Þjóðviljinn - 13.10.1979, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 13.10.1979, Blaðsíða 3
Framlag til iðnaðar á fjárlögum; Lækkað um tvo miljarða króna Iðnaðinum hefur aldrei verið greitt annað eins högg, segja forráða menn hans — fjármálaráðherra sveik gefin loforð til iðnaðarráðherra Laugardagur 13. október 1979 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 3 Iönaöarráöherra, Hjörleifur Guttormsson og samstarfsnefnd um iönþróun, boöaöi til blaöa- mannafundar I gær vegna þess aö I Ijós hefur komiö I frumvarpi til fjárlaga, sem Tómas Arnason lagöifram á eigin ábyrgö I fyrra- dag, er gerö slik aöför aö iönaöin- um og iönþróun f landinu aö Siguröur Kristinsson formaöur Landssambands iönaöarmanna sagöi I gær aö iönaöinum heföi aldrei veriö greitt annaö eins högg og heföi hann þó margt mátt þola um dagana. 1 fjárlagafrumvarpinu kemur I ljós, aö framlag til iönaðarins i landinu er lækkaö um 2 miljaröa kr. og gerir fjármálaráöherra þetta uppá sitt eindæmi þrátt, fyrir samkomulag sem iönaöar- ráðherra hafbi viö hann gert um að þessir 2 miljarðar gengju til iönaðarins. Á tveimur siðustu árum hafa verið lögfest tvö timabundin gjöld, jöfnunargjald og að- lögunargjald og var þetta gert til aö bæta stööu Islensks iðnaöar i harðnandi samkeppni viö inn- fluttan iðnvarning. 1 lögum um jöfnunargjald er kveðið á um að tekjum af þvi skuli ráðstafað á fjárlögum ár hvert, að hluta tileflingar iðnþró- unar. Varö samkomulag um þaö að tekjum af gjaldinu skyldi að hluta varið til endurgreiðslu svo- kallaös uppsafnaðs söluskatts til útflutningsfyrirtækja I iðnaði, að hluta til sérstakra iönþróunaraö- gerða, en aö 1/3 gjaldsins rynni i rikisstjóð til að mæta áætluðum útgjaldaauka rikissjóðs vegna gjaldtökunnar. í lögum um aðlögunargjaldið segir i 7. gr., að tekjum af gjald- inu á árinu 1979 skuli varið til sér- stakra iðnþróunaraögerða skv. nánari ákvörðun rikisstjórnar, að fengnum tillögum iðnaðarráö- herra. Asamaháttskal tekjum af gjaldinu á árinu 1980 varið til efl- ingar iðnþróunar samkvæmt ákvæðum fjárlaga. Igreinargerð með frumvarpinu um aðlögunargjald er lögð áhersla á það að i ákvæði 7. gr. felist eitt höfuðmarkmið frum- varpsins, þ.e. tekjuöflun til iön- þróunaraögerða i samræmi við iðnaðarstefnu núverandi rikis- stjórnar. Þá segir jafnframt i at- hugasemdunum, aö af eðli aö- lögunargjaldsins leiöi að hér sé um timabundna, mjög skýrt af- markaða iðnþróunaraðgerð aö ræða sem ekki sé rétt að blanda saman viö almenna skattheimtu rikisins. Um sé að ræða mjög þýðingarmikið atriði sem sé ein af forsendum þess að vænta megi árangurs af framkvæmd þeirrar iðnaðarstefnu, sem nú er unniö að.Þá segir aðlokum, aðþar sem gjaldið veröi afnumið í árslok 1980 sé ekki gert ráö fýrir að rikissjóður ætli sér hluta af tekj- um af gjaldinu heldur veröi þeim alfarið varið til brýnna iðn- þróunaraögerða. Flutningsmaöur frumvarps þessa fyrir hönd rikis- stjórnarinnar var Tómas Arna- son, fjármálaráðherra. Fjárlaga- frumvarpiö fékkst aldrei til skoö- unar í heild, hvorki i rikisstjórn né hjá ráöuneytum, áöur en það var fullbúið og prentað. Við framlagningu þess I gær kom hins vegar í ljós að fjármálaráöherra hefur á eigin spýtur og án nokk- urs samráðs við iðnaöarráöherra gert tillögur um ráöstöfun tekna af jöfnunargjaldi tilað fjármagna ýmis hefðbundin framlög á fjár- lögum til iönaöarmála, svo og gert tillögu um að allt framlag til Útflutningsmiöstöðvar iðnaðar- ins, svooghækkun á framlagi til Iðnrekstrarsjóðs veröi f jármagn- að af þessum markaöa tekju- stofni. Ekki tekur betra við, er litið er sem fært er rikissjóöi einhliða til tekna, og verður ekki til ráðstöf- unar I þágu iðnþróunar fyrr en á árinu 1981. Striðir þetta að þvi best verður séð beint gegn anda og ákvæðum 7. gr. laga um sér- stakt tfmabundið aölögunargjald, en gjaldinu var ekki sist ætlað að skjdta stoðum undir öfluga iðn- þróun, áður en islenskur iðnaöur lenti i fullri og óheftri samkeppni viö innflutning um áramótin 1980/81. Hjörleifur Guttormsson iönaðarráðherra gat þess á blm. fundinum I gær að hann og iðnaðarráöuneytið hefði verið bú- ið aö ganga frá þvi við fjármála- ráðherra og fjárlaga og hagsýslu- stofnun aö þessi tvö gjöld rynnu óskert til iðnaöarmála og heföi það verið athugasemdalaust af þeirra hálfu, en svo kæmi þetta svona I bakið. Aðspurður sagöi Hjörleifur að sú þingályktunartillaga um iðn- þróun á tslandi sem unniö var aö ás.l. vetri og rækilega hefurverið kynnt væri i hættu, og nánast til einskis ef þessi meðferð fjár- málaráðherra á tekjum af að- lögunargjaldinu og jöfnunar- gjaldinu fengist ekki leiðrétt i meðförum alþingis. Ef þessi ákvöröun fjármálaráðherra næði fram aö ganga væri iðnaöurinn verr settur en áður en byrjað var að gera áætlun um iönþróun á Is- landi. Ég vona að þarna sé um mistök að ræða, sem hægt verður að fá leiörétt, sagði iðnaðarráðherra að lokum. — S.dór Oddur ólafsson aldursforseti er enn I forsetastól... Orðahnippingar á fundi í sameinuðu þingi: Ekki samkomulag um þingforseta Oddur ólafsson, aldursforseti þingmanna, stjórnaði fundi sam- einaðs alþingis, sem hófst kl. 2 I gærdag. Hann tilkynnti eftir að hafa lesið dagskrá fundarins að fundi yrði frestað þangað til I dag, laugardag. Steingrlmur Hermannsson for- maður Framsóknarflokksins mótmælti þessu harðlega. Hann sagði að Framsóknarmenn hefðu ákveðið fundi viða um land um helgina og gætu ails ekki breytt þeirri ákvörðun. Steingrimur átaldi, að hvorki hefði verið haft Fundi frestað til mánudags samband við sig né formann þingflokks Framsóknarflokksins vegna þessarar frestunar. Gunnar Thoroddsen sagöi að rikisstjórnin heföi beðist lausnar og þyrfti þvi að sjá landinu fyrir nýrri stjórn. Hann sagði þaö eöli- legt, að val þingforseta blandaö- ist inn i myndun nýrrar rikis- stjórnar. Gunnar sagði að eðlilegt væri að einhvern tima þyrfti til aö ná samkomulagi um þingforseta; aðeins væru rúmar þrjár klst. frá þvl aö fráfarandi stjórn hefði fengið lausn. ólafur Jóhannesson forsætis- ráöherra sagðist ekki sjá beint samband á milli kosningar þing- forseta og myndunar nýrrar rik- isstjórnar. „Forseti Islands fór fram á það aö rikisstjórnin gegndi störfum þangað til ný stjórn heföi verið mynduö og urðu allir ráðherrarnir við þeim til- Framhald á 17. slðu Hitaveita Akraness og Borgarfjarðar: j Veitt starfsleyfi j og einkaleyfi til reksturs á starfssvœði veitunnar Hitaveitu Akraness og Borgarfjaröar (HAB) hefur verið veitt starfsleyfi og jafn- framt hefur iðnaðarráðuneytið veittHAB einkaleyfitilreksturs hitaveitu á starfssvæði veitunn- ar. Þar með geta framkvæmdir við hitaveituna hafist af fullum krafti, en mest-allri undirbún- ings vinnu hjá HAB mun vera lokið og eru Borgnesingar komnir öllu lengra en Akurnes- ingar. Sem kunnugt er ákvað rikis- stjórnin hinn 31. júli sl. að taka Deildatunguhver I Reykholtsdal eignarnámi, en heimild til handa rfkisstjórninni til þessa var ákveðin með lögum 31. mai sl. Þá hefur náöst fullt sam- komulag milli HAB, Reykholts- dalshrepps, iönaöar og fjár- málaráðuneytisins um að höfð skuli hliösjón af hagsmunum ibúa Reykholtsdalshrepps vegna ákvæða laganna um eignarnám. Einnig hefur verið gert sam- komulag milli HAB og fjármálaráðuneytisinsum afnot af heitu vatni úr Deildartungu- hver, en hverinn verður eign rikissjóðs eftir eignarnámið. Mjög fljótlega verður hafist handa um að meta Deildar- tunguhver og verður þaö mál i höndum 3ja manna matsnefnd- ar, sem i sitja hæstaréttarlög- menn. Verður HAB afhent yfir- ráð yfir hvernum, þegar mats- nefndin hefur lokið störfum. — S .dór Þögn í morgun- útvárpi Þingfréttirnar komu ekki 1 morgunútvarpi I gær var tilkynnt að næst á dagskrá væru þingfréttir. Svo kom löng þögn og að henni kok- inni kom Pétur Pétursson þulur með tónlist inni dagskránna á ný. Hið háttvirta Alþingi hafði gleymt að tilkynna rikisiít- varpinu að enginn hefur ver- ið ráðinn til að annast þing- fréttir að þessu sinni. Þingfréttir i morgunút- varpinu eru að sögn Andrés- ar Björnssonar útvarps- stjóra algerlega unnar af starfsmanni Alþingis og á ábyrgð þess. Friðjón Sigurðsson skrifstofustjóri Alþingis sagði I samtali viö Þjóöviljann, aö hann heföi haft augastað á manni til að annast þingfréttirnar en hannhefði brugðist. Nú væri útlit fyrir að þinghald stæði aðeins I einn eða tvo daga vegna þingrofsins og yrði sennilega ekki neinn ráöinn að svo komnu máli af þess- um orsökum. _Qpr Þingfréttir útvarpsins: Frétta- mennirnir skiptast á Enginn þingfréttaritari hefur verið ráðinn aö útvarp- inu eftir Nönnu Úlfsdóttur. Andrés Björnsson útvarps- stjóri sagði I samtali við Þjóðviljann að fyrst um sinn mundu fréttamenn I innlend- um fréttum skiptast á um aö senda fréttir frá Alþingi. Kári Jónasson hefur ann- ast þessar þingfréttir und- anfarna 2 daga og sagði hann að engar breytingar væru á vinnubrögðum frá þvi sem veriðhefur. Hins vegar hefur sjónvarpiö nú i fyrsta sinn fréttamann á Alþingi. Eins og komið hefur fram hafa nokkrir þingmenn gagnrýnt þingfréttamennsku útvarpsins og krafist þess aö afrit af fréttunum liggi dag- lega fyrir i útvarpshúsinu. Útvarpsráð setti máliö i nefnd og liggur það þar. — GFi Enn mokveiði af loðnu Ekkert lát viröist vera á hinni miklu loðnuveiði, sem staðið hef- ur nú I meira en 2 vikur. Á fimmtudaginn tilkynntu 13 skip um samtals 8.400 lestir og slðdegis i gær höfðu 10 bátar til- kynnt um afla, samtais 6600 lest- ir. Þar með er heildar loðnuaflinn á þessari sumar og haustvertið kominn yfir 280 þúsund lestir, sem er svipaö magn og var á sama tima I fyrra. En þess ber þó aö geta að loðnuveiðarnar nú hófust 35dögum siðar en veiöarn- ar i fyrraog var árið fyrra metár hvað loðnuveiðar snertir. Haldist gott veöur á miðunum, má gera ráð fyrir þvi að þvi marki sem sjávarútvegsráðherra hefur sett á haustveiðarnar, 350 til 400 þús. lestir verði náð um miöjan nóvember og þar með stöðvist flotinn og hefjist ekki veiöar aftur fyrr en seint I febrúar þegar farið verður aö taka loðnuhrogn, enákveðið hefur verið að geyma 150 til 200 þúsund tonn af loðnu, af þeim 600 þúsund lestum sem leyft verður að veiða alls á sumarvertið 1979 og vetrar- vertið 1980, þar til hægt verður að nu ou lii 0^11. —iS.do*

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.