Þjóðviljinn - 03.05.1979, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 03.05.1979, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 3 mai 1979. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 Landssamtökin Þroskahjálp um nýja frumvarpið: Verði samþykkt í vor A föstudag boðaöi f ramkvæmdaráð Landssam- takanna Þroskahjálpar til blaðamannafundar út af nýsömdu stjórnarfrumvarpi til laga um aðstoð við þroskahefta sem nú iiggur fyrir Alþingi. Viðtæk og góð samstaða hefur náðst um þetta frumvarp hjá þeim félögum sem helga sig þessu málefni og sögðu þau i framkvæmdaráðinu að þau vildu leggja allt kapp á að frumvarpið næði fram að ganga áður en Alþingi lýkur i vor. I framkvæmdaráðinu eru þau Margrét Margeirsdóttir, Eggert Jóhannesson og Jón Sævar Alfonsson. Þau sögðu að með frumvarpinu væri gert ráð fyrir markvissari stjórn á málefhum þroskaheftra og hafist verði handa við að gjörbreyta þjónustu og vistun fyrir þá. Rik áhersla væri lögð á að þroskaheftir fengju að lifa sem eðlilegustu lffi og væru jafnrétt- háir og aðrir þjóðfélagsþegnar. Reynt er að rjúfa þá félagslegu einangrun sem þeir hafa þurft að búa við. Framkvæmdaráð Landssamtakanna Þroskahjálpar á blaðamanna- fundinum á mánudag. T.v. Margrét Margeirsdóttir, Eggert Jóhannes- son og Jón Sævar Alfonsson (Ljósm.: Gerður) 1 frumvarpinu er gert ráð fyrir nýrrideild i félagsmálaráðuneyt- inu sem fari með yfirstjórn sam- ræmingu og skipulag þessara mála. Þá er gert ráð fyrir að landinu verði skipt i 8 þjónustu- svæði með sérstökum svæðis- stjórnum sem tengjast hinni almennuþjónustu. Þá er gert ráð fyrir mikilli ráðgjöf við foreldra og margt fleira er I frumvarpinu. —GFr Ég hef 375 þús. kr. á mánuði miöað viö 30 tima i yfirvinnu, segir Þorkell Pálsson stýrimaður, en hann er formaður verkfallsnefndar FFSÍ Miklar talnarunur eru nú lagðarfram áf deiluaðilum f far- mannadeilunni og er erfitt fyrir almenning aðátta sig á því flóði. Þjóðviljinn spurði Þorkel Pálsson 2. stýrimann á Skaftá, en hann er formaður verkfallsnefndar FFSI, hvað hann hefði I laun. Ég hef 375 þúsund krónur á mánuði miðað við 30 tima I yfirvinnu eins og algengt er i landi, sagði hann. Vinnuveitendasambandið hefur gefið út töflur þar sem laun 2. stýrimanns eru talin 293 þús. á mánuði, en auk þess er gert ráð fyrir 126þúsundum i yfirvinnu og greiðslu fyrir helgidaga 124 þús- und krónur. Samanlagt verða þetta 510. 949 krónur. Hér er mið- að viö hæsta taxta og hæsta flokka án vaktaálags. Þá hefur þjóðviljinn fregnað frá einu stærsta skipafélaginu hér- lendis, að árið 1978 hafi meðal- skráningartimi 2. stýrimanna á skipsfjöl verið 286 dagar og laun fyrir þá samtals 5.053.066 krónur. Sé deilt í þá upphæð með 12 koma út 421 þúsund krónur á mánuði. Farmenn i samninganefnd Hafnarfjörður: Nýr bæjarstjóri ráðinn Gengið framhjá eina reynda umsækjandanum Á föstudag var atkvæðagreiðsla I bæjarstjórn Hafnarfjarðar um umsækjendur til embættis bæjar- stjóra sem auglýst hafði verið laust til umsóknar. Einar Ingi Halldórsson lögfræðingur á Sei- tjarnarnesi var ráðinn með 6 at- kvæðum, en Bjarni Þór Jónsson bæjarstjóri á Siglufirði fékk 5 atkvæði. Þriðji umsækjandinn var Magnús Bjarnason verk- fræðingur I Reykjavik. Það voru fulltrúar Sjálfstæðis- flokksins og óháði fulltrúinn sem kussu Einar Inga, en þeir skipa meirihluta bæjarstjórnar. Full- trúar Alþýðubandalags, Alþýðu- flokks og Framsóknarflokks kusu Bjama Þór, en hann er sá eini af umsækjendum sem hefur reynslu i stjórnun bæjarmála. Eins og fyrr sagði hefur hann verið bæjarstjóri á Siglufirði undanfar- in ár og reynst mjög vel. Til marks um það er, að eftir kosningar á siðasta ári var sam- þykkt með atkvæðum allra bæjarfulltrúa, þar að ráða hann áfram. —GFr Undanþága frá kjarnfóöurgjaldi A nýafstöðnum aukafundi Stéttarsambands bænda var samþykkt eftirfárandi tillaga um kjarnfóðurgjald og rétt til undanþágu frá greiðslu þess: 1. Kjarnfóðurgjald, samkv. bráðabirgðaákvæði, verði ákveðið i krónutölu sem næst 60% af innkaupsverði venjulegar fóðurblöndu. Innkaupsverð er CIF verð vörunnar komin á innflutningahöfn. 2. Búvöruframleiðendur eiga rétt til að fá án gjaldtöku eftirgreint magn á hverja framleiðslueiningu, sem þeim er tryggt fullt verð fyrir. grömm F. lltr. mjólkur ..................................... 180 F. lkg. kindakjöts ................................... 450 F. lkg. nautgripakjöts................................ 600 F. lkg. svínakjöts ................................. 5.000 F. 1 kg. kjúklingakjöts ............................ 3.100 F. lkg. eggja....................................... 3.600 F. 1 unga til 6mán. aldurs.......................... 9.000 F. 1 holdakjötshænu............................... 50.000 pr.ár. F. 1 söluhross (v/þjálfunar)......................100.000 pr.ár. mhg FFSI sem Þjóðviljinn talaði við fyrirhelgivorumjögóhressir yfir útreikningum Vinnuveitenda- sambandsins og sögðu að hvaða stétt sem er gæti komist upp i 5-7 milliónir króna i árslaun ef unnin væri takmarkalaus yfirvinna. Hinn eini rétti grundvöllur væri að miða við grunnlaunin og þau erunú frá 281 þús. kr. hjá 3. stýri- manni miðað við hæsta flokk og taxta til 480 þús. krónur hjá skip- stjóra eftir 15 ára starf. —GFr Útitaflið á Listahátlðinni nýtur mikilla vinsælda (Ljósm. eik) Dagskrá Lista- hátíðar barna Þann fyrsta maf var gifurlega fjölmennt á Listahátið barnanna, sem hefur að verðleikum dregið að sér athygli bæjarbúa undan- farna dag. Dagskrá listahátiðar- innar er i dag á þessa leið: Fimmtudagur 3. maí klukkan 17.30: Frá Tónlistarskóla Kópavogs: Einleikur, samleikur og hljóm- sveit undir stjórn Inga B. Grön- dal. Frá List dansskóla Þjóðleik- hússins: Ballet saminn og stjórn- að af Ingibjörgu Björnsdóttur fluttur með aðstoð hljóðfæraleik- ara frá Tónlistarskóla Kópavogs. Klukkan 20.30; Frá Hliðaskóla: Yngri nemendur kynna verk eftir Tómas Guð- mundsson. Frá Heyrnleysingja- skólanum: Látbragðsleikur. Stjórnandi Berglind Stefánsdótt- ir. Nemendur úr Dansskóla Heiðars Ástvaldssonar sýna nokkra dansa. Allsherjar atkvæðagreiðsla 3. og 4. maí Reykjavík, Kópavogur, Seltjarnarnes Félag flugmálastarfsmanna ríkisins Flugturninn i Reykjavik, 1. hæö kl. 14.00—19.00 3. og 4. mal. Félag islenskra símamanna 3. og 4. mai. Matstofan við Thorvaldsensstræti opið 8.30—10.30,. . 11.30—13.30. Matstofan Sölvhólsgötu 11 odíö 8.00—10.00. 12.00—13 so Matstofa Jörfa, opið 8.00-10.00, 12.00-13.30. Matstofan Grensás opiö 8.00—9.30, 12.00—13.00. Loftskeytastöðin Gufunesi opið 13.30—14.30. Félag starfsmanna stjórnarráösins Kjallarinn Arnarhvoli 3. og 4. mai kl. 11.00—13.00 og 17.00—19.00. Hjúkrunarfélag Islands Skrifstofan Þingholtsstræti 30.3 og 4. mai kl. 14.00—20.00. Landssa mband fra mhá Idsskólakennara Samband grunnskólakennara Armúlaskólinn 3. og 4. mai kl. 15.00—20.00. Ljósmæðrafélag Islands Fæðingadeild Landsspitalans. Timi auglýstur á staðnum. Lögreglan í Kópavogi Lögreglustöðin. Tlmi auglýstur á staönum. Lögregíufélag Reykjavíkur Lögreglustöðin i Reykjavlk. Timi auglýstur á staðnum. Póstmannafélag Islands R-1 kaffistofan kl. 11.00—14.00 3 og 4. mai. Starfsiriannafélag Kópavogs Hamraborg l kl. 14.00—19.00 3. og 4. maí. Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar Skrifstofa félagsins, Grettisgötu 89 kl. 15.00—21.00 3. maí, kl. 10.00—19.00 4. mai. Starfsmannafélag ríkisstofnana Skrifstofa félagsins, Grettisgötu 89kl. 9.00—19.00 3. og 4. mai. Starfsmannafélag Ríkisútvarpsins Rikisútvarpið Skúlagötu‘4 kl. 13.00—15.00 3. mal, kl. 10.00—12.00 4. mai. Anddyri tþróttahúss kl. 13.00—17.00 3. og 4. mal. Starfsmannafélag Seltjarnarness Innheimtan v/Laugaveg kl. 9.00—10.00 3. mai. Starfsmannafélag Sjónvarpsins Setustofa Sjónvarpsins Tollvarðafélag Islands Tollstöðvarhúsinu 4. hæð kl. 10.00—12.00 og kl. 13.00—16.00 3. og 4. mai. Yfirkjörstjórn BSRB. Lausar stöður Eftirtaldar stöður við læknadeild Háskóla tslands eru lausar til umsóknar: 1. Dósentsstaöa i gigtarsjúkdómum og skyldum sjúkdóm- um (hlutastaöa) 2. Dósentsstaöa i meinefnafræöi meö kennSluskyldu I lif- efnafræöi (hlutastaöa). 3. Dósentsstaða i handlæknisfræöi (hlutastaða). Staöa þessi er tengd skurölækningadeild Borgarspitalans. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknarfrestur er til 1. júni nk. Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn sinni rækilega skýrslu um visindastörf þau er þeir hafa unniö, ritsmlðar og rannsóknir, svo og námsferil sinn og störf. Umsóknir skulu sendar menntamálaráöuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavik. Mennta mála r áðuney tið, 25. april 1979. • Blikkiðjan Ásgarði 7, Garöabæ önnumst þakrennusmiði og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmíði. Gerum föst verðtilboð SIMI53468

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.