Þjóðviljinn - 23.05.1979, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 23.05.1979, Blaðsíða 3
MiBvikudagur 23. mai 1979 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 Bótagreiöslur Aflatryggingasjóðs: Laun og fædi sjómanna hafi forgang Sj á va r útvegsráðuney tiö gaf i gær út reglugerð sem á að tryggja/ að sjómenn fái laun sin greidd þegar bætur eru greiddar úr Aflatryggingasjóði/ og að laun þeirra og fæði/ vá- tryggingargjöld og önnur hliðstæð hafi forgang. Um er að ræða breytingu á reglugerð nr. 94/1963 um hina al- mennu deild bátaflotans við Afla- tryggingasjóð sjávarútvegsins og er reglugerðin nú svohljóðandi: „Nú fær útgerðarmaður bætur úr sjóðnum, og getur þá sjóðs- stjórn krafist þeirrar tryggingar af bótaþega, sem henni þykir þörf á, fyrir þvi að bótaupphæð veröi varið til greiðslu á eftirfarandi gjaldaliðum, sem hafi forgang, i þeirri töð sem hér er talið: Kaup og fæði sjómanna, og vátrygg- ingagjöld og önnur hliðstæð gjöld. Sjóðsstjórn skal sjá til þess að bótaþegar fullnægi fyrirmælum þessarar gr., varðandi kaup og fæðiskostnað sjómanna þannig að þessir liðir verði greiddir. Veröi misbrestur á þvi að sjómenn fái kaup sitt eða fæði greitt, skal sjóðsstjórn greiða það fyrir hönd útgerðarmanns, enda má skulda- jafna greiðslunni við bætur, sem viðkomandi útgerðarmaður kann að fá siðar”. Samkvæmt gildandi lögum er stjórn Aflatryggingasjóðs heimilt að krefjast tryggingar af bóta- þega þ.e.a.s. , útgeröaraðila, til þess að þvi verði fullnægt að sjó- menn fái kaup sitt greitt. Reglu- gerðin felur það i sér að þessari heimild verði beitt. Reglur um aðild að ÍSÍ Karate inn, hestar úti A sambandsstjórnarfundi tþróttasambands islands var samþykkt samhljóða að karate- félög skyldu fá aðild að sam- bandinu, en fellt á jöfnum at- Heimboð Þorgrfmur Starri Björgvins- son Til þeirra tveggja þing- manna Alþýðubandaiagsins sem felldu með bjásetu sinni tillögu landbúnaðarráðherra um fyrirgreiöslu til bænda svo þeir mættu fullu kaupi halda: Hér með býð ég ykkur i heimsókn hingað noröur og skora á ykkur að þiggja það heimboð þegar i stað. Þá gætuð þið með eigin augum séö við hvað bændur hafa að striða i dag, og hvort senni- legt sé að þeir séu slikur há- launahópar að nauðsyn sé að setja þak á laun þeirra um- fram það sem algjört vetrar- riki og óslitið fram til þess dags kann að setja. Vona að ég geti slegið vixil tilað greiöa fargjaldið ykkar svo það þurfi ekki að standa i vegi fyrir ykkar hingaö- komu. StarriiGarði. kvæðum, 9 gegn 9, aö taka inn iþróttadeildir hestamanna. Iþróttaþing 1978 kaus nefnd til að endurskoða reglurnar um inn- göngu nýrra félaga I ISI ásamt reglum um fulltrúakjör á ársþing og á iþróttaþing og gerði Sveinn Ragnarsson grein fyrir áliti nefndarinnar á fundinum. Hún lagðist gegn þvi, að iþróttafélög fyrirtækja yrðu beinir aðilar að iþróttahreyfingunni, en frekari athugun og umræðu þyrfti um stofnun sérsambanda slikra fé- laga og skólaiþrótta. Nefndin vildi ekki breytingar á fulltrúa- kjöri á þing hreyfingarinnar. Nefndin mælti með að bæði iþróttadeildir hestamánnafélaga og karatefélög fengju aðild að ÍSI. —vh Prófessorsstada i einkamálarétti: Fjórir umsækjendur Runninn er út umsóknarfrestur um prófessorsstöðu I einkamála- rétti i lagadeild Háskóla tslands. Fjórir sóttu um en þeir eru Björn Þ. Guðmundsson, Guðrún Erlendsdóttir, Páli Sigurðsson og Stefán Már Stefánsson. Ekki hefur enn verið veitt i tvær aörar prófessorsstöður i lagadeild. Um prófessorsstöðu i rikisrétti sóttu Björn Þ. Guð- mundsson og Gunnar Schram og hefur dómnefnd úrskurðað þá báða hæfa tjl starfsins en deildar- ráð lagadéijdar mælt með Gunnari með öllum greiddum at- kvæðum. Lést í bílslysi Pilturinn sem lést I bilslysinu á móts við Fitjanes á Reykjanes- braut, sem sagt var frá I blaðinu i gær hét Stefán Jen.s Sigurðsson, til heimilis I Miögaröi 18, Kefla- vik. Hann var aöeins 15 ára gamall. „1 fyrradag fór hitinn I fyrsta sinn yfir frostmark á þessu sumri i Grimsey. Hér er jörð snæviþakin og allt fé i húsum. Ef ekki væri blessuð birtan gæti eins verið febrúar eöa mars,” sagði Vilborg Siguröar- dóttir simstöðvarstjóri I Grlmsey, I samtali viö Þjóðviljann. (Myndina tók cik. yfir Grimsey I vctur). Leiöindavedur um allt land í gær Reykvíkingar vöknuðu upp við vondan draum í gærmorgun. Komið var hávaðarok og sand- stormur eftir blíðviðrið á mánudag. Utan af landi bárust þó enn verri frétt- ir/ þar geisaði stórhríð um norðan- og austanvert landið. Þjóðviljinn hringdi I veður- stofuna og spuröist fyrir um veðrið á landinu. Knútur Knudsen veður- fræðingur sagði að um hádegið i gær hefði norðaustan- og norð- anátt rikt um allt land, viðast 6- 8 vindstig. Snjókoma var um norðanverða Vestfirði og á Norður- og Norðausturlandi. É1 um Breiöarfjörð og allt suöur i I Borgarfjörö. Þurrt á Suður- ' landi. A austurlandi var farið að jhlýna og hitinn kominn upp I 8 |stig á Vatnsskarðshólum. Um spána fyrir næstu daga vildi hann ekkert segja, hún 1 væri sibreytileg, og það sem við fengjum núna yrði breytt á ; morgun. 1 —ká HUSAVIK: Mikill snjór og lélegar gæftir A Húsavlk var nýhætt að snjóa, veörið gengið niður og hitinn um frostmark þegar Þjóöviljinn náði tali af Benedikt Sigurðarsyni fréttaritara blaðs- ins þar á staðnum. Sólarhring- inn á undan var leiðindaveður, og hefur sjaldan snjóað eins mikið, að sögn Benedikts. Hann sagði að nýhætt væri að snjóa, veðrið væri gengið niður og hitinn um frostmark. Sólar- hringinn á undan var leiðinda- veður og hefur sjaldan snjóað eins mikið á árinu að sögn Bene- dikts. Öfært var um Tjörnes og upp I Mývatnssveit, en fært til Akur- eyrar. Undanfarið hafa þungatak- markanir verið I gildi og þvi hafa landflutningar gengiö erfiölega. Benedikt taldi aö ekki gætti vöruskorts enn þá, en hann væri yfirvofandi. Benedikt bætti þvi við að gæftir hefðu verið lélegar um langt skeið. —ká ÞÓRSHÖFN: Stórhríd í gær og fyrrinótt Þórshöfn hefur verið talsvert I fréttum undanfarið vegna haf- iss og lélegs atvinnuástands. Þeir Þórshafnarbúar eru lausir við isinn og komast á sjó, en þar hefur veðrið gert strik I reikninginn undanfarið. I samtali við Arnþór Karlsson' fréttaritara Þjóðviljans á Þórs- höfn kom fram, að þungfært var um bæinn eftir stórhriö sem þar geisaði i gær og fyrrinótt. Vegir I nágrenninu voru ófærir en verið var að ýta siðdegis i gær. Arnþór sagöi að nú væri næg vinna, grásleppukarlar væru byrjaðir veiðar og sæmilega veiddist þegar gæfi á sjó. —ká MYVATNSSVEIT: Hríðarslydda undanfarna daga 1 Mývatnssveit náðum við tali af Stefaniu Þorgrimsdóttur i Garöshorni og leituöum fregna af óveðrinu sem geisaði þar um slóðir. Stefania sagði að þar I sveit- inni hefði verið hriöarslydda i tvo daga og frost. Þungfært er um sveitina, jörð er alhvit og fé er i húsum þansem annars staö- ar um landið: „Það varð ekkert úr þessari rigningu sem hann Páll Berg- þórsson var að lofa okkur um helgina”, sagði Stefania. „Það bara snjóar og snjóar”.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.