Þjóðviljinn - 09.06.1979, Síða 14

Þjóðviljinn - 09.06.1979, Síða 14
14 SIÐA — ÞJÓOVILJINN Laugardagur 9. Júni, 1979 Gód gjöf til Heilsuverndar- stödvarinnar í Reykjavík Nýlega færöi Hadióbúöin h.f. I Skipholti 19 Heilsuverndarstöö Reykja- vikur aö gjöf fullkomiö myndsegulbandstæki ásamt nokkru magni af myndsegulbandsspólum. Heilsuverndarstööinni er þetta mjög kærkomin gjöf og veröur tækiö notaö bæöi viö fræöslustarf fyrir almenning á vegum hinna fjölmörgu deilda stofnunarinnar, svo og vegna fræöslu fyrir starfsfóikiö. Meöfylgjandi mynd var tekin viö afhendingu tækisins, en þvi veittu móttöku fulltrúar heilbrigöisráös og framkvæmdanefnd Heilsu- verndarstöövarinnar. Taliö f.v.: Skúli G. Johnsen, borgarlæknir, Otto Michelsen, varaborgarfulltrúi, Adda Bára Sigfúsdóttir, formaöur heilbrigöisráös, Gisli Teitsson, framkvæmdastjóri, Bergljót Lindai, hjúkrunar- forstjóri, Grlmur H. Laxdal, framkvæmdastjóri, Páll Glslason, borgarfulitrúi og Hermann Karlsson, tæknimaöur. Erindi i Norræna húsinu: Þróun iðntækniþjónustu i Danmörku Forstjóri Jydsk Teknologisk Institut i Árósum, Jörgen Ladegaard, mun halda erindi i Norræna húsinu n.k. fimmtudag 14. júni kl. 16:00 um þróun iðntækniþjón- ustu i Danmörku. Allir sem hafa áhuga á þróun islensks iðnaðar og iðntækniþjón- ustu hér á landi velkomnir. Iðntæknistofnun íslands Tækniþjónusta á sviði plastiðnaðar Jorolv Holten ráðgjafi við Tæknistofnun rikisins i Oslo heldur erindi um tækniþjón- ustu við plastiðnað i Noregi i Iðntækni- stofnun Islands, Skipholti 37, Reykjavik, miðvikudaginn 13. júni n.k. kl. 17:00. Stjórnendum og tæknimönnum plastiðn- aðarfyrirtækja er sérstaklega boðið að hlýða á ráðgjafann. Iðntæknistofnun íslands. Ásgarðsveiðar í Sogi Stangaveiðifélag Reykjavikur hefur tekið á leigu nýtt veiðisvæði fyrir félagsmenn sina, sem er Sogið, fyrir landi Ásgarðs. Veiðitimi 21/6-20/9 1979. Stangimar eru þrjár og verða seldar saman. Umsóknir um veiðileyfi berist skrifstofu SVFR að Háaleitisbraut 68 (Austurveri) fyrir 16. júni. Stangaveiðifélag Reykjavikur. Aðlúðar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarþel viö and- lát og útför föður okkar og tengdaföður Jóns Sigurjónssonar Karfavogi 25. Sigurjón Jónsson Aöalheiöur Sveinsdóttir Unnur Jónsdóttir Björn Guðmundsson SVFR Fiskverð ekki komið en likur á 10-12% hækkun og hækkun á oliugjaldi Um kvöldmatarleytið í gær lauk fundi hjá Yfirnefnd Verð- lagsráðs án þess að samkomulag yrði um nýtt fiskverð. Annar fundur erboðaðuridag og þá á að reyna aö bræöa saman sam- komulag. Nokkuð áreiðanlegar heimildir herma að hækkunin muni verða á bilinu 10-12% og jafnframt muni oliugjald, sem tekið er af óskipt- um afla, hækka talsvert eða um 6-7%. Hlutur sjómanna mun þá minnka að sama skapi. ÖS Fósturskól- anum slitið Fósturskóla Islands var slitið 25. mai sl. I vetur voru 171 nemandi i skólanurn en i vor brautskráðust 45 fóstrur. Þriðji bekkur skólans fór i kynnisför til Bandarikjanna til að skoða dagvistarheimili, forskóla og fleiri uppeldisstofnanir. Þá var haldiö endurmenntunarnámskeið fyrir fóstrur sl. haust og sóttu það 150 fóstur. Borgarstjórn var einhuga - felldi tillögu hafnarstjórnar Ekki alls fyrir löngu var sam- þykkt tillaga í hafnarstjórn Reykjavikur um að Reykvikingar einir skyldu sitja fyrir um vinnu við höfnina. Þegar tillagan kom til umræðu i borgarstjórn sl. fimmtudag kom i ijós að borgar- stjórnarmenn voru á allt öðru máli um forgang Reyk- vikinga. Tillagan var felld með atkvæöum allra borgarfull- trúa 15alls. Borgarstjórninokkar er sannarlega jafnréttissinnuð. — ká Útideildin í Reykjavík undir Félags- málaráð Framtiö útideildarinnar i Reykjavlk er nú tryggð. Borgar- stjórn samþykkti á siðasta fundi sinum að hér eftir skuli deildin heyra undir Félagsmálaráö. Allnokkrar umræöur urðu á fundinum um þaö hvort starfsem- in ætti heldur heima hjá Æsku- lýösráöi eða Félagsmálaráði, hvort starfsemin væri fyrst og fremst æskulýösstarf eða fyrir- byggjandi félagslegar aðgerðir. Niðurstaöan varð sú að Félags- málastofnun Reykjavikurborgar sé mun betur f stakk búin til að sinna þeim unglingum sem ekki taka þátt i æskulýðsstarfsemi borgarinnar eöa öðru félagsstarfi og eiga viö ýmis vandamál að striða. Væntanlega er umræðu um útideildina lokið i bili og menn sammála um nauösyn hennar og gagnsemi. Tillagan um útideildina gerir ráð fyrir aö ráðinn veröi starfs- maður I hálft starf til aö sjá um framkvæmdir og daglegan rekst- ur og er því von til að starfsemin fái fast aðsetur og búi við betri skilyrði i framtiðinni. — ká jyiomum Auglýsmgasími Þjóðviljans er 8-13-33 1 ! Kvennamál Framhald af bls 8. skammstafanir, má m]óg greinilega merkja þessa sömu tilhneigingu til skiptingar. 011 hin „pólitiskari” mál virðast falla undir verksvið karlkyns blaöamanna. Við á Jafnréttissiðunni leggjum til, að dagblöðin gerist nú einu sinni djörf, rusli svolitið til á ritstjórninni og hafi hlutverkaskipti, þó ekki sé nema I einn dag. Ritstjórarnir fari t.d. i „til hnifs og skeiðar” þættina, en umsjónarmenn þeirra, væntanlega allt konur, taki að sér leiðarana. Lokauppgjör Framhald af bls 10. Rúna RE 5 8.2 Sæþór KE 9 51.7 AndriRE 5 10.6 Róbert RE 6 10.7 Þóröur Sig. KE 1 5.6 Sædis HF 2 1.1 Reynir KE 2 0.9 Samtals 2162 9886,4 1978Samtals 1989 7272,5 SKUTTOGARAR: Erlingur GK 5 567.4 Dagstjarnan KE 4 494.1 Ólafur Jónss.GK 1 171.7 Samtals 10 1 233,2 Hugleiðing Framhald at 9. siðu. rikja sem ekki er stjórnað með gerræði fasismans) að gæta heildarhagsmuna borgara- stéttarinnar en ekki þjóna einum hluta stéttarinnar á kostnað annars. 1 rikiskerfinu öllu eru auk þess aö verki gömul tregðulögmál sem mjög hafa styrkst viö stétta- samvinnu undanfarna áratugi. Þetta hvorttveggja veldur þvi að ríkið mun streitast gegn þvi að einn hluti borgarastéttarinnar kippi tilverugrundvellinum und- an öðrum hluta hennar — og breytti engu þó sá fyrri heföi tögl og hagldir á alþingi og i rikis- stjórn. Til aö draumurinn rætist að fullu verður þvi að vinna bug á islenska þjóðrikinu i þess nú- verandi mynd. Og þarsem enginn grundvöllur er fyrir hefðbundn- um fasisma og bein hernaðar- ihlutun Bandarikjanna er óhugsandi þó ekki sé nema vegna þess að Bandarikin hafa hvorki ástæðu né áhuga á sliku einsog sakir standa, þá er ekki nema um það eitt að ræða að smáauka „frelsið” og láta þannig alþjóð- legan kapitalisma vinna verkið íf^ÞJÓÐ LEIKHÚSIB A SAMA TÍMA AÐ ARI i kvöld kl. 20 þriðjudag kl. 20 Fáar sýningar eftir. STUNDARFRIÐUR sunnudag kl. 20 miðvikudag kl. 20 Fáar sýningar eftir. Miðasala 13.15 — 20. Sími 1-1200. LK!KFF,IAG 2s2; aa RFYKIAVlKljR “ ” ER ÞE TTA EKKI MITT LIF? 10. sýn. I kvöld, uppselt. Þriðjudag kl. 20.30. Fimmtudag kl. 20.30. Föstudag kl. 20.30. Siðustu sýningar á þessu leik- ári. Miðasala i Iðnó kl. 14 — 20.30, simi 16620. BLESSAÐ BARNALAN Miðnætursýning I Austurbæjarbiói Aukasýning i kvöld kí. 23.30. Miðasala I Austurbæjarbiói kl. 16 — 23.30. Slmi 11384. j og ganga endanlega af þjóðrikinu i dauðu. Endanlega segi ég vegna þess að þetta ferli er hafið fyrir löngu. ! Það er aðeins sjálft andlátið sem j er eftir. Og einsog allt sem lifir og j er svo Ihaldssamt að það vill j halda þvi áfram, þá berst þjóð- I rikið um þó veikburða sé. 5) Söngurinn um fullkomið frelsi markaðslögmálanna og minni rikisafskipti er hvorki heimska né geðveiki heldur undirbúningur undir og hug- myndafræðileg réttlæting á sárs- aukafullri aðgerð, nokkurskonar efnahagslegu og pólitisku liknar- morði. Markmiðið er ástand þar sem hluti borgarastéttarinnar getur óáreittur dafnað i þjónustu og samvinnu við erlent auömagn. Kapitalísk tortiming islenska þjóðrikisins er aðeins óhjákvæmilegur áfangi aö þvi marki. Aukin starfsemi Framhald af 5. siðu. brautskráðust I fyrsta sinn nem- endur af fiskvinnslubraut og upp- eldisbraut. Af viðskiptasviði luku 8 nemendur verslunarprófi. Auk þessara nemenda luku 13 nem- endur prófum frá skólanum I des- ember. alþýðubandalagiö Alþýðubandalagið I Hafnarfirði Fundur verður I Bæjarmálaráði mánudaginn 11. júni kl. 20.30 að Strandgötu 41. Allir félagar velkomnir Kaffi á staðnum. Kjördæmisráð Alþýðubandalagsins i Reykjaneskjördæmi. Kjördæmisráð Alþýðubandalagsins I Reykjaneskjördæmi heldur aöal- fund sinn þriðjudaginn 12. j.ú.nf kl. 20. i Þinghóli I Kópavogi. Dagskrá er sem hér segir: 1) Venjuleg aðalfundarstörf 2) Skýrsla uppstillingarnefndar um forval og framkvæmd þess. 3) Svavar Gestsson viðskiptaráðherra ræðir um stjórnmálaástandið. Svavar Rúnar Armann IngiS. Hvert stefnir? Er Alþýðubandalagið baráttuvigi sósialista eða flokkur borgarastéttanna? Umræðufundur um stefnu og störf Alþýöubandalagsins verður haldinn I Tryggvaskála föstudaginn 15. júni kl. 8.30. Frummælendur: Rúnar Armann Arthursson, Ingi S. Ingason og Svavar Gestsson. Frjálsar umræður. Sýnum samstöðu og mætum öll! Æskulýösnefnd Alþýðubandalags Suðurlands.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.