Þjóðviljinn - 09.06.1979, Síða 5

Þjóðviljinn - 09.06.1979, Síða 5
Laugardagur 9. Júnl, 1979 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 F.v. Andri Teitsson, Akureyri, Bergþór Gunnlaugsson Þingeyri, Böivar Þórisson Kópavogi og Helgi Laxdal Kópavogi. Lengst til hægri eru vélhjólapiltarnir Þorsteinn Gunnlaugsson Hafnarfirði, og Þórð- ur Pálsson Keflavik. íslenskir strákar í hjól- reiöakeppni í Madrid Loka- átakið urn helgina Eins og kunnugt er hafa dróttskátar á suðvesturlandi skipulagt og framkvæmt kassabflakeppni til stvrktar góðu málefni. Keppnin fór fram fyrir tveim vikum og lauk henni á lóð Kópavogshælis innan um fjölmenni i hinu besta veðri. Þessu lofsverða og frumlega framtaki skátanna var hrundið af stað til fjáröflun- ar fyrir ákveðið verkefni á hælinuogkunna allir velunn- arar vistmannanna þeim hinar bestu þakkir. Verkefnið sem unnið er að með fjársöfnun skátanna er að kaupa bifreið til að aka vistmönnum i ýmsar nauð- synjaferðir sem þeir ekki komast annars vegna fötlun- ar sinnar. Rikisspitalarnir munu siðan bera reksturs- kostnað bifreiðarinnar þegar hún er fengin. Enn vantár nokkurt fjár- magn til bifreiðarkaupanna ogþvihugsaskátarnir sér að hefja stórsókn til lokaátaks- ins nú um helgina. Það er von min að við sýn- um skátunum þakklæti i verki um þessahelgi með þvi að láta nokkra fjármuni renna til söfnunarinnar. Rétt er að geta þess að girónúmer söfnunarinnar er 63336-4. Arni Pálsson sóknarprestur Mynd Gunnlaugs Scheving, sem Jansson gaf Listasafn- inu. Höfðingleg gjof Dr. Sven B. Jansson fyrr- verandi þjóðminjavörður Svía sem var hér á fyrir- lestraferð nýlega færði Listasafni tslands höfðing- lega gjöf. Er hér um að ræða oliu- málverk af sjómanni eftir Gunnlaug Scheving, málað 1934. Þegar Jansson dvaldist hér á árunum fyrir seinni heimsstyr jöldina keypti hann málverk þetta. Gjöf þessi er Listasafninu afar kærkomin ekki aðeins fyrir það hversu gott verkið er, heldur einnig vegna þess að safnið á mjög litið af verkum Gunnlaugs Schev- ings frá þessum tima, segir i frétt frá Listasafninu. Guðrún varamaður Á fundi borgarstjórnar sl. fimmtudag fóru fram kosn- ingar í borgarráð og ýmsar nefndir á vegum borgarinn- ar. Sú breytinga varð á skip- an varamanna i borgarráði að Guðrún Helgadóttir tekur nú við af Þór Vigfússyni. 1 borgarráði sitja þeir Sigur- jón Pétursson, Kristján Benediktsson og Björgvin Guðmundsson fyrir meiri- hlutann og Birgir ísleifur Gunnarsson og Ólafur B. Thors fyrir minnihlutann. — ká t lok maí fór fram 17. alþjóð- lega hjólreiðakeppnin i Madrid á Spáni. Af islands hálfu tóku þátt i keppninni: Böðvar Þórisson og Helgi Laxdai báðir úr Kópavogi, Bergþór Gunnlaugsson frá Þing- eyri og Andri Teitsson frá Akur- eyri. Frammistaða reiðhjólapilt- anna var allgóð, þeir urðu i 9. sæti af 14 þjóðum og fremstir Norðurlandabúa. t fyrsta sæti urðu heimamenn Spánverjar, i A vegum samgönguráðuneytis- ins er nú unnið að útgáfu og end- urskoðun laga og reglugcrða um öryggis- og hagsmunamál sjó- manna á mörgum sviðum, þám. i sambandi við öryggisbúnað á loðnuskipum og á neta- og línu- vindum og lokið er athugun á bættri veðurfregnaþjónustu við skip. Kemur þetta fram i frétta- tilkynningu frá ráðuneytinu þar 1 dag kemur hingað til lands GMteborgs Domkyrkas Gosskör á vegum islensk-sænska félagsins og I samvinnu við menntamála- ráðuneytið. Kórinn mun dvelja hér i sex daga og heldur sina fyrstu tónleika á Miklatúni á morgun sunnudag, á f jölskylduhátið þeirri sem samtökin „Lif og land” gangast fyrir. Kórinn heldur einnig tónleika i Háteigs- kirkju á þriðjudag kl. 20.30 og i Selfosskirkju á miðvikudag kl. öðru sæti Frakkar og þriðja urðu Portúgalir. I keppni einstaklinga varð Böðvar Þórisson i 19. sæti af 56 einstaklingum og verður það að teljast mjög góð frammistaða. Jafnframt fór fram 4. alþjóð- lega vélhjólakeppnin og tóku tveir islenskir piltar þátt i henni þeir Þorsteinn Gunniaugsson úr Hafnarfirði og Þórður Pálsson frá Keflavik. Vélhjólapiltarnir urðu i 11. sem það segist, að gefnu tilefni, viija upplýsa eftirfarandi: l.Nefnd sem skipuð var til að endurskoða ákvæði i lögum varðandi fjarskiptastöðvar á islenskum skipum hefur lokið störfum. Voru tillögur nefndar- innar sendar 8 umsagnaraðil- um og er svara að vænta um miðjan þennan mánuð. 1 tillög- 20.30. Þá mun drengjakórinn syngja i boði forseta íslands á Bessastöðum á mánudag. A efnisskrá Göteborgs Domkyrkas Gosskör i þessari Islandsferð eru bæði kirkjuleg og veraldleg verk, þar á meðal mörg þekkt klassisk tónverk, svo og sænskar visur og þjóðlög. Stjórnandi kórsins eru Birgitta Persson og undirleikari er organ- istinn Eric Persson sem er faðir stjórnandans. Drengjakór dómkirkjunnar i Gautaborg var stofnaður 1962 og sæti. 1 einstaklingskeppni á vél- hjólum varð Þorsteinn i 14. sæti af 26 einstaklingum. Móttökur Spánverja voru með ágætum. Ferð piltanna voru verðlaun fyrir góða frammistöðu i spurningakeppni er fram fór i mars s.l. Fararstjórn og þjálfun önnuð- ust Guðmundur Þorsteinsson námstjóri i umferðarfræðslu og Baldvin Ottósson lögregluvarð- stjóri. um þessum er m.a. gert ráð fyrir neyðarsendum i gúmmi- björgunarbátum. Komi ekki fram alvarlegar athugasemdir við þessi áform er þess að vænta, að nýjar reglur verði gefnar út þegar að umsagnar- fresti loknum. 2.Starfandi er nefnd, sem fjallar um aðbúnað og öryggismál sjó- manna á islenskum skipum. Verkefni nefndarinnar er viða- mikið. Hefur ein reglugerð ver- ið gefin út af samgönguráð- herra um aðbúnað i fiskiskip- um, en nefndin heldur áfram störfum. Verður sérstaklega óskað eftir þvi af ráðuneytinu að nefndin geri tafarlaust tillögur um hertar reglur varð- andi öryggisloka á neta- og linuvindur og öryggisbúnað á skut loðnuskipa, þar sem ráðu- neytið telur að ekki megi leng- ur dragast að reglur séu hertar i þessum efnum. 3. A vegum ráðuneytisins hefur verið starfandi nefnd til að semja reglur um smiði og ör- yggisbúnað báta minni en 6 m. Nefnd þessi hefur lokið störfum og hafa reglurnar verið birtar. hefur siðan haldið fjölmargva tónleika heima og erlendis. A tiltölulega stuttum starfstima hefur drengjakórinn getið sér afburða gott orð og jafnvel verið likt við Vinardrengjakórinn. Fjörutiu drengir eru i Islands- ferð kórsins, en þetta er i fyrsta sinn sem Göteborgs Domkyrkas Gosskör kemur hingað til lands. Kórdrengirnir dvelja á heimilum félagsmanna i tslensk-sænska féláginu og hjá ýmsu tónlistar- áhugafólki meðan á Islands- dvölinni stendur. 1 Fjölbrautaskólanum j á Akranesi slitið Aukin starf- semi og nýjar verknáms- I brautir Fjölbrautaskólanum á Akra- nesi var slitið 24. mai. Skóla- meistari ólafur Asgeirsson flutti yfirlitsræðu um starfsemi skól- ans. Nemendur I vetur voru 286 á Bnámssviðum. Auk þessannaðist skólinn kennslu i 8. og 9. bekk grunnskóla. Kennarar i vetur voru 43 talsins þar af 36 fastir kennarar. Starfsemi skólans hefur aukist mjög nú á öðru starfsári hans, hafin var kennsla á verknáms- brautum i málm-, tré- og rafiðn- um og gefinn út nýr námsvisir skólans, sem starfar eftir áfanga- kerfi. Komfram i máli skólameistara að mjög brýnt er að hraðað verði byggingu nýs grunnskóla á Akra- nesiþvi mjög þröngt er um starf- semi skóla í bænum, en skóla- bygging stendur fyrir dyrum. Þá er brýnasta verkefni i húsnæðis- málum fjölbrautaskólans að reist verði hús yfir verknámsdeildir hans. I vetur sóttu skólann 63 nem- endur utan Akraness og bjó hluti þeirra i heimavist. Aætlað er að nemendur verði um 400 haustið 1979. Að þessu sinni voru brautskráð- ir frá skólanum nemendur á fjór- um námssviðum. Fjórir nemend- ur af heilbrigðissviði, af tækni- sviði 23, þar af: 13 húsasmiöir, 1 húsgagnasmiður, 5 vélvirkjar, 1 bifvélavirki, 1 rafvirki, 1 málari og 2 vélstjórar (l.stigs.). Þá 4.Samstarfshópur á vegum ráðu- neytisins hefur lokið athugun á bættri veðurfregnaþjónustu við skip. Ráðuneytið mun beita sér fyrir þvi að koma tillögum nefndarinnar til framkvæmda. 5.Um endurskoðun á lögum um skipstjórnarmenn og vélstjóra á islenskum skipum hefur verið starfandi nefnd, sem nú hefur einnig verið falið að endur- skoða lög um lögskráningu sjó- manna frá 1961. Nefnd þessi hefur haldið marga fundi um verkefnið og bætist nú við end- urskoðun laga um lögskráningu sjómanna. Má gera ráð fyrir nokkrum tima enn.til að nefnd þessi geti lokið störfum, enda • verkefnið umfangsmikið. Tækniskóla íslands slitið: Fyrsta konan útskrifast sem byggingar- tæknifræöingur Tækniskóla tslands var slitið 31. mai sl. í vetur stunduðu ná- lega 400 nemendur nám við skól- ann, þar af voru 22 á Akureyri og 11 á isafirði. Afangakerfi hefur verið reynt við skólann i tvö ár og gefið góða raun. 1 skólanum eru sex deildir og námsbrautir niu. Alls útskrif- uðust 123 „tæknar” úr ýmsum greinum þar af 24 útgerðartækn- ar. Ein kona lauk námi sem bygg- ingartæknifræðingur og er hún fyrsta islenska konan sem lýkur þvi námi hér á landi eftir þvi sem við best vitum. — ká Framhald á 14. siðu SAMGÖNGURAÐUNEYTIÐ: Endurskoðun laga um öryggis- og hagsmunamál sjómanna Drengjakór dómkirkjunnar I Gautaborg. Sænskur drengjakór í íslandsheimsókn

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.