Þjóðviljinn - 21.07.1979, Qupperneq 14
14 StÐA — ÞJÓÐVILJINN
um
húshitun
og sparnað
Loft-
ræstið
rétt
Það skiptir verulega mikiu
máli fyrir orkunýtinguna, að
loftræsting i húsum sé gerð á
sem hagkvæmastan hátt. Best
er að iáta viðra i gegnum
ibúðina eða einstök herbergi i 3-
5 minútur. Sumir telja, að hag-
kvæmara sé að hafa einn glugga
opinn i lengri tima, en það er
rangt. Við það kólnar ekki ein-
ungis andrúmsioftið heldur
einnig veggir, loft, gólf, og hús-
gögn, en upphitun þeirra er
verulega orkufrek.
Þið sem hafið ánetjast tækni-
væðingunni svo mjög að þið
eruð búin að festa kaup á eldhús-
viftu, munið að láta hana ekki
ganga lengur en þörf er á. Hún
sogar út mikið magn af lofti, sem
þið eruö búin að kosta upphitun á.
—ÖS
Uppröðun
innbús
skiptir
máli!
Það getur skipt nokkru máli
hvernig innanstokksmunir eru
staðsettir i ibúðinni. Til að
mynda er ekki óaigengt, að
þykkar gardinur nái niður fyrir
ofnana að innanverðu, og ein-
angra þá þannig mjög frá her-
berginu. Hringrás loftsins um
ofnana er þá torveiduð og upp-
hitunin nýtist ekki nærri nógu
vei.
Sumir stifto lfka voldugum
húsgögnum fast að ofnunum og
hindra að þeir biti loftið I her-
berginu nægtíaga vel upp. Það
ætti auðvita-ð að varast.
t sparnaöarskyni ættu menn
að stilla bókahillum eða skápum
i upp við útveggi, vegna þess að
j slíkir munir hafa einangrandi
áhrif á vegginn, og minnka hita-
tap um hann. Veggteppi á út-
vegg eru lika einangrandi.
Og yfir nóttina er þjóðráð að
renna rúllugardinunum niður.
Það minnkar útgeislunina.
—ÖS
Hvernig má spara
orku án tilkostnaðar
Til að minnka orkutap út húsum þarf yfirleitt að I nota til að auka nýtingu á orkunni sem við notum til
kosta til einhverjum fjármunum til að bæta upphitunar og annarra hluta i ibúðum okkar, og
einangrun, auka þéttingar eða kaupa nýtt og betra kosta þó ekki túskilding með gati. Nokkrum hinna
gler. En það eru samt sem áður mörg ráð, sem má | helstu er lýst hér á eftir.
RÚMUR þriðjungur orkunnar tilhúshitunar
Hitaveita til sem
flestra fyrir
i dag eru hús á Islandi
kynt upp með þremur mis-
munandi orkugjöfum/ þ.e.
olfu/ rafmagni og hita-
veitu.
Hrein orkunotkun til
húsa er í dag í kringum
2100 GW h þar af er raf-
magn 300 GW h en nýting
rafmagns*£H húsanotk-
unar er 100%.
Olíunotkunin til húsahitunar er
I dag um 900 GW h en nýtingin á
oliunni er aðeins 65%.
Sama orkumagn af hitaveitu-
vatni eða 900 GW h er notað til
húsahitunar á landinu I dag. Nýt-
ingin á hitaveituvatninu er góð,
en vatnið nýtist alveg niður i 4 gr.
C.
Eins og þessar tölur sýna fer
mikið orkumagn til húsahitunar
hér á landi og segir sjálfsagt
vetrakuldinn og votviðrasöm
sumur þar til sin. Af vergri orku-
notkun islendinga fer nú um
39,2% til húsahitunar en i Sviþjóð
fer um 25% af orkunotkuninni til
húsahitunar.
A þessari töflu sést verðmis-
munur á kyndikostnaði miðað við
ársgrundvöli, eftir þvi hvaða
1984
kyndileiðir eru nýttar. Húsnæðið
sem kyndikostnaðurinn er miðað-
ur við er 450 ferm eða 115 ferm
samkvæmt teikningum Hús-
næðismálastjórnar rikisins.
Kyndimöguleikar.. Kostn.á
ársgr.velli.-
Olíukynding................650. þús
Rafv. Rvik.................300. þús
Rafv. Akraness.............340. þús
Orkubú Vestfj..........420. þús
Rafv. Akureyr .........290. þús
Rafv Reyðarfj..........360. þús
Rafv. Selfoss..........270. þús
Rafv Hafnarfj..............250. þús
RARIK......................4io. þús
Hitaveit. Rvik.............120. þús
Hitaveit. Akurey...........290. þús
Hitaveit. Seifoss..........120. þús
A þessari töflu sést greinilega
hversu ódýr og hagkvæmur orku-
gjafi hitaveitan er. Taka ber tillit
til þess að Hitaveita Akureyrar er
svo til nýtekin til starfa og þvi
vatnið dýrara meðan
stofnkostnaður er greiddur. Þá er
einnig áberandi hversu mis-
munandi raforkuverð gildir I
landinu hjá hinum ýmsu rafveit-
um, en meö sameiningu i eina
stóra landsveitu, sem varð að
veruleika á dögunum, ætti sá
mismunur að hverfa.
Rikisstjórnin hefur nú mótað þá
stefnu i orkumálum að fyrir árs-
lok 1983 verði 80% landsmanna
komnir með hitaveitu til húsahit-
unar, en i dag hafa um 65% lands-
manna þennan ódýra orkugjafa i
ofnum húsa sinna.
-lg
Lækkum
hitastigið
Spörum þamnig orku og
aukum vellíðan
Með þviað minnkahita-
stigið í híbýlum okkar um
eina gráðu, spörum við
hvorki meira né minna en
fimm til sjö prósent af
orkunotkuninni. Þetta
ættu menn að hafa í huga
þegar svimhár orku-
reikningurinn berst þeim
í hendur.
Of hár innihiti
A vorum siðustu og verstu
timum gildir, að fólk hefur yfir-
leítt alltof háan hita I hibýlum
sinum. og til dæmis er ekki óal-
gegnt aö 25 gr á C séu I ibúðum.
Hins vegar er kjörhiti meðal-
mannsins talinn vera um 20 gr.
á C. Þessi mikla hitun veldur að
sjálfsögðu óþarflegri orku-
eyðslu, sem kemur tilfinnanlega
við kaunin á fólki, einkum á
ollukyntu svæðunum.
Þar að auki eru læknar sam-
mála um, að það sé slæmt fyrir
menn að búa við of mikinn hita.
Þá verður nefnilega loftið of
þurrt, en það getur valdið óþæg-
indum og smám saman sjúk-
leika i slimhimnum öndunar-
færanna.
Forðum var gjarnan talið aö 18
gr. á C. væru besta hitastigið
innanhúss. I seinni heimsstyrj
öldinni færðu margar rikis-
stjórnir það i reglur, að innihit-
inn ætti að vera 16 gr. á C til að
spara sem mest af kolum og oliu
sem ella færu i kyndingu. En
með vaxandi velferð hefur hita-
stigið i mannabústöðum rokið
upp, og sumir vilja helst hafa 25
gr. á C, einsog fyrr er sagt. en
það er i flestum tilfellum alltof
hátt.
Þó skal það undirstrikað, að
þeir sem eru orðnir gamlir eða
sjúkir, og eiga við of hæga blóö-
rás að striða, þurfa að hafa til-
tölulegra hærra hitastig en
meðaljóninn. (Sjá töflu).
Að næturlagi er 18 gr. á C talið
kjörhitastigið. Einungis með þvi
að lækka hitann úr 20 gr. á C að
degi og niður i 18 gr. á C að
nóttunni minnkar orkuþörfin
um heil 3 — 6%.
Oft er æskilegt að hafa mis-
munandi hitastig i herbergjum,
til dæmis 18 gr. á C i svefnher-
bergjum, 20 gr. á C I stofum
o.sv. framv. Þá verða menn
hins vegar að gæta þess, að
hurðir milli herbergja séu lok-
aðar og vel þéttar. Ella nýtist
sparnaöurinn ekki
A vinnustöðum, þar sem fólk
er á hreyfingu, er 18% á C hag-
kvæmasta hitastigið. —ÖS
Hagkvæmasta hitastigið í híbýlum
t ibúð, að degi til ............................20 gr. á C
1 Ibúð, sem er auö aðdeginum, ...............16-18 gr. á C
t Ibúð, sem stendur auð um lengri tlma ......14-18 gr. á C
t skrifstofum ..................................20 gr. á C
t svefnherbergjum ............................ 18 gr. á C
í vinnusal, þarsem mikil hreyfing er
áfólki.......................................16-18 gr.áC
t stöðum, sem sjaldan eru nýttir ............10-15 gr. á C
í bílskúrum og öðrum útihúsum...................5 gr. á C