Þjóðviljinn - 05.05.1979, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 05.05.1979, Blaðsíða 9
Laugardagur 5. mal 1979. ÞJOÐVILJINN — SIDA 9 Minning: Eysteinn Halldór Einarsson F. 19. ág. 1925 — d. 16. apríl 1979 Þaö var eins og eitthvaö brysti innra meömér, þegar fréttin um brunann i Hafnarfiröi barst mér á skírdag. Halldór frændi minn haföi brennst og fengiö reykeitr- un og lá meövitundarlaus á Borgarspítalanum. Sföan hófst þrúgandi biö, sem lauk á annan páskadag, 16. april s.l., en'þá lést Halldór án þess aö hafa komiö til meövitundar. Þar meö slokknaöi siöasti vonarneistinn, sem liföi i svo mörgum þessa erfiöu daga. Mörgum okkar hefur liklega ver- iö álika innanbrjósts og Grlmi Thomsen foröum, eins og fram kemur I þessunl ljóöllnum: Eftir ein á strönd viö stöndum, störum eftir svörtum nökkva, sem aö burtu lifs frá löndum lætur út á hafiö dökkva. Farmurinn er enn fagri laukur felldur snöggt af noröanvindi, farmurinn er enn fallni haukur, farmurinn er lifsins yndi. Eysteinn Halldór Einarsson fæddist i Ólafsfiröi þann 19. ágúst 1925, sonur hjónanna Dagbjartar Sigvaldadóttur ogEinars Einars- sonar. Þar ólst hann upp i stórum systkinahópi, ogaö lokinni skóla- göngu vann hann ýmis störf sem buöust á þeim tima. Þetta var á kreppu- og styrjaldarárunum, og hefur þessi timi áreiöanlega sett mark sitt á hann eins og svo mörg ungmenni, sem voru aö alast upp á þessum árum. Til Siglufjaröar fluttist Halldór slöan áriö 1948 og hóf þar búskap meö unnustu sinni Guörúnu Bæringsdóttur. Þau Halldór og Guörún keyptu efri hæö hússins Eyrargötu 14 meö foreldrum minum og þar fæddust börn þeirra 3, María, Einar og Ólafur. Áriö eftir aö þau Halldór og Guörún fluttust til Siglufjaröar eöa þann 16. april 1949 gengu þau svo I hjónaband. Þaö var þvi 30 ára brúökaupsafmæli þeirra dag- inn sem Halldór lést. A Siglufiröi lauk Halldór sveinsprófi i netagerö og starfaöi nær óslitiö i þeirri grein, fyrst á Siglufiröi og siöar hér syöra eftir aö þau hjónin fluttust tfi Hafnar- fjaröar áriö 1963. Halldór var ágætur netageröarmaöur og samviskusamur I starfi. Hann lét sérannt um kjör stéttar sinnar og hefur unniö óeigingjarnt starf i þágu stéttarfélags sins. 1 mörg ár hefur hann veriö formaöur sveinafélags netageröarmanna, Nótarinnar, og nú siöustu árin einnig formaöur lifeyrissjóös fé- lagsins. Halldór var félagslyndur maöur, glaölyndur og snaggara- legur i hreyfingum. Viömót hans og ljúfmennska I garö náungans aflaöi honum margra vina og trausts þeirra sem kynntust hon- um. Eitt áhugamál átti Halldór öör- um fremur, enþaö var söngurinn. Hann haföi góöa söngrödd og haföi yndi af þvi aö syngja og gleöjast á góöum stundum. Meö- an hann bjó á Siglufiröi söng hann lengst af meö karlakórnum Visi og spilaöi þá einnig i Lúörasveit Siglufjaröar. Og eftir aö hann fluttist til Hafnarfjaröar söng hann meö karlakórnum Þröstum og var formaöur kórsins s.l. tvö ár. Þvi er nú skarö fyrir skildi, þegar hljómmikil rödd hans er þögnuö. Og veit ég aö nú þykir mörgum sárt, þegar forystu hans nýtur ekki lengur viö. A æsku- og unglingsárum min- um kynntist ég vel heimili Dóra og Gunnu, einsogþau voru oftast kölluö. Þangaö var gott aö koma og þar mætti maöur alltaf hlýhug og vingjarnlegu viömóti. Þau hjónin voru mjög samrýnd og gætin i oröum og athofnum. Eyöslusemi og óregla var þeim ekki aö skapi og þau voru sam- taka i þvi aö skulda öörum helst aldrei neitt, aö eyöa aldrei meiru en aflaö var. Þetta lífsviöhorf má eflaust rekja til uppeldis þeirra i foreldrahúsum og þeirra tlma sem þau ólust upp á. En alltaf voru þau boðin og búin aö rétta þeim hjálparhönd, sem meö þurftu. Þaráttuþvimargirhauka I horni. Nafn Halldórs veröur kannski ekki skráö á spjöld mannkyns- sögunnar, en þaö veröur skráö skýrum stöfum i hugi þeirra fjöl- mörgu samferöamanna sem kynntust honum. Þaö er þvi ekk- ert undarlegt þótt erfitt sé aö kyngja þvi, þegar hraustur maö- ur á besta aldri er hrifinn svo skyndilega burtu. Lái mér hver sem vill, þótt ég neiti að skilja til- ganginn meö þessum ósköpum. Meö þessum fátæklegu oröum kveö ég þig, frændi, og þakka þér fyrir tryggöina og vinarþeliö i garö minn og fjölskyldu minnar bæöi fyrr og siöar. Megi allar helgar vættir fylgja þér yfir móð- una miklu. Þú haföir gott hjarta, og um þig verður aldrei sagt aö þú hafir niöst á þvi sem þér hefur veriö trúaö fyrir. Betra væri aö fleiri heföu veriö eins og þú, þá væi heimurinn eflaust betri. Guörún, Maria, Einar og Ólaf- ur, ykkur samhryggist ég af ölíu hjarta, þvi þiö hafiö misst mikið svo aöorö fá þar engu um breytt. Dagbjörtu, móöur hans, biö ég huggunar i sárum harmi yfir sonarmissinum. Systkinum hans öllum og venslafólki votta ég samúö mina og hryggö. Björn Þorsteinsson Minning: Sigurður Magnússon F. 26.10 1918 — D. 25.4 1979 Um 1950 voru Ibúar Breiödals- vikur aðeins um 40 manns. Flest eldra fólkiö búið aö búa þar lengi en yngri kynslóöin beinir afkomendur þess eldra. Fædd og uppalin þarna. Það vakti þvi ekki litla eftirtekt þegar I þorpið fluttist ný fjöl- skylda ættuö aö noröan og vestan. A þessum árum var aö lifna yfir þessu litla byggöarlagi; Útgerö aö eflast, hafnarskilyröi bætt, vélvæöing aö margfaldast á öll- um sviöum og nýtt frystihús risiö. En það var einmitt aö þessu frystihúsi sem Sigurður Magnús- son réöist sem vélgæslumaöur. Siguröur fluttist til Breiödals- vikur i blóma lifsins. Enda þótt aöalstarf hans lengst af upp frá þvi yröi innan veggja hraöfrysti- hússins fer þvi fjarri aö hann hafi ekki komið viöar viö. Breiðdælingar uppgötvuöu fljótlega að hér var kominn maö- ur sem kunni ýmislegt fyrir sér fleira en að láta vélar frystihúss- ins snúast. Þarna var kominn þúsund-þjala-smiður sem margir áttu erindi viö. Ef þaö var ekki aö gera viö einhverja maskinu eða búa um svöðusár. Þá var þaö kannske aö fá sig klipptan ellegar bara að skeggræða um gang himintungla. Ég átti þvi láni aö fagna aö vera samverkamaöur „Sigga Magg” æöi oft á meðan ég bjó i Breiðdal. SAMSTAÐA var að koma út í 7. hefti er löng grein um íran, þrjár greinar um Kampútséu frá mismunandi sjónarmiðum, auk greina um Víetnam, Tæland og maóismann. SAMSTAÐA hefur einkum birt greinar á ástandi mála i 3. heiminum. 1 fyrri heftum hef- ur verið fjallað um mörg lönd Afriku og rómönsku Ameriku. Nú hefur grundvöllur timaritsins verið vikk- aður, það á einnig að taka fyrir islensk málefni og sósialisk fræði. SAMSTAÐA er óháð timarit, opinn umræðu- vettvangur islenskra sósiaiista, þar geta þeir viðrað mismunandi hugmyndir sinar. Áskriftargjald er 2000 kr. fyrir tvö tölublöð — 36 þéttprentaðar siður. Gerist áskrifendur með þvi að greiða 2000 kr. á póstgiró 21604-6 eða með þvi að hringja i sima 21604. Þeirsem gerast áskrifendur fyrir 15. mai, fá 7. tbl. heimsent. Þannig unnum viö t.d. saman eitt sinn, part úr sumri, viö aö byggja ibúðarhús á Breiðdalsvik. Hann var „meistarinn” en ég „lærling- urinn” En ég læröi fleira þetta sumar heldur en ýmislegt þaö sem viðkemur húsbyggingu. í minum augum var „Siggi Magg” okkar Sókrates þarna á Breiö- dalsvik. Hann var aö mér fannst heima I öllum hlutum. Og hitt þó sinu merkilegra aö hann var svo lifsreyndur á margan hátt aö hann gat oft og iðulega dæmt um málin af eigin reynslu. Eitt sinn kom ég á leiksýningu I frystihúsinu á Breiödalsvik. Þar voru nemendur Sigurjóns i Snæ- hvammi aö færa upp leikrit meö góöri aöstoö „Sigga Magg” Siöar nutum viö ungmennafélagarnir góös af þessum hæfileikum hans eins og t.d. þegar „Hreppstjórinn á Hraunhamri” var sýndur i Staöarborg undir stjórn hans. Einn góöviörisdag 1961 kvaddi ég dyra hjá Siguröi snemma dags. Ætlunin var aö viö lykjum sérstökum áfanga i verki sem viö vorum með I félagi, áöur en rign- ing truflaöi okkur. Eftir aö hafa litið á bát sem Sigurður var meö i smiöum I bilskúrnum sinum, fór- um viö skemmstu leið á vinnu- staö. Yfir holt og hæöir. A leiöinni reyndum viö meö okkur, hvor þekkti fleiri plöntur úr Islands- flórunni sem alstaöar blöstu viö á leiöinni. Hér fór sem endranær. Siguröur sannaöi mér staögóöa þekkingu sina I þessum náttúru- visindum. Þaö er af vinnudeginum aö segja aö hann varð okkur báöum ódrjúgur. Nokkru fyrir hádegi kemur sendimaður meö miklum asa og biöur Sigurö aö koma hiö snarasta niöur I fiskverkunarhús. Þar haföi ungur piltur slasast á andliti i vinnunni. Siguröur fór auövitaö samstundis og veitti þá hjálp sem nauösynleg var. En það er einmitt þessi þáttur i æfistarfi Siguröar Magnússonar sem Breiödælingar munu lengst muna honum. Sjálfsagt væri hægt aö nefna hundruö tilfella þar sem hann greip málið læknistökum og skipti sköpum um framvinduna. En þaö er af sjálfum mér aö segja þennan áöurnefnda sólskinsdag aö ég hvarflaði fljótt frá vinnunni þegar „meistarinn” haföi veriö kvaddur burtu. Ég slóst i för meö enskum jaröfræö- ingi sem var aö láta ditta aö bil sinum og gekk meö honum spöl um kletta og hliðar. Næsta vinnudag okkar Siguröar rifjaöi ég svo upp þá speki sem ég hafði numiö hjá jarðfræöingnum. En þetta nefni ég hér vegna þess að liklega hefur þetta veriö i eina skiptiö sem ég var veitandi en Siguröur þiggjandi. Ég hef verið tiöur gestur á Breiödalsvik 2 siðustu áratugina þótt ég hafi búið mislangt I burtu þaöan. 1 siöasta skipti sem ég hitti „Sigga Magg” var sunnu- daginn 24. mars sl. Viö gengum hvor fram á annan skammt frá hans gamla vinnustaö, Hraö- frystihúsi Breiödælinga. Eftir aö hafa spurst stuttlega frétta af hvors annars fjölskyldu og ég frætt hann um færöina frá Horna- firöi afgreiddum viö nokkur þjóö- félagsvandamál á staðnum, ell- egar spáöum um gang mála á stjórnarheimilinu. Svo þegar aö- steöjandi bill kraföi okkur um aö vikja svo hann kæmist leiöar sinnar, kvöddumst viö, vissir um endurfund fljótlega. Likt og nú verður mér söknuður i huga næst þegar ég heimsæki mina ættar- byggð Breiödalsvik og engan „Sigga Magg” er lengur aö hitta utan dyra eöa innan. En sárastur er söknuöurinn fjölskyldu hans sem nú á á baki að sjá traustum heimilisfööur. Birnu Þorsteinsdóttur og börn- um sendi ég hugheilar samúöar- kveöjur. Heimir Þór Gislasor Laugardag 5. maí kl 16:00 Sunnudag 6. maí kl 15:00 kl 16:00 >> » OLGF RUIN prófessor frá Stokkhólmi: „Svensk universitets- och högskolepoli- tik”. Fyrirlestur. ERIK LARSEN, forstöðumaður Listiðn- aðarsafnsins i Kaupmannahöfn leiðbeinir um listiðnaðarsýninguna i sýningarsölum Norræna hússins. Danski rithöfundurinn OLE SARVIG: „Moderne malerkunst”. Fyrirlestur. Verið velkomin NORRÆNA HÚSIÐ v

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.