Þjóðviljinn - 13.10.1979, Side 6

Þjóðviljinn - 13.10.1979, Side 6
6 SÍÐA — ÞJÖÐVILJINN Laugardagur 13. október 1979 Sigrún Eirlkur Hildur Hjartardóttir Guöjónsson Jónsdóttir „Gerum hitt rétt” Ráöstefna á Selfossi Rauösokkahreyfingin efnir til ráöstefnu á Hótel Þóristúni, Selfossi, helgina 27.—28. októ- ber. Fariö veröur af staö frá Reykjavik á laugardagsmorgni og komiö aftur á sunnudags- kvöidi. Barnagæsla veröur skipulögö á staönum. A ráöstefnunni veröur rætt um vetrarstarf hreyfingarinnar og teknar mikilvægar ákvarö- anir þar aö lútandi. Skráning þátttakenda er þegar hafin. Þeim félögum, sem áhuga hafa á aö sækja ráöstefnuna, er bent á að tilkynna þátttöku i sima 28798, millikl.5 og6.30daglega. Opinn fundur um dagvistar- mál Fimmtudaginn 18. október n.k. heldur Rauðsokkahreyfing- inopinn fund um dagvistarmál I Félagsstofnun stúdenta viö Hringbraut, og hefst hann kl. 20.30. Þrir framsögumenn veröa á fundinum: einn frá borgar- stjórnarmeirihlutanum, annar frá Fóstrufélaginu og sá þriöji frá Rauðsokkahreyfingunni. Aö ræöum þeirra loknum veröa almennar umræöur, og munu framsögumennirnir þá svara spurningum fundarmanna. Foreldrar, fóstrur og aörir áhugamenn um dagvistarmál, eru eindregiö hvattir til að fjöl- menna á fundinn og taka virkan þátt i umræöunum. Nýlega kom út bók hjá Iöunni sem skylt er aö geta á Jafn- réttissiöu þótt Flosi Óiafsson hafi lltillega minnst á hana i Þjóðviljanum áöur (29. sept.) Þetta er fræösiubók um ung- linga ogfyrir unglinga ogheitir VIÐ ERUM SAMAN. Höfundar eru sjö norskir Iæknanemar, fjórar stelpur og þrir strákar, og þýöandi er Guösteinn Þengilsson, iæknir, sem er lesendum þessa blaös aö góöu kunnur. Þekktu sjálfan þig í Við erum saman er aöallega veriö aö fræöa krakka um kynlifiö og kynferöismál — án þessþó aö reyna nokkurs staöar aö kenna fólki aö gera þaö rétt eins og Flosi las út úr henni. Það er lögö megináhersla á aö hvetja fólk til aö kynnast likama sinum og viöbrögöum hans, læra aö kunna vel viö hann og veraekki hræddur viö hann. Allt i kringum okkur halda auglýs- Taktu víst mark á þó ad hún sé á túr! Eitt af helstu verkefnum kvenfrelsiskvenna hefur ævin- lega verið aö efla viröingu kvenna og karla fyrir konum. Þáttur f þvl verkefni er aö berjast gegn hleypidómum á borö viö þá aö konur séu ekki meö sjálfum sér nema rétt viö og viö, þær séu duttlungafuliar og óútreiknanlegar þegar þær séu óléttar og ekki meö öllum mjalla þegar þær séu á túr og þess vegna séu þær ónýtur s tar fskraftur. 1 andróöri gegn þessum ævagömlu fordómum hefur ■ veriö lögö áhersla á það aö breytingar á hormónastarfsemi áöur en tiöir byrja geti valdiö vanliöan, jafnvel svo mikilli hjá einstaka konu aö hún þurfi aö liggja fyrir eða taka verkjatöfl- ur til aö halda sér gangandi. Þetta stafar af eölilegum orsök- um og konur eiga aö leita læknisaöstoöar ef þetta hindrar þær viö venjuleg störf en reyna annars aö hlífa sér viö auka- erfiöi þessa fáu daga. En um- fram aBt veröa konur ævinlega aö varast aö trúa oröi af þvisem sagterum aöþær séueldci sjálf- ráöar geröa sinna og þvi eldci . hæfar i ábyrgðarstööur eöa nokkur verk sem skipta máli. Þær veröa lika aö varast annars konar áhrif af þessum fordóm- um, þær mega ekki nota þá tii þess að biöja um vorkunnsemi og umhyggju, detta i þá gryfju aö láta fara meö sig eins og kenjóttan krakka en ekki full- veöja manneskju Æsifregnastill A sunnudaginn var birtist i Þjóðviljanum þýdd grein úr ensku kvennablaöi i æsifregna- stil meö gifuryrtum aöfara- oröum um morð og glæpi kvenna. 1 greininni er sagt frá niöurstööum breskra lækna sem virðast benda til þess aö helm- ingur allra kvenna sé akkúrat eins og gömlu fordómarnir segja til um, óvitandi vits tvær vikur af hverjum fjórum. Þetta er viö fyrstu sýn eins og högg I andlit kvenréttinda- kvenna allt frá Bríeti Bjarn- héöinsdóttur og vandséö hvaöa erindi þessi grein átti I Þjóðvilj- ann. Mjög erfitt er lika að sjá hvers konar „rannsiMcnir” þetta eru eöa til hvaöa kvenna þær taka. Eru þetta verkakonur eöa henni, aðrar konur sem starfa fullan eöa hálfan vinnudag utan heimilis eöa eru þetta innilokaö- ar konur svefnbæjanna? Hvern- ig voru kjör þeirra kvenna aö ööru leyti sem uröu svona viti sinu fjær einu sinni i mánuöi? Einnig vantar allar tölulegar upplýsingar þannig aö greinin er i raun marklaus. Þaö á aö veita þeim konum alla hugsanlega aöstoö sem eru veikar einhverja daga tiða- hringsins.enþaö eru furöulegar og fáránlegar ýkjur aö um helmingur kvenna á barneigna- aldri breytist I ólátabelgi og áftogaseggi eöa „ofstækisfulla öskrandi valkyrju” (kannski varúlfynju?) áöur en þær fara á túr. Hyggi hver aö nánasta umhverfi sinu. Loks má benda þýðanda á aö pituitary gland, sem ekki er þýtt, er þaö ágæta liffæri heila- dinguli, og ef bresku læknarnir eru aö ræöa um sjúkdóma sem stafa af truflunum á starfsemi hans þá er málið oröiö býsna miklu alvarlegra en túrverkir. Heiladingullinn hefur áhrif á starfsemi ýmissa mjög mikil- vægra kirtla i likömum fólks, t.d. skjaldkirtils og nýrnahetta, , auk kynkirtla, og ástæöa til aö hvetja fólk til aö heimta aðstoð ef þaö er eitthvaö aö honum. endur þvi aö okkur aö viö séum ekki almennileg nema viö litum út eins og kraftatröll og kynbombur, og þaö ræktar upp rótgróna minnimáttarkennd hjá mörgum unglingum. Höfundar bókarinnar vilja hjálpa krökk- um (og öðru fólki sem les bók- ina) til aö fá sjálfstraust og jákvæöa afstööu gagnvart sjálf- um sér, og þaö tekst aö minu mati vel. Einnig er góö fræösla um getnaöarvarnir og kynsjúk- dóma og sama áherslan þar: aö hvetja fólk til aö vera ófeimiö og hafa traust á sjálfu sér, tala opinskátt saman og vera ekki hrætt. Þaö má raunar segja aö meginkrafa bókarinnar sé aö fólk tali saman, fari ekki i felur eða ljúgi til um tilfinningar sinar heldur sýni ævinlega hreinskilni. Istuttu máli sagt er þessi bók mikill fengur og þaö hlýtur aö vera skemmtilegt aö nota hana I kennslu og umræöum innan og utan skóla. Spurningarnar sem fylgja hverjum kafla eru ögrandi og spennandi viöfangs- efni. Bókin er lika mjög falleg, ljósmyndirnar eru góöar (dýrleg myndin af ólétta stráknum bls. 59!) og skýringa- teikningarnar eru óvenjuljósar og auöskildar. Sumar þeirra eru þær bestu sem ég hef séð, t.d. myndirnar af hettunni (53) og lykkjunni (56). Kynferðismótun og jafnrétti Annaö er þó ekki siöur fengur viö bókina og þaö er hvaö hún leggur mikla rækt viö jafn- réttisboöskap sinn. Fyrsti kafli bókarinnar er um kynhlutverk- in og þar er lýst i stuttu máli kynferðismótun stelpna og stráka og afleiöingum þess siðar meir i llfinu. Stelpan fær hrós fyrir allt sem styöur kvenimyndina: hún er svo stillt og falleg; og strákar fá hrós fyrir þaö sem samrýmist karl- mannshugsjóninni: hann er svo sterkur og haröur af sér, vælir ekki eins og stelpa.Hins vegar fá þau skammir fyrir aö snúa þessu viö, stelpan fyrir aö fljúgast á ogstrákurinn fyrir aö sýna linku og leika sér meö dúkkur. Vafasamara fannst mér aö segja aö drengurinn kynnist fyrst og fremst athöfn- um fööur sins (6). Störf feöra eru flestum börnum lokuö bók i okkar samfélagi og þaö er kannski miklu fremur aö marg- ir drengir búi sér til óska- drauma um störf fööur sfns, fjarri öllum veruleika, sem getur komiö báðum feögum i koll seinna. I þessum kafla er lika fjallaö um klámblöö og auglýsingar og mynd þeirra af kynjunum, og ýmislegt fleira sem unglingum er hollt að velta fyrir sér. Þessu er svo fylgt eftir meö spurningum eins og t.d. i kafl- anum um getnaöarvarnir: „Ef stúlkan þorir ekki aö segja viö piltinn, aö hann ætti aö nota smokk er þaö vegna þess aö hún haldi þá að hann vilji ekkert meöhana hafa eftir það?” (59) Þetta er gott dæmi um þá til- finningalegu kúgun sem stelpur eru iðulega beittar til aö fá þær I rúmiö áöur en þær langar nokk- urn hlut til þess. Þaö er gott aö benda á þetta, en eitt af þvi sem mér fannst vanta var aö benda stelpum á hvernig þær eigi aö bregöast viö þessarikúgun.Þaö Umsjón af hálfu Þjóðviljans: íngibjörg Haralds- dóffir Yröu piltarnir varkárari ef þaö væru þeir, sem ættu á hættu aö veröa þungaöir? (Myndskreyt- ing úr bókinni Viö erum saman). á aö segja þeim hreinlega aö láta piltunga flakka sem svona haga sér, þaö sé ekkert púkkandi uppá þá hvort sem er. Strákur getur aldrei oröiö stelpu nokkurs viröi til lengdar ef hann ber ekki virðingu fyrir skoöun- um hennar og ákvörðunum. Þær eiga aö hafa frelsi til aö segja já — og lika til aö segja nei, þótt þaö vilji stundum gleymast i öllu ástafrelsinu. I þessu sambandi má nefna annaö sem vantar i bókina og þaö er þvingun til kynlifs og nauöganir. Þaö er stundum mjótt á mununum þar. Auövitaö erþaöerfittogviökvæmtefni aö fjalla um i bók eins og þessari en á þar ekki siður heima en kaflinn um aö elska annan ein- staklingsama kyns (fyrirgeföu, Guömundur), sem er afar þarf- ur. Hópkúgun I sambandi við aö sofa hjá er af ýmsu tagi, allt frá forvitni félaganna um hvaö maöur hefur komist langt og i þaö t.d. aö ráöast margir á sömu stelpuna. En þótt einstök atriði kunni aö vanta eru aöalatriöin skýr: Hver manneskja á aö þekkja sjálfa sig og bera viröingu fyrir sjálfri sér, bæöi anda og efni. Raunar er þaö lika grundvöllur- inn aö þvi aö koma i veg fyrir ofbeldi gagnvart öörum. Ef maöur ber viröingu fyrir sjálf- um sér þá fer hann ekki illa meö aöra og lætur ekki fara illa meö sig ótilneyddur. Þýðingin Ég var ekki fyllilega sátt viö þýöingu Guösteins á bókinni en geri þó ekki ráð fyrir aö þaö komi aö sök viö lestur hennar. Orðanotkun er dálitiö stirö, t.d. er oftast talaö um telpur eöa stúlkur og pilta, meira aö segja I beinum tilvitnunum i unglinga: „Ertu tjúlluö? Hvaö helduröu aðpilturinn áliti þá að hún sé?” (13) Stundum getur þetta hátiö- lega mál veriö beinlinis villandi eins og þegar segir: „Veggir legganganna eruteygjanlegir — muniö aöeins aö þegar börnin fæöast, þá koma þau þessa leiö.” (36) Þetta hljómar eins og aðvörun en á aö vera skýring. Oröanotkun I sambandi viö kynlif er ákaflega viökvæm og sjálfsagt lflca háö smekk, en oftast er best að segja hlutina tæpitungulaust. Ég kann miklu betur viö oröasambandiö so£a hjá en lifa meö, og sérstaklega fannst mér þó vont að hafa „lifa” innan gæsalappa. Raunar eru gæsalappir ofnotaöar i bók- inni, hvaöa ástæöa er t.d. til þess aö hafa pollagalla innan gæsalappa? Oröiö skapagælur hef ég aldrei séö eöa heyrt en sögnin aö kela nær þessu atferli býsna vel. Oþægilegra fannst mér þó aö Framhald á bls. 17.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.