Þjóðviljinn - 21.07.1979, Side 2

Þjóðviljinn - 21.07.1979, Side 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 21. júli 1979 væri „straurblindur"', eins og sagt er á hesta- mannamáli. Minningarorð um látinn góðhest Stundum er þaö aö eiginkonur deyja á undan mönnum^ínum. Sagt er að þaö sé líf sins gang- ur. Um hina látnu eru þá skrifuð eftirmæli og þykir vel við hæfi. Ég hef stundum verið að undrast það hvers vegna það heyrir til undantekninga að eftir- lifandi eiginmaður skrifi eftirmæli um burt- kvadda konu sína, ætti það þó að standa hon- um næst. Hins vegar er það nærri daglegt brauð að menn, sem misst hafa næst þarfasta þjóninn sinn, semsagt reiðhestinn, skrifi um hann eftirmæli, og þó hefur kellingin oft borið kall- inn miklu lengur en reiðskjótinn. Og svo ég taki mér í munn hin f leygu orð Aristófanesar: „Hvað veldur?" Ein skýringin er vaf alaust sú, að oftar tekst eiginkonunni að drepa mann sinn af sér en hið gagnstæða, og allir sjá að ekki er dauðum manni fært að skrifa minningargrein um eftirlifandi eiginkonu sina. Aðra sennilega ástæðu má ef til vill til- greina, en hún er sú að algengt er að mönnum þyki vænna um hrossin sín en konurnar. Þessari skoðun til stuðnings má benda á þá staðreynd aðalgengara er talið að menn f lýi á náðir hrossa sinna undan konunni, en á náðir konunnar undan hrossunum, þó hið síðar- nefnda hafi að vísu margan góðan drenginn hent, og er undirritaður þar ekki undanskil- inn. Hvað sagði raunar ekki Jóhann prófastur Sveinbjörnsson forðum: „Þegar frúin mér fleygir út eins og fúlmenni og róna, ég bregð mér glaður með brennivínskút á bak honum Stóra-Skjóna. Þessi hestur var enginn annar en sjálfur Gamli Glasi minn. Ég ætla hér að leitast við að f jalla um hann eins og hann er enn í minningu minni og eftir þeirri forskrift, sem hefðin hefur mótað, þegar látinna góðhesta er minnst. Uppruni Ekki er vitað með neinni vissu um uppruna Glasa og sannast raunar ekki hér hið forn- kveðna að móðurættin se vissari, því í Gfasa tilfelli fannst afkvæmið eitt, en móðirin hvergi. Slíkt tilfelli er sárasjaldgæft þegar hross eiga í hlut, en þeim mun algengara meðal manna, eins og dæmin sanna. Álitið er þó, að Glasi hafi verið undan Druslu (4686) Pratadóttur frá Neðra-Hunda- gerði. Um föður Glasa er margt á huldu. Hann gæti verið Skagfirðingur, þ.e.a.s. ef móðirin var Drusla (4686). Líklegra er þó talið að hann hafi verið Húnvetningur og þá helst frá Löngumýri en margir ættbogar húnvetnskra góðhesta eiga uppruna sinn á Löngumýri eins og alkunna er. Fyrri eigendur Um fyrri eigendur Glasa er lítið vitað, og hef ég þó gert ítrekaðar tilraunir til að fá þá til að gefa sig fram, en þó einkennilegt megi virðast hefur enn enginn nema ég kannast við það að hafa átt þennan fágæta kostagrip. Þó er vitað að Glasi gekk mjög í hestakaupum eins og títt er mikla gæðinga sýnir það glöggt hve áf jáðir menn voru i að eignast þennan kostagrip að í bókinni „Látnir góðhestar" segir Torf i Jónsson í Grámóahjáleigu frá því að gerð haf i verið á Glasa tuttugu og sjö hesta- kaup á einum og sama deginum í Rauðgilsrétt. Um siðustu helgi skrifaði — mig minnir í Tímann — einn af mætustu kennimönnum bæjarins bráðskemmtileg eftirmæli um tvo burtkallaða gæðinga sína, og ef satt skal segja þá urðu þessi minningarorð mér hvatning til að minnast á prenti þess færleiks, sem vafalaust verður mér minnisstæðastur allra þeirra gæðinga, sem ég hef átt um ævina. Nafn og iitur Ranghermt er í Látnum góðhestum að nafnið Glasi væri dregiðaf þeirri staðreynd að ég var jafnan við glas þesar ég reið honum. Það voru speglar sálar hans, sem krýndu hann nafninu Glasi, en svo frábærlega glaseygur var Glasi, að við var brugðið, og héldu margir, sérstaklega þeirsem ekki vissu betur, að hann Vaxtarlag Um vaxtarlag Glasa er það helst að segja að hann var óvenju lágur á herðakambinn, en lendin þeim mun hærri. Kom þetta sér afar vel, þegar riðið var á bratta, því síður var hætta á að hnakkur og knapi rynnu aftur af honum þegar hleypt var, en gat verið til baga niðurimóti, sérstaklega ef reiði var lasburða. Eðliskostir Kostir Glasa voru með ólíkindum. Hann var nágengur með afbrigðum og bæði sveiflandi og f léttandi í senn og víxlaði af burðaskemmti- lega, eins og títt er um hesta, sem létt eiga um gang. Svo kastgengur var hann, að sá sem einu sinni reyndi í honum lullið til þrautar gleymdi því seint. Og sjaldan hef ég séð hest stíga sig jafn skemmtilega og Glasa. Vitsmunir og vinarhót Vitsmunir Glasa voru með ólíkindum. Til marks um það má til dæmis nefna að þegar hann heltist á ferðalögum, þá stakk hann jafnan við og hlífði þeim fætinum, sem brákaður var eða brotinn, og slík var eðlis- greindin að þá sjaldan hann kom á hús gaf hann sig jafnan að moðinu, sem ég fleygði í hann, og jafnvel drakk sjálfur ef hann var þyrstur og vatn var hjá honum. Á frostavetrum lét ég hann jafnan ganga sjálfala á útihögum, og langvinn jarðbönn urðu stundum til þess að hann varð skemmti- lega léttur og grannholda með vorinu og svo notalega hæglátur frameftir sumrinu að nokkur léttir gat verið af því að hafa vænan lurk í hendinni, sérstaklega í langferðum. þegar honum var riðið sleitulaust einhesta. Endalokin En það er nú einu sinni lífsins gangur að samskipti manns og hests geta ekki varað að eilífu. Það gerir aldursmunurinn. Svo fór að lokum að Glasi mjnn gerðist of þurftafrekur í úthögunum heima, án þess að nægjanleg not yrðu af honum í staðinn. Ég f ann að nú dró að því að við Glasi minn yrðum að f ara hvor sína leið. Og ég vissi líka hvar hið guðlega forsjón — og mín — ætluðu þessum blessaða vini minum að hvíla að leiðarlokum. Sú hvíla hefur oft áður verið búin mörgum íslenskum gæðingi. Þau voru þung sporin þegar ég náði í byssuna, enda fannfergi mikið. Ég horfði að skilnaði í glasaugum á Glasa áður en ég lét skotið ríða af og óskaði honum góðrar ferðar til þeirrar hvílu, sem ég hafði búið honum, með þessum orðum: Gæðingurinn Glasi minn, góða ferð i pækilinn, skýt ég þig nú í ennið inn ét þig svo næsta veturinn. Flosi Forstjóri Arctic hf á Akranesi: Neytendasamtökin eru á hálum ís Litabreyting kaviarsins stafar af gerilsneyðingu „Geymsluþol kavlarsins var þrotiö, merkingum var ábótavant, en kaviarinn var ekki skemmdur.” — Frá blaðamannafundi Neytenda- samtakanna. Fiskiðjan Arctic á Akranesi hefur sent frá sér greinargerö vegna blaðaskrifa um islenskt iagmeti og „mistúlkun” dagblaða og aöila Neytendasamtakanna á gæðum kaviars frá fiskiðjunni. I greinargerðinni segir að skv. rannsóknum hjá Rannsóknar- stofnun Fiskiðnaðarins sem Neytendasamtökin létu gera I júní, þá bendi ekkert til þess að kavíar frá Arctic hafi verið skemmdur. Gerlar i einu grammi af kaviar hafi aðeins veriö 5 tajs- ins en ekki sé talið óeðlilegt þótt gerlafjöldi fari uppi allt að 100.000 i einu grammi. Rotvarnarefnið sodium bensóat hafi verið fjór- um sinnum minna en leyfilegt sé, eða 0,05% en megi vera 0,2%. Ekki hafi verið gerð nein athuga- semd við þyngd á innihaldi, bragð eða gerð i skýrslunni frá Rann- sóknarstofu fiskiðnaðarins. Lit- urinn hafi þó verið talinn óeðlileg- ur og er skýring fiskiðjunnar sú að litarbreytingar verði á rauöum kaviar þegar hann sé geril- sneyddur og bendi þaö ekki til skemmda. Ekki hafi rannsóknar- stofan bent á neinar skemmdir, hvorki gerlafræöilegar né efnis- legar. Siðan segir: „Ef Neytendasamtökin ætla aö fara að skipta sér af litablæbrigð- um matvæla, finnst mér þau komin út á hálan is. Undirritaður viðurkennir að merking umbúða hafi ekki uppfyllt ströngustu kröf- ur reglugerðar nr. 250/1976. Arct- ic h.f. framleiðir kaviar i miklu magni fyrir erlendan markað, þar sem enskur texti er notaður á merkimiða, og hefur hann einnig verið notaöur á innanlandsmark- aði. Þeir sem til þekkja vita að það fylgir þvi mikill kostnaður aö láta hanna nýjan merkimiöa, og þar sem allt úir og grúir hérlendis af erlendum textum á merkimið- um matvæla, þar á meðal kin- verskir og arablskir textar þótti ekki tiltökumál að nota þann enska, og var þvi ekki lagt út I þennan aukakostnaö, þar sem innanlandsmarkaðurinn er það smár enn sem komiö er. Dagsetning á kaviarlokinu gef- ur til kynna að geymsluþol kav- iarsins sé þrotið, og þar sem að- eins er minnst á framleiðendur I skýrslunni má skilja þaö svo, að það sé i verkahring framleiðenda að hlaupa i verslanir um land allt og fylgjast með þvi að ekki séu hafðar gamlar vörur á boðstóln- um. Þessi þáttur hlýtur að vera I verkahring verslunarinnar. Ég leitaði upplýsinga um þessa hliö málsins hjá Heilbrigðiseftir- liti rikisins og heilbrigðisráðu- neytinu, en fékk engin skýr svör, enda eru þau ekki til i lögum svo ég viti. Það tiðkast viða erlendis að verslanir selji vörur á niðursettu verði stuttu fyrir siöasta söludag vörunnar, en þvi miður gefst ekki slik tækifæri hér á landi. Stóryrði varaformanns Neyt- endasamtakanna i fjölmiðlum um að flest hafi verið að þeim lagmetistegundum sem rannsak- aðar voru eiga þvi ekki við um kaviar frá Arctic h.f. Kaviarinn var ekki skemmdur á neinn hátt, eins og sjá má ef lesnar eru niður- stöður skýrslu Rannsóknarst. fiskiðnaðarins, en lýsingum vara- formanns Neytendasamtakanna i fjölmiðlum sleppt.” F.h. fiskiðjunnar Arctic h.f. Þorsteinn Jónsson

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.