Þjóðviljinn - 30.06.1979, Page 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 30. júnl 1979
Jón Helgason
Framhald af bls 8.
gáfu, en meginerfiöið mun þó
hafa lent á honum.
Islenzk miBaldakvæöi komu út
1936 og 1938, hálft annað bindi, um
átta hundruö blaöslöur, undir-
stööuútgáfa meö fullkomismi
greinargerö fyrir varöveislu
kvæöanna. Upphaf fyrra bindis
er þvi miöur ekki komiö út ennþá,
en er aö þvi er ég best veit aö
mestu frá gengiö til prentunar.
1938 kom einnig út fyrsta hefti af
Byskupa sögum, þar er
Hungurvaka I fyrsta sinni gefin út
þannig aö ekki veröur bætt um,
nema svo óllklega vildi til aö betri
handrit kæmu I leitirnar en áöur
eru þekkt. Annaö hefti Byskupa
sagna kom út 1978, með Þorláks
sögu og Páls sögu, og er bókin þar
meö öll oröin samtals 438 blaösíö-
ur.
Ejnar Munksgaard, hinn ágæti
danski bókaútgefandi, gaf út safn
af ljósprentunum íslenskra hand-
rita, sem hófst meö útgáfu
Flateyjarbókar 1930. I þvl safni
hefur Jón Helgason ritaö inngang
aö þremur bindum og séð um út-
gáfu þeirra, en auk þess hefur
hann ritaö ingang og séö um út-
gáfu á sjö bindum ljósprentana í
siðara safni Munksgaards, Manu-
scripta Islandica, og eru þar á
meöal ljósprentanir af stórum og
merkilegum handritum, svo sem
Hauksbók og Reykjabók Njálu.
Annað safn ljósprentana af
islenskum handritum er gefið út
af Rosenkilde og Bagger i Kaup-
mannahöfn, af þvi eru komin út
ellefu bindi. Jón hefur haft aöal-
umsjón meö þessari útgáfu og
varið i hana miklum tlma og
erfiði. önnur ritsöfn sem Jón
hefur haft umsjón meö eru Biblio-
theca Arnamagnæana og hiö
nýja útgáfusafn Arnastofnunar i
Höfn, sem nefnist Editiones
Arnamagnæanæ. Af fyrri flokkn-
um hafa komiö 33 bindi, þar af
hefur Jón sjálfur gefiö út eitt
bindiö, Islandslýsingu Skúla
Magnússonar, og annaö meö
önnu Holtsmark, Háttalykil hinn
forna, en um frágang allra hinna
bindanna hefur hann haft hönd I
bagga, leiöbeint útgefendum og
höfundum og lesiö prófarkir. I
hinum flokknum eru bækurnar aö
veröa þrir tugur, þar af Islenzk
fornkvæöi i sjö bindum, sem Jón
hefur sjálfur gefið út, en af öllum
hinum bókunum hefur hann haft
einhver afskipti.
Jafnframt útgáfustörfum slnumi
og ýmiskonar erli sem stjórn
Arnasafns hefur haft I för meö sér
kenndi Jón Helgason óslitiö viö
Hafnarháskóla I fjóra áratugi. 1
tengslum viö þaö starf hefur hann
samiö kennslubækur og lesbækur,-
Norrön litteraturhistorie kom út
1934, en Norges og Islands
digtning 1 áttunda bindi Nordisk
Kultur 1953. I litlum heftum sem
eru ætluð til kennslu i háskólum
og notuö vlöa um heim hefur Jón
gefið út Hrafnkels sögu.sögukafla
úr Landnámu, þrjú hefti af
Eddukvæöum, allt meö
afbrigöum vandaö og vel unniö.
1 öllum útgáfum sem Jón
hefur unnið aö sjálfur eöa haft
afskipti af hefur hann stefnt aö
þvi að handritarannsóknir væru
svo fullkomnar, aö ekki þyrfti aö
vinna þaö verk aftur, og aö I þeim
væri lögö fram öll vitneskja sem
fáanleg er um varöveislu þess
rits sem er gefiö út hverju sinni,
þannig aö sá sem vildi rannsaka
þessi rit nánar hefði allt sem hann
þyrfti á aö halda I prentaðri bók,
og gæti þannig unniö sitt verk
hvar sem væri I heiminum. Þetta
er þaö undirstööuverk sem er
nauösynlegt aö vinna ef á að vera
hægt aö sinna rannsóknum á
islenskri tungu og bókmenntum
af skynsamlegu viti og ef
menn eiga aö komast hjá aö falla
ofan I gjótur og gryfjur sem níóg
er af og margan hefur hent, bæöi
læröan og leikan, I leit sinni aö
sannleikanum.
Þegar Hafnardeild Hins
islenska bókmenntafélags var
lögð niöur gekkst Bogi Th.
Melsteö fyrir stofnun Hins
islenska fræöafélags i Kaup-
mannahöfn. Bogi Melsteö var
mikill fjáraflamaöur fyrir fé -
lagiö svo að það varö brátt rikt
og nú getur þaö ekki dáiö vegna
auöæfa sinna. Þetta félag hefur
gefið út margar merkar bækur,
t.d. Jarðabók Arna Magnússonar
og Páls Vidalins. Fyrir þetta
félag hefur Jón Helgason gefiö út
samtals þrettán bækur, þar á
meðal jafnómissandi rit og Máliö
á Nýja testamenti Odds Gott-
skálkssonar og Ljóömæli Bjarna
Thorarensens I tveimur bindum
og nú fyrir skömmu kom út
nýjasta bók hans á vegum
Fræðafélagsins, Gamall kveö-
skapur, sjöunda bindi I bóka-
flokknum Islenzk rit siöari alda.
Auk þessa sem hér hefur veriö
taliö hefur Jón skrifaö mikinn
fjölda af greinum. Ollum al-
menningi á tslandi eru aö sjálf-
sögöu kunnari þær bækur sem
hafa veriö prentaðar eftir Jón hér
heima, t.d. Handritaspjall, Tvær
kviöur fornar, Kviöur af Gotum
og Húnum og Ritgeröakorn og
ræðustúfar, sem Hafnarstúdentar
gáfu út á sextugsafmæli hans, og
enn er ótalin sú bók sem e.t.v.
verður þó til þess aö halda nafni
hans lengst á lofti, ef islenskan
liöur yfir þessa öldina, sem viö
vonum aö hún geri, en þaö er
ljóöabók hans Úr landsuðrj, sem
kom fyrst út 1939, en önnur
prentun meö úrfellingum og viö-
aukum 1948. Einnig hafa komiö út
ljóðaþýöingar Jóns, Tuttugu
erlend kvæði og einu betur,
1962, og kver með útlendum
kvæöum 1976.
Sem visindamaður hefur Jón
Helgason aö visu unniö mikiö aö
þvi aö búa i haginn fyrir aðra meö
útgáfum sinum, en önnur rit hans
um islensk fræöi eru þó ekki litil
aö vöxtum. Hann er ákaflega var-
kár fræöimaöur, og þaö svo að
sumum hefur fundist viö of. Hann
hefur stefnt aö þvi aö draga hin
vanfundnu og óljósu mörk milli
þess sem hægt er aö vita og hins
sem aldrei verður vttað meö
vissu, milli rökstuddra ályktana
og hugarflugs. Mér dettur ekki I
hug aö halda þvi fram, aö hann
hafi verið óskeikull, en hins vegar
held ég þvi fram, aö þaö komi
ekki oft fyrir aö aörir geti bent á
aö honum hafi skjátlast, og áhrif
þau sem hann hefur haft á yngri
fræðimenn eru bæöi mikil og holl.
Þeir sem lesa Islenskar bækur
Jóns Helgasonar komast fljótt
aö raun um aö hann er einn hinn
mesti meistari á Islenskt mál,
enda hefur hann ekki kastaö
höndum til neinnar ritsmiöar sem
hann hefur látiö frá sér fara.
Hann veit meira en nokkur maöur
annar um þaö hvaö er hrein
islenska og miður hrein og hefur
leiöbeint mörgum manninum 1
þvi efni, stundum meö þeirri
vinsemd og alúö sem honum er,
lagin, stundum með oröbragöi og
kárinum sem honum er einnig
lagið, og menn rekur lengi minni
til. Hann er ræðumaður meö
ágætum, frábær lesari, bæði á
ljóð og óbundiö mál, mikill
skemmtunarmaður á fundum og
mannamótum, spéfugl og háö-
fugl, oröhvaturog stundum mein-
yrtur, svo að sumum hefur þótt
nóg um. Hann hefur veriö dug-
legur aö sækja fundi islenskra
Hafnarstúdenta, og má segja að
hann hafi veriö þar hrókur alls
fagnaöar I fimm áratugi. Þar
hefur margur maöurinn átt meö
honum ógleymanlegar stundir.
Nú munu e.t.v. sumir segja aö
þeir séu litlu nær um manninn
Jón Helgason eftir þetta spjall
mitt, en ég svara þvi til aö þaö er.
ekki auövelt að lýsa manninum5
þaö veröur aö sjá hann og heyra-,
og þá koma e.t.v. aörir og segja
aö það sé ekki bati aö sjá hann, og
tala þá af misjafnri reynslu af
heimsóknum i Árnasafn, og
hvernig á annaö aö vera? Manni
getur sundum virst aö Jóni eigi
skammt aö rekja ættir til trölla,
en þó getur varla hlýrri mann og
þægilegri i' viökynningu, og öllum
held ég beri saman um aö varla
sé betra aö vinna meö öörum
mönnum en Jóni Helgasyni.
Sjálfum hefur mér þótt ánægju-
legt að starfa með Jóni og öll
samvinna við hann ákaflega
þægileg, oghollur hygg ég að mér
ogýmsum fleirum hafi orðiö á sá
agi, aö eiga von á þvi að Jón
Helgason ætti eftir aö renna aug-
unum yfir þaö sem maöur lét frá
sér fara á prenti.
Fundir meö rádherrum
Alþýðubandalagsins
Ráðherrar Alþýðu-
bandalagsins heim-
sækja á næstunni nokkra
staði og gangast fyrir al-
mennum fundum sem
allir hefjast kl. 20.30.
Á fundunum verður eink-
um f jallað um málefni á
verksviði hvers ráð-
herra og hagsmunamál
byggðarlaganna.
Fundirnir eru öllum
opnir.
H jörleifur Guttormsson,
Ragnar Arnalds,
Svavar Gestsson.
Hjörleifur
Guttormsson
Sauðárkrókur, Safna-
húsið,
þriðjudagur 3. júli
Akureyri, Sjálfstæðis-
húsið,
miðvikudagur 4. júli
Ragnar
Arnalds
Grundarfjörður,
fimmtudagur 5. júli
Þorlákshöfn,
miðvikudagur 11. júli
Svavar
Gestsson
Vopnafjörður, Mikli-
garður
miðvikudagur 4. júli
Reyðarfjörður, Félags-
lundur,
fimmtudagur 5. júli