Þjóðviljinn - 21.09.1979, Side 11

Þjóðviljinn - 21.09.1979, Side 11
Föstudagur 21. september 1979 ÞJÖÐVILJINN — SIÐA 11 íþróttir Un iþrottir íþróttir í stuttu máli Körfuboltaskóli á Skaganum Körfuknattleiksmenn hafa tekið upp á þeirri nýbreytni að halda körfuboltaskóla fyrir börn og unglinga á hinum ýmsu stöðum. Þetta kalla þeir körfubolta-klinik. Þegar landsliðið var f Eyjum fyrir skömmu sóttu margir unglingar þar þennan skóla og höfðu gaman af. Nú stendur til að Einar Bollason og Gunnar Gunnarsson verði á Akramesi um helgina og hefst skóli þeirra kl. 11 i fyrramálið, laugard. Allir I körfubolta. Námskeið í frjálsum íþróttum Alþjóðlega frjálsiþróttasambandið og FRI munu gangasi iyrir iiam- skeiði I frjálsum fyrir kennara og leiðbeinendur hér á landi 3.-7. okt. n.k. Fjallað verður um köst og stökk. Kennari i kastgreinunum verður Mike Winch, sem hefur kastað kúlu 20.24 m. John Anderson mun sjá um kennslu f stökkum. Þátttökutilkynningar þurfa að berast til Guðmundar Þórarinssonar f sima 23814 eða ISl fyrir 30. sept.. Víða er pottur brotinn Forystumenn fþróttafélaga hér á landi kvarta mikið undan erfið- leikum i rekstrinum. Pétur Sveinbjarnarson Valsmaður lét þess getið á blaðamannafundi fyrir skömmu að ekkert atvinnufyrirtæki gæti starfað við þær aðstæður sem iþróttafélögum eru búnar. Hann nefndi sem dæmi um þetta, að IBR og KRR hirtu 6% af ágóða knattspyrnu- leikja án þess að gera nokkurn skapaðan hlut nema að taka við peningunum. Hann gat þess einnig að Reykjavikurborg myndi fá 3—5 ípiljónir af leik Vals og Hamburger. Þá má geta þess að heildarvelta knattspyrnudeildar Vals verður I ár á bilinu 36—40 miljónir. Körfuboltamenn KR til Kína? Meistaraflokkur KR I körfubolta gælir nú við þá hugmynd að skreppa til Kina I keppnisferð á næsta ári. Klnverjar hafa ýtt undir þaö, aö lið frá tslandi kæmi til þeirra,og er þetta mál nú I athugun, en helsti Þrándur i Götu er kostnaöarhliðin. Stangirnar eyðileggjast fljótt Það er erfiö aöstaöa sem stangarstökkvarar búa við hér á landi. Stangirnar sem þeir nota eru geysidýrar og vart á færi iþróttamanna að fjárfesta I slikum gripum. Og það sem verra er, aö stángarstökks- kassinn á Fögruvöllum (Valbjarnarvöllum) hefur þann eiginleika að eyðileggja stangirnar á skömmum tima. Þegar stökkvarí ýtir frá um lcið og hann fer yfir rána kastast stöngin til og fellur á brún kassans. Þannig kvarnastsmátt og smátt upp úr stöngunum uns þær eru orönar ónothæfar. Spurningin er sú hvort völlurinn sé skaðabótaskyldur þegar svona fer. Heimslið Kaltz Manny Kaltz, hinn frægi varnarmaður Hamburger, stillti upp fyrir skömmu liöi fyrir SHOOT. Liö þetta átti aö vera skipað 11 bestu leik- mönnum heimsins I dag. Uppstilling Kaltz var þannig: Koncilia — Kaltz, Pezzey, Krol, Cabrini — Tardelli, Platini — Causio, Rossi og Keegan. Flugferðin mikla Sænski skiðamaðurinn Ingimar Stenmark var hætt kominn s.l. laugardag. Hann var að æfa sig I bruni I Schnalstal og var kominn á 100 km hraða. I einni beygjunni þurfti hann að stökkva og skipti þá engum togum að hann tókst á loft og flaug' nokkra tugi metra. Stenmark var i skyndingu fluttur á sjúkrahús, en haföi sem betur fer sloppið við meiri háttar meiösl og þurfti einungis að dvelja á sjúkrahúsinu fáeina daga. Ingimar hefur hingað til ekki viljaö keppa i bruni, en verður að gera það til þess aö geta hreppt heimsbikarinn. A laugardaginn var hann þvi að æfa sig i bruninu oger sennilegt að hann leggi ekki i slikt á næstunni. —IngH SErlendar £}' &> 0 knattspyrnufréttir j Bikarnum stolið. IMikið uppistand varð i Frakk- landi fyrir nokkru þegar nokkr ir atvinnulausir stáliðnaöarmenn • gerðu sér litiö fyrir og stálu Ibikar franska knattspyrnusam- bandsins úr hirslum núverandi bikarmeistara , Nantes. Þetta ■ gerðu verkamennirnir til þess Iaðvekja athygli á vandamáum slnum og einnig til þess aö þvinga Nantes til þess að leika • gegn meisturum Strasbourg á Iheimavelli sinum. Leikurinn endaði j 134—1. Júgóslavneskur knattspyrnu- | garpur hringdi til blaösins sins • fokreiöur og leiðrétti frétt blað- Isins um að hann hefði skorað 40 mörk I einum leik. Kappinn sagöist ekki hafa skoraö 40 ■ mörk heldur 59 mörk. IForsaga málsins er sú, aö tvö áhugamannalið voru efst og jöfn I si'num riðli fyrir siöustu ■ umferð mótsins. Þá hafa þau Ibæði væntanlega gripiö til pyngjunnar svo að andstæð- ingar þeirra yrðu ekki erfiöir. • Þetta herbragð tókst hjá báðum Iliðum og vann annað liðið sinn leik 88-0, en hitt bætti um betur og sigraði 134-1, en I þeim leik ■ var dómarinn heldur betur með i spilinu þvi hann lét leikinn standa yfir i 120 min!!! Eftirmálar þessa skemmti- lega máls urðu þeir að júgóslav- neska knattspyrnusambandið dæmdi alla þá sem nærri leikj- unum tveimur komu frá af- skiptum af knattspyrnu ævi- langt. Einn leikmaður i heimsklassa. Að sögn vestur-þýska knatt- spyrnublaösins Kicker er enginn þýskur leikmaöur i heimsklassa hvaö knattspyrnu- getu snertir. 7 leikmenn eru sagöir I alþjóðlegum landsliðs- klassa. Af erlendu leikmönnun- um, sem I Þýskalandi leika, eru 6 I landsliðsklassa og einn I heimsklassa. En einn leikmann setur blaðið öörum ofar og er hann i heimsklassa-flokknum og heitir sá Kevin Keegan. Cruyff fjölhæfur. Johan Cruyff er stjórstjarna i bandarisku knattspyrnunni um þessar mundir og hafa áhorf- endur flykkst á vellina til þess að sjá kappann leika. Nýlega lék hann meö liði slnu Los Angelse Azecks gegn Washington Diplomats. I fyrri hálfleiknum var Cruyff aðal- Kevin Keegan er hátt skrifaður. maðurinn i sókninni, en I seinni hálfleik lék hann I öftustu vörn vegna meiösla tveggja bestu varnarmanna liösins. Þar þótti hann svo snjall að eftirá voru honum afhent verölaun ásamt sæmdarheitinu besti varnar- maöur leiksins. Kúbumenn i stórsókn. I heimsmeistarakeppninni i knattspyrnu áriö 1982 leika 24 lið til úrslita I stað 16 áöur. Þetta þýðir að mun fleiri lið frá Ameriku, Asiu og Afriku verða með en áöur hefur verið. Eitt þeirra liða sem reiknað er með að verði á Spáni er Kúba. Kúbumenn hafa veitt miklum fjármunum upp á slð- kastið til þess að styrkja hina 100 þúsund knattspyrnumenn landsins, t.a.m. hafa verið byggðir 20 stórir vellir. O’Leary áfram hjá Arsenal. Miövöröur Arsenal, irski landsl iðsm aðuri nn David O’Leary, hefur nýlega skrifað undir 2 ára samning við félag sitt. O’Learysem er 21 árs gamall hefurlátið að þvlliggja, aö hann hafi áhuga á þvi að leika knatt- spyrnu á meginlandi Evrópu eftir aö samningur hans við Arsenal rennur út. Fjör á markaðnum. Það er ávallt mikiö fjör á markaði Italskra knattspyrnu- manna á sumrin. Stórtækustu félögin i sumar voru Inter Milan, sem keypti9 leikmenn og seldi 11, Pescara, sem keypti 9 leikmenn og seldi 9,og Bologna sem seldi 10 leikmenn og keypti 9. Litríkur stjóri. Juan Carlos Lorenzo, fram- kvæmdastjóri argentinska meistaraliösins Boca Juniors, þykir einstaklega litrikur persónuleiki. t leik Boca og Independiente fyrir nokkru var kappinn rekinn út af leikvangn I um vegna þess aö hann var með stöðugt kjaftbrúk við dómarann. Lorenzo þurfti aö ganga yfir völlinn þveran til þess að komast út og á leiðinni jós hann sviviröinum yfir leik- menn Independiente. Lorenzo komst aö þvi aö eitt- hvað ólag var á vatnslögnum og rafmagni Independiente og þegar hann mætti þangað næst með liö sitt voru 3 menn i hópnum sem enginn kannaðist við. Þegar betur var að gáð kom i ljós að þar voru á ferðinni plpulagningamaöur og 2 raf- Lorenzo ásamt hundi slnum.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.