Þjóðviljinn - 23.06.1979, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 23.06.1979, Blaðsíða 20
MOÐVIUINN mmmmm^^^mmmmmm Laugardagur 23. júní 1979 Flug- dagurinn í dag Flugdagurinn er I dag. Ljós- myndurum dagblaöanna var boö- iö I listflug i gær meö breska flug- manninum Antony Bianchi. Hann lék miklar listir I loftinu, snéri flugvélinni á alla kanta viö mikla hrifningu þeirra sem meö honum fóru. Þegar Leifur ljósmyndari steig á jöröina var hann eitt sælubros og sagöi aö þessi ferö væri ein sú skemmtiiegasta sem hann heföi fariö á ævinni. (Ljósm. Leifur) Jafnréttis ekki gœtt Éngar auglýsing- ar eftir skipum til rækju- leitar Frádráttur frá 70 daga banninu útá veiðarnar? Mikillar óánægju gætir meöal sjómanna vföa vegna þeirrar ráö- stöfunar sjávarútvegsráöuneytis- ins aö taka skuttogarann Dagný frá Sigiufiröi á leigu til tilrauna- veiöa á rækju, án þess aö áöur hafi veriö auglýst eftir umsókn- um báta um þessar tilraunaveiö- ar eins og venja hefur veriö hing- aö til. Er skemmst aö minnast aug- lýsinga ráöuneytisins fyrir Framhald á blaösiöu 18. Aöalsimi Þjóöviljans er 81333 kl. 9 — 20 mánudaga til föstudaga, kl. 9—12 f.h. og 17 — 19 e.h. á laugardögum. Utan þess tima er hægt aö ná i blaöamenn og aöra starfs- menn blaösins i þessum simum: Ritstjórn 81382, ,81527, 81257 og 81285, afgreiösla 81482 og Blaöaprent 81348. G 81333 Einnig skal bent á heima- sima starfsmanna undir nafni Þjóöviijans I sima- skrá. Náttúruverndarsamtök í Bandaríkjunum Getum eyðilagt verði Greenpeace beitt ofríki öflug náttúruverndarsamtök i Bandarikjunum hafa lýst yfir, aö þau ihugi aö taka upp baráttu gegn islenskum afuröum á bandariskum mörkuöum, veröi farbanninu sem borgarfógetinn i Reykjavik setti á Rainbow Warrior, skip Greenpeace-sam- takanna hér viö land, ekki aflétt á þriöjudag. Jafnframt munu þau taka til alvarlegrar athugunar aö hefja slika aögerö, ef i ljós kemur að stjórnvöld hyggjast þæfast fyrir baráttu Greenpeace hér viö land meö þvi aö láta lögbannsmáliö, sem Hvalur h/f hefur höfðaö gegn samtökunum, velkjast fyrir dómstólunum I nokkur ár. En meöan málarekstur er i gangi myndu aögeröir samtakanna sjálfkrafa bannast, og meö hliö- sjón af löku ástandi dómskerfis- ins telja talsmenn hvalverndar- fiskmarkaðínn manna hættu á þessu. Greenpeacemenn á Islandi segja aö aðgeröin sem banda- risku náttúruverndarfélögin hafa i hyggju, sé ekki runnin undan rifjum Greenpeace. Hér sé ein- ungis um aö ræöa stuðningsmenn hvalfriðunar, sem sjái sig til- neydda til aö gripa til örþrifaráöa ef dómsvöld á Islandi ætla aö beita hvalfriðunarfólk augljósum órétti. Þess má geta að hvalvernd nýt- ur mikils fylgis i Bandarikjunum, og viða á vesturströndinni er hún rekin nánast einsog heilagt strið. Náttúruverndarsamtök vestra hafa hlotið mikinn hljómgrunn manna á meðal. Þau hafa einnig nokkru fjármagni yfir aö ráöa og munu þvi örugglega hafa erindi sem erfiöi i áróöri gegn islensk- um fiskafuröum á Bandarikja- markaði. íslensk stjórnvöld ættu þvi aö hugsa sig um tvisvar áður en Greenpeace-samtökin veröa tekin þjösnatökum einsog sumir hafa lagt til. — ÖS Þýskt skólaskip kom í heimsókn 1 gærmorgun kom þýska skólaskipið Deutschland i Sundahöfn. Þetta er um 4.800 tonna skip, 138 metrar aö lengd og gengur mest 21 hnút. Um borö eru rösklega 500 manns, um 300 manna áhöfn og 200 sjóliösforingjaefni, en skipið er ein helsta þjálfunar- stöö vesturþýska flotans. Skipiö var tekiö i notkun 1963 og var þá stærsta skip þýska flotans. Þaö hefur siglt viöa og heimsótt ótal erlendar hafnir. 1 dag fóru yfirmenn skipsins I heimsókn til embættismanns yfirmanns Landhelgisgæsl- unnar og forseta borgar- stjórnar og tóku viö gestum um kvöldiö. 1 dag veröur skipið opiö al- menningi til sýnis frá kl. 16 til 19.00. ljósm.: Leifur Friðun Bernhöftstotfu: Tekin fyrir á næsta ríkisstjórnarfundi Nauðsynlegt að skapa samkomulag vegna fjárútláta, segir Ragnar Arnalds, menntamálaráðherra „Næsta skref varðandi Bernhöftstorf una verður að ræða hvernig best verður staðið að friðun hennar í ríkisstjórn og í viðræðum við húsfriðunar- nefnd og f jármálaráðu- neytið. Þetta verður að gera sérstaklega, vegna þess að það hlýtur að kosta nokkur fjárútlát að koma þessum húsum í sómasam- legt ástand," sagði Ragnar Arnalds menntamálaráð- herra í samtali við Þjóð- viljann í gær. Ragnar sagöi, aö þaö heföi aldrei fariö leynt aö hann heföi veriö algjörlega andvigur þvi aö byggja hvert stórhýsiö af ööru i miöbænum og eðlilegra aö búa til nýjan miöbæ fyrir þær opinberu byggingar sem þarf aö reisa en varðveita heldur gamla miöbæ- inn og sérstaklega þau hús sem hafa menningarlegt gildi og þar á meðal sérstaklega þessa götu- linu. Þá sagöi hann aö nú væri fengin afstaöa húsfriöunarnefndar og borgarstjórnar sem væri for- senda fyrir ákvörðun um friöun Bernhöftstorfu og beöið heföi ver- iö eftir lengi og mundi hann nú einbeita sér aö þvi aö skapa þaö samkomulag sem væri nauösyn- legt milli rikisvaldsins, borgar- stjórnar og félagssamtaka um varðveislu húsanna og aö starf- semin sem þar ætti aö fara fram yröi borginni til sóma. Ragnar Arnalds sagöi að lokum aö máliö yröi tekiö fyrir á næsta rikisst jórnarfundi. Þess skal aö lokum getið að Kristján Benediktsson fulltrúi Framsóknarmanna I borgar- stjórn upplýsti á fundinum á fimmtudag að Tómas Arnason fjármálaráöherra væri hlynntur friðun Bernhöftstorfu. Hins vegar er vitað um neikvæöa afstööu for- sætisráöherra. — GFr 41 hvalur á land Hvalvertiðin hefur byrjaö mjög vel miöaö viö sama tima i fyrra. A hádegi i gær var kominn 41 hvalur á land, 3 búrhvalur og 38 langreyðar. Þetta er af- bragösbyrjun miöaö viö sama tima i fyrra, aö sögn verk- stjóra i Hvalstööinni, en ver- tiöin hefur nú staðiö yfir i tvær vikur. — Þig

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.