Þjóðviljinn - 22.05.1979, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 22.05.1979, Blaðsíða 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN . Þriöjudagur 22. mal 1979. íþróttir í/m iþróttir [/) íþróttír / J U amBÍón: INGftLFUR HANNESSONt * ° J ■ Knattspymulandsleikir við Svisslendinga og Vestur-Þjóðverja Missa íslenskir sjónvarps- áhorfendur af leikjunum? „Það er öruggt að við getum ekki sýnt leikinn við Vestur-Þjóðverja og miklar líkur á að svo verði einnig með leikinn gegn Svisslendingum í Bern. Þessu er mest að kenna stlfni og óbilgirni þeirra hjá KSI/" sagði Bjarni Felixson/ íþrótta- fréttamaður Sjónvarps- ins/ þegar Þjv. leitaði eft- ir þvi/ hvort leikurinn gegn Sviss yrði sýndur á næstunni. Bjarni rakti siðan gang samn- ingaviöræöna Sjónvarpsins og KSÍ og sagöi m.a.: ’ — Um miöjan mars buöu Svissiendingarnir okkur leikinn Holland-Argentina og viö send- um þeim telex og sögöumst aðallega hafa áhuga á hinum leiknum, þ.e. tsland-Sviss. Þeir vildu selja okkur þann leik á góöum kjörum ef viö sæjum þeim fyrir 15 mln. bát af leik sömu þjóöa, sem fram fer á Laugardalsvelli 9. júnf. Þá leituöum viö eftir þvi hjá KSÍ aö fá aö taka upp þessar 15 mfn, en þeir voru ekki til viöræöu um annað en aö allur leikurinn fylgdi meö, og á lægri tölu en 2 milj. hlustuöu þeir ekki. Vitan- lega er þaö af og frá aö Sjón- varpiö hafi bolmagn til þess aö greiða svo mikiö. Þannig hefö- um viö þurft aö borga KSt rúm- ar 2 milj. fyrir þessar 15 mfn og siöan Svisslendingunum 300 þús. — Svisslendingarnir hafa veriö ákaflega skilningsgóðir á okkar vandamál og nú hafa þeir boöist til þess aö senda okkur leikinn fyrir um 600 þús. og aö viö gerum þeim ákveöinn greiöa i staöinn, sem erfitt veröur aö gera vegna þess hve fyrirvar- inn er stuttur. Þó vona ég I Iengstu lög aö þetta smelli sam- an hjá okkur og Sjónvarpiö geti sýnt þennan mikla leik á næst- unni. — Einsog ég sagöi áöan, þá veröur leikurinn viö Þjóöverj- ana örugglega ekki sýndur, þvi enn hafa ekki tekist samningar miili KSl og Sjónvarpsins. Þaö ber svo mikið á milli aö óliklegt er aö landsleikir sumarsins veröi á skjánum i sumar. — Aö lokum langar mig til aö upplýsa þaö, aö Sjónvarpiö borgaði um 200 þús. kr. fyrir úr- siitaleikinn I ensku bikarkeppn- inni milli Arsenal og Manchest- er United. Eins og af framansögðu sést viröist þrákelkni þeirra Knatt- spyrnusambandsmanna vera nær óskiljanleg. KSI hugsar greinilega um ekkert annaö en aö hafa sem mest útúr þessum samningum viö Sjónvarpið og er ekkert tillit tekiö til þess fólks sem af ýmsum orsökum getur ekki séö landsleikina. Þá er furðulegt aö ekki skulu fást leyfi til aö taka upp 15 mfn. bút, sem Sjónvarpsmenn voru jafnvel búnir aö lofa aö yröi ekki sýndur hér heima, ef þaö mætti veröa til þess aö liðka samn- ingagerðina. HérþarfKStaö gera hreint fyrir sfnum dyrum. IngH Steve Coppell átti mjög góðan leik gegn irum, skoraöi annaö markiö og lagöi hitt upp. Toshack sá um mörk Walesbúa Hinn kunni leikmaður og fram- kvæmdastjóri Swansea, John Toshack, var heldur betur f stuöi þegar hann lék landsleik meö Wales gegn Skotum á laugardag- inn. Gamli maöurinn var óstööv- andi og skoraði öll mörk Wales f leiknum, sem endaði 3-0. Þá sigruöu Englendingar Noröur-ira 2-0. Sigur Walesbúa var ákaflega sætur, þvi fyrir tveimur árum sigruöu Skotarnir Wales 1-0, og þau úrslit þýddu aö Wales komst ekki I úrslit heimsmeistara- keppninnar. í framlinu Wales léku þeir leikmenn sem séö hafa um aö skora mörkin fyrir Sean- sea i vetur, Toshack, Alan Curtis (nú Leeds) og Robbie James. Þessa kappa réö skoska vörnin ekki viö, og Toshack skoraöi mörksta á 30., 38. og 81. min., öll eftir aö hafa haft betur i návlgj- um gegn Paul Hegarty, miövörö Skotanna. Skotarnir áttu sist minna I þessum leik þó aö þeir hafi ekki getaö skoraö mörk. Munurinn á liöunum lá aöallega I þvf aö Tos- hack lék meö Wales. 1 Belfast áttust viö heimamenn og Englendingar, og þar geröu þeir ensku út um leikinn á 7 min, kafla I fyrri hálfleiknum. Dave Watson skoraöi á 9. min. eftir fyrirgjöf frá Steve Coppell, og á 16. min. skoraöi Coppell sjálfur eftir aö hann og Terry McDer- mott höfðu tætt vörn tranna sund- ur. Eftir leikinn var stjóri enskra, Ron Greenwood, hinn ánægöasti og sagöi aö sinir menn heföu minnst átt aö skora 5 mörk i fyrri hálfleiknum. Greenwood hefur reyndar mikla ástæöu til aö kæt- ast, þvi England hefur aöeins tap- aö einu sinni I siöustu 14 lands- leikjum. —IngH Blikarnir komnir á skrið Sigruðu ísfirðinga örugglega 3:0 Breiöabliksmenn réttu nokkuö úr kútnum á sunnudaginn, en fyrsti leikur þeirra I 2. deildinni varö mörgum mikil vonbrigöi. Þeir sóttu látlaust állan leikinn - gegn tsfiröingum, og uppskeran varö þrjú mörk, 3 — 0, sigur sem i rauninni heföi getaö oröiö mun stærri. A 25. min einlék Vignir Baldursson upp allan völlin og gaf fyrir markiö. Eftir nokkurtþóf tókst Siguröi Grétarssyni aö skora, 1 — 0. Blikarnir bættu ööru marki viö á lokamlnútu fyrri hálfleiksins, en rétt áöur en knötturinn fór I markiö, flautaöi Róbert Jónsson dómari til leik- hlés. í seinni hálfleiknum bættu blikarnir tveimur mörkum viö. Fyrst Þór Hreiöarsson eftir fyrir- gjöf frá Hákoni og slöan Sigurjón Rannversson. Liö Isfirðinga er hvorki fugl né fiskur, enda ekki aö undra þar sem 6 — 7 bestu leikmennirnir frá þvi I fyrra hafa yfirgefiö þaö. Þó er nokkuö mikil barátta I liöinu, og vera kann aö þeir hali inn nokkur stig á mölinni I sumar. Breiöabliksliöiö leikur sóknina mjög vitlaust taktiskt séö. Miö- herjinn þeirra, Siguröur Grétars- son, spilar allt of aftarlega og I rauninni ætti hann aö leika á vinstri kantinum. Þetta veldur þvl aö allan brodd vantar I sóknarleikinn þar sem aftasti leikmaöur andstæöinganna getur vaklaö upp samherja I vörninni leikiö sem „sweeper”. Þetta skeöi einmitt gegn Selfossi um daginn. Þá má nefna þaö, aö vörn Blikanna er oft á tiöum allt of flöt og þvi gengur illa aö verjast stunguboltum. Verði þessi tvö at- riöi löguö, er óhætt aö spá Breiöa- blik öruggri setu I 1. deild aö ári. 1 leiknum gegn Isfiröingum var Vignir Baldursson langbestur og hefur sennilega aldrei leikiö bet- ur. Ingh m ■■■■■■■ mi ■ ■■■■■■ ■■ ■■■■■■ ■■iimi m : Landsleikurinn 1 Sviss í kvöld: '1 Mikill hugur i strákunum „Hér eru allir við hestaheilsu og ekki spillir veðrið, 20 gráðu hiti og logn,” sagði Helgi Danielsson, form. landsliðsnefndar þegar Þjf. hafði sam- band við hann i gær. Allir landsliðsmennirn- ir voru þá komnir til Bern, að Jóhannesi Eð- valdssyni undanskild- um, en hann er væntan- legur um hádegisbilið i dag. — 1 gær vorum viö I mikilli veislu, sem Argentlnumennirnir héldu I Iþróttahúsi hér I borg- inni, og var þar mikiö um dýrö- ir. Argentínsku leikmennirnir voru umkringdir allan tlmann af æstum eiginhandaáritunar- söfnurum og fengu ekki friö allt kvöldiö. Ollu minna var látiö meö okkar stráka. — I dag er ætlunin aö æfa á vellinum, sem leikiö veröur á, en hann heitir Wankdorf Stadion og er mjög glæsilegur I alla staöi. A þessum velli var úr- slitaleikurinn I heimsmeistara- keppninni 1954 leikinn, en þá sigruöu Þjóöverjar hiö fræga liö Ungverja 3-2. Annars er leik- vangurinn heimavöllur svissn- eska liösins Young Boys. Hann er ákaflega 'haröur og kemur það strákunum okkar ekki svo illa þar sem þeir eru vanir möl- inni heima. — Nei, blessaöur vertu, ég hef ekki oröið var viö aö „njósnar- ar” væru á vappi i kring um okkur. Hins vegar þykir mér ekki óllklegt aö einhverjir birt- ist eftir leikinn og I rauninni ó- trúlegt annað en einhver hreyf- ing veröi á þessum málum eftir leikinn viö Þjóðverjana heima á laugardaginn. — I kvöld veröum viö meö blaöamannafund og veröur is- lenska liöiö þá tilkynnt og e.t.v. hvernig liðið veröur sem leikur á laugardaginn gegn Vestur- Þjóöverjunum. —IngH Hafþór með þrennu þegar Þór sigraði Austra 5:2 Fyrsti leikur ÞórsI2. deildinni i ár var háöur á Sanavellinum á laugardaginn, og voru mótherj- arnir Austri frá Eskifiröi. Eftir nokkurn barning tókst Þórsurun- um aö knýja fram sigur, 5-2. Þór byrjaði aö skora, og var þar Björn Arnason aö verki, en Austramenn jöfnuöu fyrir leikhlé og skoraði þjálfarinn Sigurbjörn Marinósson. 1 upphafi seinni hálfleiksins kom Bjarni Kristjánsson Aust- firöingunum yfir, 2-1, og virtust þeir llklegir til aö halda þessu for- skoti. Hafþór Helgason (áöur Völsungi) skoraöi þá tvö mörk meö stuttu millibili og þar meö voru Þórsararnir komnir meö unninn leik. Hafþór bætti slðan slnu þriöja marki viö, og einnig skoraöiGuömundur Skarphéöins- son, 5-2.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.