Þjóðviljinn - 16.05.1979, Síða 3
Miðvikudagur 16. mal 1979 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3
Verkefnaskortur fram-
undan í byggingariðnaði
Starfsmönnum I byggingariðn-
aði hefur fækkað að undanförnu.
Arið 1976 voru samtals 7.860 árs-
störf i byggirtgariðnaði hér á
landi, en i árslok 1978 voru starfs-
menn 6.900.
Verkefnaskortur
Þetta er meðal þess, sem fram
kemur i skýrslu um ástand og
horfur I byggingariðnaði, sem ný-
lega var tekin saman af starfs-
mönnum Landssambands iðnað-
armanna og kynnt á fundi með
blaöamönnum i gær. Landssam-
bandið telur, að á siöari hluta
næsta árs og lengur sé framund-
an mjög alvarlegur verkefna-
skortur I byggingariðnaði.
Orsakir þessa verkefnakorts
telja samtökin vera mikinn sam-
drátt i lóðaúthlutunum á höfuð-
borgarsvæðinu, nýbyggingar-
gjald á atvinnuhúsnæði og aðra
stóraukna skattheimtu, samdrátt
i opinberum byggingum og
Ægisútgáfan gefur út:
Skipstjóra og
stýrimannatal
Þar er að finna nofn 1900
skipstjórnarmanna
(Jt er komið hjá Ægisiitgáfunni
„Skipstjöra og stýrimannatal” I
þremur bindum, samtals rúmar
900 bls.. Guðmundur Jakobsson,
eigandi Ægis útgáf unnar, hefur
tekið þetta viðamikla rit saman
og sagðist hann hafa unnið að
þessu i rúm 3 ár.
Guðmundur sagöi, að þvi færi
fjarri aö allir skipstjóralærðir
menn væru I þessu skipstjóra og
stýrimannatali. Ástæöan er sú, að
mönnum voru send bréf eftir
félagaskrám skipstjóra-og stýri-
mannafélaga og þeir beðnir að
senda inn upplýsingar, en mis-
brestur var á að menn skiluðu
upplýsingum en við þvi er ekkert
að gera. Eins var oft erfitt að
finna ættingja löngu látinna skip-
og einnig ættingjar látinna skip-
stjórnarmanna. Væri þá hægt að
koma þessu fyrir I næsta bindi.
I fyrsta bindinu skrifar Gils
Guðmundsson alþingismaður og
rithöfundur um skipstjórnar-
fræðslu hér á landi. i 2. bindinu
skrifar Asgeir Jakobsson fiks-
veiðiannál og i 3. bindinu skrifar
Bárður Jakobsson um siglingar
íslendinga.
Bækurnar þrjár kosta 30.000 kr.
til áskrifenda en munu kosta
42.000 kr. útúr búð.
—S.dór
mannvirkjagerð og aukna
vaxtabyrði af byggingarlánum
til einstaklinga og fyrirtækja.
Samvinna sveitarfélaga
um lóðaúthlutanir
Landssambandið telur skipu-
lagsmál öll vera I molum. Brýnt
sé að sveitarstjórnir taki upp
samvinnu sln á milli um lóöaút-
hlutanir og taka þurfi tillit til
þarfa byggingariðnaöarins fyrir
stöðugt lóðaframboö.
80% lán til íbúðabygginga
Fjárfestingalán til ibúðabygg-
inga eru nú aðeins 25-30% af
byggingarkostnaöi, en hlutdeild
lifeyrissjóða fer stööugt vaxandi.
Landssambandið telur að ibúa-
lánakerfið þurfi að endurskoða
frá grunni og tryggja ákveðið
lánshlutfall, td. 80%, til langs
tima með lágum vöxtum og fullri
visitölu. I annan stað verði að
koma á fastmðtuðu fram-
kvæmdalánakerfi til byggingar-
aðila, en slik lán yrðu siðan yfir-
tekin af kaupanda.
Framleiðsluverðmæti á mann i
byggingariðnaði hefur allt frá ár-
inu 1969 veriö yfir meðaltali á
starfandi mann i landinu, þrátt
fyrir þaö, að fjárfesting á mann i
byggingariönaöi er aðeins brot af
þvi sem er i öörum atvinnugrein-
um. Iðnaðarmenn telja að með
aukinni tæknivæðingu byggingar-
iðnaðar mætti stórauka fram-
leiðsiuna án aukins mannafla.
Það sem standi I vegi fyrir þvi sé
of naumt skömmtuö álagning,
óstööugleiki verkefna og skortur
á fjárfestingalánum.
Fámenn og vanbúin fyrir-
tæki
Yfir 80% fyrirtækja I bygging-
ariðnaöi er með 5 starfsmenn eöa
færri. Athugun á árinu 1974 leiddi
I ljós, að nær þriðja hvert fyrir-
tæki i húsasmiði hætti rekstri og
ný komu i staðinn frá 1972 til 1973,
þannig að meðalaldur fyrirtækj-
anna var um 3 ár. Fyrirtækin eru
flest mjög illa búin tækjum.
Landssamband iönaðarmanna
telur helstu ástæður fyrir þessu
vera of lága álgningu, þannig aö
tekjur nægi ekki til að standa
undir kostnaöi, og I öðru lagi
hindri sveiflur i verkefnum nauö-
synlega uppbyggingu. Þannig
geti verkefnaskortur i kjölfar
mikilla fjárfestinga I vélum og
tækjum hæglega gert út af við
fyrirtæki á stuttum tima.
Iðnaðarmenn vilja ekki fallast
á þá skoðun, að Ibúöamarkaður-
inn sé mettaður vpgna mikilla
bygginga á undanförnum árum.
Þeir benda á, að fjárfesting i
ibúðar- og atvinnuhúsnæði hafi
um árabil verið mjög stöðugt
hlutfall af heildarfjárfestingu i
landinu. Hinsvegar hafi umfram-
eftirspurnin valdið óeölilega háu
. fasteignaverði.
A fundinum lýstu forsvarsmenn
Landssambandsins þeirri skoðun
sinni, að stjórnvöld eigi að draga
úr opinberum framkvæmdum
þegar þensla er i byggingariðnað-
inum, en auka þær aftur á móti
þegar samdráttur er á öðrum
sviðum. Þetta hefði ekki verið
gert og mikill .samdráttur I bygg-
ingum nú muni valda þvi að
spenna skapast á fasteignamark-
aöinum, en siðan skelli yfir flóð-
bylgja nýbygginga, sem bygging-
ariðnaðurinn geti illa annað.
//islenska aöferðin" sér á
báti
Nokkuð var rætt á fundinum
Framhald á 14. siðu
stjórnarmanna. Súregla var látin
gilda við samantektina aö taka
alla skipstjórnarlærða menn frá
öndverðu og til ársins 1975.
Þá kom það. fram hjá Guð-
mundi Jakobssyni, aö I framtið-
inni stæði til að gefa út viðbótarrit
i þessum flokki, og sagðist hann
vonast til að við útkomu þessara
bóka nú tækju þeir við sér, sem
ekki höfðu sent inn upplýsingar
Flautur verda þeyttar
Félag islenskra bileigenda efnir til mótmœlaaðgerða
#/Nú á að láta reyna á
samstöðu bíleigenda",
sagði Tómas Sveinsson
form. F.I.B. á fundi með
fréttamönnum.
Næsta mánudagskvöld
efnir F.Í.B. til mótmæla-
aðgerða. Félagið skorar á
alla bílaeigendur að setjast
inn i bíla sína kl. 7:30 og
þeyta flauturnar í tvær
mínútur. Á þriðjudag á að
halda áfram og er ætlunin
að þann dag skilji bílstjór-
ar bílinn eftir heima og
komi sér til vinnu á ein-
hvern annan hátt, nema
þeir sem nauðsynlega
þurfa að nota bíl.
Albert um Matthías Mathíesen:
11
Gerði aldrei mark
og heldur áfram að brenna af”
í fyrrakvöld var til umræðu I
neðri deild stjórnarfrumvarp
um breytingu á verðgildi
islensku krónunnar. Þá kom
fram breytingartillaga frá
Matthiasi Mathiesen ofl. um að
hin nýja mynthéti mörken ekki
króna, en tiliaga sama efnis
hafði áður verið felld við
umræður i efri deild.
Albert Guðmundsson lýsti sig
andvigan þessari tillögu og
sagði af þvi tilefni um flutnings-
manninn Matthias Mathiesen:
„Hann gerði aldrei mark, og
nú ætlarhannaðhalda áfram að
brenna af.”
Siðan sagði Albert að fyrr-
verandi fjármálaráðherra ætti
að vera ljóst að venjulegur
leikur stæði ekki nema 90
minútur „og dómararnir eru
löngubúnir aðflautaaf”. Albert
greiddi svo atkvæði gegn
þessari breytingartillöguen hún
var felld að viðhöfðu nafnakalli
með 16 atkvæðum gegn 8. Vegna
fjarvista þingmanna tókst ekki
að afgreiða frumvarpið og v arð
að hætta atkvæðagreiöslu við
svo búið.
Með þessum aðgerðum er
F.I.B. að mótmæla niöurskurði til
vegaáætlunar og að hækkanir á
bensinverði skuli ekki ganga til
vegaframkvæmda.
Forráðamenn F.I.B. vildu aö
það kæmi skýrt fram að mótmæl-
in mættu ekki valda neinum
óþægindum t.d. ætti að forðast
hávaða við sjúkrahús og elli-
heimili.
I máli Tómasar kom fram að
langt væri siðan framkvæmdir I
vegamálum hefðu verið eins litlar
og áætlun sumarsins gerir ráð
fyrir.
„Það er mikill sparnaður að
leggja fé i vegagerð, og þeir eru
fljótir að borga sig”, sagði Tóm-
as.
„Viðhald vega og bifreiða spar-
ast og ég tel að slysum fækki, þvi
betra sem vegakerfið er”.
Auk áðurnefndra aögerða gefur
F.I.B. út plakat, þar sem aðgerð-
irnar eru auglýstar og einnig hafa
þeir staðið fyrir áskorunum til
þingmanna um aö betur verði
staðið að vegamálum. Aberandi
var að lang flestar áskoranir voru
til Ragnars Arnalds samgöngu-
málaráðherra.
A fundinum kom fram að ein-
hvern tima a fjórða áratugnum
mótmæltu atvinnubilstjórar eins
eyris hækkun á bensinverði með
þvi að stööva bila i Bankastræti
og tappa af þeim vatninu. Siðan
er mikið vatn runnið til sjávar.
Bilum hefur fjölgað gifurlega.
Siðast liðið ár seldust 107 miljónir
litra af bensini og 4 miljaröar
króna runnu I rikiskassann af
nýjum bilum.
— ká
FUF:
Samstarfs-
grund-
völlur
brostinn
nái tillögur
Framsóknar ekki
samþykki
A fundi stjórnar F.U.F. i
Reykjavik sl. mánudag 14.5.
1979, var samþykkt svo-
hljóöandi ályktun:
„StjórnF.U.F. iReykjavik
krefst þess af forystu Fram-
sóknarflokksins, að hún
kviki ekki frá siðustu tillög-
um sinum um verðhjöðnun
og launajöfnun sem lagðar
hafa verið fram i rikisstjórn
en sliti að öðrum kosti
st jórnarsamstarf i við
óábyrga hentistefnuflokka.
U.ndirrót þess ófremdar-
ástands,sem skapast hefúr,
er sú slagorðapólitik sem
Alþýðuflokkur og Alþýðu-
bandalag notuðu til atkvæöa-
söfnunar fyrir siðustu
kosningar. Kjarkleysi og
ábyrgðarleysi þessara
flokka siðan hefur I raun haft
i för með sér fráhvarf frá
launajöfnunar og verð-
jöfnunarstefnu Framsóknar-
flokksins, sem rikisstjórnin
var mynduð um. Það er þvi
álit stjórnar F.U.F., að nái
tillögur Framsóknarflokks-
ins ekki fram aö ganga sé
grundvöllur stjórnarsam-
starfs brostinn.”
Dapurt á Siglufirdi
Norður á Siglufirði er
vetrarríki mikið. Um
siðustu helgi var bylur
og vegir tepptust.
Að sögn Gunnars
Rafns Sigurbjörnssonar
skólastjóra eru menn
daprir yfir veðrinu.
Elstu menn muna ekki
annað eins, á þessum
árstima.
Annars er atvinnuástand gott,
mikil vinna hefur verið i frysti-
húsunum. Hlutafélag i bænum er
að kaupa togarann Font og er
hann væntanlegur innan
skamms. Með komu hans veröur
atvinna enn tryggari.
Gunnar Rafn sagði,að óhjá-
kvæmilega myndi opinberum
framkvæmdum seinka vegna
ótiðarinnar, en við þvi væri ekk-
ert aö gera. _ká
BHM mótmælir þaki
Launamálaráð Bandalags há-
skólamanna hefur sent frá sér
eftirfarandi samþykkt:
„Aðalfundur launamálaráðs
BHM 12. mai 1979 mótmælir harð-
lega áformum um að setja nýtt
þak á verðlagsbætur. Eins og
launamálaráð hefur margsinnis
bent á heldur slikt þak aldrei til
lengdar og hefur það margsann-
ast á undanförnum árum. Þegar
slikt þak er rofið og samsafnaðar
verðlagsbætur koma til hækkunar
I einu lagi fer ekki hjá þvi að þaö
valdi óróa á vinnumarkaðnum.
Orsaka þess óróa sem nú er á
vinnumarkaðnum er þvi að leita i
þeirri ákvörðun aö setja þak á
verðlagsbætur, með þeim óhjá-
kvæmilegu afleiðingum sem nú
hafa komið i ljðs. Það er þvi
furðulegt að nú skuli enn vera
uppi raddir um að setja þak á
verðlagsbætur, þrátt fyrir slæma
reynslu af fyrri tilraunum i þá
átt. Eigi að breyta launahlutföll-
um i þjóðfélaginu veröur að gera
þaðmeð samningum,en ekki með
þvi að takmarka veröbætur á
hærri laun, og láta þar með verð-
bólguhraðann ráöa breytingum á
launahlutföllum.”