Þjóðviljinn - 09.06.1979, Page 2

Þjóðviljinn - 09.06.1979, Page 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 9. Júnl, 1979 Dalai Lama — ekki alveg heillum horfinn. Dalaí Lama boöiö til Mongólíu og Sovétríkjanna Sovétrikin og Mongúlia hafa boöið Dalai Lama, hin- um útlæga höfuðklerki og goökonungi Tlbets, aö heim- sækja þessi riki tvö og að sitja ráöstefnu Búddasinna i Asiu, sem halda á i Mongóliu um miðjan mánuöinn og á að hafa eflingu friöarins i heim- inum aö höfuöviöfangsefni. Þykir heimboö þetta nokkr- um tiðindum sæta, þar eð Dalai Lama mun ekki fyrr hafa heimsótt ri"ki undir stjórn kommúnista. Eins og vænta mátti fer heimboð þetta allmjög I taugar kinverskra ráöa- manna, en undan þeim flýði Dalai Lama land eftir að uppreisn Tibeta gegn Kin- verjum 1959 misheppnaðist. Segir kinverska fréttastofan Xinhua að með þessu séu Sovétmenn að reyna aö beita tibetska leiðtoganum fyrir sig i deilunum við Kina og sé þaö hættulegt hátterni, „þar eö þeir i Moskvu munu ekki hika við að taka réttarstööu Sinkíangs og Tibets til end- urskoðunar og blása I glæður óánægjunnar i þessum af- skekktu landshlutum ef átökin viö Kina færðust i aukana.” Kinverska stjórnin hefur slðustu mánuðina margskor- að á Dalai Lama og aöra Ti- beta, sem flýðu land um sama leyti, að snúa heim. Heym rekinn úr rithöfunda- sambandi við níunda mann 7/6 — Niu austurþýskir rit- höfundar hafa veriö reknir úr rithöfundasambandi landsins, að sögn austur- þýsku fréttastofunnar ASN. Eru þeir sakaðir um and- kommúniskan áróöur og fyr- ir . að hafa rægt Austur-Þýskaland og menn- ingarmálastefnu þess I er- lendum fjölmiðlum. Meöal rithöfunda þessara niu er Stefan Heym, sem af mörgum er talinn snjallasti rithöfundur Austur-Þýska- lands. Svo er að heyra á fréttum um þetta aö brott- reksturinn hafi ekki gengiö fyrir sig mótspyrnulaust, þvi að það tók Austur-Berlinar- deild rithöfundasambands- ins fimm klukkustunda fund að afgreiða málið og fjórð- ungur þeirra 300 rithöfunda, sem sátu fundinn, greiddu brottvisuninni ekki atkvæöi. Einn þriöji breskra kaus 7/6 — Aðeins þriöjungur breskra kjósenda ómakaði sig á kjörstað I kosningunum til þings Efnahagsbandalags Evrópu, sem fram fóru þar i landi i gær. Kjörsókn var allsstaðar léleg nema i Norð- ur-lrlandi, þar sem kosn- ingabaráttan snerist að miklu leyti upp i atkvæða- keppni milli mótmælenda og kaþólikka. Iranskir einka- bankar þjóönýttir Óvíst um erlendar jjárfestingar 8/6 — transka stjórnin tilkynnti i dag að allir bankar i einkaeign i landinu hefðu verið þjóðnýttir, bæði til þess að gæta efnahags- legra hagsmuna landsins og örva atvinnulifið. Erlendir bankamenn i Teheran taka þessu með furðan- legri stillingu og segja likur á þvi að þetta geti bætt eitthvað ásig- komulag banka þessara, sem hefur verið hið versta undanfarið. Meðal annars vonast erlendir bankamenn til þess, að þjóðnýt- ingin verði til þess að bankarnir borgi erlend lán. Basargan forsætisráðherra, sem tilkynnti þjóðnýtinguna, gat þess ekki hvað yrði um fjármagn það erlent, sem fest er i 14 irönsk- um einkabönkum, en fulltrúar er- lendra banka i Teheran eru sagð- ir farnir að manna sig upp i að fara fram á bætur. Bankamála- sérfræðingar segja erlenda banka, einkum breska, banda- riska, hollenska, vesturþýska, franska, italska, japanska, sovéska og arabiska hafa f járfest allt að 100 miljónum dollara i irönskum einkabönkum. Basargan forsætisráöherra gat þess að þjóönýtingin hefði verið ákveðin fyrir nokkru, en ákveðið heföi verið aö tilkynna hana ekki fyrr en á afmælisdag Alis, tengdasonar Múhameðs spá- manns, en Ali er i sérstökum há- vegum hafður i sjitadómi, þeirri grein Múhameðstrúar sem Pers- ar aöhyllast. EBE-kosningarnar í Frakklandi: Harðar deilur milli hægri flokkanna 8/6 — Kosningabaráttan fyrir kosningarnar til þings Efnahags- bandalags Evrópu i Frakklandi er hin harðasta og draga stóru flokkarnir fjórir, gaulleistar, Lýðræðisbandalagið, sósialistar og kommúnistar hvergi af sér. Hægri öfgamenn hleyptu i gær- kvöldi upp fundi Lýðræöisbanda- lagsins (flokks Giscards d’Estaing forseta), þar sem Simone Veil, heilbrigðismálaráð- herra og einn atkvæðamestu stjórnmálamanna Frakka um þessar mundir, var meðal ræðu- manna. Hægriöfgamenn æptu ókvæðis- orð að Veil út af frumvarpi um fóstureyðingar, sem hún kom i gegnum þingiö fyrir fimm árum, og köstuðu fýlusprengjum. Simone Veil, sem er Gyðingur og lifði af fangabúðavist i Auschwitz i siöari heimsstyrjöld, gaf til kynna að hún vissi hvers eðlis óeirðaseggirnir væru er hún hrópaði til þeirra: „Ykkur tekst ekki að hræða mig. Ég hef lifað af það sem var verra en þið eruð.” Veil er efst á lista Lýðræðis- bandalagsins i kosningum þess- um og skoðanakönnuðir spá henni og fylgismönnum hennar stór- sigri. Hinsvegar er þvi spáð að gaulleistar muni tapa, jafnvel miklu. Mikil heift hefur einkennt baráttuna milli þessara tveggja aðalflokka til hægri i frönskum stjórnmálum, en þeir standa saman að rikisstjórn. Ottast nú ýmsir háttsettir stjórnmálamenn til hægri að úlfúðin verði svo mik- il aö stjórnin splundrist. Gaulleistar eru á móti aukinni sambræðslu Vestur-Evrópurikja, en fylgismenn Giscards forseta með. Fréttaskýring: Minnsta, þéttbýlasta og þróaöasta land M-Ameríku Uppreisnin i Nicaragua er ekki lengur bundin við það land eitt, heldur orðin að sameiginlegu frelsisstrlði Mið-Amerikumanna, þarsem barist er fyrir þvl að losa þessi ógæfusömu lönd við aftur- hald, einræði og yfirdrottnun Bandarikjanna, sem ráðskað hafa með Mið-Amerikurlkin eins og einskonar nýlendur frá þvi á nitjándu öld. Burtséð frá Nicaragua virðist nú mest vera að gerast í E1 Salvador. E1 Salvador er minnst Mið-Amerikulanda, aö flatarmáli eins og einn islenskur landsfjórö- ungur eða tæplega þaö. Það er lika þéttbýlast landa þessara og eru ibúar yfir fjórar miljónir. Sökum landþrengsla hafa all- margir Salvadorar flutttil strjál- býlli grannlanda og uröu þeir fólksflutningar meðal annars undirrót striös milli E1 Salvador og Hondúras fyrir nokkrum ár- um. Illindi út af knattspyrnuleik urðu aö sögn kveikjan að þvl striði, sem stóð stutt. 68% barna óskilgetin Samkvæmt nýlegum hag- skýrslum er þorri Salvadora Mestisar, það er að segja kyn- blendingar hvltra manna (eink- um Spánverja) og Indiána, og má gera ráð fyrir að Indlánar hafi lagt öllu meira til 1 púkkið. Af- gangurinn er sagður „hreinkynj- aðir” hvltir menn og Indiánar. Um helmingur landsmanna býr i borgum, enda þótt landbúnaöur séaöalatvinnuvegurinn. Ibúar ná að meöaltali 56 ára aldri. Sam- kvæmt manntali 1971 lifir rúmur fjórðungur landsmanna i óvigðri sambúð og 68 af hundraði barna fæddra það árvoru óskilgefin. Er þó landið harðkaþólskt, svö sem önnur rómanskamerisk riki. Um helmingur landsmanna er ólæs og óskrifandi, og er það svipaö og i gra nnrikjunum. Iðnþróun til litilla bóta E1 Salvador hefur landamæri að Gúatemala og Hondúras og liggur aö Kyrrahafi. Landið er fjöllótt ogloftslag lvið svalara en gerist i þeim heimshluta. Aðal- undirstaðan aö efnahag landsins er kaffi, en bómull er einnig mikiö ræktuð. Vegakerfi er sæmilegt á miðameriskan mælikvarða og yf- irhöfuð er E1 Salvador þróaðasta land Mið-Ameriku. Iðnaður er þar meiri en I grannlöndunum og verkamanna- og iönaðarmanna- stétt i borgum þar af leiðandi fjöl- mennari. Framfarirnar i iðnaði og öðru hafa einkum veriö siöan um miðjan sjöunda áratuginn, en eins og viðar hefur viljað ske i Rómönsku-Ameriku hafa þær aö- einsorðiðtil þess að breikka biliö milli rikra ogfátækra. Yfirstéttin hefúr fitnað stórum á framförun- um og lúxuslifnaður hennar orðiö hóflausari en nokkru sinni fyrr, en hagur alls aimennings er engu betri en áöur. Svo er að heyra að sérstaklega þetta hafi leitt til þess, að nú brýst óánægja almennings út i ljósum loga. Það veikir aöstööu hinna vinstrisinnuöu stjórnarandstæö- inga að þeir eru sundraðir; aö minnsta kosti þrenn vinstrisam- tök heyja skæruhernað gegn stjórninni. Þar að auki eru sam- tök námsmanna, verkamanna og bænda, sem stóðu að töku sendi- ráðanna og dómkirkjunnar ný- verið. Fátt er vitað um þau sam- tök, enda starfa þau auðvitað leynilega eins og allir andstæð- ingar hinnar hægri sinnuöu her- foringjastjórnar verða að gera. En liðsmenn þeirra virðast vel agaöir og þjálfaðir. Peningamenn flýja svari stjórnarandstæðinga i E1 Salvador en vlðast annarsstaðar og I samræmi við það ekki farið varhluta af ofsóknum stjórnar- innar og bófaflokka á hennar veg- um. Sumir prestanna styðja skæruliðana beinlinis vegna eðli- legrar andstyggöar á óþjóðalýö þeim, er landinustjórnar, en gera má ráð fyrir aö ráðamenn kirkj- unnar telji að herforingjastjórnin gangi of langt i skepnuskapnum og muni þvi kollsigla sig fyrr en varir, ef hún dragi ekki snarlega saman seglin. Ekki sfður alvar- legt er það fyrir herforingjaklik- unaog núverandi oddvita hennar, Romero hershöföingja, aö inn- lendir og erlendir peningamenn teljiekki á hana veðjandi lengur. Mikill fjármagnsflótti frá landinu er hafinn. Erlendir kaupsýslu- menn og atvinnurekendur yfir- gefa landið og aðrir hætta við áö- ur fyrirhugaðar fjárfestingar þar. Þessi heilbrigöa varkámi er- lendra peningamanna stafar trúlega öörum þræði af þvi, aö salvadorskir skæruliðar hafa ver- ið skæöir meö að ræna þeim og krefja auðhringana húsbændur þeirra um gifurlegar fúlgur lausnargjaids. — dþ Hadar Cars — 90 kilómetra hámarkshraði. Svíar lækka hámarkshrada 7/6 — Sænska stjórnin hefur tilkynnt ráðstafanir sem ætlast er tfl að dragi úr oliu- og bensinnotkun i landinu um 10% nú I sumar. Ráðstafanirnar eru þær, að á timabilinu 21. júní til 1. september verður hamarksökuhraði lækkaður úr 110 kilómetrum á klukkustund, i 90 kílómetra, auk þess sem bensinstöðvar fá að hækka verðið frá sér um 10 aura sænska á literinn. Hadar Cars, viðskipta- ráðherra Sviþjóðar, sagðist vona að þessar ráðstafanir gerðu að verkum að ekki þyrfti að skammta oliu og bensin en stjórnin væri þó að búa sig undir það til vonar og vara. Bókassa tók sjálfur þátt í barnamorðunum 7/6 — Ange Patasse, fyrrum forsætisráðherra Mið-Afrikukeisaradæmisins. lýsti þvl yfir i dag að hann væri að setja á stofn visi aö útlagsstjórn, er vinna skyldi gegn ógnarstjórn Bokassa keisara. Patasse var sviptur fofsætisráðherraembætti i júli i fyrra. Margir hafa nú tekið undir ákærur Amnesty Inter- national, Jjess efnis að Bokassa hafi látið myrða allt að hundrað börn og unglinga fyrir að þau neituðu að kaupa skólaeinkennisbún- inga, framleidda af fyrirtæki keisarans. mið-afriskur stúdent, sem flýði til grann- rikisins Kongó i s.l. mánuði, hafði eftir öðrum námsmönnum að Bokassa hefði meö eigin hendi tekið þátt i barnamorðunum og meðal annars sést stinga augu úr sumum barnanna. Pravda mildast í garð Kínverja 8/6—Pravda birti i dag frétt meö vinsamlegum orðum I garð Kinverja, og hefur annað eins ekki sést I sovéskum blöðum i al 1- nokkur ár, svo að vestrænir fréttamenn austur þar hafi tekið eftir. Var Kinverjum hrósað fyrir varnir gegn mengun og þess getið aö mjög hef öi tekist að draga úr loftmengun i Peking. Orðalagið i fréttinni er talin visbending af hálfu sovéskra valdhafa um að þeir séu fúsir til aö bæta samskiptin viö Ki'na. Sovéskir fjölmiðlar gerðust iviö mildari i garö Kinverja nýlega eftir að kinverskir ráöamenn gáfu i skyn, aö þeir vildu viðræður við Sovétmenn til að draga úr viðsjám. A þriðjudaginn bauð sovéska stjórnin þeirri kinversku að senda háttsett- an mann til viöræðna 1 Moskvu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.