Þjóðviljinn - 29.09.1979, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 29.09.1979, Blaðsíða 11
Laugardagur 29. september 1979 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11 íþróttir @ íþróttir ■ Umsjón: Ingólfur Hannesson Við teflum fram miög sterku liði Llnumaðurinn snjalli úr Haukum, Andrés Kristjánsson, er einn máttarstólpa landsliðsins 21 árs og yngri. segir Jóhann Ingi landsliðseinvaldur um landslið 21 árs og yngri, sem tekur þátt í heimsmeistara- keppni í næsta máni mánuði Heimsmeistarakeppni í handknattleik fyrir leik- menn 21 árs og yngri verð- ur haldin í Danmörku og Svíþjóð 23. okt. til 2. nóv. n.k. i keppninni verða 24 lönd og er Island þeirra á meðal. Viö lendum i riðli með Rússlandi, Vestur-Þýskalandi, Portúgal, Hollandi og Saudi- Arabiu, og mun keppnin i riðlinum fara öll fram i Dan- mörku, nánar tiltekiö á ýmsum stöðum á Sjálandi. Hætt er við að róðurinn verði nokkuö þungur fyrir okkar menn þvi a.m.k. Rússar og Vestur-Þjóöverjar eru öngvir aukvisar i handboltanum. Landsliðsþjálfarinn Jóhann Ingi Gunnarsson hefur valið 16 leikmenn til þess að keppa fyrir íslands hönd, og eru þeir eftir- taldir: Alfreð Gislason, KA. Andrés Kristjánsson, Haukum Arsæll Hafsteinsson, l.R. AtliHilmarsson, Fram Birgir Jóhannsson, Fram Brynjar Kvaran Val Friðrik Þorbjörnsson, K.R. Guðmundur Magnússon, F.H. Guðmundur Þórðarson, í.R. Kristján Arason F.H. Sigmar Þröstur óskarsson, Þór Sigurður Gunnarsson, Vikingi Sigurður Sveinsson, Þrótti Stefán Halldórsson, Val Theodór Guöfinnsson Fram Ólafur Guðjónsson, Haukum Sú breyting verður þó liklega á þessum hóp, að Guðmundur Þórðarson IR fellur út vegna meiösla, en ekki er afráðið hver tekur sæti hans. Strákarnir hafa æft af miklum krafti i allt sumar og koma þvi mjög vel undirbúnir til leiks. Þeir þurfa einnig að standa i að afla fjár til ferðarinnar, einkum með þvi að selja miöa i svokölluðu spjaldahappdrætti. Handknatt- leiksunnendur ættu að taka vel á móti strákunum með það i huga aö margt smátt gerir eitt stórt. Jafnt hjá Ármanni og ÍR Tveir leikir voru á Reykjavlk- urmótinu I handbolta i gærkvöldi. 1 fyrri leiknum geröi Armann jafntefli við 1. deildarlið IR og komu þau úrslit nokkuð á óvart. IR-ingarnir höfðu undirtökin I leiknum lengst af og voru með þetta 2-4 mörk i forskot. Undir lokin voru þeir 3 mörkum yfir, 14- 11, en góður endasprettur Armenninganna færöi þeim jafn- tefli, 15-15. I seinni leiknum áttust við ný- liöarnir i 1. deild, KR og Fram. Vesturbæingarnir leiddu lengst af i fyrri hálfleiknum og voru yfir I hálfleik 10-9. Lokatölur urðu siðan 19-17 fyrir KR. Cosmos tapaði Hið stjörnum prýdda banda- riska knattspyrnulið Cosmos er nú á keppnisferöalagi i Asiu og i gærdag kepptu þeir við landslið Suður-Kóreu. Kóreumenn sigruðu 1-0 og var markið skorað skömmu fyrir leikslok. Sagt var að Cosmos hafi aðeins leikið á hálfum hraða og þvl tap- að.Þeir hafi haft yfirburði i þreki og tækni, en slikt er vist ekki nóg til þess að sigra. Valur-IA i í dag 1 dag kl. 14 munu Valur og 1A enn leiöa saman hesta sina til þess að reyna að fá úr þvi skoriö hvort liöið hafnar i 2. sæti 1. deildar. Liðin léku um siöustu helgi og þá tókst hvorugu liöinu að skora, en Valsmenn voru öllu skárri I þeim leik. Nú sýndu Skagamenn stór- góðan leik á móti Barcelona svo að búast má við hörku- viðureign I dag. Verði jafnt eftir framlengingu mun fara fram vitaspyrnukeppni. Bjarni Bessason átti ágætan leik i gærkvöldi þegar Armann og'lR erðu jafntefB. Iþróttir um helgina Handknattleikur A morgun, sunnudag, verður keppni fram haldiö 1 meistara- flokki á Reykjavikurmótinu og eru eftirtaldir leikir á dagskrá: Valur-Arm., A-riðill, kl. 13.30 Vik.-KR, B-riöill, kl. 14.45 Þróttur-IR, A-riðill, kl. 16.00 Fylkir-Fram,B-riðill, kl. 17.15 Þá veröur Reykjanesmótiö að Varmá kl. 14 og i Hafnarfirði kl. 16. Knattspyrna 1 dag kl. 14 leika Valur og IA öðru sinni um réttinn til þess að taka þátt i UEFA-keppninni. Lið- in shildu jöfn um siðustu helgi, 0- 0. Körfuknattleikur Þriðja umferð Reykjavikur- mótsins hefst kl. 14 I Hagaskólan- um I dag og leika þá KR og 1S. Siöan leika Valur og Armann og loks Fram og 1R. A morgun sunnudag verða eftirtaldir leikir: Armann-ÍS, Valur-IR og KR- Fram. Sjö fluttir á slysadeild eftir umferðarslys í gœr Talsvert var um árekstra og slys I umferðinni I Reykjavfk I gær. Haröur árekstur tveggja bila varð á EUiðavogi við Langholtsveg. ókumenn beggja bifreiðanna voru fluttir á slysadeild Borgarspitalans og var annar þeirra lagður inn á spitalann. Areksturinn varð rétt fyrir kl. 1 I gærdag. Bifhjóli var ekið á kyrrstæö- an bókabil I Sæviöarsundi á þriðja timanum I gær, og var ökumaður bifhjólsins fluttur á slysadeild með talsverð meiðsli á fótum. Þrir bilar lentu I harkaleg- um árekstri i Lækjargötu rétt fyrir kl. 6 siödegis I gær. Þrir menn voru fluttir á slysadeild, en meiðsli þeirra reyndust smávægileg. Þá var ekið á litla stúlku kl. 16.25 á Hafnarfjaröarvegi við Litlu Hlið. Hún var flutt til rannsóknar á slysadeildina, en fékk að fara fljótlega heim. — eös. Úttekt gerð á heyforðanum fyrir norðan og austan Vegna óþurrkanna I sumar hefur verið skipuð á vegum landbúnaöarráöuneytisins nefnd til aö gera úttekt á heyja foröa hjá bændum norðan- lands og austan. Nefndin er skipuð af þeim Hákoni Sigurgrimssyni i land- búnaðarráöuneytinu, Helga Jónassyni Grænavatni og Aöalbirni Benediktssyni ráðu- naut á Hvammstanga. Á svæöinu frá Hrútafirði til N- Múlasýslu mun nefndin gera bráðabirgðakönnun á þvi hvað komið er af heyjum til aö vita hvernig ástandiö er. Fundir verða haldnir meö oddvitum og ráðunautum á Norður- og Noröausturlandi, sá fyrsti á Egilsstöðum sunnudaginn 30. sept. Einhver heyskapur er enn i gangi noröanlands en heyið orðið lélegt. Eins og komið hefur fram I Þjóðviljanum.er ljóst, aö bændur á þessu svæöi þurfa að fækka gripum hjá sér, þvi litið er aflögu af heyj- um sunnanlands, að þvi er Há- kon Sigurösson tjáði Þjóðvilj- anum þegar haft var samband við hann. Hann bætti viö, að nefndin myndi hafa hönd 1 bagga með hve miklu yröi fækkað og hvernig. Nefndin stefnir aö þvi aö skila áliti til rikisstjórnar- innar fyrir miöjan október- mánuð. SR 9,2% hœkkun skiptaverðs Samkomulag náðist á fundi yfirnefndar Verðlagsráðs sjávarútvegsins um nýtt fisk- verð á fundi þess i gær. Veröiö gildir frá 1. október til ársloka og felur I sér 9,2% hækkun skiptaverðs til sjómanna. Forsenda fyrir þessari á- kvöröun er, aö oliugjald til fiskiskipa, sem veriö hefur 15% veröi 9% frá 1. október, jafnframt þvi sem 3% oliu- gjald, sem komiö hefur til skipta, verði fellt inn I fisk- veröið. Þetta hefur 1 för meö sér að hráefniskostnaöur fisk- vinnslunnar hækkar um 7%. Verðuppbót á ufsa og karfa er óbreytt. Verðið er miöaö viö þá stærðarflokkun, sem gilt hefur. Verðlagsráöið getur þó ákveðið að taka upp aðra stærðarflokkun, þannig aö fiskur veröi verölagður eftir þyngd i stað lengdar frá og með 1. nóvember 1979, enda feli sú flokkunarbreyting ekki i sér verðbreytingu, þegar á heildina er litið miöað við árs- afla. Frá og með 15. nóvember 1979 er heimilt aö segja verð- inu upp meö viku fyrirvara, ef oliuverö til fiskiskipa fer veru- lega fram úr þvi verði, sem ætlað er að gildi i októberbyrj- un. I yfirnefndinni áttu sæti: Jón Sigurðsson, forstjóri Þjóö- hagsstofnunar, sem var odda- maður, Kristján Ragnarsson og Ingólfur Ingólfsson af hálfu seljenda og Eyjólfur lsfeld Eyjólfsson og Benedikt Jóns- son af hálfu kaupenda. Hlutaskipti og laun sjómanna Sjávarútvegsráðherra hefur aö höfðu samráöi við forystu- menn samtaka sjómanna og útvegsmanna ákveðið að skipa nefnd til þess að athuga tilhögun hlutaskipta og launa- kjör á fiskiskipum. 1 nefndina hefur ráöherra skipað eftirtalda menn: Eirlk Tómasson, framkvæmda- stjóra, Ingólf S. Ingólfsson, forseta F.F.S.I., Kristján Ragnarsson, form. L.I.ú. Óskar Vigfússon, formann S.I., Pétur Sigurösson, form. Alþ.samb. Vestfjaröa, Sigfinn Karlsson, form. Alþ.samb.1 Austurlands, Vilhelm Þor- steinsson, framkvæmdastjóra og Jón Sigurðsson, þjóðhags- stjóra, sem jafnframt er for- maður nefndarinnar. Verðlaunagarður á Seltjarnarnesi Fegrunar- og náttúruvernd- arnefnd Seltjarnarness hefur veitt viðurkenningu fyrir feg- ursta garöinn á Seltjarnarnesi 1979. Fyrir valinu varð garðurinn að Sævargörðum 6, eigendur hjónin Sigrún ólafsdóttir - og Hilmar Guðmundsson. Enn- fremur var veitt viöurkenning fyrir lóðina við fjölbýlishúsin nr. 2 — 8 við Tjarnarból vegna sérlega góðs skipulags á lóð, þar sem tillit er tekið til þarfa barna. Nefndin mun i vetur og næsta vor taka upp leiðbein- ingaþjónustu við húseigendur bæði varöandi skipulag garða og plötuval. 1 fegrunar- og náttúruverndarnefnd Sel- tjarnarness eiga sæti: Finn- bogi Gislason, Barðaströnd 3, formaður. Björn Jónsson, Skjólabraut 39 og Stefán Berg- mann, Tjarnarbóli 14. Norrœnt ungtemplaranámskeið Nú standa yfir námskeið á vegum tslenskra Ungtempl- ara, I.U.T., þar sem félags- mönnum er gefinn kostur á fræðslu um félagsstörf og um ýmsar hliðar áfengismáia. Lokið er fjórum námskeiö- um af sex, en meöal þess sem fjallað er um eru heilbrigöis- vandamál tengd áfengis- neyslu, löggjöf og stefna yfir- valda I þessum málum og kynnt eru samtök áhuga- manna sem berjast gegn á- fengi á einn eða annan hátt. Fyrirlesarar eru á annan tug talsins, m.a. læknar og lög- fræðingar. Að loknum þessum nám- skeiöum verður nú I lok sept- ember haldið námskeið i Munaðarnesi á vegum norræna ungtemplarasam- bandsins, NORDGU. Þar verða fulltrúar frá öllum norðurlöndunum, en flestir frá Islandi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.