Þjóðviljinn - 16.09.1979, Blaðsíða 5
Sunnudagur 16. september 1979 ÞJÖÐVILJINN — SIÐA 5
Margt hugljúft orö hefur
veriö látið falla „i tilefni
barnaárs". Ýmislegt hefur
líka verið gert af þessu
sama tilefni, og er þar
ánægjulegast að minnast
Listahátíðar barna á Kjar-
valsstöðum sem svo
sannarlega þyrfti að verða
fastur liður í sumardag-
skránni þar á bæ, ekki að-
eins á barnaári.
Eitt af því sem hvað
oftast og harðast hefur
verið gagnrýnt af því
menningarefni sem börn-
um er boðið upp á er kvik-
f
A
Ingibjörg
H a ra Idsdótt i r
skrifar
um
kvikmyndir
BARNAARI
myndir og sjónvarpsefni,
eða „lifandi myndir". Af
því tilefni vaknaði sú
spurning, hvað hefði verið
gert fyrir börnin á þessu
sviði í ár.
Hafa ekki bióstjórarnir hlaupið
upp til handa og fóta og reynt að
notfæra sér barnaárið til að laöa
að sér yngstu borgarana, „kvik-
myndahúsagesti framtiðar-
innar”? Umsjónarmaður þessar-
ar slðu tók sig til og framkvæmdi
smákbnnun á framboði bióanna i
ár, og fara niðurstöður hennar
hér á eftir.
Kannaðar voru auglýsingar bi-
óanna i sunnudagsblöðunum
fyrstu átta mánuði ársins. Einsog
allir vita eru þrjúsýningar á
sunnudögum einu sýningarnar
sem sérstaklega eru ætlaðar
börnum. Vissulega kemur það
fyrir að sýndar eru svokallaðar
fjölskyldumyndir á öðrum
sýningartimum, en þær eru ekki
teknar með i þessari könnun.
Laugarásbió best
í ljós kom, að aðeins einn bió-
stjóri auglýsti sérstaka „frum-
sýningu i tilefni barnaárs”. Var
það eigandi Laugarásbiós, sem
sýndi ævintýramyndina Hans og
Grétu. Laugarásbió fór reyndar
best út úr þessari könnun, þar
voru sýndar 8 barnamyndir á um-
ræddum tima, og aðeins tvisvar
sinnum féll niður barnasýning.
Flestar þessara mynda virðast
vera framleiddar sérstaklega
fyrir börn. betta eru teiknimynd-
ir, ævintýramyndir og dýra-
myndir. I Laugarásbiói virðist
vera sjaldgæft að gamlar, af-
dankaðar „fullorðinsmyndir” séu
sýndar á barnasýningum, einsog
gerist viða annarsstaðar.
1 Stjörnubiói voru lika sýndar 8
myndir, en barnasýningar féllu
þar niður tiu sinnum á timabilinu.
Kvikmyndavalið i Stjörnubiói
sýnist þó mun lakara en i Laugar-
ásbiói. Þaö hefur komið fyrir að
Stjörnubió hefur sýnt góðar
barnamyndir, og má þar t.d.
nefna norsku myndirnar Ferðin
til jólastjörnunnar og Pabbi,
mamma, börn og bill. En þær eru
báðar komnar nokkuð til ára
sinna, og þótt áfram hafi verið
haldið með framleiðslu barna-
mynda I Noregi er einsog sú frétt
hafi ekki borist til Stjörnubiós.
Gamlabió hélt uppi reglulegum
barnasýningum allan timann, og
féllu þær aðeins niður tvisvar
sinnum. Þar voru sýndar 6
myndir, þar af fimm frá Disney.
A.m.k. ein þessara mynda var
illilega komin til ára sinna:
Andrés önd og félagar. Það er
safn teiknimynda og er sú yngsta
þeirra gerð áriö 1954.
Gamalt grin
gamla mynd úr danska flokknum
Far til fire, sem er einhver mesta
lágkúra sem Danir hafa fram-
leitt, og er þá nokkuð mikið sagt.
Einhverra hluta vegna var hætt
að sýna barnamyndir i Hafnar-
biói i mai s.l„ en þaráður höfðu
verið sýndar þar 6 barnamyndir á
17 sýningum. Allt voru það
gamlar myndir, sumar mjög
gamlar, og yfirleitt voru það
myndir sem ekki voru framleidd-
ar sérstaklega fyrir börn.
Regnboginn virðist sérstaklega
Súperman og Travolta
Nýja bió sýndi aðeins tvær
barnamyndir á timabilinu, en
þær voru báðar sýndar nokkuð
oft, og féllu barnasýningar þar
niður 11 sinnum. Þess má geta, að
engin barnasýning var þar á
meðan verið var að sýna grin-
myndina Silent Movie, en hún var
vel til þess fallinn að sýna barna-
myndir. Þar eru fjórir salir, mis-
jafnlega stórir, og auðvelt að færa
myndir milli sala i samræmi við
aðsókn. En bíóstjórinn hefur ekki
nýtt þessa kosti hússins. Hann
sýndi tvær fjölskyldumyndir um
jólin og lét þar við sitja. Siðan
hafa langflestar myndir þar verið
stranglega bannaðar börnum,
nema hvað upp á siðkastið hafa
veriö endursýndar „sprenghlægi-
legar gamanmyndir” kl. 3 á
sunnudögum og börnum þá ekki
meinaður aðgangur, þótt varla
geti þetta talist uppbyggilegar
barnasýningar.
1 Austurbæjarbiói voru 11
barnasýningar á þessum átta
mánuðum, og sýndar 5 myndir.
Það er það til siðs að þurrka
öðru hverju rykið af einhverju
sem nefnist „teiknimyndasafn”
og er ekki auglýst nánar. Þetta
bió bauð lika börnunum á eld-
sýnd á barnasýningum og má
segja að hún hafi verið betri en
ýmislegt annað sem bióin hafa
boðið börnum upp á.
Það sama var uppi á teningnum
i Háskólabiói meðan sýndar voru
stórmyndirnar Súperman og
Grease, og vissulega voru börn
stór hluti áhorfenda á þessum
sýningum. Annars sýndi Há-
skólabio 4 myndir, sérstaklega
ætlaðar börnum á 11 sýningum.
Meðal þeirra var reyndar ein
besta barnamynd sem hingað
hefur borist á seinni timum,
sænska myndin Bróðir minn
Ljónshjarta. Tékkneska myndin
Sirkus-sirkus var sýnd nokkrum
sinnum, en með tékknesku tali og
engum skýringartextum. Mér er
til efs að fullorðnum áhorfendum
væri boðið upp á slikt.
Tónabió sýndi 6 myndir sjö
sinnum. Þar af voru tvær gamlar
hasarmyndir, tvö teiknimynda,-
söfn og svo myndin Stikilsberja-
Finnur, sem sýnd var einu sinni á
þessu timabili.
Lítilsvirðing
Búinn heilagur. En fjöldi
sýninga segir ekki alla söguna.
Það virðist heyra til undantekn-
inga að gerður sé islenskur texti
við barnamyndir. Sömu mynd-
irnar eru gjarna sýndar ár eftir
ár og eintökin orðin heldur illa
farin. Og yfirleitt virðast bió-
stjórarnir lita á börn sem
annars-eða þriðjaflokks fólk. Þau
þurfa ekki að skilja myndirnar,
þeim finnst mest gaman að hasar
og fiflaskap, og engar áhyggjur
þarf að hafa af gæðum sýningar-
innar, þvi að þau gera engar
slikar kröfur.
Einsog gefur að skilja er slikur
hugsunarháttur engum manni i
blóð borinn. Hann er bein afleið-
ing þeirra gróðasjónarmiða sem
grassera i biómálum hérlendis.
Það „borgar sig ekki” að vanda
til barnasýninga. Það er hægt að
hafa út úr þeim fé með þvi að
keyra alltaf sömu gömlu hasar-
myndirnar, ég tala nú ekki um ef
þetta eru myndir sem áður voru
búnar að skila gróða á fullorðins-
sýningum.
Það „borgar sig” heldur ekki
að auglýsa barnamyndir þannig
að aðstandendur barnanna viti
hvert þeir eru að senda þau.
Reyndar má til sanns vegar færa
að menningarleysið i bióaug-
lýsingum bitni ekki aðeins á börn-
unum, auglýsingar fyrir fullorðna
eru einatt mjög villandi. En
barnasýningar eru yfirleitt aug-
lýstar þannig að aðeins er getið
nafns myndarinnar og sýningar-
timans. Ekki orð um efni
myndarinnar, uppruna hennar,
leikendur eða hvort hún er með
islenskum texta. örsjaldan er
skeytt við háfleygum lýsingar-
orðum á borð við „bráðhlægileg”
eða „spennandi”.
Ámælisvert
Séu myndirnar sem börn höfuð-
borgarinnar gátu fengið að sjá á
fyrstu átta mánuðum barnaárs-
ins flokkaðar lauslega eftir teg-
undum, kemur eftirfarandi i ljós:
Af fjörutiu og fjórum myndum,
sem sýndar voru, eru 8 „hasar-
myndir”, 7 ævintýramyndir, 5
Disney-myndir og 4 teiknimyndir,
4 dýramyndir, 5 gamlar grin-
myndir, 2 sirkus-myndir, 7
leiknar myndir sérstaklega fram-
leiddar fyrir börn, og um innihald
tveggja mynda veit undirrituð
þvi miður ekkert. Ekki reyndist
mögulegt að afla upplýsinga um
aldur myndanna, en óhætt er að
fullyrða að mjög fáar þeirra eru
nýjar af nálinni.
Sumar þessara mynda eiga rétt
á sér, og ekkert við það aö athuga
að þær séu sýndar af og til. Það
sem er ámælisvert er einkum
þrennt, að minu mati:
Gamlar hasarmyndir, sem
búnar eru að lifa sitt fegursta á
fullorðinssýningum, og þá jafnvel
bannaðar fyrir börn, eru teknar
ofanúr hillum og sýndar á sér-
stökum barnasýningum. (Sigiit
dæmi: myndirnar um Trinity-
bræður).
Ævafornar grinmyndir, sem
einnig voru framleiddar fyrir
fullorðna, eru sýndar á barna-
sýningum. Þá á ég ekki við grin-
meistara á borð við Buster
Keaton eða Chaplin — miklu
meira mætti sýna af þeirra
myndum — heldur einhverjar
miðlungsmyndir um mjólkur-
pósta og bankaræningja og
skritna kalla eða frækna félaga.
Þessar myndir hafa kannski ver-
ið fyndnar fyrir 20—30 árum, en
þær eru áreiðanlega hæftar að
vera fyndnar núna.
Og i þriðja lagi er auðvitað út i
hött að sýna börnum talmyndir
án skýringartexta. Hér er um
talsvert vandamál að ræða.
Textarnir eru dýrir, og svo eru
það ekki nema stálpaðir krakkar
sem geta fylgst með þeim. En
mætti ekki finna eitthvert ráð við
þessu? Mætti t.d. ekki lesa
skýringar inn á segulband? Það
væri náttiírulega svolitil fyrir-
höfn, en ekki mikil.
En tilgangur þessarar greinar
var ekki að benda á leiöir til úr-
bóta, heldur eingöngu að sýna
fram á hvernig ástandið er. t
raun og veru er tómt mál að tala
um úrbætur á meðan málum er
háttað einsog nú er: þ.e. á meðan
kvikmyndahúsin eru rekin sem
einkafyrirtæki og gróðasjónar-
miðið ræður eitt ferðinni. Frá
þessum aðilum er svo sannarlega
ekki að vænta neinna tiðinda á
borð við menningarpólitiska
vakningu Hana verða aðrir að-
ilar að sjá um. A næsta kvik-
myndasiðu er ætlunin að fjalla
um framlag opinberra aðila á
þessu sviði, hér heima og i ná-
grannalöndum okkar.