Þjóðviljinn - 05.05.1979, Síða 13
Laugardagur 5. mai 1979. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13
Arstíðirnar í Háskólabíói
Um helgina
Um síöustu helgi flutti Passiu-
kórinn á Akureyri, ólöf K. Harö-
ardóttir, sópran, Jón Þorsteins-
son, tenór, Halldór Vilhelmsson,
bassi, ásamt kammersveit, Óra-
tóriuna Arstiðirnar eftir J.
Haydn, undir stjórn Roars Kwam
á tónlistardögum á Akureyri, við
mjög góðar undirtektir áheyr-
enda. Þetta var I fyrsta sinn, sem
þetta stórkostlega tónverk er flutt
hérlendis.
Fyrirhugað var að flytja Ars-
tiðirnar I Háteigskirkju þann 1.
mai sl. en vegna óveðurs og ann-
arra samgönguerfiðleika gat ekki
orðið af þvi.
Nú hefur verið ákveðið að
Passiukórinn flytji Árstiðirnar i
Háskólabiói sunnudaginn 6. mai
kl. 14, og verður það I fyrsta
sinni, sem Arstiðirnar veröa
fluttar i heilu lagi sunnan fjalla.
Passiukórinn á Akureyri hefur
ílutt ýmis tónverk á undanförnum
árum, m.a. Requiem, eftir
Mozart, Kantötu nr. 21 efir Bach,
Gloria eftir Vivaldi og Messias
eftir Hándel.
Þetta er i fyrsta sinn sem
Passiukórinn flytur stórverk i
Reykjavik en árið 1976 tók hann
þátt I norrænum tónlistardög-
um þar og flutti nútimaverkið Nu
eftir Milveden.
Aðeins verða þessir einu tón-
leikar að þessu sinni. Aðgöngu-
miðasala er hjá Eymundsen og
við innganginn.
-mhg
Tónleikar Tónmenntaskólans
Tónmenntaskóli Reykjavikur
heldur tónleika i Austurbæjarbiói
n.k. laugardag kl. 2. e.h. A þess-
um tónleikum koma einkum fram
yngri nemendur skólans og á efn-
isskrá er einleikur, samleikur og
ýmis hópatriði.
Aðgangur er dkeypis og öllum
heimill.
Kammertónlist á tónleikum
Sjöundu Háskólatónleikar
1978—1979 verða I Félagsstofnun
stúdenta viö Hringbraut laugar-
daginn 5. mai 1979 kl. 17. Þetta
eru siðustu Háskólatónleikar
starfsársins.
A tónleikunum flytja Mark
Reedman, Sigurður I. Snorrason
og Gisli Magnússon verk fyrir
fiðlu, klarinettu og pianó.
Frumflutt verður nýtt tónverk
sem Leifur Þórarinsson hefur
samið fyrir þá félaga. Ber það
heitiö Afangar. Á efnisskrá eru
auk þess Svita úr Sögu hermanns-
ins eftir Stravinsky og Kontraste
eftir Bartók.
Tónleikar í
Bústaöakirkju
t kvöld halda þær Manuela Wi-
esler flautuleikari og Helga
Ingólfsdóttir semballeikari
tónleika i Bústaðakirkju og hefj-
ast þeir kl. 21.00.
Nú gefst Reykvikingum kostur
á að hlýða á samleik þessa ágæta
tónlistafólks i fyrsta sinn um
langa hrlð, en siðast komu þær
stöllur fram hér i borg á vegum
Kammermúsik- klúbbsins vetur-
inn 1975 — 76, en þær fluttu allar
Sónötur Johanns Sebastians
Bachs fyrir flautu og sembal.
Efnisskrá tónleikanna nú i
kvöld er sú sama og þær fluttu á
tónlistardögum á Akureyri um
siðustu helgi: Sónötur eftir
Quantz, Bach og Hándel, Cantus 1
eftir norska tónskáldið Egil Hov-
land, Asceses (Meinlæti) eftir
Manuela Wiesler flautuleikari.
André Jolivet, sembalverkið
„Frumskógar” eftir Atla Heimi
Sveinsson og tónverkið „Sumar-
mál” eftir Leif Þórarinsson, sem
Manuela og Helga frumfluttu I
Skálholti siðastliðið sumar.
Aðgöngumiöar fást við inn-
ganginn.
Leikklúbbur Kjósverja sýnir
Hreppstjórann á Hraunhamri
Nýstofnaður Leikklúbbur Kjós-
verja sýnir Hreppsstjórann á
Hraunhamri eftir Loft Guð-
mundsson í kvöld kl. 21.
Leikstjóri er Sverrir Guð-
mundsson. Þetta er fyrsta leikrit-
iö sem klúbburinn sýnir en með
þessari sýningu vilja klúbbfélag-
ar heiðra minningu Lofts Guð-
mundssonar, sem fæddur var og
uppalinn I Kjósinni.
Kynning á
verkum
Oddnýjar
Guð-
mundsdóttur
Bókmenntakynning á
verkum Oddnýjar Guð-
mundsdóttur rithöfundar
veröur sunnudagskvöldið 6.
mai kl. 20.30 að Hótel Esju
sal I. á annarri hæö.
Oddný er fædd 1908 og varð
þvi sjötug á siðastliönu ári.
Hún hefur verið farkennari
siöan 1940. Oddný hefur sam-
ið 5 skáldsögur auk ljóðav
smásagna og útvarpsleik-
rita. Silja Aöalsteinsdóttir
mun fjalla um verk Oddnýj-
ar og lesið verður upp úr
þeim.
Allir sem áhuga hafa eru
velkomnir.
(FráMFÍK)
Kvikmynda-
sýning í
MlR-salnum
í dag
! dag laugardaginn 5. mai
kl. 3 siðdegis gengst MIR fyrir
kvikmyndasýningu I MÍR-
salnum, Laugavegi 178.
Sýndar verða tvær sovéskar
heimildarkvikmyndir um at-
burði sem gerðust i siðari
heimsstyrjöidinni.
önnur myndin nefnist
Berlin og segir þar m.a. frá
lokasókn sovéksa hersins að
höfuðvigi þýsku nasistanna
vorið 1945. Enskar skýringar
eru með myndinni.
Hin kvikmyndin nefnist
Siðustu bréfin, og eru
skýringar á dönsku. Þegar
sýnt var að Þjóðverjum myndi
ekki takast að leysa inni-
króaðar hersveitir sinar úr
herkvinni við Stalingrad
veturinn 1942/43, ákvað þýska
herstjórnin að safna saman
siðustu bréfunum, sem þýsku
hermennirnir sendu heim, og
gefa úrval þeirra út i bókar-
formi.
En sú bók kom aldrei út, þvi
að efni bréfanna reyndist,
þegar til kom, ekki uppörv-
andi, heldur má þvert á móti
greina i flestum þeirra óbeit
hermannanna á striöinu og
þjóðfélaginu er átti sök á þvi
hvernig fyrir þeim var komið.
I myndinni eru sýndar
gamlar fréttamyndir af styrj-
aldarátökum og ógnum
stríðsins.
Kvikmyndin er ekki við hæfi
barna, en fullorðnum er heim-
ill ókeypis aögangur.
Félag áhuga
manna um
heimspeki
Félag áhugamanna um
heimspeki mun halda aðal-
fund og fyrirlestur sunnu-
daginn 6. mai i Lögbergi.
Aöalfundur hefst kl. 13.30,
en fyrirlesturinn kl. 14.30.
Frummælandi verður Ingi
Sigurösson og nefnir hann
erindi sitt ,,Um söguspeki
Vicos.”
A myndinni sem tekin er af æfingu fyrir stuttu sést þar sem þernur
koma með handfylli sina af koddum til drottningar (Margrétar
Guðmundsdóttur) fyrir hina örlagariku nótt og lengst til vinstri má sjá
Flosa Ólafsson sem leikur annan trúbadorinn en Flosi þýddi söngleik-
inn á islensku.
Prinssessan á bauninni
frumsýnd í
Bandariski söngleikurinn
Prinsessan á bauninni verður
frumsýndur i Þjóðleikhúsinu i
kvöld. Leikurinn er byggður á
hinu þekkta ævintýri H.C.
Andersen en höfundarnir sem eru
fjórir fara þó nokkuð frjálslega
með efnið.
Leikstjóri verksins er Danja
Krupska bandarikjamaður af
pólskum ættum og aðstoðar-
leikstjóri er Þórhallur Sigurðs-
son. Þýðandi söngleiksins er Flosi
Ólafsson, en útfærslu á tónlist sá
Sigurður Rúnar Jónsson um.
Með helstu hlutverk i leikritinu
fara þau Margrét Guðmundsdótt-
kvöld
ir sem leikur drottninguna Róbert
Arnfinnsson sem leikur mállausa
kónginn, Sigriður Þorvaldsdóttir
sem leikur prinsessuna , Bessi
Bjarnason sem leikur prinsinn og
Gisli Alfreðsson sem leikur lodd-
arann.
Leikritið byggist að mestu upp á
söng og dansi og taka þvi margir
af okkar bestu söngmönnum þátt
i sýningunni, en alls munu um 40
leikarar og söngvarar koma
fram.
Að sögn Sveins Einarssonar hjá
Þjóðleikhússtjóra er þessi sýning
með þeim viðameiri sem leikhús-
ið hefur sett upp, og kostnaður þá
sjálfsagt I samræmi viö það.
Karlakórinn Fóstbræður.
Karlakórinn Fóst-
bræður með tónleika
Karlakórinn Fóstbræður heldur
samsöngva fyrir styrktarfélaga
sina 9. 11. og 12. mal n.k. i
Háskólabiói.
A efnisskrá Fóstbræðra að
þessu sinni verður m.a. frum-
flutningur á nýju verki, sem Fóst-
bræður fengu prófessor Erik
Bergmann frá Finnlandi til að
semja sérstaklega fyrir kórinn
með tilstyrk frá NOMUS. Þá
frumflytur kórinn einnig tvö lög
eftir söngstjórann. Auk þess er á
efnisskránni nokkur lög eftir Jón
Asgeirsson, 2. þáttur verksins
Carmina Burana eftir Carl Orff
og fjöldi annarra erlendra laga.
Samsöngvarnir hefjast kl.
19.00 á miðvikudag og föstudag,
en kl. 15.0Ó á laugardag. Þeir
styrktarfélagar, sem af einhverj-
um ástæðum hafa ekki fengið
senda heim miða eru vinsam-
legast beðnir að vitja miða sinna
hjá Friðrik Eyfjörð i Leður-
verslun Jóns Brynjólfssonar,
Austurstræti 3, Reykjavik.
Einsöngvarar með kórnum
veröa Halldór Vilhelmsson og
Hákon Oddgeirsson.
Undirleik annast Lára Rafns-
dóttir.
Stjórnandi Fóstbræðra er Jónas
Ingimundarson.
Tónleikar til styrktar
AMNESTY INTERNATIONAL
nnuaaginn 6. mal veröa
haldnir kammertónleikar i Nor-
ræna húsinu og hef jast þeir kl. 20.
Þeir sem standa fyrir þessum
tónleikum eru 15 hljóðfæraleikar-
ar i Sinfóniuhljómsveit Islands.
Tónleikarnir eru til styrktar
Árni Garðar með
1 dag, laugardag opnar Arni
Garðar málverkasýningu að
Hótel Borg ( Gyllta salnum).
A sýningunni eru alls 50 verk,
flest náttúru- og landslagsmyndir
Amnesty International.
Aðgangur veröur seldur við inn-
ganginn.
Meöal efnis á tónleikunum
verða verk eftir Mozart, Svend-
son, Debussy, Rust, Rossini og
Ibert.
málverkasýningu
unnar i oliu vatnsliti og oliukrit og
pastel.
Sýningin verur opin daglega
fram til sunnudagsins 13. mai.