Þjóðviljinn - 16.09.1979, Blaðsíða 11
Sunnudagur 16. september 1979 ÞJÖÐVILJINN — StDA 11
Olafur
Jónsson
gagnrýnandi
tekinn tali
— I lok bókarinnar um
Gunnar og Kjartan losar sögu-
hetjan sig við óléttan kvenmann
og stimar burt meö Esjunni meö
einhverri ungri kvensu. I Eftir-
þönkum Jóhönnu drepur kær-
astinn sig með hennar hjálp, og
öðlast þarmeð frelsi. Vinkona
hennar verður hins vegar frjáls
með þvi að sofa hjá stjúpa sin-
um. Stalín er ekki hér endar
með einum allsherjarósigri.
Blóðskömm, dauði — þetta er
beint upp úr rómantiskri kokka-
bók. Hulda flýr austur á Seyðis-
fjörð og gefur skit i föður sinn og
fjölskyldu. Hún ætlar að iðka
kynferðislif og góma þannig
svokallað kvenfrelsi, sem
reyndar er i hennar falli ekki
nema kynfærasvall. Þetta má
vist kalla karlapungasjónar-
mið. íhald!
-0-
Ólafur bregður sér fram I eld-
hús og kemur með rjúkandi
kaffikönnu i hendinni. Hann
bætir i bollana á meðan hann
brynir kutann i huganum fyrir
næstu slægingu.
— Bók Olafs Hauks Vatn á
myllu kölska er kritisk sam-
tiðarlýsing þar sem orsaka hins
illa er að leita hjá spilltum ein-
staklingum. Þetta er sama rök-
semdarfærsla og i Atómstöðinni
— sem er langáhrifamesta
islenska skáldsagan eftir strið.
Ég sé ekki betur en bók Ólafs
gefi sig út fyrir að vera lykil-
róman. Verkið verður að þjófa-
lyklarómani, sem stefnir sög-
unni beinlinis i hættu. Þjóð-
félagið er að dómi ólafs Hauks
skapað af spilltu og lifsþæginda-
sjúku yfirstéttarpakki. Sagan
gefur hvergi visbendingu til
þess að þessir einstaklingar séu
mótaðir af félagslegri þróun eða
sögulegum ástæðum, heldur er
orsakanna að leita i sálfræðileg-
um rótum. Þvi miður er
þjóðfélagsþróunin miklu flókn-
ari en sem svo.
Raunsæisaðferðir sem þessir
höfundar iðka eru mótaðar á
öldinni sem leiö. Bak við unga
„róttæka” penna i dag situr i-
haldssöm prjónakerling, og
rausar gegnum þá.
-0 —
tslenskt samtiðarleikhús er
næst á dagskrá.
Ólafur horfir sakleysislega á
mig og segir:
— Hið sama er upp á ten-
ingnum i leikhúsinu. Glöggt
dæmi um þetta er nýjasta verk
Guðmundar Steinssonar,
Stundarfriður . Yfirborðið er
nýstáriegt og leikritið viil deila
á úrkynjaða lifshætti. Til hlið-
sjónar er brugðið upp lýsingu á
foreldrum húsbóndans, sem eru
ofan úr sveit. Mórölsk forsenda
verksins er að fólk, þ.e.a.s. viö
sem horfum á leikinn, höfum
flosnað upp frá einhverjum upp-
runalegum lifsháttum.
Guömundur hefur sjálfur sagt i
blaöaviötali að matarborðið sé
aðaltákn leiksins, þar safnist
fjölskyldan ekki lengur saman
til sameiginlegs málsverðar.
Þarna er verið að lýsa eftir úr-
eltum fjölskyldu- og þarmeð
þjóðfélagsháttum, húsmóður-
inni sem breiðir á borð, hefð-
bundinni kynjaskiptingu, lausn-
ir fundnar I lifsgildum fyrri tið-
ar. Ef þetta er ekki ihaldssemi,
þá veit ég ekki hvað er ihalds-
semi, ha?
Hann kveikir i nýrri sigarettu.
— Nú, við getum tekiö leik-
ritahöfund sem Ólaf Hauk.
Blómarósir, sem reyndar er
ekkert annað en sentimentalt
melódrama, fjallar um spilltan
borgara sem kúgar alþýðukon-
ur. Ólafur gefur sér forsendur
borgaralegs þjóðfélags 19. ald-
ar og hringlar digurri lykla-
kippu af skoðunum framan i
leikhúsgesti. Og mönnum
likar vel að láta einfalda veru-
leikann fyrir sér. Það er sömu
sögu að segja með afþreyingar-
bækur, þar er veruleikinn mál-
aður i svörtum og hvitum
myndum. En málið er, að þeir
höfundar sem lita þannig á hlut-
verk sitt eru á rangri braut.
Hlutverk raunsærra bókmennta
er ekki að einfalda, heldur upp-
lýsa. Þær eiga að greina frá
staðreyndum en ekki endilega
gefa tæmandi eða endanlegar
skýringar á þeim.
Ólafur þagnar augnablik.
Svo:
— Eini íslenski höfundurinn
sem komist hefur til manns i nú-
timaleikhúsi er Jökull Jakobs-
son. Hann þróaðist burt frá
hefðbundnu raunsæi. Þessir
yngri menn eru skemmra
komnir. Ég er einna forvitnast-
ur um Kjartan Ragnarsson.
Kannski af þvi hann er innan-
húsmaöur. Sjáðu til, hefðbundn-
um aðferðum bókmenntanna
fylgja hefðbundnar skoðanir
eins og vofur. En okkar ungu
höfundar virðast furöulega ó-
næmir á þetta.
Olafur hefur ekki alveg sagt
skilið við ungu höfundana. Hann
blæs frá sér reyknum upp á við
og botnar:
— Vinstri hugmyndir eru
mjög I tisku núna. Það er eftir-
tektarvert að enginn þessara
ungu höfunda gengur I berhögg
við hugmyndir unga fólksins
svokallaða sem á að lesa þá.
Bara þetta sýnir hvað þeir eru
frábrugðnir gömlu raunsæishöf-
undunum. Það er ekkert uppi-
stand i kringum þá. Þeir gang-
ast fegins hugar undir rikjandi
hugmyndatisku i þeirra eigin
þjóðfélagshóp. Það er enginn
Þorgils gjallandi i þeirra hópi.
— O —
— Þvi hefur verið haldið fram
að bókmenntafræðingar séu ó-
hæfir til að fjalla um leiklist,
þar eð þeir hafa ekki þekkingu á
leikhúsinu sem slíku?
— Þetta er frasi, sem leikarar
hafa einhvers staðar lært. 011
okkar leikhússtarfsemi er háð
bókmenntum. Og þetta á engu
siður við leikarana. Evrópsk
leikhús eru yfirleitt mjög bók-
menntalegar stofnanir. Og
reyndar lætur islenskum leikur-
um best að leika raunsæ leikrit,
sem svo eru nefnd, og þá er
verið að tala um bókmenntalegt
raunsæi. Þeir eru handa- og
fótalausir ef þeir hafa ekki
texta. Glöggt dæmi um það er
Flugleikur, sem sýndur var á
Alþjóðlegu vörusýningunni i
Laugardal. Þar bauð sýningin
upp á impróviseringu. En þegar
áhorfendurbyrjuðu að taka þátt
i leiknum urðu leikararnir orð-
vana og righéldu sig við fyrir-
fram skrifaðan texta. Leikarar
eru mállausir ef þeir hafa ekki
rithöfund á bak við sig.
Ólafur Jónsson hefur skrifað I
blöð i rúm 20 ár, en aðeins ein
bók eftir hann hefur verið gefin
út, viðtalsbók við Brynjólf Jó-
hannesson leikara. Næstu vikur
verður hins vegar nýrri bók
eftir hann hleypt af stokkunum
og ber hún nafniö „Lika lif”.
— Já, segir Ólafur og ber
granna fingurna, sem halda á
nær útbrenndri sigarettunni, að
vörum sér.
— Þetta er safn greina um
samtimabókmenntir, sem skrif-
aðar eru á árunum 1963 — 79.
Það eru margir blaðamenn sem
fá I maga af þvi aö sjá skrif sin
r júka út i veður og vind og finnst
kannski viðfangsefnin meir en
einnar messu virði. Bókin er
fyrir mig tilraun til að prófa
þetta, sjá hvað af þessum bók-
um og minum eigin bókalestri
hefur staöist timans tönn.
Þessaða blessuðu lifsreynslu.
— Og hvað er svo góður gagn-
rýnandi?
— Hann þarf að vera vel læs
og hafa gaman af aö lesa. Og
skrifa.
Fjölbreytt verkefna-
skrá hjá Iðnó í vetur
Atriði úr sýningunni „Er þetta ekki mitt lif?” sem Leikfélag Reykja-
víkur frumsýndi i vor og tekur upp að nýju I haust. Lilja Guðrún Þor-
valdsdót'ír, rljalti Kögnvaldsson og Margrét Helga Jóhannsdóttir i
h'utverkum sinum.
Leikfélag Reykjavíkur hefur
sent frá sér verkefnaskrá Iðnó
veturinn 1979 - 1980. Þetta er 83.
leikár félagsins og efnisskráin
fjölbreytt.
Sýningin Erþetta ekki mitt lif?
eftir Brian Clark verður tekin upp
að nýju, en leikurinn var frum-
sýndur s.l. vor og gekk fyrir fullu
húsi til leikársloka. Leikstjóri er
Maria Kristjánsdóttir, en leik-
mynd geröi Jón Þórisson.
Æfingar standa nú yfir á leik-
ritinu Kvartett eftir Pam Gems.
Þetta er nýtt enskt leikrit um
ungar konur á timamótum. Þýð-
andi er Silja Aðalsteinsdóttir og
leikstjóri Guðrún Asmundsdóttir.
Leikmynd er eftir Guðrúnu Svövu
Svavarsdóttur. Frumsýning
verður 23. september.
Þá verður frumsýnt nýtt is-
lenskt leikrit Ofvitinn eftir sam-
nefndri sögu Þórbergs Þórðar-
sonar i leikgerð Kjartans
Ragnarssonar. Leikmyndin er
eftir Steinþór Sigurðsson og
frumsýningin 20. október.
Eitt af öndvegisverkum
sovéskra leikbókmennta, Kirsu-
berjagarðurinn eftir Anton Tsje-
kov verður frumsýnt um áramót.
Það er Eyvindur Erlendsson sem
hefur þýtt verkið úr frummálinu
og er jafnframt leikstjóri. Stein-
þór Sigurðsson gerði leikmynd.
Nýtt leikrit eftir Véstein Lúð-
viksson verður frumsýnt i mars-
byrjun. Ber þaðnafnið Hemmi og
fjaliar að sögn leikhússins um
ýmsan vanda samtimans og for-
tiðar I alvöru og gamni. Leikstjóri
verður Maria Kristjánsdóttir.
Blessað kerfið nefnist leikrit
eftir Valentin Kataiev og Marc
Gilbert Sauvajon, sem sýnt verö-
ur I lok leikarsins. Þetta er rúss-
neskur-franskur skopleikur og
hefur leikhússtjóri LR. Vigdis
Finnbogadóttir jþýtt verkið.
VTKÖENDANUM!
Helgarblað Vísis er rúsínan okkar enda hefur það þegar
skapað sér sérstöðu á blaðamarkaðnum. Það kemur
út sérhvern laugardag, smekklegt og efnismikið,
fullt af frísklegum greinum og viðtölum til lestrar
yfir helgina.
Áskrift að Vísi tryggir þér eintak stundvíslega sérhvern virkan
dag og svo rúsínuna í vikuendanum: Helqarblaðið.
Sendu seðilinn til Vísis Síðumúla 8 eða hringdu í
síma 86611 og við sjáum um framhaldið.
.oghelgin
erkomin!
...ji________