Þjóðviljinn - 23.05.1979, Side 14
14 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN 'Miövikudagur 23. mal 1979
Nítján
þroska-
þjálfar
útskrifast
Þroskaþjálfaskóla tslands
verður sagt upp 25. mai kl. 17:00 i
Norræna húsinu. Skólinn er til
húsa I gamla Kópavogshælinu. 1
vetur stunduðu 58 nemendur nám
i skólanum, piltar og stúlkur og
verða 19 nemendur brautskráðir
að þessu sinni.
Þroskaþjálfaskólinn starfar á
vegum Heilbrigðis- og trygginga-
málaráðuneytisins. Skólinn hefur
sérstaka skólastjórn og er Ingi-
mar Sigurðsson, deildarstjóri i
Heilbrigðismálaráðuneytinu for-
maður hennar. Bryndis Viglunds-
dóttir er skólastjóri og starfa um
20 kennarar auk hennar við skól-
ann, þar af einn I fullu starfi.
Frestur til að skila umsóknum
um skólavist næsta vetur rennur
út 1. júni n.k.
Allir velunnarar skólans eru vel-
komnir að uppsögninni.
Bensín
Framhald af 5. siðu.
framleiöslu að hluta, sem gerir
þær óháðari, skyndilegum verð-
sveiflum á heimsmarkaönum.
3. Gera má ráð fyrir að flestar
ofangreindra þjóða eigi að jafnaði
mun meiri birgðir oliu saman-
borið við íslendinga, þannig að
verðbreytingar koma siöar fram
þar en hér.
Að öllum þessum liöum at-
huguðum segir að lokum er ljóst
að vegna þeirra miklu verð-
hækkana sem orðið hafa að
undanförnu, má gera ráð fyrir að
þess gæti fyrst á Islandi, saman-
borið við þau lönd sem upp eru
talin. Þegar frá liður og verðlag
kenist i jafnvægi, dregur úr þeim
verðmun sem til staðar er i dag.
Segist viðskiptaráðuneytið hafi
talið skylt að koma þessum at-
hugasemdum á framfæri til
skýringar en ekki til þess aö
draga úr þeim ábendingum i
gagnrýnisátt sem fram hafa
komið á verðviðmiðuninni sem
Rotterdamsmarkaðinn. 1 þvi
sambandi er bent á að orkumála-
ráðherrar Efnahagsbandalags-
rikjanna hafa talið sérstaka
ástæðu til að rasnnsaka markað
þennan.
Neðanskráö tafla gefur raun-
hæfan samanburð á bensinverði
viðkomandi landa, eins og það
var um sl. áramót, miðað við
gengisskráningu á sama tima.
Verð á bensini i 10 V-Evrópu-
löndum 1/1 1979:
Stúdentahópuripn sem lauk námi frá Fjölbrautaskólanum i Breiðholti . Meðal þeirra eru 19 sem stund-
uðu nám I Laugalækjarskóla. Myndin er tekin I Bústaðakirkju þar sem útskrift fór fram. — Ljósm.
Gerður
Skólauppsögn Fjölbrautaskólans í Breiðholti
-
Fyrsta konan á Iskndi
lýkur námi í húsasmíði
Enn eru konur að nema
ný lönd á svæðum sem
hingað til hafa tilheyrt
karlmönnum eingöngu. Við
skólauppsögn Fjölbrauta-
skólans í Breiðholti í gær
lauk fyrsta konan á Islandi
sveinsprófi í húsasmíði.
Skóiaslit hjá MH:
Með pomp
og og prakt
Menntaskólanum viö Hamra-
hlíð var slitið laugardaginn 19.
maf með hátíðlegri athöfn að við-
stöddu fjölmenni. Brautskráðir
voru 136 stúdentar, 98 úr dagskól-
anum en 38 úr öldungadeild.
132 námseiningar þarf hið
minnsta til að ljúka stúdentsprófi,
en ýmsir nemendur taka meira
námsefni og ljúka þá stundum
prófi á meira en einu náms-
sviði.Skólinn býður kennslu á sex
sviðum: fornmálasviði, nýmála-
sviði, félagssviði, náttúrusviði,
eðlissviði og tónlistarsviði.
Hæstum einingafjölda náði
Elisabet Waage að þessu sinni,
hún hlaut 175 einingar alls og
Aðalfundur
Verkakvennafélagsins Framsóknar
verður haldinn sunnudaginn 27. mai kl. 14
i Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu.
Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf.
Sýnið skirteini við innganginn.
Stjórnin.
alþýöubandalagiö
Halda sameiginlegan fund um IÐNÞRÓUN OG SUÐURNESJAAÆTL-
UN I Tjarnariundi Keflavik mánudaginn 28. mai n.k. kl. 20.30.
Frummælandi verður Hjörleifur Guttormsson iðnaðar- og orkumála-
ráðherra. Gils Guðmundsson alþingismaður mætir á fundinn.
Félagar , fjölmennum á fundinn.
Samstarfsnefnd Aiþýðubandalagsfélaganna á Suðurnesjum.
Alþýðubandalagið í Reykjavík
FLOKKSFÉLAGAR
Nú líður að aðalfundi og enn eru nokkrir, sem ekki hafa greitt félags-
gjöld fyrir árið 1978. Hafið samband viö skrifstofuna Grettisgötu 3 hið
fyrsta. Opið milli kl. 9—17 slmi 17500. — G jaidkeri og starfsmaöur.
hefur enginn lokið fleiri einingum
á stúdentsprófi siöan áfanga-
kerfiökom til sögunnar. Elisabet
lauk prófi á tónlistar- og nýmála-
sviði, en seildist einnig inn á f orn-
málasvið og hlaut alls staöar
ágætar einkunnir. Næstur henni
kom Björn Blöndal með 167 ein-
ingar. Hann lauk prófi á eðlis- og
náttúrusviði og hlaut einnig mjög
góðar einkunnir. Tveir stúdentar
aðrir luku tveimur sviöum, þeir
Björn Ragnar Marteinsson og
Börkur Arnviðarson.
Fimmtán nemendur hlutu
viöurkenningu skólans eða stofn-
ana utan hans fyrir frábæran
árangur i námi.
Þegar rektor hafði afhent
nýstúdentum skirteini sin söng
skólakórinn, hyllti hina ungu
stúdenta meö stúdentasöngvum
og frumfluttí nýtt lag er Jón
Nordal hafði samið fyrir þetta
tækifæri og tileinkað stjórnanda
kórsins Þorgerði Ingölfsdóttur. -
Lagiö er samið við kvæði eftir
Hannes Pétursson: Umhverfi.
Viö þessi skólaslit var minnst
þrefalds fimm ára afmælis:
Þjóðhátiðarárið 1974 braut-
skráðust siðustu stúdentarnir úr
bekkjakerfi, 185 alls, og hinir
fyrstu úr áfangakerfi, 13 alls, og
þá brautskráðust einnig fyrstu
stúdentar öldungadeildar, 5
talsins, en öldungadeildin tók til
starfa i janúar 1972.
Avörp fluttu: Gunnlaugur
Snædal yngri, fráfarandi forseti
nemendaráðs, af hálfu nýstúd-
enta úr dagskólanum, Sólveig
Edda Magnúsdóttir af hálfu
nýstúdenta úr öldungadeild, Bolli
Héðinsson af hálfu fimm ára
stúdenta úr bekkjakerfi og af-
henti skólanum mynd að gjöf frá
' árgangnum, Guðný Sigurgisla-
dóttír af hálfu fyrstu stúdéntanna
úr öldungadeild og afhenti rektor
gjöf frá hópnum.
Að lokum ávarpaöi rektor
nýstúdenta, þakkaði kveðjur og
gjafir og sagði skóla slitið, en at-
höfninni lauk á þvi aö allir
viðstaddir risu úr sætum og sungu
„Hver á sér fegra föðurland”.
Hún var í hópi sex væntan-
legra húsasmiða sem nú
halda út í atvinnulífið.
Nafn hennar er Svandis Sverr-
isdóttir en þvi miður var hún ekki
viðstödd uppsögnina.
Þá gerðist það einnig að fyrsti
og eini stúdentahópur Laugalækj-
arskóla útskrifaðist við sama
tækifæri, alls 19 nemendur.
Fleir greinar áttu þarna sina
fyrstu fulltrúa. Fjórir stúdentar
útskrifuðust af listasviði og fyrsti
hópur vélsmiða sem numið hafa
eftir nýrri reglugerð iðnfræðslu-
ráðs. _ ká
fÞJÓÐLEIKHÚSIfl
PRINSESSAN A
BAUNINNI
8. sýning i kvöld kl. 20
Grá aögangskort gilda.
Laugardag kl. 20.
A SAMA TÍMA AÐ ARI
fimmtudag (uppstigningar r
dag) kl. 20.
Fáar sýningar eftir.
STUNDARFRIÐUR
föstudag ki. 20
sunnudag kl. 20.
Miðasala 13.15—20. Simi 1-
1200.
VIÐ BORGUM EKKI
Miðnætursýning
i kvöld kl. 23.30
Fáar sýningar eftir
NORNIN BABA-JAGA
Aukasýning vegna mikillar
aðsóknar
sunnudag kl. 15.
Miðasala i Lindarbæ alla daga
kl. 17-19. Sunnudaga frá kl. 13.
Slmi 21971.
LFIKFEIAG;
. RnYKIAVlKtjR1
ER ÞETTA EKKI
MITT LtF
2. sýn. I kvöld, uppselt,
grá kort gilda.
3. sýn. fimmtudag, uppselt,
rauð kort gilda.
4. sýn. laugardag, uppselt,
blá kort gilda.
STELDU BARA MILLJARÐI
Föstudag kl. 20,30
Sunnudag kl. 20,30
Fáar sýningar eftir.
Miðasala i Iðnó kl. 14-20.30.
Simi 16620.
Borgarbókasafn
Reykjavikur
Starfsmaður óskast i Bústaðasafn.
Góð vélritunarkunnátta nauðsynleg.
Launakjör fara eftir samningum við
Starfsmannafélag Reykjavikurborgar.
Skriflegar umsóknir ásamt upplýsingum
um menntun og fyrri störf sendist Borgar-
bókasafni fyrir 13. júni n.k.
Borgarbókavörður
Blaðberar
óskast
AUSTURBORG:
Austurborg:
Bergstaðastræti (1. júni)
Laufásvegur (1. júni)
öldugata (1. júni)
Melhagi (1. júni)
Vesturborg:
Njörvasund (1. júni)
Breiðagerði (sem fyrst)
MOÐVIUINN
Síðumúla 6, simi 8 13 3J