Þjóðviljinn - 23.06.1979, Page 4

Þjóðviljinn - 23.06.1979, Page 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 23. júní 1979 UOWIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfreisis rtgefandi: i'tgáfufélag Þjóöviljans Framkvæmdastjóri: PZióur Bergmann Kitstjorar: Arni Bergmann. Einar Karl Haraldsson. Fréttastjóri: Vilborg HaróardOttir l msjónarmaóur Sunnudagsblaós: Ingólfur Margeirsson Kekstrarstjóri: Olfar Þormóösson Auglýsingastjóri: Rúnar Skarphéöinsson AfgreiÖslustjóri: Filip W. Franksson Klaöamenn: Alfheiöur Ingadóttir. Einar Orn Stefánsson. Guöjón F'riöriksson, Ingibjörg Haraldsdóttir. Magnús H. Gislason. Sigurdór Sigurdórsson. Erlendar fréttir: Halldór GuÖmundsson. tþróttafréttamaöur: Ingólfur Hannesson. Þingfréttamaöur: Siguröur G. Tómasson. Ljósmyndir: Einar Karlsson. Leifur Rögnvaldsson. Otlit og hönnun: Guöjón Sveinbjörnsson. Sævar Guöbjörnsson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir. Ellas Mar. Safnvöröur: Eyjólfur Arnason Auglýsingar: SigriÖur Hanna Sigurbjörnsdóttir. Þorgeir Ölafsson Skrifstofa: Guörún Guövaröardóttir. Jón Asgeir Sigurösson. Afgreiösla: Guömundur Steinsson. Hermann P Jónasson. Kristin Pét- ursdóttir. Símavarsla: Ólöf- Halldórsdóttir, SigriÖur Kristjánsdóttir Bílstjóri: Sigrún Báröardóttir Húsmóöir: Jóna SigurÖardóttir Pökkun: Anney B Sveinsdóttir. Halla Pálsdóttir. Karen Jónsdóttir. Otkeyrsla: Sölvi Magnússon. Rafn Guömundsson. Kitstjórn. afgreiösla og auglýsingar: Slöumúla 6. Revkjavlk. slmi 8 13 33. Prentun: Blaöaprent hf. Orkusparnaöur Sú olíukreppa sem til okkar hef ur borist utan úr hinni stóru veröld hefur þegar valdið okkur verulegum bú- sifjum og mun gera í náinni framtíð. En jafnframt hefur hún ýtt undir þá tilhneigingu að við nýtum innlenda orkugjafa betur. Undir forystu iðnaðarráðherra Hjörleifs Guttorms- sonar hafa farið fram athuganir á leiðum til þess að svara erlendum olíuhækkunum með mjög aukinni notkun innlendra orkugjafa. Hjörleifur hafði þannig forystu um að kannað yrði hvortekki væri hagkvæmtað hef ja framleiðslu á metan- óli hér innanlands, en orkugjafi sá getur að verulegu leyti komið í stað olíuorkugjafa. Þegar iðnaðarráðherra setti þessar hugmyndir sínar fyrst fram héldu margir að þar væri eingöngu um fræðilega framtíðarsálma að ræða. Reynslan hef ur nú þegar sýnt að svo var alls ekki, heldur voru hugmyndir hans fyllilega raunsæjar. Þannig er nú ekki talið ómögulegt að um miðjan næsta áratug hef jist framleiðsla á innlendu eldsneyti til notk- unar á bifreiðar. Þá hefur iðnaðarráherra í athugun aukna nýtingu hitaorku og raforku til húsahitunar og til notkunar i iðn- aði með það fyrir augum að útrýma olíu því sem næst alveg á þessum sviðum. Þarna er um skynsamleg viðbrögð við olíuvandanum að ræða, framtíðarlausnir sem gætu orðið til þess að islendingar Ijúki þessari öld sem útf lytjendur orkugjafa istað þessaðflytja þá inn í miklu magni. Þeir þoröu ekki Sú herferð sem Morgunblaðið hefur haldið uppi gegn olíuviðskiptum við Sovétríkin hefur ekki farið fram hjá neinum og þá ekki heldur tilraunir þeirra til að gera við- skiptaráðherra að sérlegum erindreka Rússa í augum almennings. Lítið hefur farið fyrir rökum í blaðinu til stuðnings þeirri hugmynd að viðskipti okkar við Sovétríkin séu með verri kjörum en annarsstaðar er hægt að fá, heldur er glamrað með að allsstaðarmegi fá olíu á góðu verði. Þessu leyfir blaðið sér að halda fram þótt allar ná- grannaþjóðir okkar séu nú farnar að skammta bensín og olíu, og það í verulegum mæli. Morgunblaðið hef ur skákað í því skjólinu að það hef ur yfirburða áróðursaðstöðu sökum útbreiðslu sinnar, og aðstaða viðskiptaráðherra til að hrekja fullyrðingar blaðsíns því erfið. Umræða þessi hefur þó vakið athygli almennings og því vildi Sjónvarpið gefa viðskiptaráðherra og rit- stjórum Morgunblaðsins tækifæri til að ræða þessi mál í ásýnd þjóðarinnar. Viðskiptaráðherra svaraðí tilmælum sjónvarpsins tafarlaust játandi, en Morgunblaðsrit- stjórarnir treystu sér ekki til að standa við f ullyrðingar sínar á vettvangi þar sem hægt væri að mótmæla þeim. Þeir neituðu því þátttöku í þættinum. Með því sýndu þeir alþjóð hve mikið er hæft í gaspri þeirra um olíuviðskiptin og meðferð Svavars Gestssonar á þeim málum. — eng Flugleiöir reka Undarlegur gerist hann oft kapitalismus hér uppi á íslandi. A undanfömum mánuöum hafa launamál flugmanna veriö mjög í brennidepli, og menn minnast þess að Flugleiðir brutu isinn i kjaradeilu þeirra og færðu þeim mörg hundruö þúsund króna kjarabætur á silf- urfati. Nú hafa nýverið komið til- kynningar um að enn skuli bæt- ast visitölukrónur ofan á laun þeirra. Munu flugmenn þá fá milli 200og300þúsund krónur til viðbótar i' laun og þeir hæstu fara að nálgast 2 miljónir króna i mánaðarlaun. Ef mið er tekið af þessum rausnarskap Flugleiða skyldi maður ætla að fyrirtækiö það væri ekki i fjárkröggum. Auk þess búið að auka verulega flutningatekjur sinar vegna far- mannaverkfallsins. En því er ekki að heilsa. Fé- lagiö hyggst um næstu mánað- amót segja upp verulegum fjölda af starfsfólki sinu. Þessar uppsagnir bætast við verulegar uppsagnir sem þegar hafa átt sér stað. Til stendur að segja 20% skrifstofufólks upp störfum og þegar það hefur verið gert er búið aö reka um þriðjung skrif- stotúfólks i þjónustu Flugleiða úr vinnu. Alls er hér um meira en 200 manns að ræða. Heföi það verið með öllu óhugsandi að hækka kaupið svo- lltið minna við flugmennina og dra ga úr uppsögnum fólks þar á móti? Vondir frœndur Nú þvælast frændskaparmál okkar viö Norðmenn dálitiö fyr- ir Ihaldspressunni okkar. A for- siöu Morgunblaösins f gær er viðtal við oliumálaráðherra Noregs og er þaö allt ákaflega vinsamlegt. Fyrirsögnin meö viðtalinu vekur þó mun bjartari vonir en viðtalið sjálft gefur til- efni til. I fyrsta lagi er hann að tala um hvert verðiö á norskri oliu væri I dag ef Islendingar hefðu gert samning við Norð- menn fyrir þremur árum, þegar það var til umræðu. En rikis- stjórn Geirs Hallgrimssonar sá ekki ástæðu til þess að kaupa norska oliu á þeim tima. Ekkert vilja Norðmenn segja um verö á oliu sem viö gætum fengiö keyptahjá þeim eftir ein tvö ár, en Morgunblaðið gefur i skyn aö það muni verða OPEC verð. Eftir þe'im fregnum sem viö höfum þá munu Norömenn ekki alvegvera áþvi að fara aö selja sinaolluá svoláguverði, ogvist er aö nágrannar þeirra Svfar hafa átt harla erfitt með aö krýja út úr þeim oliu. En þann sama dag og Morg- unblaöiö lofar elskusemi Norð- manna birtist leiðari i systur- blaöinu Visi undir heitinu „Frændur eru frændum verst- ir”. Ogþar fá Norðmenn heldur betur gúmorinn. Þar er fjallað um loönuveiðar þeirra við Jan Mayen og við- ræöur milli islenskra og norskra embættismanna um verndun loðnustofnsins og stjórn veiða úr honum. Vfsir segir m.a.: 1 Fáum við ódýra olíu en enga loðnu? „An efa vakir það fyrir Norð- mönnum að reyna aö fá íslend- inga til að viöurkenna rétt þeirra til að veiða ákveðið hlut- fall af þeim kvóta sem úthlutað verður hverju sinni. Við megum ekki láta undan þeim þrýstingi. Við megum ekki undir neinum kringumstæðum viðurkenna rétt þeirra til þess- ara veiða meðan við sjálfir get- um veitt allt þaö sem stofiiinn þolir. Tilburðir Norömanna eru ógnun við efnahagslega afkomu Islendinga og stofiia atvinnuör- yggi hundruða manna I hættu. Hér eru milljaröatugir i húfi fyrir þjóðarbúiö. Við höfum þvi allan siðferði- legan rétt i þessu máli og getum stutt málstaö okkar með fullum rökum. Viö verðum að leggja rika áherslu á, aö meðan loðnu- veiöarnar eru svo miklum tak- mörkunum háðar, eigum við einir rétt til að siunda þær innan landhelgi, sem utan. Óbilgirni Norðmanna I þessu máli hlýtur að vekja undrun og gremju ekki sist, þar sem við höfum heimilað þeim að veiða ákveöið magn af bolfiski á ári i landhelgi okkar. En frændur eru frændum verstir.” Þaö viröist ekki vænlegt að eiga við Norðmenn ef marka má skrif Visis. Þaö mætti halda að þeir ætluöu að seija okkur ódýra oliu á loðnuskipin til að bæta þeim upp að þau hafi enga loðnu aö veiða. En svo ljótan þanka- ganghafa sjálfsagt engir. Nema þá helst Rússar? Þjóönýting En svo viö vikjum aftur að oliunni, þá gæta hægri blöðin þess vandlega að sneiöa hjá allri umræðu um stöðu oliufé- laganna sjálfra hérlendis, en höggva þeim mun haröar að Rússum. En þegar olian er orð- in jafn dýr og raun ber vitni verður það að sjálfsögöu helm- ingi mikilvægara en nokkru sinni fyrr að skynsamlega ástandi veröi komið á varöandi dreifingu oliunnar. Olhifélögin i almenningseigu Þess vegna hlýtur hiö gamla og góða baráttumál sósialista að oliufélögunum verði komiö I eigu almennings aö fá byr undir báða vængi um leiö og þeirr’i, gjörningarhriö lýkur sem nú stendur yfir. — eng

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.