Þjóðviljinn - 17.05.1979, Síða 4

Þjóðviljinn - 17.05.1979, Síða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 17. mai 1979. Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis l tm*fandi l tgafufelag l»jof)viljans Kramk\awndastjori: h'iftur Bergmann Hiistjnrar Arm Bergmann. Fanar Karl Haraldsson. Vrettastjnri Vilborg Harbardottir t nisjun.ir'inaAur SunnudagsblaOs: IngOlfur Margeirsson Kekstrarstjóri: Olfar Þormóösson Auglýsingastjóri: Rúnar Skarphéóinsson Afgreibslustjóri: Filip W. Franksson Blaóamenn: Alfheiöur Ingadóttir. Einar Orn Stefánsson, Guöjón Friöriksson, Ingibjörg Haraldsdóttir, Magnús H. Gislason. Sigurdór Sigurdórsson. Erlendar fréttir: Halldór Guömundsson. iþróttafréttamaöur: Ingólfur Hannesson. Þingfréttamaöur: Siguröur G. Tómasson Ljósmyndir: Einar Karlsson, Leifur Kögnvaldsson Otlit og hönnun: Guöjón Sveinbjörnsson. Sævar Guöbjörnsson. Handrita- og pröfarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Ellas Mar Safnvöröur: Eyjoifur Arnason Auglýsingar: SigriÖur Hanna Sigurbjörnsdóttir. Þorgeir Olafsson Skrifstofa: Guörun Guövaröardóttir. Jón Asgeir Sigurösson. Afgreiösla : GuÖmundur Steinsson. Hermann P Jónasson. Kristín Pét ursdóttir Simavarsla: ölöf Halldórsdóttir. Sigriöur Kristjánsdóttir Bílstjóri: Sigrún Báröardóttir Htismóöir: Jóna Siguröardóttir Pökkun: Anney B Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir. Karen Jónsdóttir. l tkeyrsla: Sölvi Magnússon. Rafn Guömundsson. Kitstjórn. afgreiösla og auglýsingar: SiÖumúla 6. Reykjavik. sími 8 13 33. Prentun: Blaöaprent hf. Afskipti ríkisstjórnar af launamálum • Þessa daga er ekki um annað meira talað en afskipti ríkisstjórnar af launamálum. Það getur orðið nokkuð langt bil á milli þeirra sem taka til máls. Formaður Framsóknarf lokksins lýsir því yfir í Tímanum í gær að ,,faki stjórnin ekki á málum með festu.hef ur hún ekki á- stæðu til að sitja lengur." Á hinum pólnum stendur Morgunblaðið og veifar gömlum en nýpressuðum hug- myndum um blessun markaðslögmálanna og segir: „Afskipti ríkisstjórna af launamálum hafa gefist illa. Það á jaf nt við um svokallaðar hægri stjórnir sem vinstri stjórnir". Utan við þetta allt svífur svo þingflokkur Alþýðuflokksins og gefur ekki frá sér hljóð. • Sú kenning sem viðruð var í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins á sunnudaginn var og hér að ofan var vitnað til, segir bláttáfram, að þau öf I sem til staðar eru á vinnumarkaði verði að fá að takast á um kaup og kjör og „kosti það verkföll og verkbönn verður svo að vera". Það er að sönnu nokkur nýlunda, að Morgunblaðið skuli tala um stéttaátök eins og verkföll eins og sjálfsagðan hlut, jaf nvel æskilegan miðað við aðra valkosti. Við skul- um ekki gleyma því, að hér er um málgagn að ræða sem í þágu flokks síns hefur alla jafna uppi þann áróður, að það sem mestu máli skipti sé að halda f rið á vinnumark- aðinum. Ef blaðið vill nú mæla með „uppgjöri" og á- tökum, þá má við því búast að ákveðin pólitísk her- stjórnarlist liggi þar að baki. Ekkert er líklegra en að þeir Morgunblaðsmenn hugsi mjög til skoðanabræðra sinna sem hafa nýlega unnið kosningasigur á Bretlandi. Þar hafði tilraun verkamannaf lokks til að leggja kalda bakstra kjarasáttmála á verðbólguna mistekist, ekki síst vegna þess, að afleiðingar þeirrar stefnu komu mjög misjaf nt niður og einna verst niður á láglaunafólki. Þau verkföll sem upp úr þeim vonbrigðum hóf ust urðu íhald- inu kærkomið tækifæri til að fjölyrða um sérdrægni ein- stakra hópa launamanna, ala á tortryggni miðstétta gegn verkalýðshreyf ingunni í heild og vinna kjörfylgi út á fyrirheit um „sterka stjórn" sem tekur glundroðann föstum tökum eins og það heitir. Hitt mega menn svo vita, að ef að Sjálfstæðisf lokkinum tækist að feta í fót- spor f rú Thatcher þá mundu verkföll á skammri stundu í Morgunblaðinu breytast aftur úr eðlilegu „uppgjöri" á vinnumarkaði í skemmdarverkastarfsemi hinna rauðu. • Verkalýðshreyf ing spyr yf irleittekki að því, hvort hún sé andvíg eða hlynnt afskiptum ríkisstjórna af kjara- deilum. Hún spyr um það, hverskonar afskipti eru á ferð. Bæta þau eða skerða þau hag umbjóðenda hennar? Hinu má heldur ekki gleyma, að ef menn vilja í alvöru fylgja launajöfnunarstefnu, þá eru ýmisleg afskipti ríkisvaldsins af kjaramálum í breiðum skilningi óhjá- kvæmileg. Ef markaðslögmálin svonefnd ráða ferð- inni, þá mun tekjubil milli einstakra hópa launafólks fara vaxandi, vegna þess í hve mismunandi aðstöðu þeir eru sem þrýstihópar. Og það er alveg Ijóst, að fari þetta bil vaxandi, þá magnast miðflóttaöflin í samtökum launafólks og viðleitni til að ef la sameiginlegan pólitísk- an vilja þeirra fer út um þúfur. Það er þessvegna sem atvinnurekendur hafa í reynd verið andvígir jafnlauna- stefnu, eins og mörg dæmi sanna. Slík stefna skerðir möguleika þeirra til að deila og drottna. • Samtök launafólks ætlast bersýnilega til þess að sú rikisstjórn sem nú situr hafi virk afskipti af kjaramál- um, enda er forsaga hennar öll í þá veru. Hitt stendur svo bersýnilega bæði verklýðshreyfingu og flokkum þeim sem henni eru tengdastir í stjórninni mjög fyrir þrif um, að það vantar mikið á að menn haf i gert það upp við sig með hvaða hætti þau afskipti eigi að f ramkvæma — fyrir utan almennar yfirlýsingar um samráð og verndun kaupmáttar. Með öðrum orðum: Það er spurt eftir skýrri stefnu um jafnlaunaþróun og kjarajöfnun og samstöðu um það, hvernig á að fylgja slíkri stefnu eftir og hvað það megi kosta. Ef slík samstaða ekki fæst á íhaldið auðveldan leik — hér sem i Bretlandi. —áb. Uppgjöf kratanna Miklar vangaveltur eru nú uppi um þa6 á hvaöa leið Al- þýöuflokkurinn er um þessar mundir. Þaö viröist vera yfir- lýst stefna þingflokksins aö gera engar tillögur um hvernig stjórnin eigi aö verja launa- stefnu sina, heldur láta Fram- sóknarf lokkinn og Alþýöu- isvaldiö afnemi hann meö lög- um. Jafnvel þótt verkföll yrðu bönnuð um tima nú gagnvart hálaunahópum, er hætta á aö reynt veröi aö skapa úr þvi for- dæmi og þaö gæti snúist gegn láglaunahópum i náinni fram- tiö. Af slíku „principbroti” hafa þvi margir þungar áhyggjur. I annan stað er þaö staðreynd að lögbann við verkföllum hefur aldrei staöist. Verkalýösfélög hafa einfaldlega bortið slik bönn Kratarnir tefja fyrir samkomulagi um aögeröir i kjara- og efna- hagsmáium innan rfkisstjórnarinnar um leiö og þeir krefjast þess aö þingiö fái aöfjalla um tillögur stjórnarinnar i þessum efnum. bandalagið um höfuöverkinn af þvi verkefni. ómögulegt er aö átta sig á aö hverju þingflokkur Alþýöu- flokksins miöar í raun. Heyrst hefur sú skoöun úr þeim herbúö- um, aö ekki dugi krukk i kaupið, heldur eigi aö láta aöila vinnu- markaöarins alfariö um aö gera ábyrga samninga. Þó virðistsú skoðun eiga meira upp á pall- borðið hjá krötum aö gripa verði inn i kjaramálin af mikilli festu og banna allar grunn- kaupshækkanir, svo og verkföll og verkbönn fram að áramót- um. Um þetta hefur Framsókn- arflokkurinn þegar lagt fram tillögur, en kratar vilja ekki kveða upp úr meö stefnu sina fyrr en sýnt er hvort Alþýöu- bandalagiö fellst á slikt eöa ekki. Varla getur þetta afstöðuleysi talist bera vott um mikið póli- tiskt þor þegar á reynir. Frekar er hér um aö ræöa viðleitni til að halda öllum dyrum opnum og geta hlaupiö til allra átta eftir þvi hvernig pólitisk veður verða á næstu vikum. Lög eða ólög á bak aftur og ekki talið sér skylt aö viröa ólög. Hverskonar inngrip rikisvaldsins meö lög- um i kjaramálin geturfallið um sjálftsig, njóti þau ekki mjög mikils stuönings i þjóöfélaginu og almennt viöurkennt að þau helgist af réttlætiskröfum. En þaö er nú einusinni svo, aö erfitt er að finna réttlæti sem allir vilja viö una, og jafnvel smáhópar sem hafa sterka aö- stöðu geta brotið á bak aftur slika lagasetningu. Reynslan sýnir að ekki þarf aö rjúfa nema eitt skarö i slikan vegg tíl þess aö stiflan bresti yfir alla linuna. Þá má ekki gleyma þvi, aö leynt eða ljóst liggur pólitiskt mat aö bakiflestum aögerðum i launa- málum, ekkert siöur en hiö fag- lega. Að öllu þessu samanlögðu er ljóst, aðallsendis eróvistaö þau lög héldu sem sett yrðu nú um frestun grunnkaupshækkana og bann viö verkföllum. Og þá er verrfariö en heima setiö ef slikt yrði, eins og Ólafur Jóhannes- son forsætisráöherra er sér vel meðvitandi um. Skemmdarverk? Ástæðurnar til þess aö Al- þýðubandalagiö vill ekki fallast á að gri'pa inn i vinnudeilur meö lögum, eða fresta grunnkaups- hækkunum umfram ákveðiö launamark meö lagasetningu, helgast bæöi af grundvallar- skoöunum og pólitisku mati. 1 fyrsta lagi er hér i húfi „princ- ipið” um verkfallsréttinn og ■ beitingu hans án hættu á að rik- Alþýðuflokksmenn hafa ekki fengist i það aö meta þessa stööu meö hinum stjórnarflokk- unum. Margt bendir til þess, að af hálfu ýmissa þingmanna Al- þýöuflokksins sé um hreina skemmdarverkastarfsemi aö ræða. Skýrast kemur þaö fram i afstöðu þeirra til þingslitanna. Þeirtefja fyrir þvi' aö samstaða náist innan stjórnarflokkanna um skynsamlegar og raunhæfar aðgerðir til þess aö verja launa- stefnuna. Meö þvi athæfi eru þeir i rauninni aö koma i veg fyrir að þingið fái tækifæri til þess að taka afstööu til slíkra tillagna. Um leið krefjast þeir þess aö þingið fái aö ræöa þessi mál áöur en það verður sent heim oghóta aö draga ráöherra sina út úr rikisstjórn verði þaö ekki gert. Sá sem fær botn I slika pólitlk á heiöur skilinn. An þess að nokkuð skuli um þaö fullyrt, gæti botninn veriö sáaðenn sé Vilmundarliðiö ekki búiö aö gefa upp alla von um aö Geir Hallgrimsson muni reyn- ast svo grunnhygginn aö vilja leyfa nýkrötunum að vera um skeið i minnihlutastjórn sem undirbyggi nýjar kosningar og nýja viöreisn aö þeim loknum i samstarfi viö Sjálfstæöisflokk- inn. Semsagtað endurtaka leik- inn frá 1958. Út frá þessusjónar- miði mætti telja eölilegt aö kratarnir legðu sig fram um að ■torvelda á allan hátt aö rikis- stjórnin næöi nú árangri og stuðluðu þannig aö enn meiri ringulreiö. Glæsileg „burtreiö” úr núverandi rikisstjórn yrði þaö ekki fyrir kratana, þvi aö engum myndi dyljast hvert stefndi. Kattarþvottur Sighvatar Það er ákaflega hugguleg kveöja sem þingflokksformaöur kratanna sendir ráöherrum Al- þýöubandalagsins i Timanum i gær.Þarreynir hann aö láta lita svo út sem þeir beri einir ábyrgð á þeim hækkunum sem orðið hafa á opinberri þjónustu aö undanförnu. Slik handahlaup undan ábyrgðinni eru býsna skopleg .Hækkanirnar eru aö sönnu óvinsælar, en engan þarf að undra þótt töluverðar hækk- anir komi fram hjá opinberum stofnunum þegar við búum viö milli 30 og 40% verðbólgu. Komi þær ekki fram, snýst dæmiö aö- eins við á þann hátt aö upp koma blóðugar skammir á rik- isvaldið fyrir aö svelta félags- lega þjónustu og valda miljarða rekstrarhalla hjá viðkomandi stofnunum. Sannleikurinn er sá aö það er rikisstjórnin i heild sem hefur tekið afstöðu til veröhækkana hjá opinberum stofnunum eftir aö gjaldskrárnefnd hefur lækk- að hækkunarbeiðnir þeirra um helming eöa meir. Vilji menn koma sér undan þeim óvinsæld- um sem þær valda er ekki nóg að segja'— Ekki ég, ekki ég... Kratar hafa ekki komiö meö neinar tillögur I verölagsmálun- um eins og Framsókn og Al- þýðubandalagiö, en minna má á aö sá ráMierra sem fer meö út- gjaldasömustu ráöuneytin og hefur fengiö fram allra mestu opinberu hækkanirnar er ein- mitt krati. Umræðurnar um bilakaup ráðherra eru dálitið uppblásn- ar. Þær blossa i rauninni upp þegarnúverandi ráöherrar hafa lagt fram lagafrumvarp um að afnema þaö hneyksli sem viö- gengist hefur i þessum efnum. — ekh Dr. Gunnlaugur Snædal form. Krabbameinsfélagsins : Ranghermt var í frétt Þjóðvilj- ! ans I gær um aöalfund Krabba- 1 meinsfélags Islands, aö Tómas ; Arnason hefði veriö kjörinn for- maöur þess. Tómas er formaður Krabbameinsfélags Reykjavikur, en viö formennsku i Krabba- meinsfél. Islands tók Gunnlaugur Snædal af Ólafi Bjarnasyni. Eru hlutaöeigendur beönir afsökunar á mistökunum.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.