Þjóðviljinn - 22.05.1979, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 22.05.1979, Blaðsíða 13
Þriöjudagur 22. mal 1979. ÞjóÐVILJINN — SIÐA 13 Knattspyrnu- lýsing kl. 19.35 ísland— Sviss Fyrsti landsleikur Islenska knattspyrnulandsliösins fer fram í kvöld á Wankdorf-leikvanginum i Bern I Swiss þegar Islendingar keppa viö Swissienndinga I Evrópukeppni landsliöa. I liöinu spila tveir nýliöar, þeir Sævar Jónsson Val og Jón Oddson KR. Annars er meginuppistaöan i liöinu atvinnumennirnir okkar og veröa þeir langflestir meö i kvöld, þe. Jóhannes Eövaldsson Celtic, sem veröur jafnframt fyrirliöi, Asgeir Sigurvinsson, Standard Liege, Pétur Pétursson Feyen- nord, Arriór Guöjohnsen Lokeren, Jón Pétursson Jönköping og Karl Þóröarson La Louvire. Aörir leikménn eru Þorsteinn Ölafsson IBK, Bjarni Sigurösson IA, Arni Sveinsson 1A, Marteinn Geirsson Fram, Janus Guölaugs- son FH, Guömundur Þor- björnsson Val, Atli Eövaldsson Val og Ottó Guömundsson KR. Asgeir Sigurvinsson mun sjálfsagt ekki láta sitt eftir liggja frekar en endranær þegar tslendingar heyja sinn fyrsta landsleik á þessu sumri I kvöld viö Svisslendinga I Bern. Útvarpslýsing Hermanns Gunnars- sonar hefst kl. 19.35. 7.00 Veöurfregnir. Fréttir. 7.10 Leikfimi 7.20 Bæn 7.25 M orgunpósturinn . Ums jónarmenn : Páll Heiöar Jónsson og Sigmar B. Hauksson. (8.00 Fréttir). 8.15 Veöurfregnir. Forustugr. dagbl. (Utdr.). Dagskrá. 8.35 Morgunþulur kynnir ýmis lög aö eigin vali. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: Steinunn Jóhannesdóttir heldur áfram lestri þýöingar sinnar á sögunni „StUlkan, sem fór að leita aö konunni I hafinu” eftir Jörn Riel (7). 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynningar. Tónleikar. 9.45 Þingfréttir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veöur- fregnir. 10.25 Morgunþulur kynnir ýmis lög; frh. 11.00 Sjávarútvegur og siglingar. Umsjónarmaöur: Jónas Haraldsson. Talaö viö Þórhall Hálfdanarson um skýrslu rannsóknarnefridar sjóslysa fyrir árin 1977-78. 11.15 Morguntónleikar : Sinfóniuhljómsveit finnska Utvarpsins leikur „Andante festivo” eftir Jean Sibelius; höfundurinn stj. / Fílharmoniusveit LundUna leikur „Falstaff”, sinfón- iska etýöu i e-moll eftír Edward Elgar, Sir Adrian Boult stj. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veöur- fregnir. Tilkynningar. A frívaktinni. Sigrún Siguröardóttir kynnir óska- lög sjómanna. 14.30 Miödegissagan : „Þorp I dögun” eftir Tsjá-sjU-li Guömundur Sæmundsson les (11). 15.00 Miödegistónleikar: Róberto Szidon leikur Pi'anósónötu nr. 1 í f-moil op. 6 eftir Alexander Skrjabin / Kari Frisell syngur lög eftir Agathe Backer-Gröndahl; Liv Glaser leikur á pianó. 15.45 Neytendamál. Umsjónarmaöurinn, Rafri Jónsson, talar við Bryndisi Steinþórsdóttur námsstjóra um neytendafræöslu i skólum. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veöurfregnir). 16.20 Popp. 17.20 Sagan: „Mikael mjög- siglandi” eftir Olle Mattson. Guöni Kolbeinsson les þýöingu sina (4). 17.50 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 19.35 Knattspy rnuleikur I Evrópukeppni landsliöa: Svissland-tsland. Hermann Gunnarsson lýsir siöari hálfleik frá Wankdorf- leik- vangnum i Bern. 20.30 Útvarpssagan: „Fórnar- lambið” eftir Hermann Hesse.Hlynur Arnason les þýðingu sina (9). 21.00 Kvöldvakaa. Einsöngur: Ólafur Þorsteinn Jónsson syngur lög eftir Björgvin Guömundsson, Pál Isólfsson o.fl.; Ólafur Vignir Alberts- son leikur á píanó. b. Bernskuár viö Berufjörö Torfi Þorsteinsson bóndi f Haga i Hornafirði flytur fyrsta hluta frásöguþáttar sins. c. „Viöa Ijómar róshjá rein”, Sigriöur Jónsdóttir frá Stöpum fer meö frumort kvæði og stökur. d. Þá varö mér ekki um sel. Frá- söguþáttur eftir Halldór Pétursson. óskar Ingimarsson les. f. Kórsöngur: Blandaöur kór syngur lög eftir Isólf Pálsson. Söngstjóri: Þur- iöur Pálsdóttir. 22.30 Fréttir. Veðurfregnir. Dagskrá morgundagsins. 22.50 Viösjá: ögmundur Jónasson sér um þáttinn. 23.05 Harmonikulög.Trió frá Hallingdal i Noregi leikur. 23.15 A hljóðbergi. Umsjónar- maöur: Björn Th. Björnsson listfræöingur. ,Jdoröiö i kirkjugaröin- um”. Ed Begley les kafla Ur sögunni af Tom Sawyer eftir Mark Twain. 23.50 Fréttir. Dagskrárlok. 1 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglysingar og dagskrá. 20.30 Orka. Annar þáttur er um orkunotkun Islendinga og innlendar orkulindir. Umsjónarmaöur Magnús Bjarnfreösson. Stjórn upp- töku Orn Haröarson. 20.55 Umheimurinn. Viöræðu- j þáttur um erlenda viöburöi og málefni. Umsjónarmað- ur Gunnar Eyþórsson fréttamaöur. 21.45 Hulduherinn. Breskur myndaflokkur. Staögengill- inn. Þýðandi Ellert Sigur- björnsson. 22.35 Dagskrárlok. Sjónvarp kl. 21.45 Huldu- herinn Hulduherinn er á dagskrá sjón- varpsins I kvöld kl. 21.45. Þessi ágæti framhaldsþáttur skýrir frá störfum andspyrnu- hreyfingar i smábæ I Frakklandi i seinni heimsstyrjöld.Þættirnir er sýndir hafa veriö I vetur hafa virkaö sannfærandi, ekkert fer fyrir ofurmannlegum og yfir- náttúrulegum aögeröum eins og svo oft vill veröa i þáttum sem þessum. Þess i staö eru þættirnir raunsæir og árangurinn af starfinu er ekki alltaf mikill. Þrátt fyrir þaö fórnar and- spyrnufólkiö öllum tlma sinum og hættir lifi sinu, aöallega til hjálp- ar breskum flugliðum sem komast lifs af úr orustuflugvélum sem eru skotnar niöur I grennd þorpsins. I kvöld fáum viö einmitt aö fylgjast meö einu sllku atviki. Samkvæmt upplýsingum þýöandans Ellerts Sigurbjörns- sonar fjallar þátturinn sem nefnist „Staðgengillinn” um aö ennþá hrapar bresk flugvél og fimm brunnin lik finnast i flakinu. Þjóöverjar þykjast vissir um aö enginn hafi lifaö slysiö og koma einum njósnara fyrir hjá and- spyrnuhreyfingunni sem á aö segjast hafa komist af úr þessu slysi. Dæmiö viröist ætla aö ganga upp hjá Þjóðverjum enda njósn- arinn sannfærandi i alla staöi og honum er aö takast aö koma upp um meölimi flóttahjálparinnar þegar öllum á óvart birtist sjötti flugliöinn sem var um borö i flug- vélinni og haföi lifaö af slysiö. Meira fáum viö ekki aö vita aö sinni, framhaldiö kemur í ljós I kvöld. PETUR OG VÉLMENNIÐ Eftir Kjartan Arnórsson MV-HMPP ER ÞfiD, ME'RRR? BEZ~TR6> LRTfí Pfí KVNNR5T HVOR ÖPRu/úi ~peiR eiCrfí OÖfPTIR RÐ DEVjfi ‘ófíPOftAJ... W/HÍ HíHl' frá /esendum Grípum í taumanna — burt með einkabíl- ismann A mi'nu heimili eru allir svo leiöir á Mogganum og þrasinu i honum að viö drif- um i aö segja honum upp um daginn öllum til mikillar á- nægju. Engu aö siöur laumast ég til aö kikja i' hann i vinnunni, aðallega til aö sjá um hvaö þrasað er I Velvakanda. Einn daginn gluggaöi ég i Reykjavikurbréf Moggans, og viti menn, þar rakst ég á greinarstúf sem ég var inni- lega sammála. Sá visi maöur sem þaö skrifaöi benti réttilega á aö þessi borg er aö veröa óþol- andi vegna bilaumferöar og öngþveitis alla daga. Þetta rifjaöist upp fyrir mér núna rétt i þessu þegar ekiö var um götuna meö gjallarhorn og bíleigendur hvattir til aö skilja kaggana eftir heima I dag. Mikið gleddi þaö mitt hjarta ef þeim tækist nú aö sanna aö bflafk>ti Reykvikinga er aö mestu tíl óþurftar og mætti aöósekjuhverfa af götunum. Mikið held ég aö borgin væri skemmtilegri ef hægt væri aö ganga um hana án þessaö anda stööugt aö sér óþefi og eimyrju og hægt væri aö komast ögn hraöar áfram i strætó. Mikiö held ég aö viö nytum þess betur aö ganga um borgina meö börn- in okkar ef viö þyrftum ekki stööugt aö halda I þau traustatakiaf ótta viö aö þau verði fyrir bil. • • En vel aö merkja, er ekki kominn timi öl aö gripa i taumana? Þaö viröist vera alveg sama hvaö bensiniö hækkar, bilunum fjölgar æ meir. Ég lý-si þvi yfir að veröi ekki eitthvaöaö gert,þá verö ég bara aö flytja, þaö er ekki hægt aö bjóöa börnum upp á aö alast upp i þessu bila- samfélagi. Þaö er ekki hægt aö bjóöa gömlu fólki upp á aö komast ekki um göturnar án þess aö lifa i stööugum ótta um aö veröa drepiö. Það er ekki hægt aö bjóöa ibúum borgarinnar, sem ekki eiga bil, upp á það aö einkabíllinn hafi alltaf forgang, jafnt að vetri sem sumri. Allt okkar umhverfi miöast viö einka- bilinn, er ekki kominn timi tíl aö manneskjan veröi númer eitt? Ég bara spyr. Sigga Gúm.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.