Þjóðviljinn - 27.05.1979, Page 23

Þjóðviljinn - 27.05.1979, Page 23
Sunnudagur 27. mai 1979 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 23 Umsjón: Vilborg Dagbjartsdóttir Ormstunga blaö gefiö út af íslenskum nemendum í sœnskum skólum Nú er tími skólablaðanna. Þau koma flest út rétt áður en skólanum lýkur á vorin. Það er mikil vinna að koma út blaði og ritnef ndirnar haf a lagt hart að sér til að Ijúka við blaðið áður en prófannirnar byrja. Eitt af þeim skólablöðum, sem Kompunni hafa bor- ist heitir Ormstunga. 1. árgangur — 1. tölublað. Gefið út af íslenskum nemendum í sænskum skólum. Það eru krakkarnir í hinni fornfrægu háskólaborg Uppsöl- um sem að útgáfunni standa. Þau heita: Sjöfn Blön- dal, Auðunn Árni Blöndal, Steingrímur Sigurgeirsson, Gunnur Sif Sigurgeirsdóttir, Snædís Másdóttir, Freyr Harðarson, Sigríður Sveinsdóttir, Þorgerður Sigurð- ardóttir, Guðrún Guðmundsdóttir, Sölvi Björnsson, Lena Magnúsdóttir, Valgarð Jakobsson og Bergur Sigurðsson. Abyrgðarmaður er Helgá Gunnarsdóttir kennari. Blaðið er hið myndarlegasta, f jölbreytt að efni og ríkulega myndskreytt. I því eru skrýtlur, gátur, sögur, krossgátur, kvæði og leikrit. Hérna á siðunni er ef ni úr blaði krakkanna i Uppsöl- (Á meðan þau rífast læðast öll hin börnin út úr stof unni.) Kennarinn: Jú. (Þegar kennarinn sér að börnin eru horfin segir hann:) Kennarinn: Þaðgengur ekki fyrir mig að vera kennari. Rósa: Já, þú ert alltof reiður. (Hleypur út.) Kennarinn: Er ég? Rósa: (á hlaupunum) Já. Gunnlaugr kom til Uppsala nær þingi þeira Svía um várit, ok er hann náði konungs fundi, kvaddi hann konunginn. Hann tók honum vel ok spyrr, hverr hann væri. Hann kvaðsk vera íslenzkr maðr. Gunnlaugr mælti: „kvæði hefi ek at færa yðr ok vilda ek, at þér hiýddið ok gæfið hljóð til." um. Sögur Það voru einu sinni karl og kerling í koti sínu. Þau áttu eina kú og dreng. Drengurinn átti að fara að mjólka kúna. Hann fór út að leita. Hann hafði skó með sér, og hann hafði með sér brauð. Síðan sá hann eitt gat inn í f jall. Hann sá kúna sína vera bundna þarna. Hann flýtti sér að sækja kúna sina, og síðan hljóp hann heim til mömmu sinnar og pabba. Lena Einu sinni var maður sem var mjög fátækur. Hann átti 10 kindur, 1 hund, 5 hænur, 1 hana, 3 hesta, 2 kýr og 4 grísi. En hann átti enga konu, svo að það var alltaf sóðalegt inni hjá honum. Einu sinni kom kona og þau giftust og lifðu vel og lengi. Köttur útí mýri setti upp á sig stýri úti er ævintýri. Sigríður Einu sinni var gömul kerling sem hét Helga. Helga var 90 ára. Einn dag fór Helga útT búð. Þá kom strákur, hann sagði við Helgu: „feita kerling". Þá sagði Helga: „strákaskömm". Síðan fór Helga heim að borða. Búið. Þorgerður Hvers vegna þvo kettir sér alltaf eftir matinn? Einu sinni var köttur sem var glorhungraður. Hann vildi fá fugl eða mús. Rotturnar vildi hann ekki sjá. Þær WÍkkÍ/WW stríddu honum bara. Allt í einu sá hann fugl á grein og hann náði honum. En fuglinn sagði með fyrir- litningu:,, En sá sóði, ég hef flogið víða en aldrei séð annan eins sóða og þing. Að þú skammist þín ekki að þvo þér ekki fyrir matinn." „Humm," sagði köttur- inn. „Ég hef barasta ekki hugsað útí þetta. En þá verður þú að afsaka, ég ætla að þvo mér." En um leið og hann sleppti, flaug fuglinn upp og var feginn frelsinu. Og þess vegna þvo kettir sér alltaf eftir matinn. Dvergurinn Snorri Það var snemma mörg- uns. Snorri sat í rúminu sínu og var að hugsa hvað hann ætti að gera. Þá fór hann upp úr rúminu og fór í fötin. Svo fór hann inn til mömmu sinnar og spurði hvort hann mætti fara með dverginum Guðjóni upp á fjall. Mamma Snorra sagði að hann mætti fara upp á f jall með Guðjóni. Svo fór Snorri heim til Guðjóns og spurði hvort hann vildi fara upp á f jall. Þá sagði Guðjón: Nei, en ég er að f ara í bíó. Nei, það er miklu skemmtilegra að fara upp á fjall. Nei það er miklu skemmtilegra að fara í bíó. Þá kom mamma Guðjóns og sagði að þeir ættu að hætta að rífast. Þá sagði Guðjón að hann ætlaði að fara í bió og þá sagði Snorri að Guðjón ætti að fara með Snorra upp á fjall. Hættið að rífast. Þá sögðu Guðjón og Snorri ekki neitt af því að þessi saga getur ekki haldið áfram. Prinsessan á bauninni Prinsessan sat á baun- inni, prinsessan sat á bauninni. Þegar prinsessan var búin að sitja á bauninni Þá sat prinsessan ekki á bauninni. Prinsessan sat á baun- inni prutt, prutt, prutt, nú er baunin búin og prinsessan líka. Það var einu sinni fugl sem hét Nú er sagan búin. Það var einu sinni prinsessa sem hét Búið. Það var einu sinni saga sem var búin. Snædís. Leiknt SKÓLASTOFA Leikendur: kennarinn og eins mörg börn og vilja vera með. Leiksvið: skólastofa. Starfsemi: reikningur. Rósa: Þetta gengur ekki. Kennarinn: Jú, það gengur vel. Rósa: Nei, ekki fyrir mig. Skrýtlur Einu sinni var íslend- ingur, Dani og Finni sem ætluðu að gista á hóteli. Um nóttina kom draugur til Finnans og sagði: „Ég er draugurinn með blóðugu höndina." Þá varð Finninn svo hræddur að hann hoppaði út um gluggann. Þá fór draug- urinn til Danans og sagði: „Ég er draugurinn með blóðugu höndina." Þá var hann svo hrædd- ur að hann hoppaði út um gluggann. Svo kom hann til Islendingsins og sagði: „Ég er draugurinn með blóðugu höndina." Þá sagði Islendingurinn: „Á ég að gefa þér plástur?" Það voru einu sinni íslendingur, Kínverji, Frakki og Rússi sem lentu í rifrildi. íslend- ingurinn varð svo reiður að hann sprengdi kínverj- ann, fór i frakkann og keyrði burt á rússanum

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.