Þjóðviljinn - 16.05.1979, Side 7

Þjóðviljinn - 16.05.1979, Side 7
Miðvikudagur 16. mal 1979 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA j Það er mín trú að stjórnmálaþroski meirihluta landsmanna sé sá að almenningur muni styðja ríkisstjórnina til róttækra aðgerða i kjaramálum B|af : Hannesson. Undmelli endinum hygg j a Ástand þjóömála hér á Islandi er oft á þann veg, aö óbreyttir þegnar geta ekki viö unaö, né tekiö þegjandi á móti áróöri og aögeröum ýmissaaöila er varöa lifskjör og pólitiska þróun. Ætlar greinarritari aö fjalla um sumt af þvi, sem efst er á baugi þessadagana, og þá helst þá kollsteyþu sem framundan er í kjaramálum, ef ekkert veröur aö gert. Frumforsendur þe ss aö halda uppi sjálfstæöu þjóðfélagi i pólitisku og efna- hagslegu tillitier sú, aö stjórn- völd séu hæftil aö taka á vanda- málum þeim sem upp koma af raunsæiog festu miöaö viö þaö ástand, sem um á aö fjalla, hvort sem það er I samræmi við yfirlýsingar eða áætlanir er áður hafa verið gefnar eða ekki. tslenskt efnahagslif er þess eðlis, aö þaö má heita aö ómögulegt sé aö sjá fyrir þróun þess til langs tima, og þvi geta ýms loforð og áætlanir veriö þess eðlis, aö þaö verði aö endurskoöa og breyta eöa jafn- vel ganga þvert á áöur ætlaöa þróun I einu og ööru. Þetta vandamál blasir nú viö þessa dagana i kaupgjalds- málunum þ.e. aötaka afstööu til verkfalla, visitölu og kauphækkana. Nauövörn laun- þega gagnvart veröbólgunni er visitalan og verður þvi aö hyggja aö gagnsemi hennar fyrir launþega. en ekki virðast ótakmörkuö áhrif hennar tryggja kaupmátt til lang- frama, né efnahagslegt jafn- vægi I þjóðfélaginu. Ýms frávik hafa veriö reynd meö misjöfnum árangri og stundum hefur hún veriö alveg tekin úr sambandi. örugglega má telja aö núverandi form á vísitölu tryggi ekki aö fullu þaö sem henni var ætlaö aö tryggja. Veröur þvi aö gera sér grein fyrir þeim forsendum sem á aö ná, þjóöhagslega séö. Ætluð þjóöhagsleg markmiö munu vera misjöfn eftir mati hvers einstaklings, en aö mlnu mati er skylt aö keppa aö eöli- legum jöfnuöi I tekjuskiptingu og eignamyndun, einnig aö launamismun sé haldiö innan ákveöinna marka, ennfremur, að sá mismunur, sem er á laúnum, sé ákveðinn á félags* lega samþykktum forsendum, en ekki meö kúgunaraögerö- um fámennra hópa er hafa sér. staklega góöa aöstööu til aö knýja fram launahækkanir vegna sérstöðu I starfi. Fyrr- greind vandkvæöi eru ömurlega augljós þessa dagana, þegar fá- mennir allvel launaðir hags- munahópar eru búnir aö fá eöa eru aö krefjast 20% upp I 50 til 100% kauphækkana án þess að rekstrarforsendur hjá fyrir- tækjum eöa staöa þjóöarbúsins leyfi slikt. Kröfur þessara „gauksunga” I launalegu tilliti em þvl furðu- legrisem þeir sem minnst höföu launin voru búnir aö gefa eftir launahækkanir, sem aö upphæö á hvern einstakling voru ekki nema brot af þvl, sem þessir hálaunahópar eru aö krefjast. I núverandi stööu mun varla hægt aö ætlast til annars en ríkisstjórnin grlpi til róttækra ráöstafana gegn þessu hófleysi, enda viröast sem betur fer nú þegar vera komnar fram mark- tækarograunsæjar tillögur gegn þessu ófremdarástandi. Ég á þar við tillögur Alþýöubanda- lagsins er ráðherrar þess lögöu fram 10. mal til samráðherra sinna I rlkisstjórninni. Ætla má að Framsóknarmenn veröi vart ámóti þeim, en hinsvegar mun óvlst hvernig Alþýöuflokks- menn bregöast viö, þó mun þegar vera orðiö ljóst, að þeir erufarniraölækka sitt pólitlska tkarosarflug eftir kosninga- sigurinn á slöasta ári, en hvert þeir flögra nú, mun ekki vera eins ljóst þ.e. hvort þeir fari til fyrri pólitiskra fööurhúsa og fari þar aö stunda dindil- mennsku auöhyggjusinna og dýrkun alikratismans eöa reyni aö standa undir naf ni sem flokk- ur íslenskrar alþýöu. Þaö mun varla ráölegt, aö spá i þaö hvaö gerist eöa ætti aö gerast á næstunni, en ekki þarf aö spyrja að leikslokum I þróun islenskra efnahagsmála, ef rikisstjórnin gefst upp viö aö leysa þann vanda er þessir þrýstihópar „efnahagslegra gauksunga” standa fyrir I kjaramálunum, á þessu vori. 1 upphafi skal að endinum hyggía< segja um stööu kjaramálanna náogégá þar viö hinar frægu þaklyftingar, má þvl miður segja aö vinstrimenn hafi sjálfir átt talsveröan þátt i frumorsökum aö þessu ástandi er nú rlkir meö þaklyftingunni hjá Reykjavikurborg. Skynsamlegt mun þaö teljast, aö viöurkenna, aö þar var ekki gott fordæmi gefiö, enda augljóst nú þegar. Oþarfi mun samt aö gefast upp og stofna til stjórnarslita vegna þess ástands er nú rlkir, enda tæki þá vartbetra viö. Þaö ermin trú, aö stjórnmálaþroski meirihluta landsmanna sé sá, aö almenningur muni styöja rikisst jórnina, til róttækra aðgeröa i þessum málum, enda njóta þessir þrýstihópar engrar samúðar almennings meö kröfum sinum. Bjarni Hannesson Undirfelli Uppsagnirnar hjá Eimskip Opiö bréf til Óttarrs Möllers forstjóra Eins og þér er vel kunnugt um, var mánudagurinn 30. aprll s.I. siöasti vinnudagur 18 eldri verka- manna hjá Eimskip. Þessir verkamenn áttu að baki eigi skemmri en 14 til 40 ára starfs- aldur. Með aðeins mánaðar fyrir- vara var þeim tilkynnt bréflega úr launaumslagi, að þeirra væri ekki lengur þörf hjá félaginu. i þessu dæmalausa bréfi var ekki svo mikiö sem þakkarorð fyrir vel unnin störf þessara gömlu og traustu starfsmanna, þvert á móti til að ekkert færi á milli mála var uppsögnin þritekin fram. Nokkrum dögum eftir að þessir traustu verkamenn eru hættir störfum, eru samþykkt lög frá Alþingi um þriggja mánaöa upp- sagnafrest fastráöinna verka- manna. Ég tel þaö vlst aö þú sem forstjóri félagsins og þinir undirmenn hafi vitað það jafn glöggt og aörir blaöalesendur aö frumvarpiö lá til samþykktar á þessu þingi. Af hverju I ósköpun- um lá ykkur þá svona niikiö á aö segja þessum mönnum upp? Þaö eina rökrétta svar sem ég fæ út úr þessu er þaö, aö hér hafi legið aö baki einhverskonar hefndarráð- stöfun atvinnurekendavaldsins, sem þú vissulega ert fulltrúi fyr- ir, vegna þeirrar lagasetningar um lengdan uppsagnarrétt sem væntanleg var frá Alþingi. En lengi má manninn reyna, og ég Benedikt Kristjánsson ætla aö vonast til þess aö þú drag- ir þessar uppsagnir til baka. Ég efa ekki aö þér sé kunnugt um það, aö aöstæður manna eru misjafnar og margir þessara manna heföu kosiö aö fá lengri fyrirvara eftir áratuga starf hjá Eimskip. En burtséð frá þeim litilmannlegu sparaöaraöferöum sem þiö beittuö gömlu mennina, vil ég vikja aö þér nokkrum orö- um um öryggismálin við höfnina. Þaö er haft eftir þér á forsíöu Framhald á 14. siðu Minning um Karl Daníel Pétursson Ég er ekki fær um aö minnast þess manns, samt mjög vel I æsku ég þekkti til hans, viö fundumst sem fermingardrengir. Hans viðmót var alla tlö viökvæmt og hlýtt, hún vermdi hans góðvild og hugarþel blltt, þaö heilluöu hann hrifnæmir strengir. Hugþekkuj- maöur og vinsæll hann var, sem vanheilsu og þrautir meö stillingu bar, hann vafalaust kvarta ei kunni, hann þeim reyndi aö hjálpa er máttu sln minnst og mun hafa þekkt glöggt hvaö drenglyndi vinnst, tryggöinni og trausti hann unni. Hann vann sinni konu og börnum sem best og brast ekki viljann að starfa sem mest uns heilsan slíkt leyfði ekki lengur. Ég veit hann er horfinn frá veraldar gný, hún vermir samt minning hans eins fyrir þvl, þar fór hjartahlýr heilsteyptur drengur. Höskuldur Ottó Guðmundsson. Lögberg-Heimskringla Hverjir vilja gerast áskrifendur? 1 fréttatilkynningu frá Lög- bergi-Heimskringlu er vakin at- hygli á þvl, aö æ fleiri Islendingar vilji gerast áskrifendur aö blaö- inu og eigi vaxandi tengsl milli Kanada og tslands m.a. þátt i þvi. Beiöni um áskriftir má senda aö Dúfnahólum 4, Reykjavik, I sima 74153 eöa meö tilkynningu I póst- hólf 1238. Askriftin kostar 400 krónur á ári. Ritstjóri Lögbergs- Heimskringlu er Jón Asgeirsson. ÖRYGGIÐ ÖLLU OFAR! Líftryggingar, sjúkra- og slysatryggingar. Líftryggingafélagið ANDVAKA varð 30 ára 9. maí s.l. í tilefni þess ákvað stjórn félagsins, ( að fólki, sem gengur i hjónaband frá ^ og með þeim degi, verði gefin kostur á fyrstu milljón krónu tryggingar- upphæðar í HJÓNATRYGGINGU til eins árs án greiðslu iðgjalds, enda standist umsækjendur þær kröfur, sem gerðar eru við töku líftrygginga hjá félaginu. Enn ein nýjung frá Andvöku Við þessi timamót hefur félagið einnig hafið sölu á FRÁVIKSLlFTRYGGINGUM. Þannig eiga nú flestir að geta fengið sig tryggða, jafnvel þótt þeir hafi fram að þessu ekki talið sig það hrausta.að þeir áræddu að sækja um liftryggingu. Hér er bætt úr brýnni þörf.ogástæða er til að ætla, að þessi nýja trygging fái jafn góðar móttökur og HJÓNATRYGG- INGIN, sem Andvaka tók upp árið 1976. Allar tryggingar okkar eru veiötryggðar. Iðgjald líftrygginga er frádráttarbært til skatts U. 0 / & M fc? LtfTRIGGI Xi\FEL\tíIÐ ANDVAKA Gagnkvæmt vátryggingafétag ’ // Liflryggmgar.siukra-ogslysatryggngat Ármula 3 Reykjavik simi 38500

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.