Þjóðviljinn - 05.05.1979, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 05.05.1979, Blaðsíða 7
Laugardagur 5. mal 1979. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 JOpiö bréf til alþingismanna um einokunarfrumvarp fjármálaráðuneytisins um innflutning og framleiöslu á efnum til framleiðslu öls og léttvins í heimahúsum. Guttormur Einarsson Ósvffin vid alþingi Háttvirtu alþingismenn Eins og fram hefur komiö I fréttum hefur f jármálaráöherra lagt fram á alþingi frumvarp til laga um breytingar á lögum um verslun ríkisins meö áfengi, tó- bak og lyf (277. mál i efri deild, 0570: Frumvarp til laga um breytingar á lögum nr. 63 28. maT 1%9 — og samanber lög nr. 59/1971) og er þess krafist aö rikinu veröi einu heimilt aö flytja inn, framleiöa og dreifa hverskonar efnum til fram- leiöslu öls og léttvins i heima- hiisum. Hiö sama gildir um hverskonar lifandi gerla. Meö frumvarpi þessu veröur aö raunveruleika sá ötti fjölda landsmanna, aö fjármálaráöu- neytiö hagnýti sér þrýsting frá háværum smáhópum bindindis- manna, sem um langa hriö hafa sett fram kröfur um inn- flutnings- og sölubann á öl- og léttvinsefni. Fjármálaráöu- neytiö réttlætir frumvarp þetta meö þvi aö sýna fram á minnk- andi sölu i áfengisverslunum rlkisins og skellir skuldinni á öl- og léttvlnsgerö i heimahúsum. Viö fyrstu umræðu um frum- varpiö i efri deild lagði fjár- málaráöherra rika áherslu á þau félagslegu vandamál, er hann taldi fylgja öl- og léttvíns- gerö I heimahúsum, og fór þess i leit aö frumvarpiö yröi tafar- laust samþykkt. ___ , Mergur málsins'er nefnilega sá, aö þegar sérfróöir menn lesa frumvarpiö og einnig það, sem þar stendur á milli llnanna, kemur i ljós hversvegna fjár- málaráðherra vill hafa þessa fljótaskrift á málunum. Þaö upplýsist semsagt aö frumvarpiö byggist á: 1. Blekkjandi tilgangi. 2. Fölsuöum aödraganda. 3. Fræöilegri misnotkun á opin- beru fé. 4. Misnotuöum útreikningum. 5. Uppspunnum félagslegum vandamálum. 6. Ismeygilegum lagabreyting- um gegn innlendum ölverk- smiðjum og drykkjarvöru- framleiðendum. 7. Fáfræöi fjármálaráöuneytis- ins um almenna þekkingu á gerlum. 8. Óskhyggju um 3 miljarða kr. kjaraskeröingu landsmanna og jafnháa viöbótar-útgjalda- aukningu. Sem afleiðing af þessum dæmalausu undirstöðum veröur frumvarpið skefjalaust ein- ræðisbrölt, ósamboöiö alþingi íslendingá. Veröur rtíi leitast viö aö út- skýra þessa áfellisdóma liö fýrir liö. 1. Blekkjandi tilgangur Eins og áöur er vikið aö hafa landsmenn taliö llklegt aö hiö opinbera heföi fyrr eöa síöar af- skipti af innflutningi, fram- leiðslu og sölu á efnum til öl- og léttvlnsgeröar I heimahúsum. Hafa menn reynt aö geta sér til, með hvaöa hætti sllk afskipti yrðu, og má þar nefna hug- myndir eins og sérstaka skatt- lagningu, lög um einkasölu eöa algjört bann. Þaö liggur i augum uppi aö siöasti kosturinn er jafnframt sá versti. NU hefúr fjármálaráðherra valiö þann kostinn aö blekkja þingmenn og almenning með þvi aö leggja fram frumvarp til einkasölu- laga, sem er I rauninni ekkert annaö en dulbúin bannlög, þar sem ráðuneytisstjóri fjármála- ráöuneytisins hefurlýstþví yfir, aö áfengisverslunin muni hvorki flytja inn, né veita heim- ild til framleiðslu á efnum til öl- og léttvinsgeröar i heima- húsum, verði frumvarpiö aö lögum. 2. Falsaður aðdragandi Eftir að gengiö haföi veriö Ur skugga um lagaleg formsatriöi, hófst innflutningur ölgerðar- efna siöla ársins 1973, en ekki áriö 1970 eins og sagt er I frum- varpi f jármálaráöherra. Strax I þingbyrjun áriö 1974 geröi hátt- virtur alþingismaður austfirð- inga hr. Helgi Seljan haröa hrlö aö innflutningi þessum I fyrir- spurnartima sameinaðs alþing- is, þar sem þáverandi dóms- málaráöherra hæstvirtur hr. Ólafur Jóhannesson varö fyrir svörum. Var krafist rannsóknar á innflutningi þessum, en hún leiddi ekkert það I ljós, er rétt- lættgæti banná honum. Þaö var þvf I góðri trú, sem innflytjend- ur juku umsvif sin á komandi árum, og er nú svo komið aö stærsti innflytjandinn hefur lát- ið smlöa erlendis og flutt til landsins sér-hannaöar vélar til framleiöslu og pökkunar á efn- um til öl- og léttvinsgeröar I heimahúsum. Stofnkostnaður fyrirtækisins af þessum sökum er nú orðinn umtalsverður. Þaö var hins vegar ljóst að ákveðinn hópur bindindis- manna með sterk Itök I fjár-‘ málaráöuneytinu sat löngum á rökstólum til þess aö finna leið til aö stööva þessi viöskipti. Fyrrihluta ársins 1978 byrjaöi aö berast Ut sá kvittur aö for- ráöamenn I fjármálaráöuneyt- inu teldu sig vera bUna að finna út aðferö til þess aö stöðva inn- flutning, framleiðslu og sölu á þessum vörum. Viö nánari eftirgrenslan fékkst þetta aö nokkru leyti staðfest. Hinn raunverulegi aödrag- andi og undirbúningur aö frum- varpi fjármálaráöherra fór smátt og smátt að taka á sig formfasta mynd, er fjármála- ráðuneytiö dembdi yfir lands- menn tveim stórvægilegum verðhækkunum á áfengi áriö 1978. Með þessum verðhækkun- um voru búnar til allsendis ó- raunhæfar upphæöir i fjárlaga- frumvarp þaö áriö, sem fyrir- fram var alveg augljóst að gætu engan veginn skilað sér. Nú hefur fjármálaráöherra hins- vegar lagt fram frumvarp, sem virðist eiga að þvinga lands- menn til aukinna viöskipta viö áfengisverslun rikisins. Næsta skref I undirbúningi þessa frumvarps fólst i því, að þann 4. október 1978 voru sett á svið tilmæli frá fjármála- ráöuneytinu til viðskiptaráöu- neytisins þess efnis, að við- skiptaráðherra tæki öl- og vin- gerla útaffrllista. Þetta varö til þess að feikilegt kaupæði á hverskonaröl- og léttvinsefnum greipum sig meðal iandsmanna og hamstraði fólk á nokkrum dögum birgöir af hráefnum, sem viðeðlilegar aðstæöur áttu aö nægja I allt að 6 til 8 mánuöi. Þetta leiddi til stór- aukinnar veltu innflytjenda á hráefnum og samkvæmt ráö- leggingum hagfræöinga varhún strax notuð til innkaupa á nýj- um birgðum hráefna og var þvi lokiðfyrir áramótin 1978— 1979. Hér var um að ræöa verulegt umframmagn af hráefnum sem nægja til loka ársins 1979. Þegar tilmælin um gerlana voru sett á sviö, voru lands- menn itrekaö varaöir viö I fjöl- miölum og þeir beönir að sýna stillingu og hófsemi, en þrátt fyrir það hafði þetta herbragö fjármálaráöuneytisins tilætlaö- an árangur. Salan margfaldaö- ist, birgöir af ölgeröarefnum i höndum neytenda uröu langt umfram þaö, sem eölilegur tómstundaáhugi afmarkar, meö þeim væntanlegu afleiöingum aö sala I ATVR myndi dragast enn frekar saman til viöbótar við þann samdrátt, sem fram haföi komiö viö áöurnefndar tvær veröhækkanir’á áfengi. Nú var komiö aö lokaþætti þessa máls, sem var fólgin í aö semja dulbúiö bannfrumvarp er stóð á hinum heimatilbUna grundvelli og var rökstutt hinum falsaða aödraganda. 3. Fræðileg misnotkun á opinberu fé. Þar sem sterk rök benda til þess, aö allsendis óskynsam- legar verðhækkanir á áfengi 1978 hafi átt aö þjóna öörum til- gangi en þeim einum aö afla rikissjóöi tekna, væri ekki úr vegi að fara þess á leit, að skip- uö yröi sérstök þingnefnd til þess aö rannsaka allar forsend- ur fyrir þessum hækkunum, þvi ef þaö sannaöist aö annarleg sjónarmið hafi ráöið geröum embættismanna fjármálaráðu- neytisins er augljóst, aö þær hafa valdið rlkissjóöi stórtjóni I minnkandi áfengissölu, eöa sem svarar 1 1/2 miljaröi króna árið 1978 og meö ófyrirsjáanlegum. afleiöingum áriö 1979. 4. Misnotaðir út- reikningar. I greinargerð frumvarpsins kemur fram, aö ölgeröarverk- fræöingur hafi reiknað út þaö hugsanlega áfengismagn, sem framleiða ætti Ur hráefnisinn- flutningi á öl- og léttvinsefnum stærsta innflytjandans áriö 1978. Taldist honum svo til, aö framleiöa mætti Ur þeim hrá- efiium alltaö 250 þúsund brenni- vlnsflöskur. Þaö kemur hins- vegar hvergi fram i frumvarp- inu að hráefnisinnflutningur 1978 væri jafnframt að mestu hráefnisinnflutningur fyrir áriö 1979: Þvert á móti er á lævls- legan hátt látiö ltta svo út, aö hráefnisinnflutningurinn 1978 sé jafnframt heildarneysla þess árs. Nánari athugun viröist einnig leiöa i ljós, aö ölgerðar- verkfræöingnum hafi oröiö stór- Íega á I messunni viö út- reikninga sina, þar sem sýnt þykir aö hann hafi reiknaö framleiöslumagniö Ut frá itrustu nýtni hráefnanna á tæknilega fullkomnum verk- smiðjugrundvelli, sem er á eng- an hátt sambærilegt viö öl- og léttvinsgerð i heimahúsum. 5. Uppspunnin félags- leg vandamál Er fjármálaráöherra mælti fyrir frumvarpinu viö fyrstu umræöu I efri deild þann 30. apríl,lagöi hann rika áherslu á nauðsyn þess, aö það yröi samþykkt hiö bráöasta, ekki sist vegna hinna félagslegu vandamála, er skapast heföu vegna öl- og léttvinsgeröar i heimahúsum og á vinnustöö- um(??). Hvaö ráöherra hefúr fyrir sér I þessum efnum er hul- in ráðgáta og bersýnilega get- sakir einar. Svo furöulegt sem þaö kann aö viröast þá er þaö staðreynd, aö öl- og léttvinsgerö I heima- húsum býr yfir þeim sjálfvirka varnagla gegn félagslegum vandamálum, aö framleiöslan veröur undantekningarlaust aö fara fram 'öngu áöur en neysla hefst. Ef sýnt þykir aö heimilis- iðnaðurinn muni leiöa af sér félagsleg vandamál, er nægur fyrirvari til viöeigandi ráöstaf- ana. *Frá þvi aö innflutningur og sala á öl- og léttvinsefnum hófst hér á landi, hafa af og til veriö geröar fyrirspurnir til lögreglu- yfirvalda um þaö, aö hve miklu leyti lögreglumál tengd ölvun stöfuöu af neyslu heimagerös öls eöa léttvlns. í ljós hefur komið að hlutfall slikra mála i heildartölunni er hverfandi lltið og breytist nánast ekkert. 6. ísmeygileg laga- breyting gegn inn- lendum ölverksmiðjum og drykkjarvörufram- leiðendum I frumvarpi þessu er gerð grein fyrir þvi i athugasemdum viö 2. grein þess, aö fella skuli niöur setningarhlutann „ann- arra en öls” úr 2. málsgrein 2. greinar núgildandilaga er fjalla um réttindi ÁTVR. Þetta hefúr það í för með sér, aö ATVR hefur þar meö öölast réttindi til samkeppnisiðnaöar gegn þeim tveim ölgerðum, er nú starfa i landinu. Ollu alvarlegri er sú staöreynd aö frumvarpiö gerir ráö fyrir ótakmarkaöri heimild til þess aö starfsmenn toll- stjóraembættisins og áfengis- verslunarinnar geti kallað allt þaö bruggefni, sem þeim þókn- ast, jafnvel venjulegan strásyk- ur ef svo ber undir, og geta þeir þannig gert greinarmun á inn- flutnings- og iönaöarfyrirtækj- um aöeigin geöþótta. Hér virö- ist fjármálaráöherra ætla aö leiða alþingi tslendinga I þá fornfrægu fallgryfju aö setja lög, er auka mjög hættu á hvers- konar spillingu meðal starfs- manna rikisins. Semdæmi um botnleysifrum- varpsins má benda á, aö þaö dregur undir einkasölu rikisins hverskonar appelslnusafa, grape- og eplasafa (tollftokkar: 20.07.11 til 20.07.70.) sem Sól h.f. og Mjólkurbú Flóamanna dreifa á innlendan markaö undir vöru- merkjunum Floridana ogTropi- cana, og hiö sama gildir um all- an fullunninn drjlckjarsafa úr ávöxtum, sem fluttur er til landsins. Ef til vill er hér fundin lausn á offramleiösluvanda mjólkurframleiöenda, þar sem auövelt yröi aö skrúfa fyrir þessar samkeppnisvörur, veröi frumvarpiö aö lögum, og um leiö skapa sölumöguleika fyrir mjólkurmysu, sem er nothæf til bruggunar i hallæri. A sama hátt falla hráefni þeirra öl- geröarverksmiöja, sem starfa I landinu undir þessi einkasöluá- kvæöimeö þeim afleiðingum aö ATVR getur skrúfaö fyrir þau, sé þaö ætlunin aö koma á fót öl- gerö I eigu rfkisins, með hinni alþekktu tilhneigingu til einok- unar. 7. Fáfræði fjármála- ráðuneytisins um al- menna þekkingu á öl- og víngerlum. Viö lestur frumarpsins kem- ur í ljós, aö höfundar þess eru sorglega ófróöir um þá almennu þekkingu, sem landsmenn hafa aflað sér á undanförnum árum, meö hvaöa hætti er auövelt aö rækta hverskonar öl- og vin- gerla, sem fást af innfluttum á- vöxtum, bæöi þurrkuöum og nýjum, og getur almenningur vakiö upp kröftuga gerla meö lltilli fyrirhöfn. Má benda á I þessu sambandi að yfir ' 40 bókatitlar sérhæfðra kennslu- bóka hafa verið seldir I bóka- verslunum viösvegar um landiö undanfarin ár, en i flestum þeirra er kennt hvernig rækta skuli ger. Það er þvi tómt mál að tala um fyrirbyggjandi að- geröir með þvi að hefta inn- flutning á geri, þvi þaö mundi einungis leiða til átroönings á bökurum af þeim, sem skortir gerla og ekki gefa sér tima til þess aö rækta þá. 8. Óskhyggja um 3 mil- jarða kr. kjaraskerð- ingu Niðurlag á röksemdum þeim, sem færöar eru fyrir frumvarp- inu, er spásögn um 3 miljarða kr. sölusamdrátt I ATVR áriö 1979 og viröist tilgangur frum- varpsins sá aö fyrirbyggja aö hún rætist, eöa með öörum orö- um, frumvarpið er sett fram sem óskhyggja um 3 miljarða króna aukningu á áfengiskaup- um landsmanna i ATVR. A frumvarpinu sést, að fjár- málaráöuneytiö telur samdrátt i sölu áfengis I ATVR eingöngu stafa af öl- og léttvlnsfram- leiðslu i heimahúsum. Er þar ekkert tillit tekiö til þess aö verölag á áfengi er nú alsendis óraunhæftoghefur svo veriðfrá þvl aö verö þess var hækkaö 1978. Þá viröast menn ekki gera sér grein fyrir þvl, aö hinn mikli og ört vaxandi feröamanna- straumur til og frá landinu hefur I för með sér stóraukinn innflutning á löglega tollfrjálsu feröamannavini, og er nú svo komiö, aö jafnvel bindindis- menn láta ekki hjá líða aö taka meö sér fullan skammt inn i landiö, er þeir koma erlendis frá, þar sem fullvissa um hag- kvæm innkaup fyrir ættingja eða vini ræöur gjörðum. Rétt er aö það komi fram, að um langt árabil hefur þrifist i landinu sú iöja aö brenna vln (eima), sem er hér sem annars staöar talinn hinn alvarlegasti glæpur gegn áfengislöggjöf hvers lands. Leikur nú grunur á þvl, aö þessi iðja hafi aukist verulega á siöustu árum i kjöl- far hækkandi verðlags á áfengi, oger súiöjaí eöli sinuafar fljót- virk aö spilla sölu ATVR. Það er viötekin siöaregla þeirra, er I tómstundum sinum nostra viö aö búa til ljúffengt öl og léttvin I heimahúsum, aö koma hvergi nærri landa- bruggi, sem á ekkert skilt viö þau listrænu visindi, sem eru forsenda fyrir vel heppnuöu öli og léttvlni. Þvi miöur viröist lit- iU vilji til þess hjá f jármálaráð- herra aö gera greinarmun á þessum tveim óliku hópum i þjóöfélaginu og er svo aö sjá, sem ölgeröarmenn eigi aö liöa fyrir gerðir landabruggara. Háttvirtu alþingismenn. Samkvæmt ofansögðu tel ég frumvarp fjármálaráöherra bæði óþinglegt og ólýöræðislegt frumhlaup, sem þjónar þeim til- gangi einum aö skeröa lýöræöi og viöskiptafrelsi landsmanna, um leiö og þaö felur I sér ódc- hyggju um 3 miljarða króna kjaraskeröingu á skattfrjáisri verömætasköpun I heimilisiðn- aöi og jafnhárri útgjaldaaukn- ingu landsmanna til ÁTVR, eöa samtals 6 miljaröa króna versn- andi afkomu fólksins I landinu. Með þessum rökum og öörum þeim er fram koma I greinar- gerö þessari vil ég hvetja yður til þess aö greiöa atkvæöi gegn frumvarpi þessu. Viröingarfyllst Guttormur Einarsson. (Utiö eitt stytt.)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.