Þjóðviljinn - 29.08.1979, Page 7
Þriðjudagur 28. ágúst 1979. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7
í kjölfarið á „varnarsigrunum” hefur komið efling
hægri aflanna og veiking verkalýðshreyf-
ingarinnar. Skilningur á þessum staðreyndum er
því miður mun útbreiddari á meðal íhaldsaflanna
hér á landi en í forystu verkalýðshreyfingarinnar.
Ásgeir
Daníelsson
U mbótastefnan
og afturhaldið
ÞaB eru til margariítgáfur af
hinni umbötasinnuðu leið til
sósialismans.Einsúfrægasta —
og að mörgu leyti best rök-
studda —er sú sem kennd er viö
Bernstein og fleiri þýska krata,
sem settu fram skoöanir sinar
um siðustu aldamót. Meginefni
kenninga þeirra var að auð-
valdsskipulagið heföi yfirunnið
þaö skipulagsleysi sem leiddi til
efnahagslegs og þjóðfélagslegs
glundroða og kreppu. Innan
auðvaldsskipuiagsins væru ekki
óleysanlegar mótsagnir sem
leiddu til þjóðfélagslegrar upp-
lausnar og harðnandi stétta-
átaka. Þvert á móti væru innan
auðvaldsskipulagsins að verki
öfl sem leiddu til þess að þrengt
væri að eignarrétti kapitalist-
anna og þjóðfélagsleg skipu-
lagning efnahagslifsins væri
aukin. Samtlmis yrði rikis-
valdið stöðugt lýðræðislegra og
missti þannig stéttareðli sitt.
Verkalýösstéttin sem væri
meirihluti þjóðarinnar gæti
siðan náö völdum i gegnum hið
borgaralega þing og breytt
rikisvaldinu i tæki til að koma á
sósialisma.
Út frá þessum forsendum
verður slagorö Bernsteins um
að hreyfingin sé allt, en mark-
miðið ekkert, eðíileg nið-
urstaða. Auðvaldsskipu-
lagið er samkvæmt þessum
kenningum ekki samhangandi
efnahagsleg og pólitisk heild,
sem er ósamrýmanleg sósial-
isku þjóðskipulagi. Hin sósial-
iska stefnuskrá er þess vegna
ekki heldur heildarlausn á
þeirri þjóðfélagslegu kreppu
sem auðvaldsskipulagið heftir
skapað. Hámarksstefnuskrá
umbótasinnanna er I besta falli
teikning af hinu sósialiska húsi
fullgerðu, og einungis brúkleg
við hátiðleg tækifæri, og það
sem skiptir máli er aftur á móti
lágmarksstefnuskráin, þ.e. að
rifa burt einstaka kapitaliskar
spýtur sem orðnar eru morknar
og setja „sósialiskar” spýtur i
þeirra stað. Smám saman
verður þjóðfélagið þannig 10%
„sósialiskt”, siðan 20% og svo
framvegis. trökréttu framhaldi
af þessum hugsanagangi verða
siðanmargir umbótasinnar 40%
„sósialistar”, eða 60% „sósial-
istar”, þvi ekkert er svo með
öllu illt að ekkert gott fylgi —
ekki einu sinni auðvaldsskipu-
lagið (það er reyndar rétt að
benda á að Bernstein gekk
aldrei svona langt sjálfur).
Þessar hugmyndir endur-
bótastefnunnar geta virst sann-
færandi þegar auðvaldsskipu-
lagiðer öflugt, og sósialisk um-
sköpun þjóðfélagsins fjarlæg.
Vandamálin koma i ljós þegar
uppistöður auðvaldsskipu-
lagsins byrja aö morkna, og sú
kreppa, sem Marx spáði aö væri
óhjákvæmilegur fylgifiskur
auðvaldsskipulagsins, skýtur
upp kollinum. Nú reka umbóta-
sinnarnir sig á aö borgara-
stéttin áem virtist tiltölulega
samvinnufúshótar nú með fjár-
magnsflótta, atvinnuleysi og
allsherjar upplausn ef eigna-
réttur hennar og ágóði er i
hættu. Samtimis vex öflum
lengst til hægrifiskur um hrygg
og þau heimta að fjölmargir
ávinningar verkalýðsbarátt-
unnar verði teknir aftur. Við
þessar aðstæður, sem alltaf
virðast koma einlægum
umbótasinnum jafn mikið á
óvart, taka umbótasinnaðir
flokkar að sér það hlutverk að
forða verkalýönum frá átökum
við borgarastéttina og hægri
öflin, átökum sem jafnvel gætu
leitt til hins ómögulega: sósíal-
iskrar byltingar.
Stundum tekst þeim að forða
auövaldsskipulaginu frá bylt-
ingunni eins og t.d. i Þýskalandi
fyrst eftir fyrri heimsstyrj-
öldina, og I Portúgal eftir 1975.
En þótt þeim takist þannig að
forða auðvaldsskipulaginu frá
byltingu þá hafa þeir ekki leyst
kreppuna. Engu að siður trúa
þeir þvi staðfastlega að hægt sé
að leysa kreppuna án þess að
afnema auðvaldsskipulagið.
Vandamálið er að stjórna
auðvaldsskipulaginu betur. Þótt
undarlegt megi viröast þá eru
það einmitt umbótasinnaðir
„sósialistar” sem á erfiöleika-
timum auðvaldsskipulagsins
eru bjartsýnastir á framtíðar-
möguléika þessa skipulags og
þeir lýsa með söknuði þeim
forystumönnum borgara-
stéttarinnar sem lifðu á vel-
gengisárunum. ,,Það voru menn
sem voru fullir af bjartsýni á
framtiðina og kunnu að stjórna
af sanngirni”. ( Þetta er hvorki
nýtt né sérislenskt fyrirbæri).
Mtof oft hefur þetta endað með
þvi að hægri öflunum tókst að
nýta frumkvæðisleysi verka-
lýðsstéttarinnar og ná yfirhnnd-
inni eins og i Þýskalandi 1933 og
Chile 1973.
Hin nýja
afturhaldsstefna
A núverandi skeiöi vaxandi
erfiðleika auðvaldsskipulagsins
leitar borgarastéttin nýrra leiða
til að komast út úr kreppunni.
Hún finnur aö gömlu aöferö-
irnar eru orðnar slitnar og
gagnslitlar. Ein þessara leiða
hefur oröið all áberandi I
umræðum að undanförnu undir
nafninu frjálshyggja. Ég er.
algjörlega ósammála þeim sem
vilja likja frjálshyggjustefnunni
við fasisma (það er i raun að
gleyma öllum lærdómum um
eðli fasismans). Það minnkar
þó ekki i minum augum mikil-
vægi þess aö berjast gegn
frjálshyggjunni bæði fræðilega
og pólitiskt.
Það er reyndar eftirtektar-
vert að.fræöilega séð, þá eru
helstu fulltrúar frjálshyggj-
unnar Friedman og von Hayek
ákaflega ólikir. Báðir aðhyllast
reyndar nýklassiska hagfræöi I
einhverri mynd. Það er þvi
nauðsynlegt að gagnrýna þá
tegund hagfræði, sem i raun er
ekkert annaö en tilraun til aö
búa til „vfsindalegt” yfirbragð
átrúAdam Smith á „ósýnilegu
höndina”, sem öllu á að bjarga
á markaönum. (Það er hins
vegar óþarfi að ráðast gegit upp
diktaöri mynd af þessum kenn-
ingum). Aftur á móti eru Fried-
man og von Hayek and-
stæðingar t.d. f aðferðafræði-
legu tilliti. Friedman er sá
borgaralegi hagfræðingur sem
einna lengst hefur gengið i þá
átt aöhafnagildi fræðikenninga
sem lýstu orsakasamhengi i
efnahagslifinu. Að hans dómi
skiptir það eitt máli að Ilkanið
passi vel viö gefnar staðreyndir
og sé nothæft til að spá um
ókomna tið. Friedman er þann-
ig i aðferðafræðilegu tilliti eins
langt frá nauðhyggju og hugsast
getur. Von Hayek hefur aftur á
móti oft kvartað undan oftrú
borgaralegra hagfræðinga á
gildi staöreyndanna. Þaö sem
sameinar þá er trúin á
markaösskipulagið, sem aðferð
til að samræma og miðstýra
efnahagsstarfeseminni.
Hugmyndafræði frjálshyggj-
unnarerlangtfráþviaðvera ný
af nálinni. útbreiðsla hennar
(sem við skulum ekki mikla um
of fyrir okkur) er aftur á móti
nýtt fyrirbæri. Astæðan er sú að
frjálshyggjan býöur upp á hug-
myndafræöilega réttlætingu á
einkaeignarréttinum og
markaösbúskapnum sem stadd-
ur er i kreppu. Og þótt hug-
myndafræði frjálshyggjunnar
sévissulega óframkvæmanleg i
þvi formi sem páfar hennar
setja hana fram, þá bendir hún i
átt aö og réttlætir lausn krepp-
unnar á grundvelli auðvalds-
skipulagsins: Samdrátt félags-
legra útgjalda og árás á réttindi
verkalýöshreyfingarinnar til að
áuka arðsemi kapitalismans.
Gegn þessum áróðri dugar litt
að halda fram ágæti gömlu
efnahagsstefnu borgarastéttar-
innar. Kenningar breska hag-
fræðingsins Keynes (eða öllu
heldur keynesianisminn. Þaö
eru til hátt i það jafn margar
túlkanir á skoðunum Keynes og
Marx.) reyndust vel þegar átti
að jafna hagsveiflur við
aðstæður þar sem gróðahlut-
fallið var hátt, tækniframfarir
öreir og markaðir vaxandi. Gildi
þessara kenninga er aftur á
móti minna við þær aðstæður
sem nú rikja. Sú þjóðsaga hefur
reyndar verið búin til, að það
hafi veriðkenningum Keynes að
þakka að auðvaldsskipulagið
rétti við eftir kreppuna miklu
1930. Nær sanni er að það hafi
verið að „þakka” sigri fasism-
ans i Þýskalandi, hernaöar-
kapphlaupinu á siðari hluta
fjórða áratugs aldarinnar og
siðari heimsstyrjöldinni sjálfri.
Von Hayeksem mikið deildi á
Keynes (og var með kenningar
um kreppuna sem voru spegil-
mynd af kenningum Keynes
þannig að þegar Keynes sagöi
kreppuna orsakast af of litlum
fjárfestingum, þá sagöi von
Hayek ástæðuna nýliðna offjár-
festingu!,þegar Keynes sagði aö
vextirnir væru of háir, þá sagði
von Hayekaðþeir heföu verið of
lágir á þenslutlmabilinu næst á
undan) hafði án efa mikið til
sins máls þegar hann sagði að
kreppan væri óhjákvæmileg
afleiðing af þvf sem gerst haföi
á þenslutimabilinu áundan. Þaö
er aftur á móti dæmi um það
hversu ótrúlega staurblindur
von Hayek er á þjóðfélagsmál
og pólitik, að hann lagði það til
að kreppan fengi aö vinna verk
sitt I friöi. Slfk stefna hefur auð-
vitað sterkt stjórnarfarslegt
einræöi borgarastéttarinnar
sem forsendu.
Pólitískt andsvar
Vissulega er nauðsynlegt að
mæta fræðilega þeim aftur-
haldsöflum,sem nú eru að ryöja
sér til rúms. Sem stendur er
ekkert sem bendir til þess að
þaðverði sérstaklega erfitt. En
það er ekki þar, heldur i hinum
þjóðfélagslegu og pólitísku
átökum stéttanna sem úrslitin
ráðast.
Vésteinn Lúðviksson, sem að
undanförnu hefur leitast viö að
hafa vit fyrir Alþýðubanda-
laginu, lýsti ágætlega i dag-
skrárgrein 4. ágúst hvernig
getuleysi sóslaliskrar
hreyfingar til að bjóða upp á
sósialiskan valkost og baráttu
gegn auövaldsskipulaginu leiöir
til þess að hægri öflin styrkjast.
Það er einmitt á þennan hátt
sem óraunsæi umbótastefn-
unnar hefur rutt afturhaldsöfl-
unum leiðina. 1 stað þess að
treysta á baráttustyrk verka-
lýðsstéttarinnar og stefna á
sósialiska umsköpun þjóö-
félagsins, þá reyna umbóta-
sinnaðir f lokkar málamiðlun við
auðvaldsöflin — auðvitaö á
grundvelli borgarlegrar stefnu.
Ef slik málamiðlun tekst þá er
það einungis vegna þess að
afturhaldsöflin treysta sér ekki
til að tryggja hagsmuni sina
betur i beinum átökum. Þegar
styrkleikahlutföllin hafa breyst
afturhaldinu I hag, tekur það
frumkvæöið aftur. Við þurfum
ekki að leita aftur til þróunar
Weimar-lýöveldisins og sigurs
nasismans til að finna dæmi um
þessa þróun. 1 þeim efnum er
nóg að lita til þróunarinnar i
Bretlandi núna f ár, eöa vinstri
stjórna hér á landi.
1 kjölfarið á „varnar-
sigrunum” hefur komiö efling
hægri aflanna og veiking verka-
lýðshreyfingarinnar. Skilningur
á þessum staðreyndum er þvi
miður mun útbreiddari meöal
ihaldsaflanna hér á landi en
meðal forystu verkalýðs-
hreyfingarinnar (t.d. er
augljóst að núverandi forysta
VSl byggir afstöðu sirj til
vinstri stjórnarinnar einmitt á
þessu ).
Rósa Luxemburg,sem — and-
stætt Lenin — var dálítiö hætt
við nauöhyggju bæði hvað
varðar kreppu auðvaldsins og
þróun byltingarinnar,setti fram
slagorðið „sósialismi eða villi-
mennska”. Við getum óskað
þess að valkostirnir væru fleiri
— að þeir væru jafn margr og
tannkremssortirnar i búðinni
þar sem við verslum. Þvi miður
er úrvalið á markaðstorgi
auðvaldsskipulagsins ekki jafn
blómlegt á öllum sviðum.
Reykjavik 21. ágúst 1979
Ásgeir Danielsson
Gegn hverjum berjast
herstöðvaandstæðingar?
Frá
lesendum
Meinhorn og
Greenpeace
Ég finn mig oröinn knúinn til að
skrifa. Við lestur „Meinhorns”
Alþýðublaðsins datt mér fyrst i
hug oröiö sorprit vegna oröavals
greinarhöfundar. Viö orð eins og
„fasistaógeð”, „rauðra glæpa-
manna” og „drullupakk i
Kreml”. Þessi uppnefni eru ekki
rökstudd á nokkurn hátt, og gætu
þvi alveg eins verið bara úr-
dráttur úr Samúel eða Konfekt og
állka drasli.
Varðandi Greenpeace. Sá
barnaskapur er með þvi
alheimskulegasta sem ég veit,
ástand hvalastofnsins hér viö
land hefur verið rannsakað og
stofninn er ekki talinn vera I'
hættu, a.m.k. meðan veiðarnar
eru ekki meiri en gengur og gerist
nú. „Hvaladráp jafngildir mann-
áti vegna gáfna dýranna”,sagöi
einn bandariskur. Ég er þvi
miður næsta viss um að hann sé
eitthvað að rugla að afloknu glápi
á sjónvarpsþátt um höfrunga. En
höfrungar og háhyrningar eru nú
ekki veiddir nein ósköp hér við
land, þannig að hann getur
ánægður haldið áfram aö horfa á
sjónvarpið og lesa Time. Fyrir
rest; mikiö hefur maðurinn litiö
álit á dýrategundinni sinni,
manninum...?
Greenpeace hefur kannski rétt
á þvi að kæra Hval 6 fyrir brot á
siglingareglum, en þeir eru
sjálfir lögbrjótar fari þeir aftur á
miðin, þótt dómur falli þeim i
mót. Nei, svona þorpara á ekki að
láta komast upp með þennan
asnaskap.
Various
Herstöðvaandstæðingur
hringdi og vildi koma á framfæri
eftirfarandi fyrirspurn til mið-
nefndar Samtaka herstöðva-
andstæðinga:
Hvernig stendur á þvi, fyrst
samtökin eru farin aö mótmæla
herstöðvum á erlendri grund, að
þau hafa gleymt þvi að fyrr I
ágúst voru tiu ár liðin frá þvi
breski herinn fór inn I trland?
Þessi breski her hefur varpað
fólki i fangelsi og haldið þvi inni
án ákæru og misþyrmt þvi bæði
andlega og llkamlega, og
verið sekur fundinn um þetta allt
fyrir alþjóölegum dómstóli.
Finnst herstöðvaandstæðingum
þetta kannski smámunir, eða er
það af þvi að það eru vinirnir i
Nató, sem þarna eiga hlut að
máli?
I öðru lagi vildi ég benda sam-
tökunum á, ef þau ætla að fara að
mótmæla andlegum pyntingum á
föngum yfirleitt, að þær fara
einnig fram hér inni I Sföumúla,
og vísa ég þar til bréfs séra Jóns
Bjarmans til dómsmálaráðu-
neytisins, sem birtist i fjölmiölum
fyrir nokkru siðan.
Þannig að mér finnst það vera
að sækja vatnið yfir lækinn, þegar
þeir hlaupa til Tékkóslóvakiu til
að mótmæla andiegum pynt-
ingum sem fara fram allt i
kringum þá. Eða er svo komið, að
þeir telja sitt aðalhlutverk vera
að berjast gegn núverandi vald-
höfum i Tékkóslóvakiu?
Herstöðvaandstæðingur