Þjóðviljinn - 04.07.1979, Blaðsíða 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagnr 4. júli 1979
Lokauppgjör
£rá Grenivík og Húsavík
Þótt Grenivik sé i Þingeyjar-
sýslu, hafa ibúarnir þó frekar
viljaö kalla sig Eyfirðinga, enda
liggur þorpið austanmegin i
Eyjafirði. Við verðum þó vegna
tæknilegra örðugleika að setja
Grenivikurbúa á bekk með Hús-
vikingum I þessu vertiðarupp-
gjöri okkar, og vonandi kemur
það ekkiað sök,endaSkjálfanda-
búar mesta ágætisfólk og fiski-
menn góðir.
A Grenivík bjuggu um siðustu
áramót nærri 260 manns, og fer
þar fjölgandi. Svipað er að segja
um útgerð þeirra Grenivikurbúa.
Heildaraflinn 4 fyrstu mánuði
þessa árs er mun betri en á sama
tima i fyrra, og munar þar mestu
um góða aflahrotu I marsmánuði,
en aftur á móti var léleg veiði i
april hjá flestum nema þá Frosta
sem aflaði 110 tonn i þeim mán-
uði. Einn togbátur, Ólafur Magn-
ússon, lagöi upp á Grenivlk en
annars er þar eingöngu stunduð
bátaútgerð, ogstunduðu bátarnir
veiðar á linu i janúarmánuði, en
fóru sfðar yfir á net i febrúar og
stunduöu flestir þeirra jafnhliða
líhu- og netaveiði næstu mánuöi.
Aflaskiptingin á Grenivik varð
annars þessi hjá aflahæstu bátun-
um fjóra fyrstu mánuði ársins:
Togbátur landanir afli
Ólafur Magnússon EA
mars/april 64,21
Llnuognetabátar afli
FrostiÞH 307.1 t
Sjöfn ÞH 315.9 t
Sigrún ÞH 270.5 t
Ægir JóhannssonÞH 260.9 t
Dagný ÞH
feb/mars/april 114.2 t
Heildaraflinn 4 fyrstu mánuðina:
1978 — 968 t
1979 — 1.372 t
Svipaða sögu er að segja um
aflabrögð Húsavikurbáta. Janú-
armánuður var lélegur, febrúar
sæmilegur, góð aflahrota i mars-
mánuði, nærri helmingi meiri afli
kom á land þá en I marsmánuði i
fyrra, en siðan var aprilmánuður
lélegur, enda truflaði Isinn veið-
arnar, og varð sjósókn minni en
hefði annars verið við eðlilegar
aðstæður.
Skuttogari heimamanna, Július
Hafsteen, landaði nokkuð reglu-
lega á þessu timabili eöa 9 sinn-
um, en þeír aðrir skuttogarar
lönduðu einu sinni hver á Húsavik
þennan tima.
Neta- og linubátar afli
AronÞH 215.9 t
Bliki ÞH 213.9 t
Fanney ÞH 210.1 t
Kristbjörg ÞH 257.3 t
KristbjörglIÞH 208.9 t
SæborgÞH 266.3 t
Sig urþór ÞH 348.7 t
Skuttogarar veiöiferðir afli
Júiius Hafsteen ÞH I 9 756.2 t
Sólbakur EA 5 1 149,2 t
DagnýSI70 1 39.3 t
RauðinúpurÞH 160 1 88.7 t
Heildaraflinn 4 fyrstu mánuðina:
1978 — 3048 t
1979 — 3329 t
Þar sem við teljum okkur hafa nokkuð öruggar heimildar fyrir þvl, að
Þórsnes II SH 109 hafi orðið aflahæst Stykkishólmsbáta á siðustu
vetrarvertið, birtum við hér að ofan mynd af þessum glæsilega báti.
Aflatölur frá Hólminum
Énn leiðrétting
Ennþá berast okkur kvartanir
úr Hólminum. Um það er ekkert
nema gott að segja, þvi rétt skal
vera rétt, fyrst á annað
borð er verið að reyna að
segja rétt frá. Stundum
virðist þó erfitt að nálgast
sannleikann sérstaklega þó
þegaf ekki, eru önnur gögn við
höndina en þær upplýsingar sem
fást hjá pétri og páli úti i
bæ. Ekki er ég að bera brigður á
einn eða neinn I þessum efnum,
heldur aðeins að minna á, að
menn verða að taka tillit til þess
þó ekki birtist á prenti I fyrstu
atrennu það réttasta, ef leið-
rétting fæst siðan á gerðum hlut.
1 dag er ætlunin aö birta I þriðja
sinn aflatölur efstu báta á vertið-
inni I Stykkishólmi árið 1979.
Við verðum að vona að allt sé
þegar þrennt er og þvi takist
okkur aö koma slðustu upplýs-
ingum varðandi aflatölur bát-
anna I Hólminum skammarlaust
frá okkur.
Eins og áður er nefnt, hafa
Stykkishólmsbúar ekki sætt sig
við slðustu leiðréttingu þaðan, og
hafa mörg simtölin þaðan lent I
Þjóðviljahúsinu siðan sú leiðrétt-
ing birtist þann 27. júnl s.l.
í þetta sinn höfðum við vaðið
fyrir neðan okkur og leituðum
vlða upplýsinga um réttmæti slö-
ustu kvartana, og viti menn:
dæmið virðist ætla að ganga upp.
Eða sagt I sem stystum orðum:
AFLAHÆSTI BATURINN A
VERTIÐINNI1 STYKKISHÓLMI
ARIÐ 1979 VAR ÞÓRNES
II. MEÐ SAMTALS 585,8
TONN. Næstir I röðinni voru
slðan samkvæmt slðustu leiö-
réttingu: Sif SH 3 með 438. t og
Þórsnes með 436,7 t.
Skipstjóri á Þórsnesi öðru er
Jónas Sigurðsson.
Það skal tekið fram að áður-
nefndar tölur eru staðfestar sem
réttar af Fiskifélagi Islands, og
gilda fyrir 4 fyrstu mánuði ársins.
-lg
Norrœnu bændasamtökin
Aðalfundur
á íslandi
Að þessu sinni verður aðal-
fundur Norrænu bændasamtak-
anna haldinn á Islandi, nánar til-
tekið á Laugarvatni dagana 1. og
2. ágúst, að þvl er Upplýsinga-
þjónusta landbúnaðarins tjáir
okkur. Aðilar að NBC eru sam-
vinnu- og stéttarfélög bænda á
Norðurlöndum.
A fundinum munu mæta um 155
manns, auk Islendinga og þar af
eru fulltrúar rúmlega
100. Islenskir þátttakendur veröa
um 40. Gerterráð fyrir aðum 200
manns verðiá Laugarvatni þessa
daga, i sambandi við fundinn.
Aðalmál fundarins verður tak-
mörkun búvöruframleiðslunnar
með tilliti til markaðs-
aðstæðna. Það vandamál hafa
fjögur Norðurlöndin við að
strlða. Danirhafasérstöðuaðþvi
leyti að EB stendur i eldinum
fyrirþá. Sviarflytja útkornfyrir
verð sem ekki nær 50% af þvl,
sem sænskum bændum er greitt
fyrir kornið. Finnar flytja út
korn og ýmsar búfjárafurðir
aðallega á heimsmarkaðs-
verði. Þar greiðir rlkið mjög
miklar útflutningsbætur. Norð-
menn hafa flutt út smjör og osta á
verði, sem er langt neöan fram-
leiðslukostnaðar.
Ýmsar leiðir eru reyndar til
þessað hafa stjórn á framleiðsl-
unni. Verða þær kynntar og
ræddar og reynt að komast að
niðurstöðu um hvaða leiðir beri
að fara, sem tryggi jafnframt
bændum sambærileg lífskjör og
öðrum stéttum. Mörg mál önnur
verða rædd á aðalfundinum.
Forseti NBC er Sveinn
Tryggvason, framkvæmdasyóri
Framleiðshiráðs landbúnaðarins
en aðalritari er Agnar Tryggva-
son, blaðafulltrúi Stéttar-
sambands bænda.
—mhg
Minnisvarði um
Hausastaðaskóla
Hinn 14. júnl var afhjúpaður
minnisvarði um Hausastaðaskóla
en sá skóli starfaði um 20 ára
skeið, frá 1792 — 1812. Það var
Jón Þorkelsson, Skálholtsrektor,
sem gaf eigur sínar til stofiiunar
skóla fyrir fátæk börn i Kjalar-
nesprófastsdæmi og var honum
valinn staður að Hausastöðum á
Álftanesi.
1 hófi, sem haldið var í Flata-
skóla i sambandi við afhjúpun
minnisvarðans fluttu ávörp Vil-
bergur JUlíusson skólastjóri,
Hörður Ágústsson listamaður,
Ólafúr Þ. Kristjánsson, fyrrv.
skólastjóri og Hjalti Einarsson
formaður skólanefndar.
Skólastjóri gat þess, að minnis-
varðinn væri reistur I tilefni af 20
ára afmæli Flataskóla en hann
hóf starfsemi sina 18. okt. 1958.
þá afhenti skólastjóri
bækling um Hausastaðaskóla,
sem gefinn er Ut af þessu tilefni,
en I honum er að finna ágrip af
sögu skólans og Thorkilliisjóðs,
svo og uppdrætti, myndir og
teikningar, nemendaskrá skólans
frá 1801, kort af Garðahverfi o.fl.
Sagði skólastjóri að bæklingi
þessum yrði dreift á alla skóla
landsins.
Hörður AgUstsson lýsti húsa-
skipan á Hausastöðum á teikn-
ingum, sem hann hefur gert eftir
úttekt frá árinu 1892, sem ólafur
Þ. Kristjánsson fann i bréfasafni
Sjálandsbiskups frá þessum
tima. Hörður kvað úttektina mjög
nákvæma og Hausastaðaskólann
merkilega byggingu, sem ætti fáa
sinalika hérá landi, „ekta danskt
bindingshús pakkað inn i mold-
ir.”
Ólafur Þ. Kristjánsson flutti
skemmtilegt og fróðlegt erindi
um Hausastaðaskóla sem hann
kvað fremur hafa verið uppeldis-
síofnun en skóia, enda dvöldu
nemendur i' skólanum frá 6—16
ára aldri. ólafur heftir kannað
sögu Hausastaðaskóla ýtarlega,
en hann safnar nú heimildum og
vinnur að ritun sögu skólanna á
Suðurnesjum, mikið verk og sein-
unnið.
Að lokum talaði formaður
skólanefndar, Hjalti Einarsson,
fr am k væm dast j ór i.
Minnisvarðann að Hausastöð-
um afhjúpaði siðasti ábúandi
jarðarinnar, ólafia Eyjólfsdóttir,
f. 1890, en hdn dvelur nú á
Hrafiiistu 1 Hafnarfirði.
Gunnar Ingvason, Utvegsbóndi
I Breiðholti, valdi steina I minnis-
varðann Ur landi Hausastaöa og
Hllðarfjöru en Steinsmiðja S.
Helgasonar, Kópavogi, setti á
hann letrið.
Thorkilliisjóður greiddi kostnað
vegna minnisvarðans og útgáfu
fyrmefnds bæklings, en formaður
sjóðsstjórnar en Birgir Thorla-
cius, ráðuneytisstjóri.
Frumkvæði að byggingu
minnisvarðans og umsjón með
framkvæmdum og Utgáfu
bæklingsins um Hausastaöaskóla
haföi Vilbergur JUlIusson, skóla-
stjóri. ,mhg
Jógurt og blóðfita
Er þarna fundiö blóöfitulyf?
Starfshópur vlsindamanna frá
tveim velþekktum bandarfskum
háskólum hefur komist að þeirri
niðurstöðu, að hægt sé að lækka
blóðfituna á einni viku með þvi að
borða jógúrt daglega.
Frétt þessi er eftir sænska blað-
inu „Arbetet”, sem bætir þvi við,
að þarna sé fundin einföld lausn
til að draga úr likum á æða-
kölkun.
Ef satt reynist þá er ánægjulegt
til þess að vita, að I kæliskápnum
bfði lyfið, sem dugar gegn of mik-
illi blóðfitu.
—mhg
3 milj. kr.
A s.l. árivoru veittir styrkir
úr MenningarsjóðiSÍS að upp-
hæð 3 milj. kr., sem skiptust
þannig:
Kvenfélagasamband ís-
lands 500 þús. kr. Sjálfsbjörg,
vegna sundlaugarbyggingar, 1
milj. kr. Hjálparstofnun kirkj-
unnar 1 milj. kr. og dróttskát-
ar á Akranesi, vegna söfnunar
fyrir Kópavogshæli, 500 þús.
kr.
Nýafstaðinn aðalfundur SIS
samþykkti að leggja að þessu
sinni 5 milj. kr. i Menningar-
sjóðinn.
— mhg
Hálfnad
verk
Út er komin Arbók Nem-
endasambands Samvinnu-
skólans, fimmta bindi. 1
þessu bindi eru nöfn, ævi-
atriði og myndir af nem-
endum Samvinnuskólans
sem útskrifuöust áriö 1924,
1934 1944, 1954, 1964, Og 1974.
Er hér um að ræða 200
nemendur. Jafnframt eru i
bókinni valdir kaflar úr
fundargerðabókum skóla-
félagsins á hverjum tlma,
grein er eftir Snorra
Þorsteinsson, fyrrv. yfirkenn-
ara við Samvinnuskólann um
fyrstu árin i Bifröst og loks rit-
ar Halldór Kristjánsson um
Guðlaug Rósinkrans fyrrv.
yfirkennara skólans, en hann
lést sem kunnugt er 1977.
Með útkomu þessarar bókar
er verkið hálfnað^ en áætlað
var að I tlu bókum væri gerð
grein fyrir öllum nemendum
Samvinnuskólans frá 1918 til
1979, en þeir eru nokkuð á
þriöja þúsund talsins.
Bókin er afgreidd til áskrif-
enda og félagsmanna
Nemendasambands Sam-
vinnuskólans gegn greiöslu
giróseðils sem búið er að
senda út, og einnig fæst bókin
að Hamragörðum, Hávalla-
götu 24 I Reykjavik, og þar
geta menn einnig gerst áskrif-
endur.
Ritstjóri Arbókar Nem-
endasambands Samvinnu-
skólans er Guömundur R. Jó-
hannsson.
Samvinnan
út er komiö 4. hefti Sam-
vinnunnar þ.á. Meðal efnis I
ritinu má nefna grein eftir
Kristmund Bjarnason á
Sjávarborg, sem nefnist Meið-
yrðamálin miklu og fjallar um
kafla baráttusögu Kaupfélags
Skagfiröinga. Guðmundur G.
Hagalín, rithöfundur, ritar
greinina Reykholt hefur veriö
vanrækt af menningarlegum
stjórnvöldum. Birt er ræða
herra Sigurbjarnar Einars-
sonar, biskups, sem hann
flutti á landsfundi klúbbanna
Oruggur akstur nú i vor og
nefnist hún „Mundu að þú ert
maður.”
Þá eru smásögur eftir Aðal-
stein Asberg Sigurðsson, og
Asgeir Þórhallsson. Valgeir
Sigurðsson skrifar um bókina
Slitur, eftir dr. Brodda
Jóhannesson. Birt er ritgerðin
„Mergur iifs Qg moldar”,
eftir Sólveigu Ebbu ólafs-
dóttur, sem hún skrifaöi I
framhaldsdeild Samvinnu-
skólans s.l. vetur og fjallar um
skáldsöguna Land og synir
eftir Indriða G. Þorsteinsson.
Þá eru birtar myndir af skóla-
slitum framhaldsdeildar
Samvinnuskólans og sagt frá
skólastarfinu þar og I Bifröst
s.l. vetur.
Sitthvaö fleira er þarna inn-
an veggja en ritstjóri
Samvinnunnar er Gylfi
Gröndal.
— mhg