Þjóðviljinn - 21.09.1979, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 21. september 1979
Föstudagur 21. september 1979 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9
Litið inn á
kvennahátið
í Felled-
parken í
Kaup-
mannahöfn
Eins og komið hefur
fram í Þjóðviljanum
hélt Rauðsokka-
hreyfingin danska
kvennahátið i Fælled-
parken i Kaupmanna-
höfn helgina 18.-19. á-
gúst. Akveðið var að
yfirskrift hátíðarinnar
yrði i sambandi við
móðurhlutverkið. í ræð-
um var farið fram á að
konur fengju rétt til að
eignast og eiga börn án
þess að missa þar með
fjárhagslegt sjálfstæði
sitt. Á þessum síðustu og
verstu timum atvinnu-
leysis hefur staða kon-
unnar versnað um mun.
Margar konur standa ráöþrota
gagnvart fullmettuöum vinnu-
markaöi og biöur þeirra
oft aöeins húsmóöur- og
uppalendahlutverk. Atvinnurek-
endur lita ekki viö þeim lengur og
yfirvöld sjá sig ekki knúin til aö
ráöa bót á dagvistunarmálum.
Þegar einstæö móöir missu-
vinnu sina missir hún einnig dag-
heimilispláss fyrir barniö sitt.
Siöan missir hún rétt á atvinnu-
leysisbótum þegar hún kemst
ekki á vinnumarkaöinn vegna
barnsins Aldrei hefur konan fund-
iö eins fyrir þvi aö hún sé aöeins
varavinnuafl sem kallaö er frá
pottunum á uppgangstfmum en er
siöan minnt á hiö heilaga móöur-
hlutverk þegar atvinnurekendur
þurfa ekki lengur á konum aö
halda. Já hvaö ætlaröu aö veröa
væna, þegar þú ert oröin stór?
Mamma?
„Lises non stop show”
Þá er kannski fyrst aö segja frá
hinum fjöldamörgu tjöldum sem
stóöu viös vegar á hátíöarsvæö-
inu. Þar kynntu ýmsir kvenna-
hópar, utan sem innan Rauö-
sokkahreyfingarinnar, starfsemi
slna. Þar má nefna konur yfir
fertugsaldri sem veittu ráögjöf og
upplý-singar. K-klúbburinn kynnti
starfsemi sína en þaö er hópur
kvenna sem eiga viö áfengis-
vandamál aö striöa. I þriöja
tjaldinu var hópur ungra kvenna
á aldrinum 13 — 17 ára. Meö
skemmtilegum klippimyndum
sýndu þær mismun á uppeldi
stúlkna frá aldamótum fram á
okkar daga.
A einu tjaldi stóö Lises non stop
show. I nokkrum básum sýnúu
brúöur og textar dag I llfi úti-
vinnandi húsmóöur. Frá því aö
hún vaknar, á undan ööru
heimilisfólki, þar til hún dettur út
af seint aö kveldi. Meöal annars
varbásmeösunnudagsboröinu. A
vinstri vegg stóö Lise 180 min. og
lágu þaöan fjölmargir bleikir
strimlar sem vöföust um steik-
ina, diskana, hnlfapörin, glösin,
smjöriö o.s.frv.. A hægri vegg
stóö hins vegar Björn 22 mfn. en
þaöan lágu aöeins fimm strimlar
sem vöföust um fjórar bjórflösk-
ur og eina snapsflösku. Eigin-
maöurinn Björn er prentari og
ber hann þvi viö aö vinna hans sé
mun erfiöari en hennar vinna llk
amlega sem andlega Hún vinnur
á sjúkrahúsi og var gestum boöiö
aölyfta 50 kg poka ogtekiöfram
aö þaö væri þó fisléttur sjúkling-
ur. Vinnudagur útivinnandi hús-
ML *
,0*
móöur er oft ískyggilega langur.
Heimilisstörfin hvila einungis á
hennar heröum og telur eigin-
maöurinn sig fullkomlega afsak-
aöan ef hann snertir viö upp-
þvottaburstanum eins og einu
sinni I viku.
Konur i hljómsveit?
Margar kvennahljómsveitir
spiluöu og var gaman aö. Kon-
urnar létu sér ekki nægja aö
syngja oghristatambúrinu heldur
handfjötluöu þær tryllitæki eins
og rafmagnsgitara og trommur.
Þekktust var rokkhljómsveitin
Shit & Chanel en auk annarra
spiluöu þarna Rauöa Wilma og
Systur Sonju. Allar sungu þær
pólitlska texta og höföuöu þá mik-
iö til kvennabaráttunnar. Gæöin
voru nú misjöfn, sumar voru
hljómsveitirnar vart komnar út
um bllskúrsdyrnar en aörar spil-
uöu ljómandi vel og af öryggi.
Sætasta já konunnar er
nei
Margir leikþættir voru fluttir
og var einna sterkastur sá sem
fjallaöi um nauöganir. Þar var
sýnt fram á marga vafasama
þætti I framkomu dómsvaldsins
gagnvart konum sem nauögaö er.
Llfslöngun og skynsemi segja
konunni aö veita árásarmannin-
um ekki mótstööu og hefja þar
meö vonlausan bardaga, þar sem
hún veit aö karlmaöurinn er
likamlega sterkari en hún. Samt
veröurhún aö sýna fram á aöhún
hafi veitt mótstööu og þá meö
eyöilögöum fötum og áverkum.
Annars er litiö svo á aö hún hafi
viljaö þetta innst inni. Hver kann-
astekkiviö goösögnina um aö innst
inni dreymi allar konur um aö
veröa nauögaö? Afstaöa þjóna
réttlætisins til hinnar nauöguöu
og niöurlægingin gera oft aö verk-
um aö konur draga nauögunará-
kærur til baka. Hvaöa kona er
ekki bangin viö aö ganga fáfarna
götu eftir aö dimma tekur?
Golda Meir, fyrrv. forsætisráö-
herra Israels, sagöi eitt sinn frá
rikisstjórnarfundi, þar sem rætt
var um iskyggilega fjölgun árása
á konur. Lagöi einn ráöherrann
til, aö útgöngubann yröi sett á
kvenfólk eftir aö skyggja tæki og
þóttistþar meöfinna góöa lausn á
vandanum. En þá reis gamla
konan Golda Meir upp og benti á
aö þaö væru karlar sem nauöguöu
en ekki konur og þvl væru þaö
karlmenn sem tjóðra ætti eftir aö
sól settist.
Aö leikþætti loknum hélt
bandarísk kona ræöu um Dessie
Woods-máliö. Ef einhver kemur
ekki nafninu fyrir sig má geta
þess aö Dessie Woods er 34 ára
gömul bandarlsk blökkukona og
tveggja barna móöir. Hún af-
plánar nú 22 ára fangelsisvist
fyrir morö á hvítum manni, en
Fulltrúi hreyfingarinnar sem berst fyrir réttlátri meöferö á máli
Dessie Woods flytur ávarp.
Fulltrúi Islenskra karlmanna var mættur á staöinn I fylgd mömmu
sinnar.
Hljómsveitin Kvindtæt leikur.
Málin rædd fyrir utan tjaid Kvennaháskólans.
hún skaut hann I sjálfsvörn meö
hans eigin vopni (sem var
óskráö og þar meö ólög-
legt!), þegar hann reyndi aö
nauöga henni. Ræöumaöur var
fulltrúi hreyfingar I Bandarikjun-
um sem berst fyrir aö mál Dessie
Woods veröi tekiö upp aö nýju, en
augljóst er aö hún hefur goídiö
stööu sinnar sem svertingi, fá-
tæklingur og kona. Bak viö þessa
dagskrá stóöu Joan-systur, en
þær veita ráögjöf og hjálp þeim
konum sem oröiö hafa fyrir of-
beldi og nauögunum,
Sjálfsvörn
1 nokkur ár hafa veriö haldin
námskeiö I sjálfsvörn í Kvenna-
húsinu í Kaupmannahöfn. Yfir-
völd hunsuöu beiöni um f járstyrk
og settu s jálfsvörn kvenna I sama
bás og slagsmálaiþróttir eins og
júdo og karate. Þá var sjálfsvörn-
in skírö frúarleikfimi og hlaut
þar meö blessun yfirvalda. Aö
þremur árum liönum kom aö þvi
aö konurnar þóttu læra of mikiö
aö verja sig f frúarleikfiminni.
Styrkurinn var afnuminn og aö-
standendur voru sektaðir fyrir ó
sómann. Mikil aösókn er aö þess-
um námskeiðum og komast færri
aö en vilja. Nú hafa samtök veriö
stofnuö sem berjast fyrir aö
sjálfsvörn kvenna veröi viöur-
kennd sem grein og þar meö
styrkhæf.
Frelsari konunnar
Þegar p-pillur hnoöast
pillugeröarmaöur tekur
slatta af ethinylöstradiol
og eitt klló norgestral
þá geta konur keypt sér frelsi
jafnvel blóötappahelsi
tæma pyngjuna
og lausnargjaldiö
okkar gróöi er.
(Lag: Þegarpiparkökurbakast).
Fimm hvitklæddir og grlmu-
klæddir lyfjaframleiöendur stóöu
og sungu þennan söng, milli þess
sem skotiö var inn ýmsum staö-
reyndum úr sögu helvltis p-pill-
unnar. Atta konur hafa höróaö
mál gegn lyfjaframleiöendum,
þar sem þær hafa beöið heilsutjón
af vödlum pillunnar. Allir firra
sig ábyrgöinni, heilbrigöisyfir-
völd (sem viöurkenndu pilluna)
sem framieiöendur.
Flestar konur sem gleypt hafa
pilluna hafa oröið fyrir einhverj-
um óþægindum af völdum henn-
ar. Þrátt fyrir aö margir læknar
séu ósmeykir viö aö dæla pillunni
I konur, jafnvel árum saman án
eftirlits hvaö þá viövarana, leik-
ur ekki mikill vafi á aö þessi
sykurhúöaöi „frelsari” konunnar
er stórhættulegur.
Hjáróma söngur hefur löngum
veriö sunginn um ágæti pillunnar
ogþaöfrelsi sem konan á aö hafa
hlotið eftir aö pillan kom til sög-
unnar. Þegar nánar er aö gáö er
þetta frelsi ekki mikiö.
t fyrsta lagi eru fordómar gegn
kynlifi kvenna i hjörtum flestra
og fylgir siöferöisleg hugsunar-
breyting ekki sjálfkrafa I kjölfar
aukinna getnaöarvarna. 1 ööru
lagi eru flestar getnaöarvarnir
hannaöar fyrirkvenlikamann og
hugsa framleiöendur og læknar
ekki mikiö um hvort þær skaöi
konuna eöa valdi henni óþægind-
um. Rannsóknarmenn sem á
launum eru hjá framleiöendum
viröast heldur ekki leggja
mikla áherslu á aö finna
upp getnaöarvarnir fyrir karl-
manninn. Þess I staö er konan lát-
in kyngja pillu, lykkju er stungiö
upp í leg hennar á sársaukafullan
hátt, kynfæri hennar og móöurlff
er smurt meö mörgum dularfull-
um smyrslum og aö lokum er leg-
iö troöiö út af stikkpillum. Hjá
stendur karlmaöurinn, yppir öxl-
um og segir aö þvi miöur séu
smokkar svo ansi ópraktlskir. I
þessari dagskrá var kannski ekki
minnstá mörgáöur óþekkt sann-
indi, en konur voru hvattar til aö
styöja kynsystur sinar átta sem
áöur var á minnst.
Dömufri
A laugardagskvöldinu var
haldiö kvennaball I háskólanum
áNjálsgötu.Margir litu hornauga
á setninguna: Kun adgang for
kvinder. Viö þvi ernú aö segja aö
kvennahátlö er ekki á hverjum
degi og er skemmtilegt aö halda
ball aöeins fyrir kvenmenn og s já
hvort konur geti skemmt sér án
karlmanna. Sjaldan hefur veriö
gert fjaörafok út af karlasam-
komum og er þá hægt aö nefna
Junior Chamber, aö ógleymdri
TB-reglunni. Þetta kvöld höföu
karlmenn tækifæri til aö hittast
yfir kaffi og klukkustrengjum á
meðan viö stelpurnar fengum
okkur snúning.
Flestar konur kannast viö aö
þær tala ööru visi saman þegar
þær eru einar I hóp en þegar karl-
maður er á meöal. Um leiö og
einn karlmaöur er kominn í hóp-
inn er fariö aö tala „skynsam-
lega” og „yfirvegaö”. Oft er kona
gagnrýnd fýrir aö segja alltaf:
mér finnst... I staö þess aö segja
eins og karlinn: nýjustu rann-
sóknir hafa leitt I ljós... Meö
þennan samanburö I huga fannst
okkur meira en réttlætanlegt aö
konur héldu sitt eigiö ball.
Annað mál fannst okkur meö
tjald lesbiskra kvenna þar sem
karlmönnum var meinaöur aö-
gangur. I þvi tjaldi voru plaköt og
textar ogheföu þessir dauöu hlut-
ir áreiöanlega þolaö nærveru
karlmanna. Varla er hægt aö I-
mynda sér aö plakötin heföu
krumpast ogstafirnir bognaö þótt
karlmannaþefs heföi oröiö vart I
hellinum. Afstaöa lesblskra
kvenna gagnvart körhim kemur
stundum spánskt fyrir sjónir. Vel
erhægt aöskilja vandamálþeirra
sem I mörgu eru sameiginleg öll-
um konum. En hvernig er hægt aö
ætlast til aö hinn aumi karl-
peningur geti skiliö málstaö
lesbiskra ef þeir fá ekki aögang
aö málflutningi þeirra?
Þessi bölvaða nafla-
skoðun
I grein sem þessari er ó-
gerningur aö gera hinum ótal-
mörgu baráttumálum full-
nægjandi skil. Ef vel ætti aö vera
þyrftum viöaöleggja undir okkur
nokkur tölublöö af málgagni só-
sialisma, verkalýöshreyfingar og
þjóöfrelsis. En þaö er nú kannski
óþarfa naflaskoöun á þessum siö-
ustu og verstu tlmum aö vera
yfirleittaö fjalla um kynjapólitik,
eöa hvaö?
Væri ekki nær aö þræöa nálina,
hvolfa bolla og biöa stilltar eftir
aö karlmenn bjargi heiminum og
sjálfum sér.
Hvaö ætlar þú aö veröa væna,
þegar þú ert oröin stór? —
Mamma?
Kaupmannahöfn, 28. ágúst 1979,
Aagot Vigdis óskarsdóttir,
Erla Siguröardóttir.
Engin kvennabarátta án stéttabaráttu; engin stéttabarátta án kvenna-
baráttu.
Hvad ætlar
þú að verða
þegar þú ert
orðin stór
MAMMA?
Texti: Erla Sigurðardóttir Myndir: Mikael