Þjóðviljinn - 22.05.1979, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 22.05.1979, Blaðsíða 7
Þriöjudagur 22. mai 1979. ÞJóÐVlLJINN — SÍÐA 7 Natóandstædingar geta aldrei gerst óbeinir þátt takendur i starfsemi Nato ætlist þeir til að vera teknir alvarlega. Séu hin „hlutlausu og ópólitisku visindi sett ofar öllu öðru hefur viðkomandi einangrast algjörlega frá baráttunni við Nató og her i landi. Gylfi Páll Hersir Natóstyrkir og Natórádstefnur Hin seinni ár hefur starfsemi NATO breyst all mikiö og tekið til æ fleiri þátta m.a. jafnfjar- skyldra mála og lista og visinda. Reynt hefur verið að breiða yfir skuggalegt eðli þessara samtaka, sem stofnuð voru til að vernda og iltbreiða kúgun auðvaldsstéttar Vestur-Evrópu og Norður-Ameriku á alþýöu allra landa. Eða er ekki margt likt meö nauðsyn rannsóknar- styrkja NATO fyrir framþróun islenskra visinda og „varnar- liðsþyrlunnargóðu” fyrir llftóru islensku þjóðarinnar? Þá stefnir NATO að þvi að hafa ákveðin áhrif á þróun visind- anna, m.a. meðþaðfyrir augum að notfæra sér i framtiöinni tæknimenntun þessa fólks t.a.m. til framleiðslu aöskiljan- legra, hugvitssamlegra morð- tóla I „Vietnömum” næstu ára og áratuga. Þetta nýja starfe- sviðNATO felsteinkum I þvi að styrkja námsmenn/konur sem og fullmenntað fólk til hinna ýmsustu „visindastarfa” og fjárveitingu til „vlsindaráö- stefna”. I þessum pistli verður greint nánar frá þessum fyrir- bærum sérstaklega hvað Island varðar og færö rök fyrir þvi, hvers vegna NATO-and- stæðingar ættu að neita sér um þann munað að sækja um þessa styrki og taka þátt I ráðstefnu- haldinu. Hversu margir hafa notið góðs af NATO-gulIinu? I fylgiriti Morgunblaðsins frá 4. april siöastliðnum, sem ber hið hjákátlega nafn „Friður I þrjátiu ár”,er gerð nokkur grein fyrir styrkveitingum NATO. Þær eru þrenns konar: 1 fyrsta lagi er um aö ræöa „fræöimannastyrki Atlantshafs- bandalagsins”, en þá hafa alls 15 Islendingar hlotið allt frá árinu 1958. Styrkirnir hafa fyrst og fremst veriö veittir fiillmenntuðum NATO-dindlum, sem hafa „rannsakað „ýmis vandamál NATO s.s. „Fisk- veiöimörk Islands — friðsamleg lausn efnahagslegrar deilu innan Atlantshafsbanda- lagsins”. Núverandi utanrikis- ráðherra Benedikt Gröndal hlaut styrkinn 1968-1969, en hann reit um: „Island frá hlut- leysi til NATO aðildar”. I öðru lagi eru „umhverfis- málastyrkir” sem fyrst voru veittir árið 1971. Þann styrk hafa alls 7 Islendingar hlotið, en auk þess gat „rannsóknar- hópur félags læknanema” ekki á sér setið og nældu þeir sér i styrkinn árið 1975. I þriðja lagi er hinn vinsæli „vfeindastyrkur Atlantshafs- bandalagsins” (NATO science fellowship), semallshefur verið veittur 194 sinnum allt frá árinu 1961. Auk fyrrgreindra styrkja hafa tvær NATO-ráöstefnur (NATO Advanced Study Institute) verið haldnar hér á landi. Hin fyrri fjallaöium jarðeðlisfræði og var haldin árið 1974, en sú seinni um vistfræði og var hún haldin tveimur árum seinna. Ráðstefnuhald Fjárstuöningur NATO við jarðeðlisfræðiráðstefnuna 1974 oDi nokkrum deilum. Enda ekki að furöa, þar sem hann fólst aðallega i greiöslu ferða- kostnaðar og dvalareyrfe fyrir þátttakendur. Þessum aurum eru riki eða stofnanir sem hlutaðeigandi vinna hjá vanar að punga út án teljandi erfið- leika. Auk þessa gefur NATO venjulega út bók með fyrir- lestrum ráöstefnanna. Svo var einnig þá, þó með ákveðinni undantekningu. Fyrirlestrum sovésku visindamannanna var smalað' saman i sérrit ásamt nokkrum fyrirlestrum um Islendingana og siðar géfnir út af Visindafélaginu. Fyrirlestrar Sovétmannanna máttu sumsé ekki fljóta með i áróðrinum um hin „hlutlausu og ópólitfeku” visindi. Stúdentar höfðu dug I sér til að sækja ekki þessa ráöátefnu. Þaðsamaveröur þvimiður ekki sagt um blessaða róttæku lif- fræðinemana, sem sumir hverj- ir læddust inn á Hótel Loftleiðir meðan hópur herstöðvaand- stæðinga stóð i mótmælaskyni fyrir utan, þegar NATO hélt ráðstefnu er fjallaði um vfet- fræði. Það var lika einkar vel tU fundiö svona rétt eftir að eitt ráðstefnulandið hafði lagt vist- kerfi Vietnam I rúst með „hlut- lausum” stuðningi annarra NATO-rikja. Látið NATO-gullið/ - sauðargæruna vera Eins ogfyrrvar vikið að hefur fjáraustur NATO til ráöstefnu- halda og sfyrkveitinga aukist ár frá ári. Upphæðin, sem NATO veitir tíl námsdvalarstyrkja, ein stakra rannsóknarverkefna, fyrirlestra fræðimanna, ráð- stefnuhalda og áþekkra verk- efna óxúr 1.15miljónum banda- riskra dala i 10 miljónir á tima- bilinu 1957-1976 og efalaust enn meir siöustu árin. Visinda- mönnum/konum, sem vilja auka við þekkingu sina og hitta starfsbræður/systur i öðrum löndum,er þvi gert erfiðara og erfiðara fyrir vilji þeir/þær ekki sitja undir fána NATO. Islenska rikisvaldið bregst að sjálfsögðu við þessu af barns- legri gleði, enda styrkirnir óræk sönnun þess að NATO sé ekki einungis hernaöarbandalag, heldur einnig mikilvæg lyfti- stöng fyrir blessuð visindin, en þau ku efla alla dáð. Ekki aðeins er talið að visindamönn- um/konum vorum sé sýndur mikill sómi með slikum styrkjum heldur spari rikið sér jafnframt þó nokkur fjárútlát fyrir vikiö. Styrkirnir eru þvi hið mesta ljúfmeti i munni póli- tikusum sem þeim er sönn ánægja að kyngja. Það er varla tilvfijun, að á sama ti'ma og styrkveitingar Visindasjóðs hafa minnkað, hafa styrkveitingar NATO vaxið. Er ekki sama hvaðan peningarnir koma kunna ein- hverjir langsoitnir námsmenn- irnir/konurnar að spyrja. Ef viö fengjum ekki NATO-gullið fengju það bara einhverjir hægriskúnkarnir. Að sjálfsögðu er þaðekki sama. Þeir/þærsem sækja NATO-ráðstefnur ob þiggja NATO-styrki eru sam- ábyrgir fyrir blekkingarvef NATO. Samábyrgir fyrir sivax- andi stjórnun NATO á visinda- starlfsemi.jafnvel þótt hún snúist alls ekki um framleiöslu morö- tóla. Eins og margoft hefur verið bent á eru visindin hvorki hlut- laus né ópólitisk. Þess vegna geta þeir/þær,sem við þau fást, hvorki verið hlutlaus né ópóli- tisk. Samt sem áður halda ansi margir þessu fram um leiö og viðfangsefnin spanna allt frá gerð kjarnorkusprengja til tæknilegra ellegar sál- fræðilegra brellna til aö auka vinnuhraðann á kostnaö verka- fólks. Það er ekki hægt aö slita I sundur atvinnu og nám annars vegar og pólitik hins vegar. Annaðhvort ertu NATO-and- stæöingur eöa þú ert það ekki. Það er ekki hæft að vera á móti NATO á kvöldin og um helgar en „hlutlaus og ópólitiskur” vinnuþræll á daginn. Aths.: Hugtakið menn/konur kann að hljóma ankannalega. Astæða þess að ég skrifa það er pólitisk þ.e.a.s. til að vekja athygli á þeirri staðreynd, hve fáar konur leggja stund á raun- visindi, sem eru dæmigerö karlastörf. Ýmsir punktar frá Gautaborg Ég undirritaður hef nú búiö hér i nokkra mánuði en hiö svokall- aöa „plan” er að snúa heim i september, þar sem ég er nemi. Einn málsháttur segir eitthvaö á þá leið að glöggt sé gests auga, en meö fullri virðingu fyrir Is- landi finnst mér ég hafa stigiö nokkur ár fram I timann er ég kem hingað. Það tekur ekki lang- an tima að verða eins og Svenson og týna niður hluta af sérkennum mörlandans, en hluti loöir þó allt- af við okkur eyjarskeggja. Hér er mikið af mörlandanum. Sagt er aö hér sé á milli 1000-2000 manns á Gautaborgarsvæöinu og fari fjölgandi. Það er sjálfsagt ekkert skfitið að fólk komi frá Fróni i atvinnuskyni. Mesta að- dráttarafliö eru sennilega launin sem eru talin há hér. Ef viö athugum kaupið hjá verkamanni, þá er þaö að meðal- tali 4700-5000 kr. á mánuöi. Hér er staögreiðslukerfi skatta og er þvi dregið af laununum áður en þau eru greidd út. ’ Sænska skatt- heimtan gefur út sérstakar töflur sem allir launþegar og atvinnu- rekendurfá sendar. Þar eru gefin upp ýmis laun og siðan hvaö draga skal af. Einhleypingur sem hefur t.d. 4700 kr. á mánuðijhann fengi 3.100 kr. útborðaðar. Gift fólk og/eða með barn fær 100-300 kr meira. Þaö má til gamans geta þess að ef einstaklingur hefði 5.700 kr. á mánuöi þá fengi hann útborgaðar 3.500 eöa 400 kr. af þessum 1000 kr. sem við bætast. Þess vegna er það aö Svenson vinnur yfirleitt ekki aukavinnu. Því hefur verið haldið fram bæði hér I Sviþjóö og annarsstað- ar að töluvert atvinnuleysi finnist hér, en á sama tima auglýsa stór- fyrirtækin eins og Volvo eftir fólki. Það er þvi mitt álit að hluti þessara svokölluðu atvinnuleys- ingja hafi það svo gott á styrkjum aö þeir vilji ekki taka þau störf sem bjóðast. Verðlag hér, ef á heildina er lit- ið,er að mlnu mati örlitið betra en heima en það hefur þó farið töluvert versnandi hin slöustu ár. Það er margtdýrthér en fleira þó ódýrara. Til dæmis eru raf- magnsvörur hér mun ódýrari en heima, en öll þjónusta s.s. bila- viögeröir og klipping er helmingi dýrari. Matur og húsnæöi er Ivið dýrara hér, en bensin er hér á að- eins 2 kr. /1 eða þriðjungi ódýrara og hefur ekkert hækkað frá ára- mótum. Hér I Sviþjóð eru engar auglýs- ingar i útvarpi og sjónvarpi en verslanir bæta það þó upp með þvi aö gefa út sin eigin auglýs- ingablöð sem þeir svo dreif I hús- in. Ég hef fengiö minn skerf af þessum blöðum eða 2-3 fermetra i hverri viku. Þetta eru allt lit- prentuö blöð og yfirleitt eingöngu auglýsingar . Nú er rekinn mikill áróður fyrir orkusparnaði og er búið að koma á fót áróöursnefnd til þess arna. Eitt auglýsingablaö, sem er gefið út af I.C.A. verslunar- hringnum, fékk ég nú fyrir stuttu og I þvi blaði var meira en aug- lýsingar, þar var aö finna nefni- lega mikinn orkusparnaðaráróö- ur. Þar er meðal annars verið að hvetja fólk til þess að lækka hús- hitann niður I 20 gráður á Celsius á daginn og 18 gráður á Celcius á nóttunni, stilla isskápinn og fryst- inn á rétt hitastig, þvo ékki nema íulla þvottavél, aka saman i og úr vinnu og láta bilinn ganga sem minnst I hægagangi. Þessi áróður á að spara Svenson nokkur hundruð miljónir S kr. á ári. Ég læt þá þessum punktum minum héðan frá Gautaborg lokið að sinni. Kristján Sveinbjörnsson Prófessorembœttið í rikisrétti Lagadeild mælir meö Gunnarí G. Schram Dómnefnd hefur nú fjallað um umsóknir um prófessorsembætti I lagadeild með aðalkennslugrein á sviöi rfkisréttar, þe. stjórnskip- unar- og stjórnarfarsrétti. Tveir sóttu utn embættið, Björn Þ. Guðmundsson og Gunnar G. Schram og voru báðir úrskuröað- ir hæfir af dómnefnd. Lagadeild hefur samþykkt með öllum atkvæðum, 7, að mæla með Gunnari G. Schram. . Línuveiöar aftur viö Snæfellsnes 1 þessari viku var kannað svæði það viö Snæfellsnes, þar sem iinu- veiöar voru bannaðar i febrúar á s.i. ári vegna smáþorsks. Sýndi þessi könnun, að smá- þorskur á þessu svæöi er langt undir viðmiðunarmörkum Haf- rannsóknastofnunarinnar og hefur sjávarútvegsráðuneytið þvi fellt úr gildi reglugerö um bann við línuveiöum við vestanvert Snæfellsnes.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.