Þjóðviljinn - 04.07.1979, Síða 10

Þjóðviljinn - 04.07.1979, Síða 10
10 StÐA — ÞJÓÐVILJINN MiOvíkudagur 4. júli 1979 af erlendum vettvangi „Bátafólkið” frá Víetnam Flóttamennirnir frá Vietnam, sem undanfarið hafa streymt i hundruðþúsundatali sjóleiðina til grannlandanna i Suðaustur-Asiu og margir land- leiðina til Kina, eru nú á hvers manns vörum. Viet- nömsk stjórnarvöld kenna þennan flótta undirróðri Bandarikjamanna og Kinverja, auk þess sem þau segja að þetta sé fólk, sem fyrrum hafi verið hlið- hollt Saigon-stjórninni sálugu og bakhjarli hennar Bandarikjunum. Þetta séu kaupsýslumenn og allrahanda braskarar, sem hafi stórgrætt á strið- inu, er lagði Vietnam að miklu leyti i rústir og auðn, en neiti nú að leggja á sig þær fómir, sem upp- byggingarstarfið krefjist, til jafns við aðra lands- menn. Efalaust er talsvert til i þessu. Eyöilegging sveitanna í striöinu ogdvölf jölmenns bandarisks hers i landinu haföi endaskipti á flestu i þjóölifi Suöur-Vfetnams. Borg- irnar, einkum Saigon, stækkuöu ur öllu hófi ogstærö kaupsýslu- og þjónustumannastéttar af ymsum toga varö miklu meiri en hugsast gat aö landiö þarfnaöist á „eöli- legum” timum, sérstaklega þó þegar um fátækt og vanþróaö landbúnaöarland eins og Vietnam var aö ræöa. Þær fjárupphæöir, sem margir flóttamannanna segjast hafa borgaö fyrir fariö úr landi, benda lika til þess aö þarna sé um aö ræöa vel efnaö fólk á þarlendan mælikvaröa. Tiltölulega mikil vægð Ekki er heldur aö efa aö sumar ráöstafanir hinna nýju stjórnar- valda hafi komiö illa viö margt af þvi fólki, sem nú flýr land. Stjórn hins sameinaöa Vietnams, þar sem noröanmenn munu ráöa mestu, lét fjölda borgarbúa flytj- ast út i sveit. Til þeirra ráöstaf- ana lágu ýmsar ástæöur: nauö- syn aö draga úr óeölilegri stríös- stærö borganna og aö rækta og byggja sveitirnar aö nýju, en einnig þaö aö harla erfitt var aö sjá öllu þessu fólki fyrir brýnustu lifsnauösynjum i borgunum. Meöan Saigon-stjórnin laföi, fluttu Bandarikin Saigon-búum matvæli, en eftir fall Thieus steinhættu Bandarikjamenn vita- skuld öllum matvælaflutningum til Vletnams og þá voföi hungur yfir borgum suöurlandsins. Skylt er aö minna á aö fólks- flutningarnir úr borgum Suöur-Vietnams voru fram- kvæmdir af ólikt meiri vægö og gætni en gert var þegar borgir Kampútseu voru tæmdar af svip- uöum ástæöum, meöal annars. Þaö er þvi miöur nær þvi aö vera regla en undantekning aö aftökur eöa fjöldamorö i allstórum stU eigi sér staö eftir borgara- styrjaldir, en til sliks kom ekki i Vietnam. Verður ekki annaö séö en kommúnistastjórn Vletnams hafi yfirleitt komiö fram við póli- tiska andstæöinga sina af tiltölu- lega mikiUi vægð, eftir þvi sem gerist viö slik tækifæri. Hins- vegar má ætla aö mörgum borgarbúanum úr kaupsýslu- eöa þjónustumannastétt hafi brugöiö illa i brún þegar honum var gert aö hefja búskap, atvinnugrein sem hann þekkti litt eöa ekki til, i striöseyddu héraöi meö tak- markaöriaöstoöfrá þvi opinbera. Reynt að losna við þjóðemisminnihluta? Jafhvel þótt þetta og fleira geri aö verkum aö ýmsir þjóöfélags- hópar I Suöur-Vietnam séu óánægöir er þaö ekki næg skýring á fjöldaflótta slikum sem hér um ræöir. Þvi aö áhættan, sem fólkið tekurá sig þegar þaö ferúr landi, er ekkert smáræöi. Þaö kaupir sér fýrir offjár far meö ofhlöön- um bátskriflum, sem sökkva ef eitthvað er aö veöri, eöa þaö aö sjóræningjar, sem viröast at- hafna sig i góöum friöi fyrir yfir- völdum út frá höfnum Taílands, ráöast á flóttabátana á hafi úti, rupla fólkið aö öllum verömætum og fremja oft á þvi viöurstyggi- legustu hryöjuverk. Og þar aö auki eru flóttamennirnir hvergi velkomnir, móttökurnar I lönd- unum, sem þeir leita til, veröa stööugt hrottalegri og ómannúö- legri. Nú fullyröa Vietnamar aö þetta séu ails ekki flóttamenn, þar eö þeir fari úr landi meö leyfi yfir- valda, og vist er um þaö aö til þessa hefúr rikjum fremur verið ámælt fyrir aö banna þegnum sinum för úr landi en hiö gagn- stæöa. En svo einfalt getur máliö varla veriö. Varla getur hjá þvf fariö aö mikiö sé til I framkomn- um ásökunum á hendur viet- nömskum yfirvöldum um aö þau standi aö einhverju leyti aö minnsta kosti á bak viö fjölda- flóttann úr landi, fyrst og fremst i þeim tilgangi að losna viö þjóö- ernisminnihluta, sem talinn er hugsanlega fimmta herdeild i kinverskri þjónustu. Enda þótt engin ástæöa sé til þess aö ætla aö til þess sé beitt neinum Pol-Pot-aöferöum, má ætla aö kinverski þjóöernisminnihlutinn i Víetnam hafi núum nokkurt skeiö ortiö fyrir af hálfu yfirvalda margskonar hrottaskap og yfir- troöslum, sem geri aö verkum aö Vietnam-KInverjárnir séu bein- linis farnir aö óttast um öryggi sitt og leggi allt kapp á aö komast úr landi. Þjóðernishatur — Kinverjahræðsla Þvi er sem sé þannig fariö aö mikill meirihluti þessara „viet- nömsku” flóttamanna — og ef til vill þorri þeirra — er ekki Viet- namar I þrengri merkingu þess orös, heldur Kinverjar. Kinverjar eru frá gamalli tiö fjölmennir i Vietnam eins og i öörum löndum Suöaustur-Asiu og stunda einmitt fyrstog fremst kaupskap og þjón- ustustörf. Heyrst hefur aö hagnaöar- sjónarmiö liggi hér aö baki hjá ráöamönnum i Hanoi, aö þeir séu aö kreista út úr kinvérsku smákaupmönnunum sparifé þeirra meö þvi aö neyöa þá til þess aö kaupa sér far úr landi á óheyrilegu verði. Hinsvegar er erfitt aö sjá, hvaö hindraö gæti vietnömsk stjórnarvöld I aö ná fjármunum kaupsýslu fólks þessa, meö skattlagningu til 'k b ■ ■ ■ I Miðvikudagur 4. júli kl. 20.30 TÖNLEIKAR Guðný Guðmundsdóttir og Halldór Haraldsson leika verk eftir Þorkel Sigurbjörnsson, Jón Nordal, Carl Nielsen, Beethoven og Ravel. Aðgöngumiðar við innganginn, verð kr. 1000. Verið velkomin NORRÆNA HÚSIÐ Kaupi gamlar bækur heil söfn og einstakar bækur heilleg timarit og blöö. Fornbókaverslun Guðmundar Egilssonar Traöarkotssundi 3. Opiö dagl. 12-6 Simi á kvöldin 22798. Kennarar Kennara vantar að Hafnarskóla (barna- skóli) Höfn Hornafirði. Upplýsingar gefa skólastjóri i sima 97- 8148 og skólanefndarmaður i sima 97-8215 Skólanefnd. A bátaskriflum af þessu tagi bjóöa Vletnam-Kinverjar stjórsjóum Suöur-Kinahafsins og sjóræningjum frá Thailandi byrginn. Er hugsan- legt aö þeir fari aö öllu leyti sjálfviljugir úr landi þegar siikar hættur og fleiri eru annarsvegar? dæmis, án þess aö senda þaö úr landi. Hætt er þvi viö aö ein af helstu ástæöunum til fjöldaflóttans sé þjóöernishatur, sem gangi út yfir kinverska þjóðernisminnihlutann i Vietnam vegna ótta við kin- verska stórveldiö og fjand- skaparins, sem rikir f samskipt- um þessog Vfetnams. Vfetnamar óttast — og vissulega ekki aö ástæöulausu — nýja kinverska innrás á hverri stundu og gruna „sina” Kinverja um stuöning viö eöa samúö meö ráöamönnum i Peking. Vera kann aö þessvegna hafi vietnömsk stjórnarvöld ákveöiö aö losa sig viö mestallan kinverska þjóöernisminnihlutann sem var i strlöslok 1975 eitthvaö á aöra miljón talsins. Syndahafrar? Ekki er alveg óhugsandi aö stjórnarvöldin gripi um leiö tæki- færiö til aö gera Kinverjana aö syndahöfrum i augum al- mennings, kenna þeim um hvaö- eina sem miöur fer I þeim tilgangi aö óánægja almennings, sem býr við kröpp kjör, beinist aö þjóö- ernisminnihluta þessum fremur en stjórnarvöldum. Þetta er gamalkunnugt bragö valdhafa á Vesturlöndum hafa Gyöingar og kommar einna helst oröið fyrir baröinu á þvi. Þetta kynni aö vera auövelt I Vietnam: auk þess sem grunnt mun vera á tortryggni gagnvart Kinverjum i hugarfari vietnamsks almennings standa Vfetnam-Kínverjarnir margir vel til höggsins þegará þaöer bentáö þeir hafi lltiö gert til þess aö losa landiö viö bandarisku árásar- seggina og leppa þeirra, heldur þvertá mótifitnaðstórum á þeim ófriöi, sem mestum skaöa hefur valdiö Vfetnömum i allri sögu þeirra. Þar var um aö ræöa kringum- stæöur, sem Vietnam-Kín- verjarnir réöu litlu ef nokkru um aö skapa, en aö þvi spyrja ekki ráöamenn i Hanoi ogkannski ekki vfetnamskur almenningur held- ur. Og þótt umræddar ásakanir á hendur Vietnam-Kinverjunum hafi efalaust viö talsverö rök aö styöjast, segir sig sjálft aö þau duga skammt sem afsökun fyrir aö stuöla aö fjöldaflótta, sem leiöir af sér þær stórfelldu hörm- ungar er yfir flóttafólkiö frá Viet- nam ganga. Vesturlandamenn standa ekki vel aö vigi til þess aö álasa Vietnömum, eftir aö hafa I þijátiu ára striöi gert sitt besta til þessaðleggja land þeirra I auön. Afleiöingar þeirrar tortimingar eru skýring á mörgu eöa flestu, sem gerist I Vietnam I dag, en gilda aö sjáflsögðu ekki sem rétt- læting á hrottaskap eöa ofsóknum af þvi tagi, sem hér um ræðir. dþ. ÚTBOÐ Raufarhafnarhreppur óskar eftir tilboð- um i jarðvinnslu og niðurlögn pipu vegna aðvQÍtuæðar fyrir vatnsveitu hreppsins. Aðveituæðin er um 7000 m löng Verkinu skal lokið 15. okt. 1979. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Raufarhafnarhrepps og á verkfræðistofu Stefáns ólafssonar h.f. Suðurlandsbraut 4 Reykjavik, gegn 10.000 kr skilatryggingu. Tilboðum skal skila til sömu aðila eigi siðar en mánudaginn 16. júli kl. 11.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.