Þjóðviljinn - 29.09.1979, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 29.09.1979, Blaðsíða 2
2 SIÐÁ — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 29. september 1979 AF GLERAUGNAVÍMU Fróðir menn telja að uppeldisfræði sé elsta vísindagrein í heimi og jafn gömul lífinu á jörðinni. Þeir vísindamenn eru ekki lengur til, sem efast um það, að menn og málleysingjar hafi frá upphafi vega notið uppeldisfræðslu í einhverri mynd. Að vísu er talið að þessi fræði haf i verið sett f ram í f rumstæðri mynd meðal einf rumunga,en vísindi eru þetta eigi að síður. Ef vér hugsum oss að uppeldisf ræðsla hafi haf ist á f rumlífsöld,þá er fræðigreinin hvorki meira né minna en þriggja til fjögurra miljarða ára gömul, en á síðari árum hafa skandinavískir fræðimenn hallast æ meir að þeirri kenningu, að hin ýmsu vísindi, tengd uppeldisfræðinni, — s.s. félagsfræði, kyn- fræði, sambýlisfræði, að ógleymdri sjálfri sálfræðinni, — hafi ekki litiðdagsins Ijds í nú- verandi mynd fyrr en með tilkomu hins viti borna manns (Homo Sapiens). Þannig eru þessar vísindagreinar f raun og veru ekki eldri en um 500.000 (fimmhundruð þúsund) ára. Nú hljótum vér að undrast þá staðreynd að í 449.990 (f jögurhundruð f jörutíu og níuþúsund níu hundruð og nfutíu) ár hafa sárafáar nýjar kenningar komið uþp meðal, sál-, uppeldis-, félags- og kynfræðinga um það með hverjum hætti réttast sé að uppfræða börn og unglinga um leyndardóma þeirra líffæra sem notuð eru meðal annars tíl þvagláta. En sem betur fer eygjum vér dagsbrún í þessu kynfræðilega myrkviði. Það er sem sagt ekki fyrr en á síðustu tíu árum, sem fræðimenn, með skandinava í fararbroddi, hafa rofið hinn fimmhundruð alda gamla þagnarmúr sem umlukt hefur . kynferðislíf mannkynsins og reynt að varpa nokkru Ijósi á það, hvar, hvenær og hvers vegna karl og kona dragi sig saman og hvernig börn komi undir. Mestur fengur er að sænskum bókum um kynferðismál fyrir börn og unglinga og hefur talsvert af þeim verið þýtt yf ir á íslensku, svo sem „Magga frænka skilur", „Ég vildi að ég skildi", „Pollíana fer á spítala", „Hvað eru pabbi og mamma að gera" og margar fleiri. Nú les ég í blöðum að enn ein bókin haf i bæst í hóp kynfagurbókmenntanna. Er sú nýút- komin og ku heita „Gerum hitt rétt". í frétta- tilkynningunni segir, að bókin sé líkleg til að svara fjölmörgum spurningum sem óhjákvæmilega hljóti að koma uppí hugann þegar kynhneigðin fari að gera vart við sig. Sannleikurinn er nefnilega sá að unglingar hafa ekki gert nærri nóg af því að bíða eftir svörum við spurningum, þegar kynhneigðin fór að gera vart við sig, heldur hafa án þess að ráðfæra sig fyrst við fræðimenn, bara látið slag standa og gert það sem hugur og hold bauð þeim. Verkleg kynfræðsla getur að sjálf- sögðu verið afsakanleg og jafnvel æskileg í vissum tilfellum, en — svo vitnað sé í Dante — „það er með hana eins og aðrar f ræðigreinar, hún verður að vera byggð á fræðilegum grunni". Þess vegna er mikill fengur í þessari nýju bók, önnur er sú fræðigrein, sem sannarlega hefur ekki átt upp á pallborðið hjá uppeldis- vísindamönnum (og konum) síðustu fimm- þúsund aldir, en það eru vímufræði, já vímu- fræði. Nú berast þau gleðilegu tíðindi að farið sé að kenna þessi fræði í skólum og ber að fagna því. f þessum efnum er mikill fengur að nýrri bók, sem koma mun út fyrir jólin og er eftir svíann próf. dr. Christine de Pisan. I bók sinni færir próf. Pisan óyggjandi rök fyrir því að ein af frumþörfum mannkynsins sé að vera undir annarlegum áhrifum — í vímu, eins og það er kallað. Hver kannast ekki við gleði barnsips við að fara tuttugu koll- hnísa, standa sfðan upp og snúa sér sextíu sinnum í hring og steinliggja svo af svima. Þetta ástand er nefnt frumbernskuölvunin. Af sama toga eru allir hinir f jölmörgu hring- dansar bæði í kringum jólatré og ekki í kring- um jólatré. Síðan þegar æskuárin færast yf ir er farið að þefa uppúr gúmílímdollum eða bensíni í bóm- ull þangað til steinlíður yfir allan æskuskar- ann. Með aldrinum lærist svo að fullnægja þessari frumþörf mannkynsins, að vera í annarlegu ástandi, með því að taka tíu, tutt- ugu sjóveikispillur þótt verið sé að fara inná Kjöl, en af slíku komast neytendur í það sælu- ástand — að sögn dr. próf. Pisan — að þeir halda að hljómplötur séu flatkökur, smyrja þær, setja á þær ost og borða þær síðan með kaffi, sem þeir halda að sé te. Dr. próf. Pisan kemst að þeirri niðurstöðu að áfengi,eitur- og fíknilyf séu úrelt fyrirbrigði sem leyst hafi verið af hólmi af miklu full- komnari sæluvímugjöfum. Til dæmis bendir prófessorinn á, að mjög algengt sé í röðum sænskra menntamanna að ná upp svimavímu með því að brúka sterk gleraugu. Þessi vímu- gjafi er tiltölulega skaðlaus að því frádregnu að menn missa sjónina fyrr en ella, en þó ekki jafnsnemma og ef drukkinn er tréspíritus að staðaldri. Þá fordæmir Pisan það háttarlag að kalla þá sem háðir eru sterkum gleraugum „sænsku gleraugnamafíuna"; „þeir eru einfaldlega" segir prófessorinn að lokum, „glassistar eða, eins og sagt er í Ameríku, hooked on glasses". Og próf essorinn doktor Pisan fordæmir hinn úrelta sæluvímgjafa brennivínið með þessum lokaorðum: Brennivins að bera kross bölvun er og pína, en gleraugun þau gefa oss góða vímu og fína. Flosi. i^} Húsnæði óskast Vantar tilfinnanlega 3-4 herb. ibúð strax til leigu. Snyrtilegri umgengni heitið. Upplýsingar i sima 39363. laðberar óskast Austurborg: Flókagata (1. okt.) Mávahíið og nágr. N eðri-Laugavegur Vesturborg: Suðurgata (1. okt.) Tómasarhagi (1. okt). Kópavogur: Kársnesbraut (Strax) MOWIUINN Þingfulltrúar á nýafstöönu landsþingi Þroskahjálpar lýstu ánægju sinni yfir aö megin baráttumál samtakanna frá upp- hafi, setning löggjafar um mál- efni þroskaheftra, náöi fram aö ganga á siöasta Alþingi. Einnig voru samþykktar áskoranir til stjórnvalda um úrbætur á ýmsum málefnum sem snerta þroska- hefta. Ný deild í ráðuneyti 1 áöurnefndum lögum er gert ráö fyrir aö stofnuö veröi innan félagsmálaráðuneytisins sérstök deild sem annist málefni þroska- hefra. Mál þroskaheftra falla undir .þrjú ráöuneyti, þ.e. heil- Frá landsþingi Þroskahjáipar. Aukin aðstoð við þroskahefta brigöis- og tryggingamálaráöu- laganna. Þingiö benti lika á nauö- um lögum eiga aö fjármagnast neyti, félagsmálaráöuneyti og syn þess aö Framkvæmdasjóðn- beint úr rlkissjóði. menntamálaráöuneyti, I þessa um veröi ekki faliö aö fjármagna nýju deild i félagsmálaráöuneyt- þau verkefni sem samkvæmt öör- Framhald á 14. siöu inu veröa skipaöir fimm menn, einn frá Þroskahjálp, einn frá öryrkjabandalaginu og einn skip- aöur af hverju þeirra þriggja ráöuneyta sem málin falla undir. Deildinni er ætlaö aö hafa yfirsýn og yfirstjórn þessara mála þó þau falli undir ráöuneytin þrjú. Auk þess á deildin aö annast stjórn Framkvæmdasjóðs öryrkja og þroskaheftra. Landsþingið vakti athygli á þvi aö deildin hefur enn ekki verið stofnuð og væntir þess jafnframt að fullt samráö veröi haft viö Þroskahjálp viö samningu þeirra reglugeröa sem leiöi af samningu Ný stjóm Þroskahjálpar Landssamtökin Þroska- hjálp héldu annaö landsþing sitt 22. og 23. sept. sl. A þinginu var m.a. kosin ný stjórn samtakanna, en hana skipa: Eggert Jóhannesson, formaður og Jón Sævar Alfonsson, Jóhann Guðmundsson, Dúfa Silvia Einarsdóttir, Bjarni Krist- jánsson, séra Gunnar Björnsson og Svanhvit Páls- dóttir, meöstjórnendur. I varastjórn voru kosin: Siguröur Garöarsson, Þórhildur Svanbergsdóttir og séra Daviö Baldursson. Þingiö, sem haldiö var aö Hótel Loftleiöum var vel sótt af fulltrúum frá öllum lands- hlutum en I samtökunum eru nú 21 félag með samtals um 7500 meölimi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.