Þjóðviljinn - 16.05.1979, Side 12

Þjóðviljinn - 16.05.1979, Side 12
12 SIÐA — ÞJ6ÐVILJINN Mibvikudagur 16. mai 1979 Ræða Gils Guðmundssonar um utanríkismál á Alþingi, við umræður um skýrsluutanríkisráðherra Emangrun eða áhrif Sýnt að ekki er þingmeirihluti fyrir brottför hersins Síöast liöin 4 ár, þegar skýrsla um utanrikismál hefur veriö til umræöu hefur þaö veriö hlut- skipti mitt aö gagnrýna ákveöinn veigamikinn þátt I stefnumörkun og framkvæmd utanrfkismála. Ég á þá aö sjálfsögöu viö afstöö- una til erlendrar hersetu ilandinu og aöildar tslands aö hernaöar- bandalagi. Þessi gagnrýni var bein og eölileg afleiöing af þeirri alkunnu staöreynd aö flokkur minn var algerlega andvlgur stefnu fyrrverandi rikisstjórnar i þessum 'mikilvægu þáttum utan- rikismála. Nú er sú breyting á oröin, aö flokkur minn á um þessar mundir aöild aö rikisstjórn og ég er stuöningsmaöur hennar. Heföi ég óneitanlega taliö miklu máli skipta aö geta nú lýst þvi yfir, aö meö tilkomu nýrrar rlkisstjórnar sem flokkur minn tekur þátt i, heföi oröiö umtalsverö breyting á stefnunni, a.m.k. gagnvart dvöl erlends herliös i landinu. Svo er þvi miöur ekki. 1 öllum meginat- riöum er fram haldiö óbreyttri stefnu i þessum málum. Viö myndun núverandi stjórnar var þvi lýst yfir af hálfu Alþýöu- bandalagsins, aö þaö væri jafnt eftir sem áöur andvigt aöild ts- lands aö Atlantshafsbandalaginu ogdvöl herliös i landinu. Mun ég vikja nokkru nánar aö þessu at- riöi slbar i máli minu. Ég vil þrátt fyrir þaö sem nú var sagt þakka utanrlkisráöherra fyrir skýrslu hans, sem er skipu- lega samiö plagg. Hún er greinar- góð um margt og nokkuö vlöa viö komið. Þaö er aö sjálfsögöu alltaf álitamál, hvað á aö taka fyrir I slikri skýrslu sem þessari og hér hafa veriö gerðar athugasemdir aö sumu leyti réttmætar um at- riöi, sem vel heföu mátt vera i skýrslunni. En eins og oft vill veröa, þá þykir mér liklegt, aö ég komi til meö aö hafa fleiri orö um þau atriði skýrslunnar, sem ég hef athugasemdir viö að gera heldur en hin, sem ég er algerlega eða aö meginmáli sammála. ísland og Grænland Ég vil þó ekki láta hjá liöa aö taka sérstaklega undir a.m.k. tvö atriöi skýrslunnar og lýsa ein- dregnum stuöningi minum viö þau sjónarmiö, sem þar koma fram. Hiö fyrra er kaflinn, sem fjallarum Grænland. Égerutan- rikisráöherra þakklátur fyrir þann lofsveröa áhuga, sem hann hefursýntá málefnum Grænlend- inga, sem nú hafa öðlast eigið þjóðþing og heimastjórn. Sé þaö rétt sem sagt hefur ver- iö, aö viö fslendingar séum ná- lægt mörkum hins byggilega heims, þaö hefur trúlega einhver látiö ummælt á höröu isavori, hvaö má þá segja um Grænlend- inga? Vist er um þaö, aö þeirri veiöimannaþjóö, sem þaö mikla land byggir, er mikill vandi á höndum aö fóta sig i nútimanum, ef svo má aö oröi komast og Grænlendinga bíöa vafalaust mörg torleyst verkefni. Allt bend- ir til aö aukin samskipti þeirra og okkar á komandi tima geti oröiö báöum þjóöunum til góös. Svo veröur væntanlega um fiskvernd- armál, um fiskveiöipólitfk og fleira og e.t.v. og vonandi geta Grænlendingar sitthvaö lært af reynslu okkar á ýmsum sviöum. Þau samskipti Alþingis og lands- þings Grænlendinga, sem utan- rikisráðherra segir I skýrslu sinni, aö æskilegt sé, aö komist á sem fyrst tel ég, aö séu þegar haf- in meö heimboði grænlenskra þingmanna-sendinefndar, en slfkt heimboö sendi Alþingi Græn- landsþingi 1. mai, en þann dag kom þaö saman i fyrsta skipti. Aðstoð við þröunarlönd- in Hitt atriöiö, sem ég vil vikja aö fáeinum oröum sem ýmsir ræöu- menn hafa aö visu rætt nokkuð hér i dag og allir á eina lund, er aðstoö fslands viö þróunarlöndin. Sú kenning heyrist stundum, aö þar sem öleyst verkefni biöa viös vegar hér á landi og viö þurfum á vaxandi fjármunum aö halda til margvislegra verkefna, til heilsugæslu, til tryggingamála, til vegaframkvæmda, til hafna- bóta og þannig mætti lengi telja, þá séum viö litt eöa ekki aflögu- færir til handa fátækum þjóöum heims. Utanrikisráöherra hafnar algerlega i skýrslu sinni og ræöu hér i dag þessari barlómskenn- inguogþaðgeri ég vissulega lika. Viö höfum ráö á þvi aö taka myndarlegan þátt i þeirri viö- leitni vel stæöra og rikra þjóöa aö létta undirmeðþeim.sembúa viö skort og hörmungar. 1 þessu efni hafa frændþjóöirokkar á Noröur- löndum skipaö sér nú þegar i allra fremstu röö og aö likindum náömeiriárangri en ýmsar þjóö- ir aörar og reynt aö tryggja þaö, aö aðstoöin kæmi aö raunveruleg- um notum. A þessu sviöi eins og ýmsum öörum er litiö tíl Noröur- landasem nokkurra fyrirmynda. Hér höfum við íslendingar þvi miöur oröiö algerir eftirbátar og megum sannarlega fyrirveröa okkur fyrir. Ég tel þarflaust og raunar ófærtaöuna því öllu leng- ur, aö viö séum taldir hafa litla getu og enn minni vilja til aö veröa hér aö liöi. Viö eigum ein- mitt eins og utanrikisráöherra leggur áherslu á aö geta veitt þró- unarlöndunum hlutdeild í sér- fræöiþekkingu okkar á sviöi fisk- veiöa, á þvi sviöi aö nýta jaröhita ogýmsum fleirisviöum. Auk þess vil ég ekki gera litiö úr þvi, sem Friöjón Þóröarson lagöi sérstaka áherslu á, aö sumt af þeirri of- framleiöslu, sem viö erum hér næstum þvi að sligast undir, ætti að komast til þeirra landa, þar sem þörfin er. Ég get ekki séö annaö en til aö mynda mjólkur- duft væri mjög æskilegt i sfiku skyni og ætti aö vera tiltölulega auövelt aö sjá um flutning á þvi, þótt um langan veg sé. Ég ætla ekki aö hafa hér um fleiri orö aö þessu sinni, en ég vil heita utanríkisráðherra fullum stuöningi minum viö að koma hér fram verulegri bragarbót og þaö þurfum viö aö gera vegna sæmd- ar okkur og sjálfsviröingar. Jan Mayen Þá vil ég vikja stuttlega aö þeim kafla skýrslunnar, sem fjallar um hafréttarmál og þó einungis aö þvi er tekur til ágreinings viö Norðmenn um hugsanlega fiskveiöilögsögu, sem þeir ráögera að lýsa yfir viö Jan Mayen og þau áhrif, sem slik ákvörðun getur haft á 200 milna fiskveiöilögsögu okkar á haf- svæöinu milli Islands og Jan Mayen.Égvili fyrstalagiláta þá skoðun i ljós aö samkvæmt þeim drögum aö hafréttarsáttmála, sem nú liggur fyrir, geta Norö- menn á engan hátt helgað sér 200 mílna auölindalögsögu viö Jan Mayen og siöan I krafti þess kraf- ist aö miöllna sé látin skipta þarna á milli. Enn siöur geta þeir gert slikt I krafti einhverra gild- andi alþjóöalaga. Slík einhliöa yfirlýsing af Norömanna hálfu sem heföi áhrif til skerðingar á 200 milna auölindalögsögu okkar i átt tíl Jan Mayen væri þvi jafn- gildi þess, aö Norömenn legðu hald á hluta af óumdeilanlegri Is- lenskri eöa litt umdeilanlegri Is- lenskri auölindalögsögu. Nú er vitaö aö utanrikisráöherra rnun á næstunni ræöa þessi mál, m.a. viö utanrikisráöherra Noregs. Ég (Sreg þaö ekki I efa, aö utanrikis- ráöherra okkar mun halda þar á rétti okkar af fullri einurö og ég tel mig geta fullvissaö hann um, aö I þeim efnum stendur einhuga þjóö aö baki honum. Alþýðubandalagið og herstöðvamálið Þá vil ég vikja nokkuöaö hinum svo nefndu varnarmálum. Þeir menn eru til, jafnt innan Alþýðu- bandalagsins sem utan, sem furöa sig á þvi aö gagnrýna þaö meö ýmsum hætti, stundum næsta kynlegum eins og viö heyröum nú hér hjá siöasta ræöu- manni, aö Alþýöubandalagiö skulihafaléömálsá því aö gerast aöili aörlkisstjórnsem ekki heföi brottför hersins á stefiiuskrá sinni. Slikar raddir úr rööum her- námssinna, frýjuorö eftir kokkabókum þeirra Morgun- blaösmanna læt ég sem vind um eyrun þjóta. Ég tel ekki aö þaö taki þvi aö svara, þegar þaö kem- ur úr þeirri áttinni. En þeim stuöningsmönnum Alþýöubanda- lagsins, sem gagnrýnt hafa og gagnrýna kunna þessa ákvöröun flokksins og öörum raunveruleg- um andstæöingum herstööva á Is- lendi vil ég segja þaö, aö ég skil þaö ákaflega vel og tel þaö á eng- an hátt óeölilegt, þó aö menn spyrji hvaöa rök geti veriö fyrir þvi aö flokkur eins og Alþýöu- bandalagiö, sem bæöi fyrr og siö- ar hefur lýstfullri andstöðusinni viö hersetu i landinu skuli taka þátt i rikisstjórn meö þau stefnu- miö i þessum efnum, sem núver- andi rikisstjórn hefur. Ég vil aö visu bæta þvi viö og leggja á þaö áherslu, aö þrátt fyrir aöild aö þessari rikisstjórnhefur ekki einn einasti Alþýöubandalagsmaður svo aö mér sé kunnugt skipt um skoöun gagnvart herstöövum á Islandi eöa gagnvart aöild aö NATO. 1 minum huga og þaö dæmi er mér aö sjálfsögöu nær- tækast réöiþaö úrslitum um fylgi viö stjórnaraðild sem nú skal greina. Undirskriftir og orð- heldni Ljóst var snemma i umræðum um stjórnarmyndun á siöast liðnu sumri, aö enginn minnstí grund- völlur var til aö koma saman rik- isstjórn sem heföi það á stefnu- skrá sinni aö láta herinn fara. Auk þess höföum viö Alþýöu- bandalagsmenn af þvi nokkuö sára og jafnvel dýrkeypta reynslu að ekki er þaö eitt nægilegt eöa einhlitt til aö losa okkur viö her- inn, þótt takast kunni með herkj- um aö fá væntanlega samstarfs- flokka I rikisstjórn til aö undirrita hálfloönar yfirlýsingar um brott- för hersins, ef þeir hinir sömu flokkar eöa ráöamenn I þeim eru i raun og veru andvigir slikri lausn. Þá viröist vera um ýmsa möguleika og ýmis tækifæri aö ræöa til þess aö gripa og koma á þann hátt i veg fyrir aö slik fyrir- heit i stjórnarsáttmála nái fram aö ganga. Ég spuröi þvi sjálfan mig aö þvi nokkrum sinnum s.l. sumar, þegar ljóst var, aö ein- ungis tæpur fjóröungur alþingis- manna, sem hefur á bak viö sig tæpan fjóröung kjósenda er reiðu- búinn til aö segja upp herstööva- samningnum hvaöa gagn gera þá þessir 14þingmenn Alþýöubanda- lagsins málstað herstöövaand- stæöinga meö þvi aö segja, þar sem viö getum ekki knúiö fram stefnubreytingu i herstöövamál- inu, hvorki innan þings né innan væntanlegrar rikisstjórnar, tök- um við ekki þátt I frekari stjórn- armyndunartilraunum, komum ekki nærri þessu. Viö höldum aö okkur höndum. Þá er ekki hætta á, aö þær óhreinkist, viö blöum einungis betri tima. Aö vel athug- uöu máli komst ég aö þeirri niö- urstööu, aö slik einangrun og fyr- irfram útílokun frá þvi aö bera ábyrgö og hafa áhrif þjónaöi hvorki málstaö herstöövaand- stæöinga né öörum þeim stefnu- miðumflokksmins.sem ekki yröi kleift að ná fram i samstarfi viö aöra flokka. ! Engin stefnubreyting j Þaö er nú aö sjálfsögöu ævin- lega matsatriði, þegar um er að ræöa hugsanlega aðild aö rikis- stjórn hvort þaö sem fram kann aö nást hverju sinni vegur nægi- lega þungt, er nægilega þungt á metaskálunum til þess aö rétt- læta stjórnarþátttöku, þar sem vitað er, aö margt sem mikilvægt er og mikilvægt hlýtur að teljast hverjum flokki, nær ekki fram aö ganga i sliku stjórnarsamstarfi tveggja eöa þriggja flokka. En um þetta atriði ætla ég ekki aö fjölyröa frekar aö þessu sinni. Ég vil einungis undirstrika þetta. Þaöer svo meö mig og alla þing- menn Alþýöubandalagsins, aö þrátt fyrir aöild aö þessari rikis- stjórn, sem hefur óbreytt ástand i herstöövamálum á stefnuskrá sinni, þá er ekki um neina stefnubreytingu aö raaöa af okkar hálfu. Þingflokkur Alþýöubanda- lagsins og Alþýöubandalagiö i heild er eftir sem áöur andvigt her og herstöövum hér á landi, svo og aöild aö NATO og eins og segir I st jórnarsamningnum áskilur Alþýöubandalagiö sér all- an rétt til aö túlka þessa stefnu sina jafnt innan þings sem utan. Alþingi er ekki rétt mynd Þaö er vafalaust rétt, sem oft er haldiö fram, að afstaða meiri- hluta Alþingis til herstööva á Is- landi þarf ekki aö gefa og gefur trúlega ekki rétta mynd af við- horfi kjósenda gagnvart þessum mikilvægu málum. Afstaða til flokka og frambjóðenda mótast af mörgum þáttum og herseta i landinu er einungis einn þessara mörgu þátta. Sumir telja hann aö visu svo mikilvægan, aö hann ræður miklu eöa jafnvel mestu um þaö, hvar þeir skipa sér i fylk- ingu. En hjá ýmsum hafa önnur atriöi, aörir þættir úrslitaáhrif og þaö veldur þvi, aö töluvert mis- ræmi geturveriöogeriþessuefni milli þings og þjóöar og þó að vel kunni þaö að vera rétt, sem ýmsir telja, aö verulegur hluti kjósenda Framsóknarflokksins og umtals veröur hluti Alþýöuflokkskjós- enda hafi viljað og vilji enn losna viö herinn breytir þaö I rauninni ákaflega litlu, þar eö þessara sjónarmiöa gætir litt eöa ekki i stefnumótun og starfi umræddra flokka. Og þó aö þaö sé óskemmtilegt fyrir okkur her- stöövaandstæðinga, þá held ég, aö þaö sé alveg nauösynlegt, aö við gerum okkur ljósa grein fyrir þeim breytingum, sem oröiö hafa innan þessara tveggja flokka i þessuefni á undanförnum nokkr- um árum. Sú var tiöin og hún er ekki ýkja langt aö baki, aö mjög öflug hernámsandstaöa var innan Framsóknarflokksins og hennar gætti meira eða minna i öllum stofnunum flokksins, ef svo má aö oröi kveöa. A hverju flokksþingi áttu skoðanir þeirra, sem vildu losna viö herinn ýmist sem allra fyrst eða i áföngum, miklu meiri hluta fylgi að fagna. Aö visu tókst forystuliöi flokksins eöa meiri- hluta þess gjarnan aö koma 1 veg fyrir, að þessi vilji flokksþinga næöi fram aö ganga. En allt um þaö var hér um svo sterka hreyf- inguaö ræöa meöal fylgismanna, aö taka varö til hennar allveru- legt tillit. Nú er þvi miður svo komiö eöa viröistsvo komiö, aö sú andstaöa viö hersetu i landinu, sem enn kann aö leynast og leynist með mörgum framsóknarmanni, virö- ist algerlega skipulagsiaus, for- ystulaus, enda langt siöan framá- maöur I þeim flokki hefur sagt þaö Ialvörueöa meö þeim oröum, að eftir yröi tekiö, aö hér eigi ekki aö vera her á friöartfmum. Innan Alþýöuflokksins var og löngum talsveröur hópur manna, sem lýsti sig andvigan dvöl er- lends herliös hér. ööru hvoru Gils Guömundsson. virtist þessum skoöunum vaxa heldur fylgi en hitt innan flokks- ins og frá ungum jafnaðarmönn- um komu oft býsna skeleggar samþykktir i þá veru, aö herinn ættiaðfara. En núheyrast naum- ast slikar raddir úrþeirri átt, sist svo aö ftokksforystan leggi viö eyrun og fari aö hlusta, ef þær raddir þá nokkrar heyrast. Mikilvægustu verkefni herstöðvaandstæðinga Herstöövaandstæðingar hvar i flokki sem þeir standa verða aö minu viti aö átta sig á þessari staðreynd, sem ég hef nú veriö aö lýsa.Eins ogsakir standa eruþvi miöur engar horfur á, aö hægt verði i náinni framtiö aö knýja fram á Alþingi og innan rikis- stjórnar ákvaröanatöku um taf- arlitla eöa skjóta brottför herliðs- ins, hvaö þá heldur úrsögn úr Atl- antshafsbandalagi. En þá vakna aö minuviti spurningarnar, hvort ekkertsé þá hægtaö gera, meöan svo stendur. Og án þess aö fara langt út I þá sálma nú svara ég sllkum spurningum hiklaust á þá leiö, aö þaö er eitt og annaö hægt aö gera. Meö ýmsumótí á aö vera kleift aö draga úr háskalegum áhrifum hersetunnar og ég tel nauösynlegt aö fá úr þvi skoriö, hvortekkier meirihlutavilji hér á Alþingi fyrir ýmsum ráðstöfun- um, sem miöa aö þessu mark- miöi. Églæt að þessusinni nægja aö benda á eitt atriöi, sem ég tei þó afar mikils vert og aldrei nægilega undirstrikaö viö þær aö- stæöur, sem viö búum nú. Alhiiöa atvinnuuppbygging á Suöurnesj- um er ein meginforsenda þess, aö viö Islendingar getum meö sæmi- legu mótí og án nokkurra annar- legra sjónarmiöa metiö það, hvort hér skuli dveljast lengur eöa skemur þessi erlendi her, sem hér hefur nú veriö býsna lengi. Meöan á 3. þúsund íslend- inga eiga atvinnu sina og fjár- hagslega afkomu undir þvi að herinn sé hér áfram, veröur örö- ugt aö fá stööuna metna án hliö- sjónar af þessari staöreynd. Suðurnesjaáætlun I þessu sambandi fagna ég þvi, að atvinnumálanefnd Sameinaös þings hefur nú alveg nýlega sent frá sér nefndarálit um þings- ályktunartíllögu þá, sem viö flutt- um, ég og Geir Gunnarsson, um Suöurnesjaáætlun, en nefndin mælir eindregiö meö samþykkt hennar. Uppbyggingaf slikutagi, sem þar er um fjallað, er aö minu viti ein aöalforsenda þess aö hægt verði aö fá menn til aö taka af- stööu til herstöövamálsins án til- lits til atvinnu og fjárhagssjónar- miða. Ég er þeirrar skoöunar, aö eitthvert mikilvægasta og raun- hæfasta baráttumál, sem and- stæöingar varanlegrar hersetu hvar i flokki sem þeir standa eiga að geta sameinast um er aö beita sér fyrir þvi, að stjórnvöld taki upp þá stefnu, aö takmörkuð veröi og loks rofin aö fullu fjár- hagsleg og atvinnuleg tengsl ís- lendinga og Islenskra fyrirtækja viöherstööina. Aö þvi' veröi unniö eftir sérstakri áætlun, aö íslend- ingar hverfi úr öllum störfum tengdum herliöinu jafnóöum og þeim sem þar vinna nú hefur ver- iö tryggö atvinna viö islenska at- vinnuvegi. Veröi i þvi skyni gert sérstakt átak til atvinnuuppbygg- ingar á Suðurnesjum eins og ég hef þegar vikið aö og tillaga okk- ar Geirs Gunnarssonar miöar aö.”

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.