Þjóðviljinn - 27.05.1979, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 27.05.1979, Blaðsíða 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 27. mal 1979 Forskák — Tími breytinga í nánd Ætti að breyta reglum mann- taflsins? Þessi spurning skýtur oft upp koUinum,en er sjaldnast tekin alvarlega. Áriö 1976 lagði bandariskt skákblað þessa spurningu fyrir lesendur sina, með það fyrir augum að fá fram skoöanaskipti um málið. Undir- tektir urðu heldur dauflegar. Samt sem áöur er rétt að ihuga þessa spurningu af óhlutdrægni, án allra hleypidóma. Ef þvi er slegiðföstu, að skákin, eins og við þekkjum hana i dag, sé fullkomin, er kikirinn settur fyrir blinda augaö, þegar horft er aftur yfir langa sögu mannkynsins. Stað- reyndin er sú; að reglur mann- taflsins hafa gengið i gegnum margar endurbætur og breyt- ingar. Ef við samþykkjum sjónarmið sagnfræðinga er telja skáklistina sprottna upp um 600e. K., hlýtur hrókunin, sem fram kom á 15. öld, aö vera fremur ný- tilkomin. Jafnvel enn þann dag i dag höfum viö enn ekki þróaö alþjóölegar skákreglur hvað varöar heimsmeistaraeinvigin. Upp á siökastið hafa komið fram ýmsar tilraunir hvað um- hugsunartima varðar og þær sýna að ekki eru allir ánægöir með gildandi timamörk. Fyrir dyrum stendur tilkoma fullkom- innar tölvu, sem hlýtur aö hafa áhrif á framþróun manntaflsins i framtiðinni. Margir hafa lagt orð i belg varöandi breytingar á þeim reglum sem gilt hafa gegnum aldirnar, en engar þeirra hafa rist djúpt. Liklega er uppástunga Capablanca þeirra frægust, en fyrir hálfri öld lagði hann til aö taflboröið yrði stækkað og bætt við nýjum taflmönnum. Hann kvaö hin mörgu jafntefli brátt myndu ganga af skákinni dauðri, áhorfendum myndi fækka og sköpunargleði meistaranna fengi ekki aö njóta sin. Tæknin kemst á. það stig, sagði Capa, aö brátt veröur ógjörningur aö vinna skák i keppni milli tveggja jafningja i fremstu röö. I dag er oft hent gaman aö þessu svartsýna viö- horfi Capablanca, og þvi, aö svo frábær meistari skyldi hafa mis- reiknað mátt manntaflsins. En misreiknaöi hann sig? Jafnteflin eru enn tiöari i dag en á dögum Capa, og i keppni fremstu skákmeistara fást ekki fram Urslit nema i 3. til 4. hverri skák. Ahugi almennings og fjármögnun skákmóta standa ákaflega tæpt. Capa hafði rétt fyrir sér, en breytingar hans voru of róttækar og leituöu lausnar frá röngum sjónarhóli. Nýja spiliö sem hann stakk upp á gæti vel verið meira spennandienskákin, og vissulega erfiöara. En þaö er ekki skák. Fyrir utan þaö aö vinsældir manntaflsins myndu sist aukast viö að gera það enn erfiðara. Ljóst er, aö sifellt fágaðri tækni og samanþjöppuö kunnátta, eink- um I taflbyrjunum, mun smám saman leiða til hægfara Utbruna taflsins. Það verður „leyst”, hreinlega teflt i botn. Þetta getur tekiö langan tima, en sU stað- reynd að tölva mun brátt ná styrkleika meistarans sannar, að allri mannlegri vitneskju varöandi skák má koma fyrir I tölvukerfi, og með þvi að ýta á takka, er hægt að fá allt fram. Sökin — efhægt er aö nota þetta orð — hlýtur að liggja i hinum gifurlega forða byrjanaþekkingar san aögengilegur er sérhverjum skákmanni (og sérhverri tölvu). Þær by rjanarannsðknir sem skákmeistari veröur að leysa af hendi til að fylgjast meö þróun- inni, eru á viö háskólanám. Slaki hann á kemur það strax fram i lakari árangri. Ég tel aö þetta eyðileggi eðli skáklistarinnar, sem er skapandi hugmynda- barátta tveggja einstaklinga. Ógrynni byrjanaleiöa og leikja- raða er að minu mati slik ofur- byröi aö henni veröur að létta, eigi hin sönnu verömæti mann- taflsins ekki aö tortimast. Verkefniö er þvi að finna lág- marksbreytingu á reglunum, sem heldur eftir eins miklu af nU- verandi tafli og mögulegt er, og Utilokar þó helsta gallann, of- rannsakaöar byrjanastöður. Áður er byrjað er Helstu byrjanakerfinhafa verið sundurgreind allt upp i 20 leiki, 20 stk. af lítilsháttar útlitsgölluöum TRANSCRIPTOR Hi-Fi glerplötuspilurum á verksmiðju-útsölu hjá RAFRÁS HF. Einstakt tækifæri til að eignast þessa listrænt hönnuðu há- gæða spilara með 20%afslœtti og 3-6 mánaða greiðslukjörum Hajfið samband við: Söluskrifstofu RAFRÁSAR HF. — Ármúla 5, Reykjavík. Opið 13-19:00 sími: 82980 eða jafnvel lengra. Af þvi leiöir, aö „raunverulega” skákin, barátta skapandi hugmynda — byrjar ekki fyrr en almennum byrjanakerfum lýkur. Hugmynd- in, að breyta upphafsstööunni á taflborinu er ekki ný af nálinni, heldur hafa menn gælt við hana i hundrað ár eða svo. Einfaldasta hugmyndin er aö riddarinn og biskupinn skipti um upphafsreiti, eða þá annar hvor aöilinn láti drottningu og kóng hafa reita- skipti. En hvorttveggja strandar á sömu hindruninni. Þegar bUið er aö ákveöa þessar skiptingar, er hægðarleikur að rannsaka stöðuna eins og heföbundnu upp- hafsstöðuna. Fyrir 10 árum sagði einhver mér frá svipaðri hugmynd, sem hann kvað upphaflega komna frá sovéska stórmeistaranum David Bronstein, einum frumlegasta hugsuði manntaflsins. Hugmynd- in er, að byrja með peðunum sextán eins og nU er gert, en engir mennsettirstraxinná taflboröiö. Siðan setur hvitur einn manna sinna á einhvern reit á fyrstu reitaröð. Svartur setur þvi næst einn manna sinna inn á, einhvers- staðar á fyrstu reitaröö sfna. Siðan bætir hvor um sig einum manni inn á til skiptis. Ekki má hreyfa nokkurt peö né mann, fyrr en allt liðiö er komiö á sinn staö. Til þess aö tafliö likist sem mest venjulegri skák, mega biskupar ekki standa á samlita reitnum, og hrókun er þvi aðeins leyfileg, að kóngur standi á el eöa e8 og a.m.k. annar hrókurinn sé á hornareit. Helsti kosturinn við þessa hug- mynd er sá, að upphafsstöðuna er ógjörningur aö sjá fyrir. Þetta þýðir að báðir aöilar eru neyddir til að hugsa sjálfstætt frá fyrsta leik, hinni fyrstu tilfærslu hvers manns. Jafnvel hiö hnökralausa minni tölvunnar er Ur sögunni hvað skákbyrjanir varðar.Þaö er gjörsamlega ómöglegt aö nýr byrjanalærdómur þróist I þessu tafli, þvi möguleikarnir eru óteljandi. Ég kannaði málið i samráði við forseta FIDE, Max Euwe, prófessor I stærðfræöi og hann reiknaði Ut mögulegan fjölda byrjanastaða samkvæmt nýju reglunum. Talan var 4.147.200! Prófsteinninn Mælikvaröinn á hverja fræði- kenningu er hvernig hUn reynist I framkvæmd. Fram kom uppástunga um fjögurra skáka keppni með hóflegu verðlaunafé. Það varð Ur, að viö Arthur Bisguier tefldum, og fór keppnin fram um mánaöamótin jUH-ágUst 1978. Ég hafði teflt fáeinar léttar skákir samkvæmt nýju reglunum við áhugamenn (meöal þeirra var fjármálaráöherra Brasiliu, sem var mjög áhugasamur) og sem upphitun fyrir keppnina við Bisguier, tefldi ég einar tólf hrað- skákir við Joel Benjamin. Hinn ungi Joel fékk góöa Utkomu i þessari litlu hraðkeppni okkar, betri en ég hefði spáð honum eftir venjulegum reglum. Þettavirðist styöja þá hugmynd aö svipting utanbókarlærdómsins sé hinum minna lesna eöa óvanari keppanda i hag. Við Bisguier völdum nokkuö hratt tempó — eina klukkustund á fyrstu 20 leik- ina (upprööun i byrjun meötalin) og síöan 30 leikir á klukkustund. Aöur en skákirnar birtast verö ég aö taka smá UtUrdUr og skýra nafnið á nýja taflinu. Viö eyddum miklum tima i leit að nafni. Burt Hochberg bar sig upp viö fram- kvæmdastjórann Roger Cox, og hannhitti strax naglann á höfuð- iö. Þar sem Utlitsbreytingin fælist Ibreyttriuppröðun taflmannanna áöur en sjálft tafliö hæfist, hvi þá ekki að kalla það forskák? Pal Benkö, al- þjóðlegur stórmeistari, skrifar Skákirnar Ég ætla að sýna ykkur fyrstu skákina. Mér þykir rétt að skýra frá þvi, að öll var keppnin frábær- lega skemmtileg. Vitanlega komu upp ýmsar óvenjulegar stöður en hvaö um það við tefld- um raunverulegar skákir. Þættir, svo sem sterkt miðborð, öryggi kóngsins, liöskipan og önnur grundvallaratriði voru i heiðri höfð, og stööuleg uppbygging og taktiskar glettur fengu að njóta sin. A.m.k. tvær skákanna, sér I lagi 3. skákin myndu sóma sér vel i hvaða Urvalsskákasafni sem væri. Og I þrem skákum af fjór- um fengust hrein Urslit. l.skákin Hvitt: A. Bisguier Svart: P. Benkö 1. Rfl Ba8 5. Kgl Rf8 2. Bhl Rd8 6. Hcl Hc8 3. Dbl Bh8 7. Rel Kg8 4. Bal De8 8- Hdl Hb8 Uppstilling liösins er hluti hernaðaráætlunarinnar, og þvi bætir nýja reglan öðrum hrifandi þætti við skákina, þetta heillandi spil sem hægt er aö endurbæta til fullkomnunar. — Þar eð menn- irnir veröa að standa fyrir aftan peðin, er ljóst að séu báöir keppendur vel á verði, ber hvor- ugurskaröanhlutfráborði. Staöa kóngsins getur orkað tvimælis og heilbrigö skynsemi mælir með þvi aö honum sé valínn sama- staður eins seint og mögulegt er, og þannig reynt aö hagnýta sér uppstillingu andstæðingsins. Þó að hvitur fái enn að leika fyrsta leikinn er svörtum gefin ákveðin visbending við uppröðun liðs si'ns. Af þessari ástæðu virð- ast mér möguleikar beggja vera mun jafnari en i venjulegri skák. Ahrifin ættu þvi að verða æsilegri viöureignir, og ekki ætti jafn- teflunum að fjölga. Veröi svörtum á þau mistök, að herma eftir uppröðun hvits, mun hann trUl. standa jafn illa að vigi og i venjulegri skák. A hinn bóginn er ekkert sem mælir gegn þvi að stilla uppliðunum eins ogí venju- legu manntafli. Reglubreytingin kemur þvi ekki I veg fyrir frjálst val. Enn á eftir að finna Ut, hvort hin vanabundna upphafsstaöa er betri eða lakari heldur en besta uppstillta staða. I þessari skák hafa báöir aðilar kosið að „hróka” fyrirfram, og kóngarnir eru umkringdir léttu mönnunum. Einnig er athyglisvert, aö báðir hafa komiö biskupum si'num á lengstu mögulegar skálinur. Augsýnilega treystum viö báöir á þekkt undirstööuatriði. Undir- stöðuatriðin voruhiö eina sem við höfðum, þvi þessi staða haföi aldrei sést áður. 9. c4 c5 11. Rf3 e5 10. b3 Rc6 12. Re3 Hvitur sér holu á d5 og flýtir sér að ná tangarhaldi á henni. Gall- inn er bara sá, að riddarann má auðveldlega fjarlægja. Betra framhald er þvi 12. e3 ásamt d2- d4. 12. — d6 13. Rd5 b5 Svartur hefur aðgerðir á vængnum og nýtir sér óþægilega stöðu drottningarinnar andspænis hróknum á b-li'nunni. 14. e3 Re7 15. e4 f5 Framhald á bls. 22.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.