Þjóðviljinn - 30.05.1979, Síða 3

Þjóðviljinn - 30.05.1979, Síða 3
MiÐvikudagur 30. mai 1979 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 Qfbeldi gegn konum Nauðganir og líkams- árásir Ofbeldisverk gegn konum eru tiö um þessar mundir. Um helg- ina kæröu tvær stúlkur nauögun og aöfaranótt þriöjudags var ung kona stungin meö hnif og slas- aöist illa. Sambýlismaöur stúlk- unnr játaöi að vera valdur aö verknaöinum. Erfiðlega gekk að ná sambandi við Rannsóknarlögreglu rikisins i gær, þar sem yfirheyrslur stóðu yfir. t gær kom fram i fjölmiðlum aðtveir mennhafa játaðnauðgun I öskjuhllðinni aðfaranótt sunnu- dags. Þá hefur maður verið hand- tekinn vegna nauðgunarkæru sem stúlka i Kópavogi lagði fram. 1 skýrslu Þórðar Björnssonar yfirsaksóknara i vetur kom fram að nauðgunum hefur fjölgað nokkuð, þ.e.a.s. kærur eru fleiri. Lengi hefur leikið grunur á að nauðganir séu ekki kærðar vegna eftirmálanna. Blaðamaður fékk fregnir af nauðgunarmáli sem komið var i rannsókn, en stúlkan sem i hlut átti gafst upp vegna stöðugra yfirheyrslna og rannsókna. Það er ekki nóg með að verða fyrir nauðgun, heldur fylgja slficar andlegar pinslir i kjöllfarið að margar gefast upp. Erlendis hafa nauöganir verið mjög i sviðsljósinu. Ofbeldi gegn konum hefur aukist, einkum i Bandarikjunum. Þar eru nokkur morðmál fyrir dómi, þar sem konur orðið nauðgurum að bana. Þær fá stranga dóma og viöa er barist hart til að fá þær sýknaðar. Konur hafa reynt að finna upp einhver ráð gegn likamsárásum, ýmist hafa þær lært sjálfsvörn eða gripið til einhverra vopna. Það nýjasta sem fregnir fara af er hylki með illa þefjandi vökva sem fest er i jakkaboðunginn. Ef menn gerast of nærgöngurlir er um að gera að sprauta framan i þá vökvanum og segir i fréttinni að við það dofni kynhvötin og árásarhneigðin nógu lengi til að tækifæri gefist að koma sér á brott. Banka- Hluti fundargesta á borgarafundinum í Kópavogi s.I. mánudagskvöld. — Ljósm.: eik. Borgarafundur í Kópavogi: Snörp gagnrýni á miöb æj arski pulagið Mjög skörp gagnrýni kom fram á tillögur aö miöbæjarskipulagi i Kópavogi á borgarafundi, sem haldinn var þar s.I. mánudags- kvöld. Bæjarráð Kópavogs boðaði til borgarafundar um skipulagstil- lögur nýja miðbæjarins i tengslum við sýningu, sem nú stendur yfir á tillögunum, i Hamraborg 1. Á borgarafundin- um voru mættir um 50 manns og urðu all fjörugar umræður um tillögurnar. Umræðurnar ein- kenndust af skarpri gagnrýni á miðbæjarskipulagið. Flestir þeir fundarmenn, sem tóku til máls fundu skipulaginu flest til foráttu, einkum fyrir það að tillögurnar væru draumórakenndar og að yfirleitt myndi miðbær Kópavogs ekki vaxa þarna upp þar sem mikið verslunar- og þjónustu- hverfi væri að myndast austar á hálsinum. Þá var einnig veist að staðsetningu fyrirhugaðs menntaskóla og tillaga um húsið sjálft gagnrýnd fyrir að vera of dýr og viðamikil fyrir fjárhag Kópavogsbæjar. Embættismenn og nokkrir bæjarfulltrúar vörðu tillögurnar á þeim forsendum að of snemmt væri að dæma um framtiðarútlit miðbæjarins á þvi hvernig hann lýtur út i dag, þar sem miðbærinn væri ekki nema hálfbyggður. A borgarafundinum var lögð fram tillaga frá þremur bæjar- búum þess efnis, að fyrirliggjandi tillögum um lokagerð miðbæjar- skipulagsins verði visað til endur- skoðunar, þarsem til grundvallar verði lögð sjónarmið um útivist og almannanytjar. Tillagan var hins vegar ekki borin upp, þar sem tillaga kom fram um að fresta fundinum, en þá var klukk- an langt gengin i tvö aðfaranótt þriöjudags. Tillaga þessi var samþykkt, en enn hefur ekki verið ákveðið hvenær framhalds- fundurinn veröur haldinn. Nánar verður sagt frá umræðum á fundinum i blaðinu á morgun. —Þig Ég gæti best haldið að þessi 3% hækkun sem við bankamenn fengum þýði það að þessi hækkun eigi að ganga jafnt yfir aila laun- þega, sagði Böðvar Magnússon, varaform. Sambands íslenskra bankamanna, þegar Þjóð- viljinn hafði samband við hann í gær. Við sömdum við bankana um að þau 3%, sem gert var ráð fyrir i samningum að ættu að koma til framkvæmda i mars sl. gengju strax i gildi, þannig að grunn- kaupið frá 1. mars sl. hækki um 3% og það verði siðan fast grunn- kaup. Við héldum alltaf fast i þessar kröfur okkar um 3%, enda sömd- um við aldrei um neitt annað við bankana. Bankarnir aftur á móti drógu það á langinn að ræða þessi mál við okkur, þar sem þeir vildu sjá hvernig þessum málum lyktaði almennt hjá launþegum. Fyrir okkur bankamenn er það ágætt að vera búnir að koma þessu atriði heilu i höfn rétt fyrir mánaðamótin sem þýðir að upp- reikningshalinn á kauptöxtum verður minni en ella, sagði Böðvar að lokum. íslenskir skákmenn gera víðreist í sumar Skáksamband tslands hefur milligöngu um þátttöku fslendinga i fjölda skákmóta erlendis i sumar og haust. Nú i júni verður efnt til skák- búða i Sviþjóð og verður Halldór Skjalavarsla sveitarfélaga Samband islenskra sveitar- félaga efiiir tii umræöu- og kynn- ingarfundar um skjalavörslu sveitarfélaga i dag á Hótel Esju i Reykjavik. A fundinum verður lagður fram ogkynntur samræmdur bréfalyk- ill fyrir sveitarfélög, sem sniðinn er eftir norrænum fyrirmyndum og lagaður að þörfum sveitar- félaga hér á landi. Ennfremur verður rætt almennt um meðferð og vörslu skjala á vettvangi sveitarfélaga og stofnana þeirra ogkröfur Þjóðskjalasafns tslands varðandi geymslu gagna, miðað við nútima geymslutækni. t tengslum við fundinn veröur efiit til sýningar á ýmsum búnaði, sem notaður er við vörslu skjala og röðun hvers konar gagna á skrifstofum sveitarfélag og stofn- ana þeirra. Alexander Stefánsson, vara- formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga mun setja fundinn, en si'ðan verða flutt átta fram- söguerindi um hina ýmsa þætti umræðuefnisins. Um áttatiu manns höfðu á mánudaginn tilkynnt þátttöku sina á fundinum. G. Einarsson frá Bolungarvik meðal þátttakenda. Þá er Magnus FSldt, unglingameistari Sviþjóðar kominn til tslands og fer hann austur að Kiaustri i skákbúðir þar. Þá fara unglingar til Noregs i ágúst i skákbúðir og einnig hefur borist boð til islenskra unglinga að taka þátt i Akropolismóti i Grikklandi i júli og einnig i skák- móti i Glasgow i september. Akveðið hefur verið að Jóhann Hjartarson fari á heimsmeistara- mót sveina sem haidið verður i Belfort i Frakklandi I júli. Einnig hefur verið ákveðið að Margeir Pétursson fari á heimsmeistara- mót unglinga i Noregi. Er stefnt að þvi að bæði Jóhann og Margeir geti haft aöstoðarmenn með sér og hefur verið falast eftir að Helgi Olafsson verði aðstoðar- maður Jóhanns. Þá verður send sveit á heims- meistaramót unglinga undir 16 ára I sveitakeppni i Danmörku i október og ættu Islendingar þar að eiga sigurstranglega sveit. Þá fara islenskar sveitir á Norðurlandameistaramót grunn- skóla og framhaldsskóla i sumar. Norðurlandamótið i skák verður haldiö i Sundsvall i Sviþjóð 26. júli til 4. ágúst og verða sendir þangað þau Ingvar Asmundsson skákmeistari Islands, Aslaug Kristinsdóttir, kvenskákmeistari Islands, Jón L. Arnason, Norður- landameistari unglinga og Guð- laug Þorsteinsdóttir kvenskák- meistari Noröurlanda. öðrum skákmönnum er einnig heimil þátttaka á eigin vegum. Fyrsti áfangi í átt til verðtryggingar: Vextir hækka um 2.5% 1. júní Lágir grunnvextir og hækkandi verðbótaþáttur Breytt vaxtaákvæöi taka gildi hinn 1. júni. t samræmi viö þaö markmiö ólafslaga aö inn- og út- lán veröi að fullu verötryggö i áföngum fyrir árslok 1980 veröur fyrsta skrefiö tekiö nú. Sam- kvæmt þvi veröur vaxtahækkun nú almennt 2,5%. Grunnvextir verða frá 5 til 7,5%, enveröbóta- þáttur 17 til 27 % eftir tegundum lána og reikninga. 1 frétt frá Seðlabankanum segir að framkvæmd vaxtastefnu og verðtryggingar samkvæmt Ólafs- lögum geti einkum veriö tvenns konar. Annars vegar að höfuðstóll láns sé bundinn ákveðinni visitölu og afborganir og vextir séu reikn- aðir af verðbættum höfuðstól á hverjum tima, svo sem nú á sér stað hjá fjárfestingarlánasjóðum og lffeyrissjóðum, en hins vegar að vextir að meðtöldum verð- bótaþætti verði látnir fylgja verð- bólguþróun, og á sú regla fyrst og fremst við almenn viöskipti inn- lánsstofnana. Mat verðbólgustigs verður framvegis miðað við sérstaka verðbótavisitölu þegar vaxta- ákvarðanir verða teknar. Hún er samsett úr 2/3 af visitölu fram- færslukostnaðar og 1/3 af visitölu byggingarkostnaðar. Miðaö er bæði við reynslu og spár fram i timann og þannig talið að byggt sé á verðbólgureynslu sem mönn- um er i fersku minni og þeirri sem best er vitaö um i náinni framtið. Núgildandi mat verð- bólgustigs samkvæmt þessari reglu er nú 41.8% segir i frétt Seðlabankans. Viðmiðunarvextir og vaxtabreytingar. Lögin mæla svo fyrir, að reglur um verðtryggingu skuli einkum við það miðaðar að tryggja allt sparifé, sem bundið er til þriggja mánaða eða lengur gegn verð- rýrnun af völdum verðhækkana. Vextir þriggja mánaða vaxta- aukainnlána mynda samkvæmt þessu viðmiðunargrund völl vaxtakerfisins, og er við það miö- að, að vextir af þeim verði orðnir jafnir verðbólgustigi i árslok 1980. Vextir þessara innlána eru nú 25%, eða sem svarar 60% af metnu verðbólgustigi. Aformað er að ná þessu hlutfalli upp i 100 i sjö áföngum eða sem svarar 5,7 prósentustigum hverju sinni. I fyrsta áfanga leiðir þetta til þess, að þriggja mánaða innlánsvextir þurfi að hækka um 2,5%, þ.e. verði 27,5%, og munu flestir aðrir vextir hækka að sama skapi. I þessari reglu felst, að verð- bótaþáttur vaxta mundi hækka um nálægt 2,5% ársfjórðungslega Framhald á 14. siðu Vaxtabreytingin 1. júni Hér fer á eftir yfirlit hinna nýju vaxtaákvæöa, og eru núgildandi vaxtakjör tekin meö til samanburöar. Vextir og veröbót frá 1.6.79. Vextir j nú ! samtals Grunn vextir Verö- bóta- þáttur Vextir alls Innlán: % % % % alm.sparifé 19.0 5.0 17.0 22.0 6. mán. reikn 20.5 6.0 17.0 23.0 I2mán og lOára reikn 22.0 7.0 17.0 24.0 3ja mán. vaxtaaukareikn 25.0 5.5 22.0 27.5 12, mán vaxtaaukareikn 32.0 7.5 27.0 34.5 veltiinnlán 3.0 5.5 skammtima vixlar (forvextir) 23.5 25.5 samningsvixlar (forvextir) 23.5 5.5 20.0 25.5 hlr. (vextir og við- skiptagjald) 25.0 5.5 22.0 27.5 hlr. (skammtimayfirdr) 25.0 — 27.0 skuldabréf,alm 26.0 6.5 22.0 28.5 vaxtaaukalán 33.0 8.5 27.0 35.5 endurkaupanleg afurða- lán 18.25 3.5 17.0 20.5 verðtryggð skuldabréf (4ára lágmarkstimi) 2.0 vanskilavextir pr. mánuð 3.0 - — 4.0

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.