Þjóðviljinn - 16.05.1979, Page 1
Miðvikudagur 16. mai 1979 —109. tbl. —44. árg.
Deiluaðilar rœða við ráðherra:
Stjórnin óskí eftir
frestun verkfalla
gegn 3% hækkun-
um og öörum
breytingum
Ingólfarnir hjá FFSt, Ingólfsson t.h. og Stefánsson t.v. ræöast viö eftir
aö samningamenn komu af fundi forsætisráöherra i gær,': (Ljósm.:
—eik—)
Afleiðingar farmannadeilunnar:
Skortur á sekkja
yöru og frysti-
geymslur fullar
Brauð aðeins bökuð til mánaðamóta
Afleiöingar verkfalls yfir-
manna á farskipunum sem staöiö
hefur yfir i réttar 3 vikur og verk-
banns vinnuveitenda á undir-
menn gera nú sifellt betur vart
viö sig. Avextir eru viöast upp-
urnir og eins er fariö aö bera á
skorti á sekkjavöru og teija bak-
arar sem blaöiö haföi samband
viö i gær aö brauöbakstur mundi
stöövast undir lok mánaöarins
fari ekki aö leysast úr deilu far-
manna og vinnuveitenda.
Þá fékk blaöiö einnig þær upp-
lýsingar i gær hjá söluskrifstofum
hraöfrystihúsanna aö viöa væri
oröiö ansi þröngt i frystigeymsl-
um og sums staöar fyrir noröan
væri ekki pláss nema til viku-
vinnslu, auk þess sem fariö væri
aö keyra fiskafuröir þaöan i
frystigeymslur á Suðurnesjum.
Hjá kaupmannasamtökunum
fengust þær upplýsingar aö farið
væri að bera á skorti á sykri og
annari mjölvöru, en þessar vörur
eru yfirleitt ekki geymdar mikið
á lager, og eins væru ávextir svo
til alveg þrotnir. Af öðrum vörum
væri ennþá til nægilegt magn
fram til mánaðamóta.
1 máli bakara kom fram að þeir
hefðu flestir hráefni út næstu tvær
vikur, en vandamálið kæmi ekki
fram fyrr en eftir mánaðamótin
þar sem litið sem ekkert er til i
skipunum sem enn er óuppskipað
úr, og það myndi taka hátt i þrjár
vikur að fá hráefni hingaö til
landsins aftur eftir að deilan leys-
ist, og ef það gerðist ekki fljótt
væri fyrirsjáanlegt að brauða-
bakstur mundi stöövast um nokk-
urn tima.
í frystihúsum er viða orðiö ansi
þröngt og þá aðallega á Norður-
landi. Hétt fyrir verkfall var út-
skipað úr flestum húsunum en
nokkur urðu útundan eins og t.d. á
Sauöárkróki, Skagaströnd og
Raufarhöfn og er talið að þar sé
aðeins geymslupláss til viku-
vinnslu, en annars staðar á land-
inu sé geymslupláss til hálfs
mánaðar.
Haraldur Árnason hjá Hrað-
frystihúsinu Hólsnesi á Skaga-
strönd sagði að ástandiö væri
mjög slæmt. Það sem eftir væri af
geymsluplássi dygði ekki nema
til tveggja daga og hefðu þeir þvi
tekið upp á þvi að aka með hrað-
frystar fiskafurðir til Keflavikur I
frystigeymslur þar. Þegar væru
tveir flutningabilar farnir og
tveir til viðbótar áttu aö fara I
gærkvöldi suður.
Haraldur sagði að þungatak-
markanir á vegum settu nokkurt
strik i flutningana, en þetta væri
eina ráöið til að halda frystihús-
inu gangandi þar sem mikill land-
burður væri nú af grálúðu þar
fyrir norðan.
- lg
Ólafur Jóhannesson, forsætis-
ráöherra boöaöi deiluaöiia i far-
mannadeilunni til skyndifundar 1
forsætisráöuneytinu kl. 15.00 og
16.00 i gær. Fyrst ræddi hann viö
atvinnurekendur en siðan viö for-
ráöamenn farmanna. TjSði ólaf-
ur farmönnum, aö samkomulag
heföi oröiö um eftirfarandi i rikis-
stjórninni:
1. Stofnuð verði sáttanefnd, sem
vinni að lausn deilunnar.
2. A meðan verði verkfalli far-
manna frestað.
3. Nú þegar komi til 3% kaup-
hækkun.
— Ég hef að sjálfsögðu ekkert
nema gott um þaö að segja aö
stofnuð verði sáttanefnd, en ég er
ansi hræddur um að frestun á
verkfallinu verði ekki samþykkt,
hvað þá að taka 3% kauphækkun,
sagði Ingólfur Ingólfsson, forseti
FFSI, er Þjóðviljinn ræddi við
hann I gær eftir fundinn með for-
sætisráðherra.
— Annars verður tekin ákvörð-
un um þetta mál á fundi á morgun
(I dag) en þá verður boöaö til
fundar með öllum aðildarfélög-
um innan FFSl og hefst sá fundur
kl. 14.00 að Hótel Esju.
Steingrimur Hermannsson
kallaði aðila að kjaradeilu mjólk-
urfræðinga á sinn fund einnig og
hafði uppi svipuð tilmæli og Ólaf-
ur viö farmenn.
Ráðherranefnd sú sem skipuö
var um kjaramál I fyrradag hafði
áður starfað og gert á fundi rikis-
stjórnarinnar grein fyrir hug-
myndum sinum um sáttanefndir
og lagt sérstaka áherslu á að
finna lausn á fyrrgreindum verk-
föllum.
Alþýöuflokkurinn mun ekki enn
hafa fengist til aö koma meö nein-
ar tillögur um kjaramálin.en það
hafa bæði Alþýðubandalag og
Framsóknarflokkur hinsvegar
gert eins og skýrt hefur verið frá i
blöðum.
Ýmislegt á eftir að koma fram
sem taka verður tillit til i heildar-
myndinni t.d. gerðardómur um
kjör verslunarmanna sem von er
á innan skamms.
Ráðherranefndin mun starfa
áfram.
Vorkuldiá verkfallsdegi. (Ljósm.: eik)
Mjólkin er þrotin
gífurlegt hamstur hefur verið síðustu daga
Að sögn Odds Helgason-
ar hjá Mjólkursamsölunni í
Reykjavík er mjólk þrotin
hjá samsölunni, það síð-
asta var keyrt út í gær-
morgun og mun mjólk
einnig vera þrotin í versl-
unum, enda hefur verið
gífurlegt mjólkurhamstur
siðustu daga. Mjólk verður
enn um sinn afgreidd til
elliheimila og sjúkrahúsa.
Oddur taldi að miðað við það
magn, sem keyrt hefur verið út I
verslanir og er nú þrotið þar, ættu
heimili aö vera vel byrg i nokkra
daga enn.
Hjá Vernharði Sveinssyni
mjólkurbússtjóra KEA á Akur-
eyri fengum viö þær upplýsingar
aö það siðasta af mjólkinni hefði
verið keyrt i verslanir sl. sunnu-
dag, siðan hefði engin mjólk verið
afgreidd frá mjólkurbúinu. Vern-
harður taldi að mjólk væri nú
þrotin i öllum verslunum á Akur-
eyri. Hann sagði ennfremur að
ekkert yrði keyrt út af ostum og
smjöri frá Mjólkurbúi KEA með-
an á verkfallinu stendur.
-Sdór.
Undanþága veitt:
Heim med fódurbæti
og utan með saltfisk
21 skip hefur nú stöðvast i farmannaverkfalli
Verkfallsnefnd FFSl veitti i
gær undanþágu til þess aö Eldvik
lestaði fóðurbæti ytra og yrði
honum skipað upp hér heima og
aö siöan fengi skipið aö lesta salt-
fisk hér á landi og flytja til
Spánar.
Aðsögn Páls Hermannssonar i
samninganefnd FFSI eru fram-
undan ómældir erfiðleikar hjá
bændum ef ekki fæst fóðurbætir
og þvi var þessi undanþága veitt.
Eins er þvi haldið fram að salt-
fiskmarkaður okkar i S-Evrópu
sé i' hættu ef ekki er hægt aö af-
greiða eitthvað af saltfiski strax
og sagði hann farmenn ekki vilja
standa fyrir neinni skemmdar-
starfsemi, þótt þeir neyddust til
að beita verkfallsvopninutil aðná
rétti sinum.
I gær hafði 21 skip stöðvast
vegna farmannaverkfallsins. Tvö
skip eru á leiðinni til Noregs aö
sækja áburð, en undanþága
var veitt til þessarar ferðar
tveggja skipa vegna þess að SIS
hefur ekki boðaö verkbann á
undirmenn á sinum skipum.
—S.dór
Mikill vandi framundan
á hafísasvæðunum
✓
,,Víða blasir greiðsluþrot við” sagði Ami Gunnarsson form. hafísnefndar
Hafisnefndin sem alþingi
skipaöi í vetur til aö kanna
ástandiö norðan og austanlands
er nýkomin úr ferö um hafis-
svæöin.
Arni Gunnarsson form.
nefndarinnar sagöi I viötali viö
blaöiö, aö þaö hefði komiö þing-
mönnum á óvart hve ástandið var
slæmt. „Þarna er miklu meiri
vandi á feröinni en menn gera sér
grein fýrir”, sagði hann.
Astandiö er verst á norðaustur
horninu á stöðum eins og Þórs-
höfn, Bakkafirði, Vopnafirði og
Raufarhöfn. Viða eru frystihús og
bátar komnir i greiðsluþrot vegna
frátafa frá veiðum.
Netatjón er mikið, einkum hjá
grásleppukörlum. Grásleppu-
sjómenn eruekki I aflatrygginga-
sjóði og fá þvi engar bætur.
Nefndin hefur rætt við forráða-
menn bjargráðasjóðs og taldi
Arni sennilegt að hann myndi
koma til aðstoðar.
Þá sagði Arni að fiskvinnslu-
fyrirtæki á hafisasvæöunum
þyrftu að greiða mikinn kostnað
vegna flutnings á landi, en viða
hefur verið gripið til þess ráös að
flytja fisk landleið til aö halda
uppi atvinnu.
Sömu sögu er að segja um
kaupfélögin, þau hafa fengiö
Framhald á 14. siðu
OIÚOVIIJINN