Þjóðviljinn - 27.05.1979, Blaðsíða 21

Þjóðviljinn - 27.05.1979, Blaðsíða 21
Sunnudagur 27. mai 1979 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 21 Adolf J- Petersen: VfSNAMÁL ~‘uyf Andríkið er orðið tregt Þaö er næstum sannaö mál, eftir skyndikönnua aB menn lesi ekki blööin nema aö litlu leyti, fólk flettir blööunum, les fyrirsagnirnar og leggur þau svo frá sér, ætlar kannski aö lita i þau seinna og gerir þaö ef til vill. Sumir lesa þó nokkuö af þvi sem kemur á eftir fyrir- sögnunum, eins og t.d. ritari Visnamála, sem les Þjóövilj- ann af þó nokkrum áhuga, eins og t.d. laugardagsblaöiö 19. mai s.l. en geröi samt athuga- semdir viö nokkuö af þvi sem hann las, þó meö dálitiö ööru hugarfari en almennt gerist. A forsiöu stóð „Þak fyrir 1. júni.” Efsta hæö á launum lak, löptu flugmenn dropann. Nú skal rammlegt reisa þak og rlkiö hirða sopann. Enginn veit meö vissu þó hvaö viö á eftir tekur. Hvort ekki renni allt i sjó ef aö þakiö lekur. A sömu siöu er: „Slaufan hugmynd Alþýöuflokksins ”, Krataflokkur drýgir dáö, dyggöin er til sölu. Slaufan er hans eina ráö. Afnám visitölu. Kjörin eigi fari frjáis, fáist engar bætur. Slaufuna á aö hengja um háls, en hnappeldur um fætur. Hart aö mitti heröa skal hunguról og munni. Þaö er kratans kostaval aö kreppa aö alþýöunni. Asiöu 2stendur „Af mjólk- urfræöingum”. Hér er sagt um mjólkurmál margt sem þarf aö kanna. Flosi þambar úr fullri skál af flautum visindanna. Hún er ekki fyrir fólk, fróöir menn þaö sanna — þaö drepist, ef þaö drekki mjólk aö dómi visindanna. En samt: „Þeir duga vel sem drekka mjólk”, dóminn um þaö felli, Glaöværö, segir gamalt fólk, gefur hún i elli. Benedikt i Austur-Berlin segir á 3.siöu: Bensi fór aö hitta Horst, höföingja i Þýskalandi; ræddust viö um valinn kost, vopnaskak I Nató-bandi. 5amt varö Bensa um og ó, enga sambúö leyföi. Viö austur-þýskan óskar þó undirmálum hreyföi. Þeim varö helst um tungu tamt aö tala og lopann spinna. Menninguna mátu skammt milli rikja sinna. Þetta báöum þótti strangt þreyttu Bensa vikin, hann fékk brekán breitt oglangt aö breiöa yfir svikin. Sálin Bensa brast i grát, brást hans von i leyni; oröiö heföi minna mát aö mæta Komieini. A baksiöu Þjóðviljans má lesa um eitt og annaö, meöal annars Deildartunguhver: Blaöasnápur brölti á fund Bjarnfriðar á Skaga, spuröi um hverinn hverja stund og hvaö sé nú til baga. Svar ei brást, hún brá svo við, að breyta þyrfti högum, þetta enga þolir biö, þaö skal veröa aö lögum. Er á Skaga sveinum svalt, sakna vls i húmi, frúnni er einnig oröiö kalt uppi i sinu rúmi. Þrætuepli er þessi hver, þreytir friö og lungu. Frúin þráir eins og er yl frá Deildartungu. Blaðamönnum var boöiö I frystihús Isbjarnarins. Blaöamenn þar blésu i kaun, — blööum sinum fletta — þeim varö öllum raunleg raun aö reyna aö skilja þetta. Þeir fengu kók, aö svo ersagt; samt er fuiigrein vissan, aö færu á klósett flisalagt, fraus i boga pissan. Fegnir voru aö foröa sér, fyrr en undan kólu, i miklum skjálfta sem mannlegt et munnherkjuna fólu. Hér og þar í blaðinu eru dá- litiö eftirtektarveröar fréttir eins og t.d. um veikindi flug- umferöarstjóra: Ekki veröur annað sagt en þeir séu keikir, þeim er aöeins upp á lagt aö æpa og þykjast veikir. Sagt er frá sorphiröunni I Reykj avik: Sjafnaryndi sorpið er, sátt viö morkinn þefinn. t sálinni og svipnum ber sama lvndisve finn. Kaupmenn mótmæla: Kaupmenn harma kosti þá kúgun til þeir finni, aö mega ekki okra meira á matvörunni sinni. Peningalyktin i Njarðvik -er fréttamatur i blaöinu: NjarövÐtinga neyö er fúl, nálykt illa finna, þeir eru farnir aö þenja gúl, um þefinn aura sinna. Lyktin fúl og fólki þraut finnst þvi reyna megi, aö forráöamenn flytji á braut en fyrirtækiö eigi. Úr loftleysi og óþef hniga menn niöur á alþingi: Vindur blæs úr Vilmundi, viröist engin hæfa, aö ólyktin á alþingi ætli menn aö kæfa. Siðasta vlsan að þessu sinni er úr Emblu, en ég veit ekki um höfund. Andrikið er oröiö tregt af öllu þessu striti, þaö er ekki þægilegt aö þurfa aö skrifa af viti.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.