Þjóðviljinn - 23.06.1979, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 23.06.1979, Blaðsíða 15
Laugardagur 23. júnl 1979 ÞJÓÐVILJINN — SiÐA 15 íþróttir í/m iþróttir [7>| íþróttir [A Hugleiðing um íslenska knattspyrnulandsliðið, þjálfarann o.fl. Verður íslenskur þ jálfari ráðlnn næst? Allsnarpar umræður hafa verið á meðal knatt- spyrnuunnenda að undanförnu um árangur eða árangursleysi landsliðsins siðastliðin tvö ár. Menn eru þó sammála um að aldrei fyrr höfum við átt eins marga góða einstaklinga, en það virð- ist ekki vera nóg þegar á hólminn er komið. Hvað veldur, er ekki gott að segja, en hér á eftir mun málið verða reifað að nokkru. Teitur Þóröarson og Arnór Guftjohnsen I baráttu við varnarmenn Sviss i slöasta landsleik tslands, en þar töpuöum viö enn einu sinni. Ekki rétt að skella skuld- inni eingöngu á landsliðs- þjálfarann Arin 1978 og 1979 höfum viö leikið 8 landsleiki, engan unnið, gert 2 jafntefli og tapað 6. Markatalan er okkur i óhag 3:15. Reyndar eru 3 leikir I haust, en hætt er við að ofan- taldar tölur verði okkur enn óhagstæðari eftir þá, þar sem leikið er gegn þremur ákaflega sterkum knattspyrnuþjóðum, Hollandi, Póllandi og Austur- Þýskalandi. Til samanburðar má geta þess að tvö árin þar á undan, 1976 og 1977, lékum við 12 landsleiki, unnum 5, gerðum ekkert jafntefli og töpuðum 7 sinnum. Markatalan þar er okk- ur einnig óhagstæð, en munur- inn snöggtum minni eða 14:17. Þess ber þó að geta að ’76 og ’77 lékum við gegn Færeyjum og lagaðist markatalan mikið við þaö. Tony Knapp þjálfaði liðið á fyrra timabilinu og Youri Ilich- ev á þvi seinna. Knapp og Youri hafa nýst illa til kennslustarfa Eins og landsliðsmálunum hefur verið háttað nú siöustu ár- in er undirbúningurinn af ákaf- lega skornum skammti og þjálf- aranum skorinn þröngur stakk- ur. Hans starf hefur nánast ein- göngu verið faliö í þvi, að ná upp réttum baráttuanda og stemmningu.t þvl fagi var Tony Knapp góður, á þvf er enginn vafi. Hann er aö visu skapmað- ur mikill, en tók ýmsar áhættur og stóð og féll með þeim. Hans stærsti galli sem þjálfara á veg- um KSt var að hann var og lik- lega er óhæfur til kennslustarfa. Knapp nýttist KSl ekki aö öðru leyti en þvi að undirbúa lands- liðið i 3-4 daga fyrir leik. Þegar Youri Ilichev var ráð- inn i fyrravetur var það hald margra aö hér væri kominn maður, sem gæti sameinað þessa báða þætti meö góðum árangri, einkum vegna þáttar hans i uppbyggingu hins frá- bæra Valsliðs. Sé þetta mál skoðað i rólegheitum kemur i ljós, að Youri hefur á hvorugu sviðinu náð viðhlitandi árangri. Hann er ekki góöur skipuleggj- andi, nema þá e.t.v. til langs tima. Hann nær ekki að skapa rétta stemmningu á 3-4 dögum fyrir landsleiki og hann nýtist ekki sem kennari eða leiðbein- andi á vegum KSt. Hvaö stend- ur þá eftir? Undirritaöur veit þó, aö Youri er einn mesti „teoritiker”, sem fæst við þjálf- un hér á landi, en kunnátta hans nýtist honum ekki I núverandi starfi sem landsliðsþjálfari. Margar raddir hafa verið á lofti um að vlsa bæri Youri úr starfi, en ég tel að hann eigi að fá öll sin tækifæri, þvi enn eru eftir 3 landsleikir. KSl hefur gertsamning við hann út keppn- istimabilið og sá samningur á aö standa. Annað væri mann- dómsleysi. Sökin ekki eingöngu þjálfarans Þaö er ákaflega vinsælt fyrir- bæri að kenna þjálfara um allt sem miður fer og skella allri skuld á hann. Youri hefur verið gagnrýndur fyrir vitlausar leik- aðferðir, hræðslu viö að taka áhættu, vitlausar innáskipting- ar, og vissulega á flest af þessu rétt á sér. En öngvum hefur dottiö I hug að skammast yfir strákunum sem leika, ööruvisi, ensegja: Hann var frekar slak- ur i dag, hann var óvenju daufur eða hann reyndi ýmislegt, en mistókst flest. Staðreyndin er sú, að ekki hefur tekist að skapa viðunandi liðsheild hjá landslið- inu. Hver er orsökin? Jú, þjálf- arinn og að leikmenn koma úr sitt hverri áttinni. Vissulega eru þetta góðar og gildar skýringar, en orsakirnar hljóta að vera fleiri, og skal hér bent á eina veigamikla. Landsleikir eru I flestum tilfellum eina leiðin fyr- ir okkar áhugamenn að komast i atvinnumennsku þvi á leikjun- um eru alltaf einhverjir svokall- aðir „njósnarar” frá erlendu fé- lögunum. Getur skýringin legið I þvi að einhverjir hugsi innst inni nokkuð stift um þetta atriði? Spyr sá sem ekki veit. Hvaö þá um þá sem þegar eru orðnir atvinnumenn? Þeir eru að sjálfsögðu komnir á jötuna, en þar meö er ekki sagt aö betri jötur finnist ekki, og eru landsleikir ekki kjörið tækifæri til þess aö undirbúa jarðveginn? Að lita sér nær 1 öllum umræðunum um þessi landsliðsmál hefur nokkuö borið á þvi að menn vildu fá Tony Knapp til baka og er það vafalit- ið vegna góðs árangurs hans i Það væri stórt skref afturábak að ráöa Tony Knapp sem lands- iiðsþjálfara á nýjan leik. Noregi meö Vikingana þar- lendu. En myndi einhver minn- ast á slikt, ef Knapp heföi aðeins náð miðlungsárangri þar? Eins og að framan sagði var þaö höf- uðgalli hans hve illa hann nýtt- ist KSI til kennslu, og að fara að bera viurnar I hann á nýjan leik væri að stiga skref afturábak. Miklu fremur væri að lita sér nær, ef að erlendur þjálfari er I sigtinu, þvi aö uppá Akranesi er starfandi þjálfari sem að mati undirritaðs gæti sameinað hina tvo þætti, þjálfunina og kennsl- una, með góðum árangri. Hann heitir Klaus Hilpert. Liklegast væri ráö fyrir KSI á komandi vetri að lita sér enn nær og spyrja sem svo: Er ekki kominn timi til þess aö islenskur þjálfari fái aö spreyta sig meö landsliðið? IngH STALDR- AÐ VIÐ íþróttir um helgina UBK nældi í tvö stig KNATTSPYRNA Laugardagur: ÍBV - Haukar, l.d., Eyjum kl. 16.00 Fylkir - Magni, 2. d., Laugardal kl. 16.00 Þróttur - ÍBt, 2. d„ Neskaupstað kl. 16.00 FH - Austri, 2. d„ Kaplakrika kl. 14.00 'Sunnudagur: IBK-KA, 1. d„ Keflavik kl. 16.0i Mánudagur: Vlkingur - Valur, 1. d„ Laugardal kl. 20.00 FRJALSAR IÞRÓTTIR A dagskrá frjálsiþróttamanna eru engin stórmót, en hins vegar veröa nokkur héraðs- og ung - lingamót i gangi. HSÞ og ÖÍÁ keppa á Laugum, vorleikar UMSB eru I Borgarnesi fyrir 14 ára og yngri og HSK og HSH gangast fyrir unglingakeppnum. IÞRÓTTIR I SJÓNVARPI Meginefni þáttarins i dag verö- ur leikur Vals og IA, sem háður var á fimmtudaginn og veröur ef- laust þeim sem þá sáu lengi i minni. Um annaö efni var ekki vitað i gær. A mánudaginn verða myndir frá siglingamóti i Fossvoginum og af rally-cross keppni á Kjalar- nesi. Þá verða svipmyndir af iþróttaviðburðum helgarinnar innlendum og hinar sivinsælu er- lendu svipmyndir. Breiðabliksstrákarnir gerðu góða ferð til Sandgerðis I gærkvöldi og sigruðu heimamenn i skemmtilegum og vel leiknum leik. 2-0. Þessi sigur Blikanna tryggir vel stöðu þeirra á toppi 2. deildar og hafa þeir sett stefnuna ótrauðir beint á 1. deildina. Breiöablik lék undan golunni i fyrri hálfleiknum og sótti mun meira, en Reynismenn vörðust af kappi. Þeir gátu þó ekki komið i veg fyrir að Sigurður Grétarsson skoraði þegar skammt var til hálfleiks, 1-0. I seinni hálfleiknum fóru heimamenn að koma meir inn I myndina og varð leikurinn hinn liflegasti á köflum. Reyni gekk illa aö finna leiðina i markið, en Breiðabliksmönnum tókst að Öruggur Þórssigur Þórsarar fengu Selfyssinga I heimsókn ’norður á Akureyri I gærkvöldi og sendi þá til baka meö tap á bakinu, en Þór sigraöi 1-0. skora úr þvögu þegar stutt var til leiksloka, 2-0. Sanngjarn sigur, en ekki fjarri lagi aö Reynir hefði átt skilið að skora. Hjá Reyni voru Júllus og Hjörtur bestir og einnig sýndi Jón örvar góð tilþrif i markinu. GÓ/IngH Kvennaliðið í fijálsum valið Þann 1. júli n.k. fer fram I Wales keppni I einum riðli Evrópubikarkeppni kvenna I frjálsum Iþróttum og eru ts- lendingar meðal þátttakenda. Eftirtalið liö hefur verið valið til þess aö keppa fyrir tslands hönd: Lára Sveinsdóttir Á 100 m, 100 m grind og boðhl. Sigurborg Guömundsd. A 200m og boðhlaupi Sigriöur Kjartansd. KÁ 400 m og boðhlaupi Rut ólafsdóttir FH 800 m og boðhlaupi Lilja Guðmundsdóttir 1R 1500 m hlaupi Thelma Björnsdóttir UBK 3000 m hlaupi Sigrún Sveinsdóttir Á 400 m grind og boðhl. Þórdls Gisladóttir 1R hástökk Helga Halldórsdóttir KR Langstökk og boðhlaup Guðrún Ingólfsdóttir A kúlu- varp og kringlukast María Guðnadóttir KA spjót- kast Þjálfari ér Stefán Jóhannsson og fararstjóri Hreinn Erlendss.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.