Þjóðviljinn - 16.09.1979, Blaðsíða 24

Þjóðviljinn - 16.09.1979, Blaðsíða 24
MOÐVIUINN Sunnudagur 16. september 1979 Aðalsimi Þjóðviljans er 81333 kl. 9 — 20 mánudaga til i'östudaga. kl. 9 — 12. f.h. og 17 — 19 e.h. á laugardögum. Utan þess tima er hægt að ná i blaðamenn og aðra starfs- menn blaðsins i þessum simum: Ritstjórn 81382, 81527, 81257 og 81285, afgreiðsla 81482 og Blaðaprent 81348. 81333 Kvöldsimi er 81348 Launin mega alls ekki rýrna segir Eiríkur Ellertsson kennari nafn* Að loknum samningum i deiiu Grafiska sveinafélags- ins og Féiags prentiönaöar- ins spuröum viö Arsæl Ellertsson formann Graffska hvort reynslan af verkfalls- aögeröum þeirra renni stoöum undir þá skoöun, aö breyta þurfi skipuiagi verka- lýösfélaganna, þannig aö starfsfólk á sama vinnustaö sé i einu félagi. — Til þess að svo geti orð- ið, þarf að verða kerfis- breyting. En hugsanleg leið i sambandi viö vinnustaöina er, aö taka þaösem kemur dt úr heildarsamningunum og útfæra þaö I fyrirtækjunum sjálfum.^Hinsvegar komum við þá að þvi vandamáli, að samningstiminn er misjafn- lega langur. — Er eitthvaö hæft i þvi, aö Grafiska sveinafélagiö hafi staöiö i vegi fyrir sam- einingu bókageröarfélag- anna þriggja? — Nei, þaö er ekki rétt að segja þaö. En það hafa verið deilur um ákveðin verksviö I prentiðnaðinum, hvað til- heyri hverjum. En þegar að þvi kemur, aö menn ná saman og geta starfað saman i einu félagi, þá veröur þaö félag að berjast á móti þvi, að ófaglærðir vinni þessi störf. — Telur þú aö þiö hafiö haft samúö aimennings i verkfallsaögeröum ykkar? — Okkar slagorö var þaö slagorð sem kosið var um i siðustu kosningum og allir tóku undir: „samningana i gildi”. Svo viðist sem fólk hafi gleymt þessu slagörði og það hefur kannski ekki náðst að rifja þaö upp á þeim stutta tima, sem verkfalliö stóö. En ég held að hugsan- legt heföi verið að fá al- menning i landinu til aö opna augun fyrir þvi, hvað kaup- máttarrýrnun hefur orðið mikil, a.m.k. hjá viku- og timakaupsiönaðarmönnum. — Var ómögulegt aö ná fram betri samningum? — Stjórn félagsins mat stööuna þannig, að það sem náðst ’hefði fram yfir það sem fékkst, hefði kostað það miklar fórnir fyrir prent- iönaðinn I heild, að við tókum þá ákvöröun að ganga að þessu og semja frið. — Þú vilt þá ekki kalla þetta uppgjöf? — Nei, það er stutt til ára- móta og við höfum áætlun um aö ná ýmsu þvi, sem ekki náöist fram i verkfallinu, á hinum einstöku vinnustöö- um. — Atti ótti viö verkbann og útilokun frá öörum störfum einhvern þátt I þessum skyndiiegu samningum? — Nei, þvi verkbanniö var hundsað af félögum I Félagi prentiönaðarins. Ég get full- yrt þaö, að um helmingur félagsmanna var I vinnu. Allnokkur fyrirtæki ráku sina menn ekki I verkbann og sum fyrirtæki réðu menn jafnvel aftur til starfa, eftir aö hafa rekiö þá út. — eös — Maður gæti náttúru- lega lifað af þessum laun- um ef það væri bara spurn- ing um að lifa — borða mat og njóta menningar t.d. En þegar maður þarf að kaupa sér íbúð og borga vixla og annað slíkt, þá nægir þetta ekki, enda not- færa margir kennarar sér sumarmánuðina til að krækja sér i aukapening, í stað þess að afla sér endurmenntunar einsog lög gera ráð fyrir. Viðmælandi minn er Eirikur Ellertsson, kennari i Hliðaskóla. Við tölum fyrst um vinnutima kennara. Hvers vegna er vinnu- vikan svona löng? — Við vinnum af okkur sumarið yfir veturinn. Vinnuvikan skiptist þannig að .34 klukkutimar og 10 min. fara i kennslu pg störf innan skólans og 13 timar i undirbúning. Innifalin I þessum vinnutima er svonefnd viðvera, sem er timi sem ætlaður er fyrir samstarf kennara innbyrðis. Hjá okkur i Hliðaskólanum er viðvera á miðvikudögum kl. 11.20 — 13.40. Þá er ekki kennt, en kennarar ræða saman um verkefnin og stundum koma ráðgjafar að utau eða haldnir eru fræöslufundir. A sumrin fáum við mánaðar- sumarfri, og að auki tvo mánuði, sem við höfum unnið af okkur yfir veturinn og ætlast er til aö við notum til endurmenntunar og undirbúnings fyrir næsta skólaár. Vinnudagurinn hjá mér hefst kl. 8 og ég er i skólanum til 5, hef hálftima i mat og drekk kaffið i friminútum. Ég hef fasta auka- mses^amsasxssammeamí r „I stað þess að minnka bekkina er verið að stækka þá. T.d. veit ég til þess að kennarar eru með allt upp í 40 nemendur í bekk” tima hér, og veitir ekkert af þvi. — Ertu aö byggja? — Nei, við keyptum gamalt fyrir tveimur árum og erum að endurbyggja það, bæði að utan og innan. Þetta kostar mikla pen- inga, þótt maöur reyni að gera sem mest sjálfur. Við erum bara tvö, konan min er i hjúkrunar- námi og fær laun sem svarar 50% af launum hjúkrunarfræðings. — Hvaö hefur þú starfaö lengi sem kennari? — Þetta er fimmti veturinn minn. Ég tók almennt kennara- próf frá gamla kennaraskólan- um, og eftir það þurftum við að þrauka eitt ár i viöbót til að ná stúdentsprófi — þetta var fyrir- komulag sem við vorum ánægð með á sinum tima. Ég kenndi fyrst úti á landi, i Borgarnesi og á Laugabakka i Miðfirði. Þetta skólaár, sem nú er hafið er þriðja árið mitt hér i Hliðaskóla. Mitt starf hér er aö kenna börnum sem þurfa sér- kennslu vegna hreyfilömunar. Hér fer fram blöndun sem kölluð er, og felst i þvi aö nemendur sem eru hreyfihamlaðir eru úti i al- mennu bekkjunum, en njóta stuðnings frá sérdeildunum. Hreyfihamlaöir nemendur hafa ýmsar sérþarfir og má t.d. nefna að þeim sem gengur illa að skrifa kennum við á sérstaka ritvel sem hér er til. Þau læra vélritun frá 8- 9 ára aldri, og þetta á að hjálpa þeim að tjá sig i skrifuðu máli. Ég fer meö nemendurna út i al- mennu bekkina og er með þeim þar, hjálpa þeim að komast á milli osfrv. Oftast er ég með einn nemanda i einu, en stundum fleiri. Þessi blöndun hefur tekist allsæmilega hér, og er tvimæla- laust mjög gagnleg, bæöi fyrir fötluðu börnin og þau heilbrigðu. — Ertu virkur I þinu stéttar- félagi? — Já, á þann hátt sem hægt er að vera virkur i þvi. Ég er félagi i SGR (Sambandi grunnskólakenn- ara i Reykjavik), sem aftur er að- ili að SGK (Sambandi isl. grunn- skólakennara). Ég fylgist með þvi sem er að gerast, sæki fundi, og er trúnaðarmaöur SGR hér i skólanum. En mér finnst tengsl stjórnar- innar við almenna félaga of litil. Við vitum t.d. ekkert um þær kröfur sem á að setja fram núna. BSRB er búið að senda rikis- stjórninni kröfugerð, en stjórnin sagðist ekki verða til viðtals fyrren gengiö hefði verið frá efnahagsráöstöfununum. Nú er það búið, og þá má búast við aö skriður komist á málið. Samkvæmt nýjum útreikning- um BSRB hefur oröið 15% kjara- skerðing hjá opinberum starfs- mönnum, ef miðað er við 1. júli, og kröfurnar miðast við það. Mér finnst mikilvægt að berjast áfram fyrir fullum kjörum og óskoruð- um samningsrétti og gegn öllum kjaraskerðingum. Launin mega alls ekki rýrna. Kjaftshögg — Hvað segja kennarar um sparnaðarráðstafanir rikis- stjórnarinnar? — SGK mótmælti þeim harð- lega þegar þær komu fram i vor, en það er eiginlega fyrst núna sem menn geta gert sér grein fyrir þvi hvernig þetta kemur út i framkvæmd. Þaö veröur að segj- ast, að margar af þessum ráð- stöfunum eru beinlinis kjaftshögg á okkur. Það hefur verið baráttumál kennarastéttarinnar árum saman aö fækka i bekkjardeildum. Nú er ekki flokkað eftir námsárangri einsog áður var gert, og það gerir mun meiri kröfur til kennarans. En i stað þess að minnka bekkina er nú verið að stækka þá. T.d. veit ég um einn skóla þar sem kenn- arar eru með allt upp i 40 nemendur i bekk. Þetta er ekki aðeins kennurum áhyggjuefni, viö vitum að foreldrar eru mjög óánægðir með þetta lika, einsog gefur að skilja. Þetta er ekki i takt við þá nýju stefnu i skólamálum að sinna hverjúm einstökum nemanda betur. Skemmtilegt starf — Ertu ánægður með starf þitt? — Já, þetta er skemmtilegt starf, af þvi að maöur er að vinna með fólki, með krckkum. Maður verður að geta brugðist fljótt við, og svo telur maður sér trú um að i þessu starfi staðni maður ekki. Það er alltaf eitthvað að gerast i skólamálum, sem rríaður þarf að fylgjast vel með. Annars á ég mér draum, einsog allir kennarar. Það er draumur um einsetinn skóla þar sem krakkarnir eru mestallan daginn, þar sem þau fá að boröa og geta búið sig undir næsta dag, þannig aö engar námslegar kvaðir fylgi þeim heim. Þannig hlýtur jöfnuðurinn aö vera mestur, þvi að vitanlega eru heimilin mis- jafnlega i stakk búin til að veita krökkunum þá aðstoð við námiö sem þau þurfa. _ih ■■■■■■■■■■ ,,Ég á mér draum um skóla þar sem krakkarnir eru mest allan daginn, þar sem þau borða og geta búið sig undir næsta dag”

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.