí kl. 10
Alþýðubandalagið og verkalýðs-
hreyfingin
Framsögumenn: Benedikt Daviösson, Hjör-
leifur Guttormsson, Helgi Seljan
Umræöur og hópstarf.
Ráðstefnunni lýkur kl. 18 á sunnudag.
Ráðstefnustjóri: Baldur Óskarsson.
Ráðstefnan er opin ölium iiösmönnum Al-
þýðubandalagsins.
Allar nánari upplýsingar gefa Sigfinnur
Karlsson og Arni Þormóösson, Neskaupstaö
og Baldur óskarsson á skrifstofu Alþýöu-
bandalagsins I Reykjavik.
Sigfinnur
Guðmundur
Arni
Hrafn
Arnmundur
í Stúdentakjallaranum
Baldur
Hjörleifur
Benedikt
Jóhanna
Bogadóttir
með grahk'
myndir
Jóhanna Bogadóttir
hefur opnað sýningu á 18
grafikmyndum i
Stúdentakjallaranum,
Félagsstofnun stúdenta
við Hringbraut.
Jóhanna hefur verið undanfarin
3 ár við nám i Konsthögskolan i
Stokkhólmi, en áöur hefur hún
numið myndlist i Frakklandi og
Danmörku. Jóhanna Bogadóttir
hefur oftsinnis haldið
einkasýningar og tekiö þátt i
samsýningum bæöi hérlendis og
erlendis.
Sýning Jóhönnu er opin frá kl.
10—23.30 daglega frá 26. april— 6.
mai. Lesendum skal þó bent á að i
kvöld, laugardag, veröur
Stúdentakjallarinn lokaöur vegna
einkasamkvæmis.
Jóhanna Bogadóttir með nokkur verk sin.
V erkalýðsmála-
ráð Alþýðubanda-
lagsins
Kjördæmisráð
Alþýðubandalags-
ins á Austurlandi