Þjóðviljinn - 27.05.1979, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 27.05.1979, Qupperneq 5
Sunnudagur 27. mai 1979 ÞJÓÐVILJINN — SM>A 5 VERÐBÓLGAN er í eldhúsinu Það þýðir ekki að flýja í kústaskápinn. En verðbólgan lætur sér ekki aðeins nægja eldhúsið og að hækka verðlag á öllum okkar mat- vörum. Hún er líka inni í stofu, í bílnum, í vinnunni.hún er allsstaðar. Verðbólgan verður til þess að: • við erum rugluð í öllu vöruverði. • að við höfum oft of litla peninga til þess að ráðstafa þeim á hagkvæman hátt. • við þorum ekki að spara, því að verðbólgan smýgur inn í traustustu banka- geymslur. • við eigum erfitt með að gera áætlanir, hvort sem er fyrir heimilið eða í vinnunni. • við finnum óróleika vaxa í þjóðfélaginu. • við sjáum fyrirtækin, sem við vinnum í,verða veikari og útflutningsstarfsemi þjóðarinnar erfiðari. • við verðum fyrr en síðar að snúast til sóknar gegn henni í stað þess að velta á milli okkar fleiri og fleiri verðlitlum krónum. Veizt þú að: þú hefðir 25% betri lífskjör núna, ef verð- bólgan hefði ekki dregið hagvöxtinn niður síðustu 25 árin? tekjur verkamanns hafa hækkað um 900% frá 1972, en kjör hans hafa aðeins batnað um 9%. Hitt er verðbólgan. verðbólgan verður 107% í maí á næsta ári, ef gengið er að einum þriðja af kröfum yfirmanna á farskipum og aðrir launþegar fá sömu hækkun? Kaffipakki árið 1979 kr. 620 40% verðbólga Kaffipakki árið 1985 kr. 4.668 - 1990 kr. 25.107 - 2000 kr. 726.240 KOSTAÐI 1969 36 KR. Snorri Jónsson: „Það hefur sýnt sig, að hin hraða verðbólga gerir það að verkum aö kaupmátturinn rýrnar." (4.10 '75) Eysteinn Jónsson: „Það er stutt í stórslys, ef mistekst að draga úr dans- hraðanum." (19.5 '79) Jónas H. Haralz: „Verðbólgan knýr hvern einstakan til að breyta gegn hagsmunum þjóðarheildarinnar og þar með, þegar allt kemur til alls, gegn sínum eigin hagsmunum." (21/2 '76)

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.