Þjóðviljinn - 03.05.1979, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 03.05.1979, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 3 mai 1979. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 Þrlr kunnir verkalýðsjaxlar bregöa á glens: frá v. Baldvin Sigurðsson, Dagsbrún, Björn Bjarnason Iöju, og Þorlákur Ottesen, Dagsbrún og Verkstjórafélagiö. Lárus Ástbjörnsson sfmvirki á tali viö Harald Steinþórsson framkvæmdastjóra BSRB og Grétar Þorsteinsson formann Trésmiöafélagsins. Margs er að minnast Anægjuleg nýbreytni á Höfða 1. maí ,,Þaðer margs aö minnast, kall minn”, sagði aldinn verkamaöur viö biaöamann i Höföa á fyrsta maí, og studdist viö stafinn meö appelsinglas i annarri hendinni. ,,Maöur erhætturaö þola sterkt”, sagöi hann og var óöara farin aö rifja upp gamalt Dagsbrúnar- verkfall ásamt kunningja sem hann haföi ekki hitt i áraraðir. Enda þóttelli kerling væri farin aö baga suma var það ánægður hópur sem átti saman glaðværa stund I Höfða á 1. mai i boði for- seta borgarstjórnar og borgar- ráðs. Þrieykið i borgarstjórn Sigurjón Pétursson, Björgvin Guðmundsson og Kristján Bene- diktsson tóku á móti hinum öldnu höfðingjum er þeir komu i boðið. Þessi nýjung, á 1. mai mæltist ákaflega vel fyrir og kváðust margir boðsgesta sist hafa átt von á þvi að þeim yrði haldin veisla á þessum degi og það af borgarstjórn Reykjavikur. Hundrað aldnir höfðingjar TilhófsinsiHöfða varboðiðum 250 konum og körlum sem verið hafa T einu og sama verkalýðs- félaginu i Reykjavik i fimmtiu ár eða meira, auk forystumanna verkalýðsfélaga. Einhverja reglu varð að viðhafa til þess aö velja boðsgesti og þessi var talin sú eina sem hægt væri að fram- kvæma með stuttum fyrirvara. Nógu erfiðlega gekk þó að koma boðskortunum út, enda embættis- mennReykjavikur öðru vanari en vera að hlaupa uppiverkafólk um allan bæ til þess að bjóða þvf I kokkteil. Gáfust þeir upp á þvi verkefniogvarðl. mai nefndfull- trúaráðs verkalýðsfélaganna að ganga i málið. En um hundrað aldnir félagar i verkalýðshreyfingunni komu þó i Höfða og var rætt um það að hafa þyrfti betri fýrirvara á næsta ári til þess að ekkert misfærist og boð bærust i tima. Björn Bjarnason, starfsmaður Iðju, fyrrum formaður Lands- sambands iðnverkafólks, þakkaði fyrir hönd gesta með nokkrum orðum. Sjálfur hefur hann verið I 61 ár i verkalýðsfélögum, en var þó ekki gjaldgengur i hópinn þvi iðjufélögin voru stofnuð tiltölu- lega seint. Af þvi tilefni sagði Björn að það sannaðist á sér að hann væri manna minnstur en mestur gikkur þó. Þótt hann ætti i rauninni ekki heima i þessum 50-ára hópi þá vildi hann taka sér það bessaleyfi að þakka fyrir hönd boðsgesta. Sagði hann einnig að mörg þeirra sem nú værugestkomandi aðHöfða hefðu átt öðru viðmóti að venjast hjá borginni en að vera boðin til veislu. Björn minnti á að vinnu- dagur flestra viðstaddra væri að fjara út, en það væri áreiðanlega einlæg ósk allra þeirra að starfinu yrði haldið áfram og að starfeemi verkalýðshreyfingarinnar yrði ekki minni en verið hefði og helst meiri þáttur i borgarlifinu á komandin árum. Með kardimommur á hlaupum Það var auðheyrt á boðsgestum að þeim fannst mikið til um þessa tilbreytinguoghöfðufæstir komið í Höfða áður. Sigurður Guðmundsson Dagsbrúnar- maður, sem var mikið i verka- lýðsbaráttunni til sjós og lands hér á árum áður, sagðist hafa verið hér úti og inni T vinnu hjá bænum allt i kringum Höfða, en aldrei komið inn I herlegheitin. Hann sagðist vera ánægður að mörgu leyti með framvindu mál- anna og hafa verið mikið ánægður þegar tókst að fella Ihaldið. Lárus Astbjörnsson simvirki, sem enn er i hlutastarfi i Gufu- nesi, sagðist hafa komist að dyrunum i Höfða fyrir 59 árum en ekki lengra. Þá var hann sendill hjá kaupmanni nokkrum i bænum sem maddaman i Höfðahafði vist komið fótunum undir. Hún var si- fellt að láta sendla kaupmannsins snatta fyrir sig, og þótti þeim leiðin inn að Höfða æriðlöng. Það þótti Lárusiamk. þegar hann var sendur með eitt 15 aura bréf af kardimommum til hennar og annað ekki. Að verkalaunum sagði maddaman við hann gust- mikil: ,,Ég skal einhverntima pissa i skóna þina fyrir vikið.” „Auðvitað tók ég þetta bókstaf- lega”, sagði Lárus „og forðaði mér eins og byssubrenndur i burtu.” Ábyggilegasta boðið Þannig voru sagðar sögur i hverju horni og menn töluðu mikið um hve gaman væri að hitta alla gömlu baráttufélagana á einum stað. Albert Guðmundsson, formannsfram- bjóðandi, lét sig ekki vanta i slikt hóf. Einn Sjálfstæðismanna gekk hann um og heilsaði mörgum kunnuglega og rifjaði upp þegar hann hefði verið sendill á hinum og þessum staðnum og unnið með ýmsum ágætum verkaköllum viðstöddum. Glöggur maður og vinsæll, Albert. Þegar blaðamaður spurði Sigurvin Einarsson fyrrum alþingismann hvernig honum þætti að vera boðinn i Höfða var hann skjótur til svarsins: „Bless- aður vertu, meðan ég var með fullu ráði og rænu var mér aldrei boðið neitt, en nú þegar maður er að missa hvorutveggja þá er púkkað upp á mann”, sagði Sigurvin glaðhlakkalega og var óöara komin á kaf i pólitiskar umræður við Benedikt Da viðsson, formann Sambands bygginga- manna. „Þetta er eitt ánægjulegasta boð sem ég hef staðið fyrir”, sagði Sigurjón Pétursson við blaðamann i lokin, og munu margir verða til að samsinna þvi. —ekh D&gsbrúnarmaðurinn Siguröur Guðmundsson ræðir við öddu Báru Sigfúsdóttur borgarfulltrúa. „IVíestan fróðleik úr blöðunum fæ ég úr þvf sem þau þegja um” sagði Sigurvin Ein- arsson fyrrum alþingismaður, hér á tali við Benedikt Daviðsson formann Sambands byggingamanna. 1 uiltrúar Hjúkrunarfélagsins f boðinu voru brosmildir og ánægðir meö hófiö. Taliö frá vinstri Margrét Jóhannsdóttir, Eva Svanlaugsdóttir og Ragnhildur Guðmunds- dóttir.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.