Þjóðviljinn - 16.05.1979, Síða 9

Þjóðviljinn - 16.05.1979, Síða 9
Miðvikudagur 16. mai 1979 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 af erlendum vettvangi Frá Halldóri Sigurðssyni í Lissabon Soares — dttast ekki aö herinn ræni völdunum I „náinnl framtið.” Hefðbundinn iðnaður: Portvins- kjallari á bökkum Douro. Stjórnmálakreppan i Portúgah „Myndum ekki stjórn fyrr en eftir kosningar segir Mario Soares i einkaviötali við fréttamann Þjóðviljans Portúgal slagar frá einni kreppunni til annarr- ar, frá stjórnmálakreppu til efnahagskreppu, en tiltölulega mikil yfirsýn, sem mönnum hefur tek- ist að ná yfir kreppurnar, er orðin i augum fólks einskonar stöðugleikatákn. Þ jóðarskútan ruggar, en það furðulega er ekki að óstöðugleiki rikir, heldur að þrátt fyrir allt skuli vera virkt lýðræði í Portúgal. Nærri hálfrar aldar einræði varð alvarlegur dragbitur á efna- hagslegri framþróun landsins, og vandamálin sem fylgdu upplausn nýlenduveldisins ollu verulegum óþægindum. Það þurfti þvi ekki að búast við öðru en erfiðum tim- um I Portúgal. Auðveldara varð það hjá grannþjóðinni Spánverjum, ekki einungis i stjórnmálum, heldur og í efnahagsmálum. Mikilvægasti maðurinn í portú- gölskum stjórnmálum er ennþá Mario Soares, enda þótt hann sé ekki forsætisráðherra eins og stendur. Hann er fimmtiu og fimm ára og hefur engu glatað af gamalkunnum krafti slnum og frábærri málsnilld, en hann hefur mátt sanna að alvarlegir efna- hagslegir erfiðleikar leiða af sér alvarlega stjórnmálaerfiðleika. Þrátt fyrir mikið fylgi hingað til (35% atkvæöa) hefur flokkur hans verið ófær um að leysa rembihnútana. Sem stærsti stjórnmálaflokkur landsins myndaði Sósialista- flokkurinn stjórn eftir kosningar 1976, og Mario Soares varð for- sætisráðherra. En hann neitaöi alltaf að taka fleiri flokka með i stjórnina, enda þótt þannig hefði stjórnin getað náð þingmeiri- hluta. Margir telja að þessi af- staða Soaresar hafi verið aðalá- stæðan til þess að óþarflega mikil þykkja varð á milli flokkanna i þinginu. Að minnsta kosti varö þetta til þess að stjórn Soaresar féll eftir eins árs og fjögurra mánaða valdatima. Þá myndaði hann stjórn á grundvelli samstarfs við ihaldsflokkinn miðdemókrata, sem er tiltölulega litill, en sú stjórn stóð aðeins I f jóra mánuöi. Flokkarnir náðu ekki samkomu- lagi um umbætur I jarðnæöismál- um, en þau mál eru mjög við- kvæm. Þetta leiddi til þess að forset- inn, Antonio Ramalho Eannis hershöfðingi, útnefndi fyrst eina og svo aðra bráöabirgðastjórn. Sú siðari, með Motta Pinto sem for- sætisráðherra.hefur nú i nokkra mánuði stjórnað Portúgal þrátt fyrir megna vanþóknun af hálfu stjórnmálaflokkanna, án þess þó að sú vanþóknun hafi orðið til þess að flokkarnir hafi tekið höndum saman. I viðtali við fréttaritara Þjóð- viljans segir Mario Soares, að vissulega verði hann aö viður- kenna að stjórnmálaástandiö i landinu sé „óhemju flókið”, en flóknara en það sé samkvæmt Mario Soares venju. Rauður þráður i viðtalinu við leiðtoga Sósialistaflokksins er af- staöa hans og flokksins til hinna stóru flokkanna i þinginu og sú stefna, sem Mario Soares og flokksfélagar hans hyggjast fylgja i fyrirsjáanlegri framtið. Sú framtið nær þó ekki lerigur en til næstu þingkosninga, sem sam- kvæmt stjórnarskránni eiga að fara fram á næsta ári i siðasta lagi. Mario Soares leggur áherslu á, aö flokkur hans muni undir eng- um kringumstæðum mynda stjórn á grundvelli núverandi þings, eins og það sé samansett. „Við myndum ekki stjórn fyrr en nýjar kosningar hafa farið fram,” segir hann og bætir við: „Stjórnarmyndun er útilokuð nú: við myndum ekki stjórn aftur fyrr en að unnum kosningasigri.” Ég læt þess getið að einhverja kynni að gruna, að meö þessari neikvæðu afstöðu væru Mario So- ares og flokkur hans ásamt með öðrum að reyna að veikja aðstöðu Eannishershöföingja sem forseta landsins. 1 spurningu minni er höfðað til þess, að Soares er greinilega reiður forsetanum fyrir að setja af stjórn Sósialista- flokksins og skipa bráöabirgöa- stjórn i staðinn. Soares svarar óbeint, en beinir svo að ekki verður um villst skeyti að forsetanum: „Ég er á móti þvi aö pólitisk vald safnist saman hjá einni persónu, i hvaða formi sem er. Ég trúi ekki á lausnara. A hinn bóginn tel ég mig hafa komist að raun um, að herinn hafi sem heild sannað holl- ustu sina við lýðræðið, svo aö ég sé enga hættu á valdaráni hers- ins.” Þegar ég geng eftir beinna svari við spurningu minni, endur- tekur Mario Soares sitt svar, það er að segja að hann sjái ekki neina hættu á valdaráni hersins, en bætir að þessu sinni við „I ná- inni framtið.” Og enn bætir hann við: „Vilji menn styrkja lýðræð- ið, ættu þeir að styrkja stöðu stjórnmálaflokkanna. Lýðræöiö er að flokkarnir hafi völdin, ekki að þeir séu dregnir út á hliðar- spor.” Hann segir lika að nú haldi margir, að þeir geti náð völdun- um meö þvi einu aö stofna for- setaflokk, (það er að segja flokk, sem styðji núverandi forseta). Ekki hefur Soares álit á þess- konar háttalagi, en segir að hann muni auðvitað sætta sig við að slíkur flokkur sé stofnaður og verði siðan aö sýna sig, hversu mikið fylgi flokkur af þvi tagi fengi i næstu kosningum. Til nokkurs að vinna A síðasta degi Sóknarnámskeiðsins. Hópurinn fyrir utan Miðbæjar- skólann ásamt Guðrúnu Halldórsdóttur skólastjóra. Það er ekki á hverjum degi sem verkafólk sest á skólabekk samhliða fullri vinnu. Starfsmannafélagið Sókn kom því inn í samn- inga sína 1976 að starfs- mönnum byðust námskeið sem gerðu þá færari í starfi og hækkuðu um leið launin. Nú fyrir helgina lauk námskeiði sem haldið var í samvinnu Sóknar og Námsflokka Reykjavíkur eins og getið var um í blað- inu s.l. föstudag. Þar sem hér er um merkilegt framtak og ó- venjulegt að ræða vildum við kynna okkur hvað þarna fer fram. Námskeiöiö er alls 60 stundir og eru kenndar ýmsar greinar, til Sóknarkonur teknar tali dæmis heilsufræði, sálarfræði, hjálp I viölögum, brunavarnir, starfsstellingar, svo og kynning á réttindum og skyldum starfsfólks o.fl. Að sögn Guðrúnar Halldórs- dóttur skólastjóra námsflokk- anna er þetta fimmta námskeið þessarar tegundar, hin fyrri voru haldin í Sjúkraliðaskólanum en voru með ööru sniöi. Námskeiðin eru ætluð starfs- fólki sem vinnur við umönnun fólks á barnaheimilum, stofnun- um fyrir vangefna og sjúka. Þeir sem ljúka námskeiðinu fá 7% launahækkun og 4% til viöbótar ef tekið er framhaldsnámskeið. Það er þvi til nokkurs að vinna, en kannski er slik kennsla fyrst og fremst viðurkenning á þvi, að kunnáttu þurfi til Sóknarstarfa og að lengi hafi verið brýn þörf á kennslu af einhverju tagi. Námskeiðið stóð i sex vikur, hófst kl. hálffimm á hverjum degi, þannig að konurnar komu beint úr vinnunni, urðu jafnvel að fá frl eða fá vöktum hliðrað til. Viö tókum nokkrar konur tali og spurðum þær hvernig þeim llkaði námskeiðið. Inga Guömundsdóttir sem vinnur á Kópavogshæli sagði aö sér likaði stórvel. Þarna hefðu þær kynnst ýmsu sem þær hefðu aldrei komist i tæri viö áður, eins og hjálp i viðlögum og hér eftir myndu þær koma ööru visi fram við sjúklingana. Jóna Brynja Tómasdóttir starfsmaöur á Kleppi tók i sama streng og sagði að einkum kæmi að gagni að kynnast brunavörn- um og þvi sem viðkemur umönn- un sjúklinga. A efri hæðinni i Miöbæjarskól- anum hittum við Dröfn Lárus- dóttur, sem vinnur á einu af barnaheimilum borgarinnar. Hún sagði að einkum yndist sér gott að fá vitneskju um tryggingamál og réttindi Sóknarkvenna. Hún sagði eina gallann vera þann að hlaupa beint úr vinnunni I skól- ann, þaö væri ansi mikið álag. Að lokum ræddi blaðamaöur við Guörúnu Halldórsdóttur skólastjóra sem fúslega veitti all- ar upplýsingar. Hún sagði að sáralitill kostnað- ur fylgdi námskeiöinu fyrir kon- urnar. Það kæmi I hlut atvinnu- rekenda að borga, en flestar vinna hjá riki og borg. Það var heilbrigöisra'ðuneytið sem fól Námsflokkum Reykjavikur að skipuleggja námið, en það var allra rómur að vel hefði tekist til, einkum voru kennarar ánægöir með nemendurna og er ákveöið aö halda áfram námskeiðahaldi næsta vetur.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.