Þjóðviljinn - 22.05.1979, Blaðsíða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 22. mal 1979.
MOWIUINN
Málgagn sósíalisma, verkalýðs-
hreyfingar og þjóðfrelsis
l'tgefandi: Utgáfufélag Þjóöviljans
Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann
Hitstjórar: Arni Bergmaun. Einar Karl Haraldsson.
Fréttastjóri: Vilborg Haröardóttir
l msjónarmaöur Sunnudagsblafts: Ingólfur Margeirsson.
Rekstrarstjóri: Olfar Þormóösson
Auglýsingastjóri: Rúnar Skarphéöinsson
Afgreibslustjóri: Filip W. Franksson
Biaöamenn: Alfheiöur Ingadóttir, Einar Orn Stefánsson, Guöjón
Friöriksson, Ingibjörg Haraldsdóttir, Magnús H. Glslason. Sigurdór
Sigurdórsson.
Erlendar fréttir: Halldór GuÖmundsson. Iþróttafréttamaöur:
Ingólfur Hannesson. Þingfréttamaöur: Siguröur G. Tómasson.
Ljósmyndir: Einar Karlsson, Leifur Rögnvaldsson.
Otlit og hönnun: Guöjón Sveinbjörnsson, Sævar Guöbjörnsson.
Handrita- og profarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar.
Safnvöröur: Eyjólfur Arnason
Auglýsingar: SigriÖur Hanna Sigurbjörnsdóttir, Þorgeir Olafsson
Skrifstofa: Guörún Guövaröardóttir. Jón Asgeir Sigurösson.
Afgreiösla : GuÖmundur Steinsson. Hermann P Jónasson. Kristín Pét-
ursdóttir.
Slmavarsla: Olof Halldórsdóttir. SigriÖur Kristjánsdóttir
Bílstjóri: Sigrún BárÖardóttir
Húsmóöir: Jóna Siguröardóttir
Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir. Halla Pálsdóttir. Karen Jónsdóttir.
C'tkeyrsla: Sölvi Magnússon. Rafn Guömundsson.
Ritstjórn. afgreiösla og auglýsingar: Siöumúla 6. Reykjavlk. sími 8 13 33.
Prentun: Blaöaprent hf.
Ávextir
olíukreppunmr
• f þrjá aldarfjórðunga hefur olían verið helsta drif-
fjöðrin í efnahagsviðgangi iðnríkjanna og lykillinn að
velsæld Vesturlanda. Efnahagskerf in og hin nýja tækni'
hef ur öll byggst á olíu- og orkusóun. Þessi gullna öld olí-
unnar er nú senn á enda runnin. Enda þótt enn muni
vera hægt að vinna olíu úr iðrum jarðar sem svarar til 2
til 300 miljarða tonna af bensíni endurnýjast þessi auð-
lind ekki og innan tveggja til þriggja mannsaldra verða
ný orkukerfi að leysa olfuna af hólmi.
• Þangað til er ekki um nema tvennt að velja: I fyrsta
lagi orkusparnað á öllum sviðum og í öðru lagi leit að
nýjum orkugjöfum. Hvoru tveggja er þegar haf ið á veg-
um ríkisstjórna víða um heim. En það mun reynast erf itt
að venja þjóðir og kynslóðir sem alist haf a upp við orku-
sóun á orkunýtni í daglegu lífi. Það hefur meðal annars
Carter Bandaríkjaforseti fengið að reyna á sjálf um sér.
Bandaríkjaþing skellir skollaeyrum við tillögum forset-
ans um orkusparnaðaráætlanir og bandaríska þjóðin
rekur upp stór augu, þegar f orsetinn kemur í sjónvarp og
segir: „Farið fótgangandi í vinnuna", „Lækkið hitastig-
ið i íbúðunum og haldið á ykkur hita með ullarteppum."
• Olíukreppan í heiminum er ákaf lega margræð. Ljóst
er að olíuævintýrið er senn á enda og ný iðnríkjamenning
hlýtur að þróast upp úr olíuskortinum. En kjarnorkan
hefur brugðist og hægt gengur að þróa ný orkukerfi.
Skammtímahagsmunir og gróðasjónarmið torvelda um-
breytingu efnahagskerfa og markvissa leit að nýjum
valkostum í orkumálum.
• Uppbygging efnahagskerfisins í iðnríkjunum gerir
það að verkum að þau eru ofurviðkvæm fyrir minnstu
sveiflum í olíuframleiðslu. Þannig hefur framleiðslu-
minnkun í fran samfara neitun Saudi-Araba að bæta
hana upp með f ramleiðsluaukningu skapað stjórnleysi í
olíuverðlagningu og valdið bensínskorti í Bandaríkjun-
um. Þóer hér aðeins um 4% heimsframleiðslunnar á olíu
að ræða.
• Um leið og það verður æ augljósara að iðnríkin hljóta
að breyta um stef nu í orkumálum, þá er í þróunarríkjun-
samkvæmt reynslu mun leiða til gífurlegrar olíusóunar.
f öllu því spili sem fram fer um olíuna blandast einnig
pólitískir hagsmunir ríkjabandalaga og togstreitan milli
hins ríka og hins fátæka hluta heimsins. Að barist verði
um olíuna í viðskiptum og í vopnuðum átökum á næstu
áratugum er næstum óhjákvæmilegt. Hvað slík átök
kunna að kosta getur enginn sagt fyrir, en það er athygl-
isvert að á síðustu sex mánuðum hefur Harold Brown
varnarmálaráðherra Bandaríkjanna þrisvar sinnum í-
trekað opinberlega, að Bandaríkjamenn séu reiðubúnir
til hernaðarafskipta f löndunum fyrir botni Miðjarðar-
hafs ef olíuhagsmunum þeirra verði teflt í tvísýnu.
• fslendingar munu ekki fara varhluta af þeirri þróun
sem f ramundan er í olíumálum. Það er eins víst og tvisv-
ar tveir eru f jórir að olían mun halda áf ram að hækka í
verði. Vatnsorkan og jarðvarminn eru mótleikur okkar
gegn olíukreppunni og mikið liggur við að á þessum svið-
um verði sótt fram með kappi og forsjá. í rannsóknum á
möguleikum methanolframleiðslu til þess að leysa af
hólmi bensínnotkun á bifreiðaflota landsmanna gæti
einnig leynst þýðingarmikið svar. Orkusparnaður og
orkunýtni eru svið sem íslendingar eru rétt að byrja að
kynnastog öðlast skilning á. Reynsla annarra þjóða sýn-
ir að þar er hægt að ná verulegum árangri.
• f dag eru verðlagsmál olíunnar á fslandi mjög i
brennidepli vegna aðgerða Félags íslenskra bifreiðaeig-
enda. A tímum olíukreppu er eðlilegt að þau mál séu tek-
in föstum tökum, og vonandi mun takast að lækka bæði
innlendan dreifingarkostnað og óhagstætt innkaupsverð
í framtfðinni, auk þess sem endurskoða þarf skatt-
heimtu ríkisins af bensíni. í þessu sambandi er nauðsyn-
legt að fylgjast með þeirri skörpu gagnrýni sem fram
hefur komið á spámennskuna á olíumarkaðinum í Rott-
erdam, sem innkaupsverð á olíu til fslands miðast við.
• En hvað sem gert verður í þessum efnum mun það
ekki leysa olíukreppuna né tryggja bifreiðaeigendum
lægra bensínverðá komandi árum. Þessvegna hljóta fs-
lendingar sem og aðrir að vinna sig út úr olíukreppunni
með orkusparnaði, orkunýtni, hagnýtingu innlendra
orkugjafa og leit að nýjum leiðum f orkumálum.
—ekh
Svarthöfði í
landflóttanum
Svarthöföi Visis gerir sér
landflóttann aö umræöuefni i
gær. Hann fer eins og vænta má
af mikilli léttúö meö ýmsar
staöreyndir þess máls — til
dæmis vill hann gera sem
minnst úr þvi, aö meiriháttar
brottflutningur af landinu hefst
á seinni árum viöreisnarstjórn-
ar, og hefur haldiö áfram siöan
— aö undanskildum vinstri-
stjórnarárunum þegar fleiri
tslendingar sneru heim en
héðan fóru til náms eöa starfa.
Mynd sú sem Svarthöföi vill
gefa af ástandinu er hinsvegar á
þessa leiö:
„Skattheimta margvisleg
rekur bókstaflega duglegasta
fólkið aö heiman. Aukin rlkisaf-
skipti kosta sifellt meiri
peninga, enda er nú svo komiö
aö aöeins fólk á milli þritugs og
sextugs gefur einhvern arð af
sér I rikiskassann. Hitt er aö
mestu leyti á ríkisframfæri
ýmist I skólum eöa á eftirlaun-
um. Þessi þrjátlu ára skattbæri
vinnutlmi nær náttúrlega engri
_ átt — ef hann á einn sér að
P standa undir stórum hluta ríkis-
m eyöslunnar.”
j Flýjaí
! ríkisforsjána
■ Þetta er tóm tjara, eins og
| krakkarnir segja. Skattar á
b launtekjur eru ekki hærri hér en
■ I nálægum löndum nema siöur
I væri. Og þeir sem flýja land eru
I fyrst og fremst ungt fólk, mjög
| margt af þvl innan viö þritugt —
■ og þar meö I þeim flokki sem
| Svarthöföi telur á framfæri
i rikisins. Og þaö er ekki aö flýja
ska ttlagninguna, heldur
[ kannski fyrst og fremst hús-
_ næöisbrask þaö sem einka-
I bissnessinn stundar hér á landi
■ af mikilli hugvitssemi. Eins og
| kunnugt er leitar fólk héöan
■ einkum til Noröurlanda þar sem
■ hin skelfilegu rikisafskipti eru
■ meiri en hér — og einmitt þau
I opinber afskipti af hversdagslífi
I fólks, sem veröa til þess aö þaö
! er margfalt auöveldara aö kom-
| ast I húsnæöi I grannlöndum
■ okkar en hér á landi. Það er
| nefnilega lygi aö tslendingar
m séu aö flýja hiö islenska rlkis-
| bákn — þeir eru miklu heldur
[ aö reyna aö ylja sér viö hús-
■ næöismálapótitlk og félags-
I málafyrirgreiöslu þjóöa, sem
■ gera miklu fleirafyrir ungt fólk
I og aldraö en hiö Islenska sam-
■ félag.
L.............
Þeir sem hinsvegar vilja flýja
hinn skelfilega „sósialisma”
Noröurlanda, sem Svarthöföi og
hans llkar hata eins og pestina,
ættu samkvæmt kenningunni
helst aö leita til lands eins
Astrallu þar sem enn er reynt aö
halda llfi I amriska draumnum
um manninn sem safnar saman
einhverri dollarafúlgu og brýst
til auðs og frama meö hörku. En
annaðhvort er þaö svo, aö
Islendingar kunna ekki viö sig I
frumskógi einstaklingshyggj-
unnar eöa þá aö búiö er aö loka
Astrallu — allavega mun ekki
liggja þangaö neinn sá straum-
ur sem um munar.
Gáfulegri
andsósíalistar
íslenskir áhugamenn um
„uppreisn frjálshyggjunnar”
eru að sjálfsögöu ekki frumlegir
menn. Þeir reyna aö njóta góös
af þvi aukna sjálfsáliti sem
hægrisinnar I grennd viö okkur
hafa komiö sér upp undanfarin
ár og lýsa má meö eftirfarandi
linum úr Times (sem nú er vist
fyrir bi) :
„A siöasta áratug hefur virk
andsósialisk heimspeki komið
sér upp gáfulegri alvöru og
jafnvel viröuleik I fyrsta skipti
slöan sósialismi I hinum ýmsu
formum varö rikjandi afl I
stjórnmálum heimsins”.
Þessu hafa ungir íhaldsmenn
trúaö hér sem annarsstaðar og
boðaö trú slna af þeirri bernsku
bjartsýni sem fram kom I Time-
greininni.
Bretland og
jöfnuöur
Bretland er þaö dæmi sem
einna oftast er vísað til I vanga-
veltum nýhægrisinna. Margar
bækur hafa þeir gefiö út til aö
sýna fram á þaö, aö Bretlandi
hafi hnignaö vegna þess aö þar
hafi verið dýrkaöur falsguö
jafnaöarstefnu og rlkisafskipta
— en jöfnuöur þegnanna sé ekki
aöeins tálsýn, heldur trufli sú
tálsýn efnahagslegan vöxt. Ein-
hverra hluta vegna taka höf-
undar slíkra rlta sem minnst
eftir þvl, aö I mörgum Evrópu-
löndum er tekjumunur yfirleitt
minni og meiri jöfnuöur
rikjandi en I Bretlandi — og
nægir þá aö vlsa til Noröurlanda
og llklega Þýskalands llka — og
eru þessi lönd þó miklu betur
sett efnahagslega en Bretland.
Og á Noröurlöndum eru ríkisaf-
skiptin svokölluöu margþættari
og afdrifaríkari en á Bretlandi.
Lýðrœðið
vafasamt
Eitt safnrit um þessi efni
heitir „Óstarfhæf framtlö” (The
Future that doesnt work) og ber
undirfyrirsögnina „Mistök
Sóslaldemókrata á Bretlandi”.
Þar tekur hver silkihúfa Ihalds-
ins við af annarri I útmálun á
hnignun Bretlands hins mikla. I
umsögn um bók þessa eft-
ir Barböru Castle, sem
sjálf er þekktur sóslaldemó-
krati, segir, að sameiginlegt
einkenni greinarhöfunda sé
reyndar hatur á verkalýðsfélög-
um sem eru sökuö um sér-
gæsku, einokunarhneigöir og
þar fram eftir götum. Sumir
þeirra gera sér aö vlsu grein
fyrir þvi, aö einmitt vegna
þeirrar misskiptingar auös sem
viö lýöi er á Bretlandi njóti
verkalýösfélögin mikils siö-
feröislegs bakhjarls meðal al-
mennings, þvl að þau feli I sér
rétt vinnandi fólks til aö reyna
aö ná tökum á kjörum slnum.
En hatriö á verkalýösfélögum
er ekki minna fyrir þaö. Og eins
og viö höfum veriö aö benda á I
Klippi aö undanförnu, þá kemur
þar aö fyrr eöa siöar I tali
hægrisinna, sem telja sig bæði
gáfulega oröna og viröulega
jafnvel, aö skammt aö baki
nöldri þeirra um vald verka-
lýösfélaga og sóslaliskra hug-
mynda býr vantraust eöa andúö
á lýöræöi. Svo er og I þeirri bók
sem hér var nefnd — greinar-
höfundar efast um meö meira
eöa minna opinskáum hætti aö
hægt sé aö reka kapitalísk þjóö-
félög meö sama hætti og tlökast
hefur — þeir telja aö „sam-
kepppnislýöræði”, m.ö.o. sam-
keppniflokkanna, komi I veg
fyrir aö stjórnin fylgi þeirri
ströngu pólitik I peningamálum
sem þeir telja nauösynlega.
Að hafa vit
fyrir öðrum
Og rétt eins og fram kemur
hér heima I innanhússdeilum I
Sjálfstæöisflokkinum, þá eru
hinir bresku Ihaldsmenn aö
gagnrýna flokksbræöur slna I
hinum ýmsu Ihaldsstjórnum
eftir striö fyrir aö hafa stoliö
hinu og þessu úr stefnu Verka-
mannaflokksins vegna þess aö
þær voru á höttunum eftir
vinsældum. Einn þeirra, sem
deilir á siöspillandi áhrif vel-
feröarrlkisins, játar um leiö aö
velferöarrlkiö hafi þanist út
„vegna þess aö flestir Bretar
vildu njóta ávaxta þess”.
Meö öörum oröum: Vilji
meirihlutans er ekki skynsam-
legur og dugir ekki til hag-
stjórnar aö viti Ihaldsins. Hver
er alltaf aö tala um þá illu
komma og krata sem sífellt vilji
hafa vit fyrir öörum?
—áb.