Þjóðviljinn - 22.05.1979, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 22.05.1979, Blaðsíða 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN þríöjudagur 22. maí 1979. Frá Tónlistarskóla Húsavíkur 3 kennara vantar að skólanum i haust: strengjakennara, blásarakennara og pianókennara. Upplýsingar gefur skólastjóri i sima 41697 eða 41560 ÚTBOÐ Bygginganefnd leiguibúða fyrir aiðraða i Keflavik óskar hér með eftir tilboðum i byggingu fjölbýlishúss að Suðurgötu 12 — 14 Keflavik. Húsinu skal skila tilbúnu undir tréverk og með frágenginni lóð. Útboðsgögn verða afhent 23. mai nk. kl. 9 — 12 á skrifstofu byggingafulltrúans i Keflavik að Hafnargötu 32, 3ju hæð, gegn 30 þús. kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað þann 8. júni nk. kl. 11. Bygginganefnd leiguibúða fyrir aldraða i Keflavik • Blikkiðjan Asgaröi 7, Garöabæ önnumst þakrennusmíði og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmíöi. Gerum föst verötilboö SÍMI53468 Laus staða Staða ritara við embættið er laus til um- sóknar. Góð kunnátta i ensku og vélritun nauðsynleg. Launakjör samkvæmt launakerfi opin- berra starfsmanna. Umsóknarfrestur til 20. júni n.k. Lögreglustjórinn á Keflavikurfiugvelli 16. mal 1979. Þjóðhátíðarnefnd Reykjavíkur m Sölutjöld 17. júní W i Reykjavík Þeir sem óska eftir leyfi til veitingasölu á þjóöhátíöardag- inn, vinsamlegast vitjiö umsóknareyöublaöa aö Frí- kirkjuvegi 11. Opiö kl. 8,20 — 16,15. Umsóknum sé skilaö i síöasta lagi föstudaginn 8. júni. Þjóðhátiðarnefnd. Tökum að okkur viðgerðir og nýsmiði á fasteignum. Smið- um eldhúsinnréttingar; einnig rðir á eldri innréttingum. Gerum við leka vegna steypugalla. Verslið við ábyrga aðila. TRÉSMIÐAVERKSTÆÐIÐ ] Bergstaðastræti 33, simar 41070 og 24613. Jónas stýrimaöur og Tlmarit- höfundur birtir merkilega grein I sunnudagsblaöi Timans þann 6. maf s.U.Ég les alltaf þaö sem Jónas skrifar i Tímann, og stund- um leségekkertannaölþví blaöi. Greinin hét Kirkjugarösollan og fjallaði aö hluta um oliuþjófa á dlselbilum, sem hafa veriðog eru sjálfsagt enn aö stela sér sölu- skattslausri húshitunarolíu á blla sina. Þessir diseldjöflar eiga heima úti á landi, þ.e.a.s. úti á freðmýrunum eins og Jónas kallar landsbyggöina, væntan- lega I samræmi viö stefnu- breytingu framsóknar i lands- byggöarmálum, samanber for- mannssetninguna frægu; „Framsóknarflokkurinn er alls ekki bændaflokkur”. Það skal engum getum að þvi leitt hvaö Freðmýrarotía og eldur Steingrimur hefur meint með þessari yfirlýsingu sinni, en þaö er auðvitaö augljóst aö þetta var „grænt ljós” til manna eins og Jónasar stýrimanns. Jónas ber sig illa yfir þvi aö „menn fyrir sunnan séu látnir borga freö- mýrastefnu „hist og her” til að halda uppi byggö i landinu öllu”. Já þaö er nú þaö, hver borgar fyrirhvern, oghver borgar hverj- um þegar allir eru blankir og lepja dauöann úr skel, og eru farnir aö dæla oliu upp úr kirkju- göröunum. Mér datt nú samt i hug ágætt erindi, sem vinur minn Siguröur Blöndal núverandi skóg- ræktarstjóri flutti einu sinni I út- varp. Þar sannaði hann á eftir- minnilegan hátt aö Ibúar Stöövar- fjaröar, sem þar voru teknir sem dæmi, skiluðu margföldu verö- mæti I þjóöarbúið hlutfallslega, miöaö viö ibúa Reykjavikur. Mig minnir, þegar þetta sannaöist, aö þeir væru báðir búsettir i Reykjavik, Jónas stýrimaöur og Jónas Dagblaösritstjóri. Þaö gerir samanburðinn auövitaö ennþá athyglisveröari, og Stöövarfjöröur er jú lltiö pláss, „litil freðmýri”. Slöan hafa margar litlar freömýrar „hist og her” um land sannaö aö þær fá ekki borgun frá neinum „mönn- um fyrir sunnan”, þvert á móti, litlu freömýrarnar eru arörænd- ar af stóru freömýrunum fyrir sunnan. Ég er sammála Jónasi I þvl aö auövitaö veröuraö stoppa þetta díselbilahúshitunarolluhneyksli. Það er bara spurning, hvort þaö er ekki oröiö of seint, hvort ekki sé barakomin hefö á þetta helvíti. En eitt er þó alveg pottþétt, og þaö er, aö „þeir fyrir sunnan” og rikiö hafa engu tapað á húshitunaroliubllunum, rikiö hefur lag á aö innheimta þunga- skatt af diselbllum og hann skilar miklu meiru úti á landi („freð- mýrunum”) heldur en Stór- reykjavik. (Þaö gera vegalengd- irnar, skilurðu). Ég er semsagt algerlega sam- mála Jónasi stýrimanni og rit- höfundi I þvi aö lögbrot beri aö stööva, sé þaö framkvæmanlegt meö skaplegu móti. Þaö er t.d. athugandi aö senda lögregluflokk i stóra kaupstaöinn fyrir austan, það má láta þá stilla kynditæki þar I leiöinni. Hinsvegar ætti Jónas aö fara sjálfur noröur á Sauöárkrók, hanngeturgertþað i næsta helgarfrii, og athuga hvort þeir hafa bara ekki borað meö árangri eftir oliu i kirkju- garðinum. Minnkandi heitt vatn gæti þýtt ollu i kirkjugaröinum, þaö er aldrei aö vita. Þaö er ekki hægt annað en vera Jónasi sam- mála um fleira, t.d. það, aö auövitað eru lömb ekki alin upp á benslni. Ég sem bóndi kæri mig ekkert um veröhækkun á lamba- kjöti þó aöbensinhækki, og meira segja er mér alveg sama um oliu- hækkunina I þvísambandi. Þaö er öllu verra meö 50-60% áburðar- veröshækkunina, hún gæti komiö niöur á lambagrisunum áöur en liöur. Sum lögbrot eru leiöinlegri og alvarlegri en önnur. Þaö er t.d - leiðinlegt, átakanlegt og annar algert siöleysi aö brjóta lög, sem eiga aö vernda fugla, gróöur og aðrar lifverur. Þaö hefur verið lítiögaman aöhorfa á sinubruna- sýningar sjónvarps af algerlega ólöglegum bruna á sunnlenskum mýrum (það eru kannski ekki „freömýrar”?), en væntanlega þó ekki sneyddar öllu lifi. Svo ■ mikil er brennugleöi hinna full- orðnu aö nú logar allt sem logaö getur á Stórreykjavikursvæöinu og sálitli skógur, sem þóer i nánd viö aðalstöövar Skóræktar rlkisins, brennur til ösku. Sinu- bruninn var lögbrot, sem leiddi af sér skógarbrunann. Jónas Guömundsson, eins ritfær og hann er, ætti aö berjast á móti þessum lögbrjótum. Þar mun hann fá marga fylgismenn utan af „freömýrunum”. En eftir á aöhyggja-éghef ekki heyrt um að búiö sé aö brenna Hallormsstaöaskóg, hef reyndar aldrei heyrt um neinn bruna þar. Hvernig væri nú aö flytja Skóg- rækt rikisins af logandi og lifvana „freömýrinni”?, heim til föður- húsanna. Heim aö Hallormsstaö. JónSteinar Arnason Finnsstööum Frá Grunnavikurhreppi. Horr.bjargsviti I Látravlk fremst. t ársritinu eru raktar og metnar allar heimildir um hreppinn til um 1575. Ársrit Sögufélags ísfirðinga komið út: Aðalgreinin er um G runnavíkur hrepp Arsrit Sögufélags tsfiröinga 1979 er komiö út og er þaö 22. ár- gangur ritsins. Aöalgreinin I þessu hefi er prófritgerö I sagn- fræöi eftir Steingrlm Jónsson sem nefnist Gunnavikurhreppur á sfömiööldum og eru 1 henni raktar_og metnar fáanlegar heimildir um hreppinn fram um 1575. Ritgerö þessi er mikiil fengur fyrir Grunnvlkinga og aöra sem áhuga hafa á Horn- ströndum og Jökulfjöröum. Steingrimurbirtireinnig iárs- ritinu skrá yfir verkefni til há- skólaprófs i landafræði, sagn- fræöi, jaröfræöi, guöfræöi, sál- arfræöi, viöskiptafræöi, mál- fræöi og bókmenntasögu er taka til vestfirsks efnis. t heftinu nú lýkur grein Lýös B. Björnssonar um saltvinnslu og saltverkiö í Reykjanesi. ólafur Þ. Kristjansson skrifar greinar um fjölbreytilegt efni svo sem: Litiö undir handa- krika, viöauka viö þátt Clafs Guömundssonar, ætt Björnsáona I Skálavlk, vinnu- brögö i Holtseli og um tvær konur er kusu I hreppsnefnd 1974. Grein er þarna um Jón i Breiðdal og Ingibjörgu eftir Eyjólf Jónsson. Guðmundur Bernharössön birtir I heftinu litla sögu af Ingjaldssandi og Gunnar Guö- mundsson frá Hofi segir ágrip af sögu Búnaðarfélags Þing- eyrar hrepps. Ýmsir fleiri greinar og meiri fróöleikur er i þessu hefti eöa alls 24 greinar og fróöleikskorn. Nokkuö er um myndir I ritinu og þar af eru 4 síöur litprentað- ar. Á forsiöu er litmynd tekin úr lofti af Grunnavik og nágrenni. Ritiö er 178 blaöslöur, prentaö á vandaöan pappir. útgefandi er Sögufélag Isfiröinga en i rit- stjórn eru Jóhann Gunnar Ólafsson og ólafur Þ. Kristjáns- son. Afgreiðslu annast Eyjólfur Jónsson, pósthólfi 43 á Isafirði. -GFr.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.