Þjóðviljinn - 29.09.1979, Side 16
UÚDVIUINN
Laugardagur 29. september 1979
Aðalsimi Þjóðviljans er 81333 kl. 9 — 20 mánudaga til
föstudaga, kl. 9 — 12. f.h. og 17 — 19 e.h. á laugardögum.
Utan þess tima er hægt aö ná i blaðamenn og aöra starfs-
menn blaðsins i þessum simum_: Ritstjórn 81382, 81527,
81257 og 81285, afgreiösla 81482 og Blaðaprent 81348.
^ 81333
Kvöldsími
er 81348
Frá námskeiöi MFA um litgáfustarfsemi verkalýöshreyfingarinnar. Ljósm. eik.
Námskeiö á yegum MFA
Útgáfustarfsemi
verkalýösfélaga
Úr
Múrnum á
Moggann
— Jú, þaö er rétt, ég er aö
koma aftur i blaöamannastéttina
eftir 5 ára innilokun í Múrnum,
svaraöi Björn Bjarnason, þegar
Þjóöviljinn haföi samband viö
hann I gær i tilefni fréttar af rikis-
ráösfundium aö honum heföi ver-
iö veitt lausn frá starfi skrifstofu-
stjóra i forsætisráöuneytinu frá 1.
október nk.
Björn kvaðst mundu vinna á
Morgunbalðinu og fjalla um inn-
lend og erlend málefni, þó ekki
skrifa fréttir. Hann haröneitaði
sögusögnum um að hann yrði þar
ritstjóri: — Nei, ég hef engan titil.
Staða Björns f ráðuneytinu hef-
ur ekki verið auglýst laus til um-
sóknar og hann sagðist ekki vita
hvernig ætlunin væri að fyrir-
komulagið yrði til frambúðar.
— vh
Skipað í
embætti
A rikisráösfundi I gær voru
staöfestir skipanir I embætti
borgarfógeta og borgardómara,
sem Timinn var reyndar búinn aö
veita, einsog fram kom I Þjóövilj-
anum s.l. miövikudag. Auk þess
var á fundinum skipaöur sýslu-
maöur Mýra- og Borgarfjaröar-
sýslu.
Jónas Gústafsson var skipaöur
i embætti borgarfógeta frá 1. des.
n.k. Friögeir Björnssonog Garö-
ar Gislason voru skipaöir borgar-
dómarar og taka við embættun-
um nú þegar. Þá var Rúnar Guö-
jónsson, sýslumaöur Stranda-
sýslu, skipaöur sýslumaöur
Mýra- og Borgarf jarðarsýslu frá
1. nóv. n.k.
— ih.
Þriggja daga námskeiði um út-
gáfumál verkalýösfélaganna lauk
i gær. Námskeiöiö var haldiö á
vegum MFA, og tuttugu manns
frá fimmtán verkalýösfélögum
víðs vegar um landiö voru þátt-
takendur.
Þetta var fyrsta námskeiö sinn-
ar tegundar á vegum MFA en er
etv. liður i vaxandi umræðu i
verkalýðshreyfingunni um hlut-
verk hennar i fjölmiölum yfir-
leitt. Tilgangur námskeiösins var
fyrst og fremst aö gefa þeim ein-
staklingum sem hafa með hönd-
um útgáfumál innan verkalýðsfé-
laganna kost á hagnýtum upplýs-
ingum um ýmsa þætti útgáfu-
starfs, þvf útgáfustarfsemi félag-
anna hefur vaxiö mjög á siðustu
misserum.
Stefán ögmundsson formaöur
MFA setti námskeiöiö 26. sept. sl.
og i setningarræðu sinni fjallaði
hann um mikilvægi eigin útgáfu-
sterfsemi verkalýðsfélaganna.
Umsjón og stjórn námskeiösins
var i höndum Tryggva Þórs Aðal-
steinssonar og fyrirlesarar voru
Guðjón Sveinbjörnsson, prentari,
Haukur Már Haraldsson, ritstjóri
Vinnunnar og Jón Asgeir Sigurðs-
son.
A útgáfunámskeiðinu var f jall-
að um viðtalstækni, ritstil, undir-
búning handrita, prófarkalestur,
prentunaraðferðir, auglýsingar,
dreifingu, innheimtu og spjald-
skrá. Einnig var kennd gerð
fréttatilkynninga og undirbúning-
ur og framkvæmd blaðamanna-
funda og Magnús Einar Sigurðs-
son, prentari, fjallaöi um nýjung-
ar og tækniþróun i prentiönaöin-
um.
Námskeiðiö fór fram i Félags-
heimili prentara að Hverfisgötu
21, 26.-28. september.
— SR.
Herstöðva-
andstæðingar
takið eftir!
Sætaferðir
í gönguna
í dag
Sætaferðir verða frá
Reykjavik i dag á vegum
herstöðvaandstæðinga i
Hvaleyrargönguna. Lang-
ferðabifreiðar munu fara um
eftirtaldar götur og eru her-
stöðvaandstæðingar beðnir
að safnast saman i hópa og
gera vart við sig:
Um Hofsvallagötu I Lækjar-
götu kl. 13.10
Um Skólavörðuholt kl. 12.30
Um Frakkastig að Lindar-
götuskóla kl. 12.45.
Um Hlemm kl. 13.00
Aö Tónabæ kl. 13.15.
Holtsapótek kl. 12.30.
Menntaskólann við Sund kl.
12.45.
Réttarholtsskóli kl. 13.00.
Bústaðavegur/Háaleitis-
braut við Miðbæ kl. 13.20.
Laugalækjarskóli kl. 12.30.
Fj ölbrau ta skólann
Breiðholti kl. 12.20.
Fellaskóli kl. 12.35.
Flúðasel kl. 12.50.
Strandasel kl. 13.00.
Alfabakki kl. 13.15.
Arbæjarskóli kl. 12.20.
Digranesskóli kl. 12.45.
Hamraborg kl. 13.00.
Kársnesskóli kl. 13.15.
Kaupfélag Kjalarnesþings
kl. 12.30.
Við Vffilsstaðaveg kl. 13.15.
Um Reykjavikurveg að
Bollunni Hafnarfirði kl.
í dag — I dag — I dag — i dag — í dag — í dag — I dag — I dag — i dag — í dag
Páll
Aöalheiöur
Höldum
sókninni áfram
Hvaleyrarganga herstöðvaandstæðinga gegn her
í landi hefst kl. 2 í dag sunnan Hvaleyrarholts við
veginn að Sædýrasafninu.
Dagskrá
14.00 til 14.15 Safnast saman til göngu. Aðalheiður
Bjarnfreðsdóttir formaður Starfsmannafélagsins
Sóknar flytur göngumönnum hvatningu.
14.30 til 14.40 Staldrað við á Thorsplani í Hafnar-
firði. Guðmundur Árni Stefánsson blaðamaður
ávarpar göngumenn.
16.10 til 16.35 Áð við Hamraborg í Kópavogi. Stutt
ávörpflytja Guðmundur Hallvarðsson verkamaður
og Albert Einarsson kennari.
16.35 til 18.00 Gengið sem leið liggur út úr Kópavogi
eftir Kringlumýrarbraut, Miklubraut, Rauðarár-
stíg, Hlemmtorg, Laugaveg og á Lækjartorg.
18.00 til 18.15 Útifundur á Lækjartorgi. Ávarp mið-
nefndar Samtaka herstöðvaandstæðinga. Páll
Bergþórsson veðurfræðingur flytur ræðu. Göng-
unni lýkur með f jöldasöng.
Eins og dagskráin ber með sér verða áningar á
leiðinni stuttar,en í stað þess verður margt söngfólk
með hljóðfæri í göngunni m.a. Heimavarnarliðið og
Elías Davíðsson og f jöldasöngur alla leið.
Munið að vera vel búin með góða og mjúka skó á
fótum. Læknir verður með í göngunni.
Samtök herstöðvaandstæðinga.
Guömundur Arni
Hvaleyrar-
ganga í dag
Guömundur
Albert
gegn her og NATÖ