Þjóðviljinn - 29.09.1979, Page 7
Laugardagur 29. september 1979 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 7
Umsjón
af hálfu
Þjóðviljans:
Ingibjörg
Haralds-
dóttir
Berglind
Gunnarsdóttir
Guftmundur
HailvarOsson
Hjördts
Hjartardóttir
Eirikur
GuOjónsson
Hildur
Jónsdóttir
Ingibjörg
Haraldsdóttir
Hvað varð af undir-
skrif talistanum ?
Rætt við
Margréti
Sigurðardóttur
Margrét Siguröardóttir átti
sæti i samstarfsnefndinni, sem
skipulagöi undirskriftasöfnunina,
sem fulltrúi fyrir Ibúasamtök
Þingholts. ViO byrjum á þvi aO
spyrja um félagslegan bakgrunn
þessarar samstarfsnefndar:
Sv.: Þaö voru einir tólf félaga-
hópar sem mynduOu þessa sam-
starfsnefnd: Fóstrufélag Islands,
Iðnnemasamband íslands Félag
einstæðra foreldra, nemendafáð
Kennaraháskólans, ibúasamtök
Vesturbæjar og Þingholts,
Ifauösokkahreyfingin, Fram-
farafélag Breiðholts, Sjúkraliða-
félag Islands, Stéttarfélag ísl.
félagsráðgjafa, SHI og 8. mars
hreyfingin. Þessir aöilar mynd-
uðu samstarfsnefndina, sem tókst
á hendur það verkefni að skipu-
leggja undirskriftasöfnunina.
Js.: Hvaða kröfur og hvers-
konar fólust aðallega i þessari
undirskriftaherferð?
Sv.: Aðalkrafan gekk auðvitað
út á Næg og góð dagvistarheimili
fyrir öll börn, og einar átta kröfur
að auki. Innihald aðalkröfunnar
merkir einfaldlega að öll börn
sem það þurfa og vilja fái dag-
vistunarpláss, þannig að það sé
hvorki háð efnahagslegum for-
réttindum eða stéttarlegri stööu.
Eins töldum við mikilvægt að
börn sem eru hreyfihömluö eöa
þroskaheft á einhvern hátt gætu
fengið dagvistunarpláss innanum
heilbrigö börn.
Þessi mynd var tekin 7. júnl s.l. þegar Margrét SigurOardóttir afhenti Sigurjóni Péturssyni undir-
skriftalistana. Ljósm. Leifur.
Söfnuninm verður fylgt eftir
Js.: Þiö hafið e.t.v. vænst mik-
ils vegna loforða borgarstjórnar-
meirihlutans um átak I félags-
málum?
Sv.: Jú vissulega. Að visu veit
ég ekki hver kosningaloforð
Alþýðuflokksins voru í þessum
efnum, en hinsvegar var Alþ.b.
með loforð um aukið dag-
vistunarrými. Reyndar er búiö að
opna tvö barnaheimili I Breiðholti
fyrir stuttu og eins veit ég ekki við
hve miklu hægt er að búast á einu
ári.
Js.: Hvernig viðtökur fékk
undirskriftasöfnunin svona al-
mennt séð?
Sv.: Yfirleitt voru viðtökurnar
mjög góðar og við náöum rösk-
lega 10 þúsund undirskriftum,
sem við teljum nokkuð góðan
árangur miðað viö það hversu
seint var farið af staö með undir-
skriftasöfnunina út I sjálf ibúa-
hverfin, en þar var svo til ein-
ungis um fjölbýlishúsahverfi að
ræða.
JS.: Nú eru liðnir tæpir fjórir
mánuðir siðan undirskriftalist-
arnir voru afhentir borgarstjórn,
án þess að nokkuð hafi gerst i
málinu. Hvernig veröur málinu
fylgt eftir?
Sv.: Samstarfsnefndin á eftir
að koma saman. Fundur hefur
ekki verið ákveðinn enn, en hún
mun örugglega koma saman von
bráðar til að ákveða hvað gera
skuli til að fylgja málinu eftir og
til hvers konar aðgerða þarf að
grlpa.
Eins og lesendum Jafnréttis-
siðu er kunnugt, var skipulögð
seinni hluta vetrar undirskrifta-
söfnun tii stuðnings kröfunni um
næg og góð dagvistarheimili
fyrir öll börn. Megintilgangur
þessarar söfnunar var sá, að
gera kröfur til borgaryfirvalda
um skjótar úrbætur I dagvistun-
armálum, enda höfðu þeir
flokkar, sem að núverandi borg-
arstjórnarmeirihluta standa,
lýst yfir vilja slnum til stór-
átaka I félagsmálum, sem hlaut
þvi að gefa vonir um verulegar
úrbætur I dagvistunarmálum.
Undirskriftasöfnunin fór hægt
af stað, en tók síðan fjörkipp
undir vorið, en þá stóðu að-
standendur hennar uppi meö
rösklega tiuþúsund undirskrift-
ir. 7. júni s.l. voru listarnir sfðan
afhentir borgarstjórn, á siöasta
fundi hennar fyrir sumarfri.
Siöan eru liðnir tæpir fjórir
mánuðir og fátt hefur frést af
afdrifum undirskriftalistanna.
Hvort þeir liggja einhversstað-
ar i rykföllnum skjalageymsl-
um borgarinnar innanum
„gulnuð söguleg skjöl” (!) skal
ósagt látið, en hitt er vist, að
Jafnréttisslðan hefur óyggjandi
heimildir fyrir þvl, aö Félags-
málaráð Reykjavíkurborgar,
sem dagvistunarmál heyra und-
ir, hefur ekki enn fengið undir-
skriftalistana 1 hendur.
Þvl spyrjum við: hvar eru
listarnir? Og hvað ætla borgar-
yfirvöld að gera I málinu?
Til að fræðastnánar um málið
leitaði Jafnréttisslðan til þeirra
Margrétar Siguröardóttur, sem
átti sæti I samstarfsnefnd þeirri
er stóð a 6 undirskriftasöfnun-
inni, og Gerðar Steinþórsdóttur
sem fulltrúa borgaryfirvalda.
,,Félagsmálaráð hefur
fullan hug á að standa
vel að þessum málum”
Jafnréttissiðan náði tali af
Gerði Steinþórsdóttur formanni
félagsmálaráðs Reykjavikur-
borgar. Félagsmálaráð sér um
uppbyggingu dagvistarstofnana,
en þó skal tekið fram að allar
framkvæmdir eru háðar fjár-
hagsáætlun Reykjavikurborgar.
Það kom fram strax I upphafi
viðtalsins að undirskriftasöfnunin
sl. vor hefur ekki verið rædd I
félagsmálaráöi þannig að við
undum okkur beint I að spyrja
hvað væri á döfinni I dagvistar-
málum.
Geröur sagði að skv. fjárhags-
áætlun 1979 hefði átt að byrja á 4
nýjum dagvistarheimilum, 3
blönduðum — þ.e. bæöi leikskóli
og dagheimili, og slðan 1 skóla-
dagheimili. Nú þegar væri byrjað
segir Gerður
Steinþórsdóttir
á tveim, taka ætti grunninn að þvl
þriðja I þessum mánuði og llklega
yröi byrjað á þvi fjórða á árinu.
Þessi heimili munu rúma samtals
134 börn og eru öll I Breiðholtinu.
Skv. áætlun á að opna þau öll á
næsta ári, en óvlst er hvort það
tekst, þ.e. framkvæmdir hafa
dregist.
Á árinu hafa veriö opnuö 3 ný
heimili með samtals 106 plássum.
Vesturborg sem er með þvl nýja
fyrirkomulagi aö aldursdeildir
eru alveg blandaöar frá vöggu-
börnum og upp úr, Suðurborg og
loks skóladagheimilið Völvufell.
Þá var skóladagheimilið Suður-
borg opnað rétt fyrir siðustu ára-
mót, en þar er rými fyrir 20 börn.
Þá sagði Geröur að yfir stæöu
viöræður við fræðsluyfirvöld um
möguleika á nýju skóladag-
heimili I Austurbæjarskóla, en
það mál væri á algjöru umræðu-
stigi.
Ahersla á
dagvistarmál
Félagsmálaráð gerði sl. vetur
bókun þess efnis að I tilefni árs
barnsins skyldi á árinu lögö
áhersla á dagvistarmál.
Varðandi uppbyggingu á dag-
vistarstofnunum sagði Geröur að
félagsmálaráö heföi I april sl.
Gerður Steinþórsdóttir, for
maður Félagsmálaráðs
Reykjavikurborgar.
skipað 5 manna starfshóp til að
vinna aö tillögum, — bæði 3ja ára
áætlun og eins langtimaáætlun
um uppbyggingu á dagvistar-
þjónustu. I starfshópnum eru:
félagsmálastjóri, framkvæmda-
stjóri stjórnarnefndar dag-
vistunar, yfirmaöur fjölskyldu-
deildar. sem er jafnframt félags-
ráðgjafi, félagsfræðingur og
umsjónarfóstra. Mun starfs-
hópurinn skila tillögum á
næstunni.
Sl. haust var skipaöur starfs-
'hópur til að gera tillögur um sam-
ræmingu á gæslu á einkaheim-
ilum og dagvistarstofnunum.
Hópurinn hefur skilað tillögum
sem byggjast á tveim valkostum.
Félagsmálaráö hefur ekki tekið
afstöðu til þessara valkosta, en I
framkvæmd eru þeir siðan háðir
fjárhagsáætlun fyrir næsta ár.
Valkostirnir eru: 1. aö
Reykjavíkurborg ráði einka-
heimili til að hafa I gæslu 175 börn
og 2. að bætt verði dagvistun á
einkaheimilum meö auknu eftir-
liti, meiri stjórnun og skipulagi og
aukinni fræðslu. Einnig að
framhaldsleyfi til að taka börn I
gæslu verði háð þvl að dag-
mamman hafi sótt námskeiö. Þá
lagði hópurinn til aö komið yrði á
meira samstarfi milli dagmæðra
þannig að þær leystu hver aðra af
I veikindaforföllum,frIum o.þ.h.
Talað er um að með meiri sam-
ræmingu milli gæslu á einka-
heimilum og dagvistarstofnunum
sé frekar hægt aö beina yngri
Framhald á 14. siðu
Munið ársfjórðungsfund
Rauðsokkahreyfingarinnar ,
í Sokkholti, Skólavörðustíg 12, fimmtudaginn 4. október kl. 20.30
£i