Þjóðviljinn - 16.09.1979, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 16.09.1979, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudai'ur 16. september 1979 helganríðialið ólafur Jónsson bókmenntafræðingur býr í kjallara. Nánar tiltekið við Tómasarhaga. Á veggjunum hanga mólverk: mest ynari málarar íslenskir en Kjarval er einnig til staðar. Viðdyrnar er eftirprentun af rómantísku höfði Schuberts og reyndar er mikill tónlistarandi í ibúðinni: píanó/ nótur og mikill urmull platna. Og að sjálfsögðu: Bækur með flestum veggj- um. teikningogtexti: IngólfurMargeirsson. Ólafur Jónsson er eins og fyrr segir bókmenntafræöingur, menntaöur i Sviþjóö og lauk námi 1962. Aöur haföi hann fengist viö blaöamennsku og tók til viö hana á nýjan leik þegar hann kom heim aftur, en fór þá aö skrifa i auknum mæli um bókmenntir og leikhús. Eftir fimm ára starf á Alþýöublaöinu lá siöan leiö hans yfir á Visi, en hóf svo skrif i Dagblaöiö eftir klofninginn 1975. Bókmennta- fræöingurinn gengur þó öllu heldur undir starfsheitinu gagn- rýnandinn eöa kritikerinn, eink- um þegar menn hneykslast á skrifum hans. Og þaö gerist ósjaldan. ólafur hefur veriö sagöur meö fúlari og neikvæöari pennum sem fjalla um bók- menntir og leiklist i islenskum blööum. Þetta eru ummæli sem Olafur vill engan veginn skrifa undir. — Þetta er ekki rétt, segir hann og setur rjúkandi kaffi- bollann fyrir framan mig. — Ég er einkar mildur og mannúð- legur i greinum minum. Auðvit- að viöurkenni ég aö mér hefur skjöplast i dómum, en þaö hefur yfirleitt verið af einhverju vor- kunnlæti. Ég er of jákvæður. Hann sest og kveikir sér i sigarettu. — Ef aö bókmenntir eiga aö halda status, þarf gagnrýni aö vera hörö. Kritík á ekki að vera daöur viö meðalmennsku eöa einkennast af vorkunnsemi viö skussa. Hitt er annaö mál (Hann blæs frá ser reyknum) — gera kvikmyndir að sparimenn- ingu. Þessi skil milli sparimenn- ingar og hverdagsmenningar voru ekki til fyrir 30 — 50 árum. Skáldskapur þeirra tima spann- aði þjóöfélagiö allt. _0 — — Og hver er ástæöan fyrir þessari breytingu, ölafur? — Bókmennirnar hafa auö- vitaö breyst meö þjóðfélaginu. Hér var áöur i meginatriöum samstætt þjóöfélag. Okkar neysluvædda samfélag er upp- skipt i ólika hópa eöa lög eöa stéttir eða hvaö þú vilt kalla þaö. Neysluþjóöfélagiö býöur lika ný tækifæri. Til skamms tima voru bókmenntir eina list- Bak viö unga faf/ vja/- /f ________Ö raunsæispenna leynist íhaldssöm prjónakelling að bókmenntir hafa ekki haldið viröingu sinni. Bókmenntirnar eru ekki þær sömu og fyrir 30 — 50 árum. Aður fyrr voru islenskar bækur lesnar af öllum almenningi. 1 dag er lesenda- hópurinn oröinn mun minni. Viö gætum orðaö þetta þannig: íslensk menning skiptist i tvennt: sparimenningu og dæg- urmenningu, eöa hverdags- menningu. Og i gagnrýni er reyndar aöeins fjallaö um sparimenninguna. Hversdags- menningin á sér hvergi staö, t.d. i blööunum nema þá söiumenn hennar. Maður heggur til dæmis eftir þvi meö poppið, aö þar rik- ir algert standardleysi. Um popp er ekki fjallaö I blööum nema af einhverjum prinsíp- lausum sölupennum. Þaö er ein- faldlega vöntun á mönnum sem geta fjallaö um hverdagsmenn- ingu eins og popp á vitsmuna- legan hátt — án þess þó aö tosa poppmenningunni meö illu inn I sparimenninguna. Ólafur dregur aö sér reykinn. — Þaö sama gildir um kvik- myndir. Þeir sem fjalla um bió- myndir i blööum vilja þykjast vera high-brow-kritikerar, og greinin á Islandi. Núna eru tækifærin fleiri og margbreytt- ari. T.d. sýnist mér aö vaxtar- broddur lista hafi eftir striö færstfrá bókmenntum til mynd- listar. En þá vakna aðrar spurningar! Stendur unga myndlistarkynslóðin i dag jafn- fætis kynslóöunum á undan? t.d. fyrstu abstraktkynslóöinni, Svavari, Ninu og þeim? Ég spyr. Þaö er einnig mikil tón- listariökun i landinu: allir sem vilja geta sungiö og spilaö. Þetta var ekki til i fyrri daga, en alveg uppiagt aö fara bara aö yrkja. Samt hafa starfskjör rit- höfunda batnaö þrátt fyrir allt. Þeir sem mest skrifa hafa kom- ið sér þannig fyrir, aö þeir geta lifaöá ritstörfum. Engu aö siöur hefur bókmenntamarkaöurinn fariö minnkandi, upplögin skroppiö saman, útgáfan erfiö- ari. Bókamarkaöurinn rýrnar meöan þaö er útþensla i þjóö- félaginu aö ööru leyti. Mér finnst þaö benda til þess aö bókmenntir hafi minna hlut- verki aö gegna en áöur var. Samfélagiö er oröiö fjölþættara, umsvifin hafa aukist f öörum menningargreinum. Bókmennt- irnar eru i kreppu á liöandi stund. Þaö getur veriö aö þetta breytist. Þaö hefur lika gerst á- kveöin formþróun. Undirtektir siöustu ára benda til aö þörf sé fyrir einfaldan, raunsæjan sam- tiöarskáldskap. Módernistarnir og atómskáldin létu okkur ekki slikt i té. En þaö er freistandi aö álita aö lesandinn kjósi aö lesa um vandamál sem hann finnur nærtæk. Ahuginn fyrir formtil- raunum er horfinn. Þaö er litiö tekiö eftir skáldskap sem felur I sér flókiö myndmál, allegórisk- ar aöferöir eöa innhverfa hugs- un. Guðbergur, Svava og Thor eru i rauninni síöustu boðberar módernismans. Þaö var taiaö og hneykslast á þeim, en siöan hafa ekki bæst viö nýir menn. Og hvaö hafa þessi þrjú sjálf veriö aö gera? Efnisval og aöferöir hafa breyst. En stundum skýtur þeirri hugsun aö mér, hvort hin- ir ungu raunsæju höfundar séu ekki aö stefna sjálfum sér i hættu. Þurfa þeir ekki á umbylt- ingu forms aö halda? Ég spyr. — O — Ólafur slekkur I sigarettunni, fær sér kaffisopa og hálflygnir aftur augunum áöur en slátrun- in á ungu, róttæku höfundunum hefst. — Þessir nýraunsæispennar eru afskaplega ihaldssamir I skoöunum og viöhorfum. Viö getum t.d. tekiö Pétur Gunnars- son. Hann skrifar um börn og unglinga. Mesta nýjungini skrif- um hans er umhverfislýsingin sem er gerö meö friskum og fyndnum hætti. En viömiöunin er sú sama og I heföbundnum raunsæjum bókmenntum, þaö er aö segja, nútimalifshættir gagnrýndir og settir andspænis upprunalegri einfaldari lifshátt- um. Forsendan fyrir lifs- hamingjunni eru fyrri dagar. Þetta er alveg heföbundiö viö- horf. Reyndar algjör frasi. Þú sérö þetta i bókmenntum fyrri aldar eins og I Pilti og stúlku, og hjá yngri raunsæishöfundum eins og Indriða G. I 79 af stöö- inni. Pétur ritar tilbrigöi um sama grundvallarþema: sveitin sem lausn. Heföin stjórnar hans penna. Og þaö kalla ég ihalds- semi og óraunsæi. Annaö hefö- bundiö einkenni er aö finna i bókum Péturs og það eru seriu- aöferöir. Þetta er t.d. iðkaö i Oddu-bókunum. Aö lýsa ferli barnsog unglings þangaö til t.d. trúlofun markar upptöku I sam- félag fulloröinna. Þroskaróm- aninn sem endar á eölilegum áfangastaö. Nú er kannski ó- réttlátt aö dæma Pétur þannig, þareö siöasta bókin eöa bækurn- ar um Andra eru ókomnar, en engu aö siöur notfærir hann sér aöferöir barnasögunnar og situr lika nauöugur viljugur uppi með hugmyndafræöi hennar. Rót- tækasta breytingin er ef til vill sú aö fjallað er um kynllf á hispurslausan hátt. Kynlif hefur alltaf veriö bannvara i barna- og unglingabókum. -O — Næstur undir fallöxina er Vé- steinn Lúöviksson. — Þar er ihaldssemin einnig fólgin i hefðbundnum raunsæis- aðferöum, segir ólafur, kveikir sér i nýrri sigarettu og horfir syfjulega á blaðamann. — Viö getum t.d. tekiö Stalín er ekki hér, þar sem allir hlutir eru séöir I pólitísku ljósi. Leik- ritiö á vist aö fjalla um aö allir hlutir séu pólitiskir, lika privat- lifiö. Mér finnst sönnu nær aö þaö lýsi prívatiseringu hins pólitiska lifs. 011 átök eru að iokum rakin til sálfræöiiegra róta. Áherslan lögö á einstak- linginn og sálariíf ‘hans. Einstaklingshyggjan í íyrir- rúmi. Bækur Vésteins enda lika yfirleitt á flótta. Slikar róman- tiskar lausnir á raunsæisbók- menntum stafa af Ihaldssemi. Oröum sinum til áréttingar nefnir Ólafur nokkur dæmi:

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.